Morgunblaðið - 21.02.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.02.1968, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1968 Ingólfur A. Þorkelsson: KENNARASKORTUR OG KENNARAMENNTUN MIKIÐ hefur verið rætt um skólamál í vetur og er það vel. Satnvinnan reið á vaðið og birt ust þar ýmsar athyglisverðar greinar, miisgóðar eins og geng- ur. Mest hefur verið fjallað um þessi mál í Morgunblaðinu og ber að þakka það sérstaklega. Fyrst og fremst hafa skólamenn hvatt sér hljóðs um þessi mál. Æskilegt væri, að fleiri gerðu það, ekki sízt foreldrar, því að hér er alls ekki um einkamál kennara að ræðai, heldur mál þjóðarinnar allrar. Ríkisstjónin hefur heitið því að beita sér fyrir heildarendurskoðun fræðslukerfisins (sbr. leiðara Morgunblaðsins 10. des. sl.) svo og Framsóknarflokkurinn. 24. jan. sl. efndi Stúdentafélag Há- skóla íslands til umræðu fu ndar um framhaldsmenntun á íslandi. Umræður þessar og yfirlýsingar eru fagnaðarefni öllum skóla- mönnum og raunar öllumi þeim, er áihuga hfa á menntun og upp elidi í landinu. Ófáir eru þeir, sem hafa fundið núverandi skólakerfi flest til foráttu, eink um landsprófinu og hafa þeir á stundum gerzt nokkuð stríð- mæltir. Skólakerfi — kennsluhættir Sérstaklega hefur það viljað brenna við, að menn rugluðu saman skólakerfi og kenmslu- háttum, rammanum og innihald inu. Að mínu viti er nauðsyn- Neyðarástand á gagnfræðastigi legt að gera greinarmun á þessu tvennu, þ.e. fræðslulöggjöÆinni (kerfinu) og kennsluaðferðum, og próftilhögun (kennsluháttum) og ekki má gleyma aðstöðunni (skólahúsnæði, tækjum o. fl.) fslenzka þjóðfélagið hefur tekið stakkaskiptum sl. 20 ár. Laga verður skólana að breyttum þjóðfélagsháttum, Þetta er mik ilivægasta verkefnið. Hvemig er það unrnt, hverju þarf að breyta? Þessari spumingu verð- ur sennilega ekki fullsvarað fyrr en skólarannsóknir birta niðurstður sínar. Við erum nú í fyrsta sinn að rannsaka. hvað við höfum verið að gera í skóla- málum sl. 20 ár. Ég er ekki sannfærður um, að nauðsynlegt sé að gjörbreyta skólalöggjöfinni, til þess að unnt sé að aðlaga skólana nýj- um þjóðfélagsháttum. Að mín- um dómd þarf fyrst og fremst að breyta kennsluháttum og bæta aðstöðu skólanna til þess að þeir geti betur en nú rækt hlut verk sitt, sem er tvíþætt: Að búa nemendurna uhdir störf í síbreytilegu þjóðfélagi og þroska þá sem einstaklinga. Það em úreltir kennsluhætt- ir og ófullnægjandi aðstoða, svo sem skortur á skólahúsnæði og tækjum ,sem fyrst og fremst stendur í vegi fyrir umlbótum í skólamálum að ógleymdum kennaraskortinum og kem ég rækilega að honum síðar. Landsprófið Sumir halda þvi fram, að lands prófið sé óalandi og óferjandi. Það útiHoki allt of marga frá framhaldsnámi o. s. frv. Lands prófið var mikil réttarbót á sín- um tíma og það hefur breytzt alknikið til batnaðar undanfar- in ár. í ýmisum greinum höfða Listamannalaunin -4) Ingólfur Þorkelsson Þegar ég las nafnaskrána yf- ir þá er hlotið höfðu listamanna- laun í ár varð ég mjög undr- andi er ég varð þess vör að nafn Eggerts Guðmundssonar, listmálara, vantaði í þann hóp. Eggert hefir fengið listamanna- Xaun í yfir 20 — Tuttugu — ár, * en í fyrra og nú í ár, er hann allt í einu horfin af listanum, þótt hann hafi haldið 3 einka- sýningar og hafi tekið þátt í samsýningum á þessum tveimur árum. Ég geri mér fulla grein fyrir því að það megi deila um út- hlutun listamannalauna, og að sjálfsögðu koma þar mörg sjónar mið til greina. Mig langar nú einmitt þessvegna að spyrja: „Hversvegna listamannalaun in hafa verið tekin einmitt af honum og það tvö ár í röð?“ Einnig hefir sú spurning stöð- ugt ásótt mig, „hvaða reglum muni vera farið eftir í þessari vandasömu úthlutun, því að mín um dómi hlýtur að vera um á- byrgðarmikið samviskustarf að ræða. Á mínum yngri árum var ég búsett í Danmörku um margra ára skeið, og þá fylgdist ég af miklum áhuga með frama íslenzk ra listamanna. Ég átti því láni að fagna að kynnast Eggerti, og hefi þar af leiðandi haft tæki- færi til að fylgjast með hans listamanns—braut. Kynni mín af Eggerti hafa ekki aðeins kennt mér að meta hann sem listamann einnig sem mikinn mannkosta mann. Meðal annars hef ég aldrei heyrt hann hallmæla öðr- um listamönnum. Það ber svo undarlega við, að einmitt á þessu ári, á þessi listamaður 40— fjöru tíu — ára starfsafmæli, og að hann skuli einmitt á þessum tímamótum verða sviptur lista- mannslaunum. Mig langar til að vekja at- hygli á, eftir því sem ég hefi kynnt mér, hefir enginn íslenzk- ur listmálari haldið fleiri einka- sýningar erlendis, (ef til vill utan samsýninga) en einmitt Eggert. Ég minnist þess, þegar átti að gefa dönsku konungs- hjónunum, Kristjáni x og drottn ingu hans, gjöf, á 25 — Tuttugu og fimm — ára stjórnarafmæli þá valdi konunglega danska landfræðifélagið einmitt mál- verk eftir Eggert Guðmundsson. Danir þóttu og þykja vera þjóð, sem stendur á hátt þróuðu menn ingarstigi hvað listir snertir. Eftir að hafa lesið þennan um- rædda lista, varðandi listamanna launin, lagði ég leið mína til Eggerts og bað hann leyfis um að, fá að líta yfir bækur þær er geyma úrklippur úr innlend- um og erlendum blöðum varð- andi umsagnir og listdóma um verk hans. Samkvæmt erlendum listdóm- um, hefir honum verið líkt við Leonardó Da Vinci, og Frantz Hals. Gaman þætti mér síðar, í greinarflokkum, að kynna þjóð- inni hversu þessi listamaður hef ir borið hróður hennar víða um heim, og frásagnir um listaverk hans, sem prýða listasöfn, opin- berar byggingar og hallir víðs- vegar um heim. EN er maður kemur inn á listasafn Ríkisins, er þar aðeins að finna eina mynd, sem er mjög sjaldan frammi, og heitir „Jarðarför Bóndans"., kemur mér þá í hug allar þær fögru þjóðlífsmyndir, sem þessi listamaður hefir mál- að og teiknað. Þykir mér sorg- legt til þess að vita að lista- safn Ríkisins skuli ekki hafa tryggt sér nema þetta eina lista- verk, sem svo margir hafa hrif- ist af, en það var keypt fyrir 26 — tuttugu og sex — árum síðan. Þegar ég lít fram í tím- an, verður mér á að hugsa: „Hvar er betra að geyma þjóð- lífsmyndir þjóðarinnar, en ein- mitt á listasafni Ríkisins.“ „Sönn listaverk tala ætíð sjálf sínu máli.“ Fyndist mér æskilegt að Ráð ?að er hið Hæstvirta Alþingi slands kýs til úthlutunar lista- mannalauna, kynni sér störf og feril þeirra hstamanna er til greina koma. Ég óska þjóð okk- ar þess að hún megi hafa í út- hlutunarnefnd sinni fullkomlega menntað fólk, með næman feg- urðarsmekk, réttlætis— og á- byrgðartilfinningu. Gunnur Norðfjörð prófverkefnin nú meira til skilnings og ályktunargáfu en utanbókarlærdóms. Og ekkert er því til fyrirstöðu að það megi enn breyta því án þess að hreyfa við lagabókstafnum. Það er misskilningur að landsprófið eitt velji nemendur til fram- ha'ldsnáms. Nemendur, sem setjast í Verzlunarskóla fslands, þurfa ekki að hafa lokið lands- prófi. Landsprófs er ekki skil- yrðislaust krafizt^ til inngöngu í Kennaraskóla íslands, gagn- fræðingar með lágmarkseinkunn í nokkrum aðalgreinum hafa rétt til settu þar. Tækniskóli ís- lands krefst heldur ekki landis- prófs. Með þessu er ég alls ekki að gefa í skyn, að skólar þess- ir geri minni kröfur til inn- töku en menntaskólamir. í þessu sambandi vil ég og geta þess. að verið er að endurskoða og samræma kröfur til gagn- fræðaprófs í íslenzku, erlendum málum og reikningi. Ef til vill tekst að hefja gagnfræðaprófið til vegs og virðingar að nýju. Verði sú raunin á, má svo fara að landsprófið velji enn færri til framhaldsnáms hér eftir en hingað til. Og þá er komið að þeirri skoðun, að landsprófið velji úr of snem.ma, að skipt sé eftir getu of fljótt. Mér er nær að halda að nokkuð sé til í þessu. Það var m.a. á þessari forsendu, sem Jóhann Hannes- son, skólameistari, krafðist af- náms landsprófs á stúdenta- fundinum 24. jan. sl., en höfuð- röksemd hans var sú, að lands- prófinu hefði ekki verið ætlað það hlutverk að velja menn til framhaldsnáms, heMur að auð- velda mönnum aðgang að þvi. Landsprófið gerir hvort tveggja. Það veitir einstaklingum jafna aðstöðu lagalega. þ.e. ungling- ar hvar sem er á landinu hafa rétt og víðast hvar aðstöðu til að taika þetta próf og öðlast við það rétt til inngöngu í mennta skóla. Tillaga Jóhanns Hannessonar Á fyrrnefndum fundi lét Jó- hann Hannesson í ljós þá skoð- un sína að afnema bæri gagn- fræða- og menntaskólana í sinni núverandi mynd og stofna al- menningsskóla fyrir ungt fólk á aldrinum 15-19 ára, sem lyki með stúdentsprófi. Þetta er tillaga um breytingu á skólakerfinu, a.m.k. að barna prófi loknu, ekki aðeins um af- nám landsprófs. Þetta er krafa um lengingu skólaskyldu til 19 ára aldurs. Tillagan er ekki eins byltingarkennd og sumir vilja vera láta, því að megnið af æskulýð þessa lands (um 80%) stundar nú nám til 17 ára ald- urs. Þetta er engin utopia eins og sumir viðast halda, heldur er hér verið að orða þá þóun, rsem á sé stað sums staðar er- lendis. Ýmsir framámenn með- al danskra skólamanna, með rektor Jens Ahm í broddi fylik- ingar, hafa krafizt þess, að skóla skyldan yrði lengd til 19 ára aldurs. Öllum væri kennt hið sama til 13 ára aldurs, en þá væru teknar upp nokkrar val- greinar og færi þeim fjölgandi til 16 ára aldurs, en síðan væri um þrjár leiðir að ræða fyrir nemenduna: (A) nám til stú- dentsprófs, (C) verklegt nám og tækninám, (B) og nám mitt þar á milli, verklegt og bóklegt. Síðan befjist margskonar fram- haldsnám. Jóhann Hannesson vill að all- ur árgangurinn ljúki stúdents- prófi. Hætt er við að breyta verði kröfunum heldur betur, ef þetta á að takaist. En það er ekki ætlun mín í þessari grein að ræða nánar til- lögu Jóhanns Hannessonar, ótal mörgum spurningum þarf að svara áður en endanleg afstaða er tekin til hennar. Kennaaskortuir Fyrst og fremst þarf að svara spurningunni: Hvernig á að l'eysa kennaraskortinn? Vöntun á vel menntuðum kennuruim er Akkillesarhæll íslenzkra skóla í dag. Sérstaklega er ástandið slæmt á gagnfræðastiginu. Þar ríkir neyðarástand- Síðastliðið haust sóttu 23 menn um kennslu i bóklegum greinum í gagn- fræðaskólum Reykj avíkurborg- ar. Af þessum 23 umsækjendum höfðu aðeins 4 lokið háskóla- prófi, en þó ekki prófi í uppeld- is- og kennslufæðum, sem á- Fyrri grein skilið er til þess að hljóta rétt- indi til kennslu. Enginn um- sækjandi hafði því fyllstu rétt- indi Menn geta gert sér í hug- arlund, hvernig ástandið er ann ars staðar á landinu, þegar al- ger skortur ríkir í Reykjavík. Jóhann Hannesson sagði á stúdentafundinum, að hann hefði ekki hugmynd um, hvem- ig ætti að leysa kennaraskort- inn. Ég leyfi mér að fullyrða og leggja áherzlu á þá fullyrðingu, að hin merka tillaga Jóhanns er loftkastalur einir, meðan hinn mikli vandi, kennaraskorturinn og kennaramenntunin, er óleyst ur. Vel menntaðir kennarar eru grundvöllurinn undir stanfi hvers einasta skóla, öll framfara viðleitni í skólamálum fellur dauð til jarðar, ef undirstaðan er ei rétt fundin. Það má þraúka mieð óbentugt skólalhúsnœði, lé- legar kennslubækur, fábreytt og úrelt tæki, þótt illt sé, eins og dæmin sanna, en án hæfra kenn ara er skólastarfið unnið fyrir SÝS- Mun ég nú venda mínu kvæði í kross og snúa mér beint að því að ræða það ófremdar- ástand í þessum miálum, sem nú ríkir á gagnfræðastiginu. Þá verður fy.rst fiyrir að ræða um kennaramienntunina. Úrelt og ófullnægjandi laga- áftvæði f lögum um fræðslu barna (sbr. 16. gr. laga um fræðslu barna nr. 34/1964) er þess kraf- izt, að væntanlegir kennarar ljúki viðurkenndu kennara- prófi. Þess er og krafizt í lög- um um menntaskóla, að kenn- ararnir hafi lokið fullnaðarprófi við háskóla í aðalgreinum þeim, er þeir eiga að kenna (15. gr. laga um menntaskóla nr. 58/ 1964). Þarna fer ekkert á milli mála. Hins vegar er þesis ekki krafizt í lögum um gagnfræða- nám, að kennarar á gagnfræða- stigi hafi lokið námi. Lögin krefjast þess ekki, að bók- námskennarar á þessu stigi hafi búið sig undir sitt vandasama starf með sérstöku námi. Gagn- fræðakólarnir eru því hornreka, algert olnbogabarn, hvað það snetir. Og skal ég nú finna orð- um mínum stað. Núgildandi á- kvæði um menntun og réttindi gagnfræðaskólakennara eru að finna í 37. gr. laga um gagn- fræðanám nr. 48/1964. Hún hljóð ar svo: „Til þess að verða skipaður kennari við skóla gagnfræða- stigsins þarf eftirtalin skilyrði: a) að hafa almenna kennara- menntun eða stúdentsmenntun að viðbættu námi í uppeldis- og kennslufræðum, er kennslumál'a stjórnin metur gilt, b) að hafa stundað ein.s til tveggja ára nám hið minnsta við háskóla í þeirri fræðigrein, sem ætlazt er til, að verði aðalkennslugrein hlutaðeigenda, enda sýni hann skilríki fyrir árangri a'f háskóla náminu, c) að hafa kennt tvö til þrjú ár og hlotið meðmæli hlutaðeigandi skólastjóra, d) að vera hæfur til að kenna fleiri en eina námsgrein. Heim- ilt er og að gera að föstum kenn urum þá, sem kennt hafa tvö ár hið minnsta með góðum árangri við skóla, sem svara til gagnfræðastigsins, þegar lög þessi taka gi'ldi, enda komi með mæli skólastjóra tH. Nú sækir enginn, sem ful'lnægir þessum Skilyrðum, um lausa kennara- stöðu, skal þá skólanefnd og fræðslumálastjórn leitast við að fiá hæfan mann, og má að tveim árum liðnum gera hann að föst- um kennara, enda komi með- mæli hlutaðeigandi skólastjóra til“. Samkvæmt þessari grein er að vísu ætlazt til, að aðalreglan sé sú, að skipaðir kennarar hafi stundað eitthvert háskólanám („eims til tveggj-a ára nám hið minnsta"). Hins vegar er þess ekki krafizt, að þeir hafi tekið fullnaðarpróf í kennislugrein sinni, þannig að krafan um há- skólanám nær ekki tilgangi sín um. Raunar kveða lögin á um það ,að sýna skuli ,,skilrfki fyr- ir árangri af háskólanáminu“, en í þeim botnlausa kennara- skorti, sem hér ríkir, er jafnvel þessi væga krafa sniðgengin. Þar að auki heimilar 37. gr. að ganga með öllu framhjá kröf- unni um háskólanám, þegar sér staklega stendur á, og er þeirri heimild beitt svo rækilega, að mikill minnihluti fastra bók- námskennara á gagnfræðastigi hefur fyllstu réttindi til kennslu (samfcvæmt yfirlitsskýrslu frá fræðslumálaskriifistofunni fyrir skólaárið 1962-63 aðeins um 26%). Hefur ástandið í því efnd versnað ár frá árí. Lagagrein þessi er því að engu hafandii. En nú kann einhver að segja: Hvað um forgangsréttarlögin frá 1952? Þau krefjast þess, að kennararnir hafi lokið námi og þau veita þeim forgangisrétt til kennslustarfa. Er ekki svo? Svar mitt verður já og nei. Skal nú gerð nán'ari grein fyrir þessu. Framhald á bls. 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.