Morgunblaðið - 23.02.1968, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.02.1968, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1968 13 Jóna I. Jónsdóttir Minning JÓNA I. Jónsdóttir fná Bolung- arvík lézt á sjúkrahúsi í Reykja vik hinn 1. þ. m. eftir sfeutta sjúkidíómslegu. Vanheilsu hafSi hún þótt átt við að stríða und- amfarin ár og síðastliðið haust fluttiist hún til Reykjarvíkur, þar sem hún dvaldist síðustu miánuðina í skjóli Ingilbjargar dóttur sinnar að Hagaimiel 32. Með Jónu I. Jónsdótbur er góð ur Bolvíkingur genginn. Hún var sviipmikil kona, er sópaði að. ef því var að skipta^ en fyrst ok fremst var hún elsku- leg manneskja, er ylur stóð af og ástúð svo rikuleg, að ekki gleymist. Hún verður minnis- staeð öllum, er hana þekktu og henni eiga margir mdkla þökk að gjalda. Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, eins og hún hét fullu nafni, vaæ fsedd að Skriðiu í Hólshreppi 16. mrz 1892. Poreldrar henn- ar voru þau Jón Tyrfingssen frá Hóli og kona hans, Ingi- bjöng Bjarnadóttir, Össurarson- ar á Gili. Jón var af gömlum bolvískum ættum og stóð hér rótum djúpt. Skriða var lítið gra^býli úr Geirastað'atandi og bar nafn með rentu. — Þegar Jón var á fjórða ári, varð fjölskyldan að flýja þaðan vegna skriðufalla og fluttist þá að Hanhóli, þar sem Jón síðan ólst ux>p ásamt systk imum sínum tveim, er upp komust, þeim Karitasi og Jóni Guðna, sem bæði eru látin. Á Hanhóli mun Jóna hafa átt heimia um 30 ára skeið. Hún gi'ftist árið 1909 Guðmundi Jóns syni frá Meira-Bakka í Sbála- vík og bjuggu þau allan sihn búskap á Hanihóli, en Guðim'und ur lézt árið 1926. t>eim hjónum varð fjögurra barna auðdð. Þrjú þeirra létust í bernsku. Yngsta dóttirin ein, Ingiibjörg. er áður getur, lifir móður sína og varð henni með mörgum hætti mikil stoð. — Svo var og um Jóminu Magnúsdóttur, syst- urdóttur Jónu, er hjá henni ólst upp. Liðsinmti hún henni á margan hiátt síðustu árin hér og leit til með henni. Hlýtt var og samfbamdið alla tíð á milli Jónu og fóstursonanna tveggja, þeirra Þórðar Þiórða'rsonar og Ásgeirs Jónssonar, sem báðir eru búsettir í Reykjavik. Mörg fleiri börn og ung. menni dvöldust raunar í skjóli hennar um lengri eða skemmrj tíma og bundust henni vináttu. böndum. Hún var ættrækin og var jatfnan ástúðlegt með henni og frændliðinu öllu nú síftast og gladidist hún yfir litlu langömmu barni. Demporor í fleslar gerðir bíla. Kristinn Cuðnason hf. Klapp.arstig 27. Laugaveg 168. Sími 12314 og 2267S. Elftiir lát manns síns bjó Jóna áifram á Hanhóli um sinn, en fluttist þaöan að Hóli. þar sem hún bjó um 10 óra skeið, byggði þar upp og stóð að ýms um framkvæmdum. Síðar var hún um margra ára skeið bústýra hjá Sigmundi Sig urðssyni lækni og aðstoðaði hann miargvíslega í starfi, Hún var kjarkmiikil og hafðli „lækn- ishenidur“. Var oft til hennar leitað í margvíslegum vanda, enda var hún með aifbrigðum hjálpsöm og úrræðagóð. Eftir að ráðskonustairfi henn- ar lauk, rak hún matsölu, — eiginlega allt þar til hún fór héðan. Hér var staðið. meðan stætt var. Jóna Jónsdtóttir var stór'huga og kappsöm, — mátti heifa hamhleypa til allra verka. Hún átti hlýjan hug, margar hug- hjónir og hugðarefni. Hún var blómavinur, hannyrðakona mik il og listræn, en mestan áhuga hafði hún á mönnum — því að verða þeim að liði. Til viðbótar því, er áður var að vikið, má í því sambandi nefna. að í mörg ár stóð' hún fyrir barnastúku hér í Bolungarvík og góðtempl- arareglunni unni hún mjög. Hún var þeirrar gerðar, að er m.yndin hennar kemur frarn í hugann, þá hlýnar manni um hjartarætur og birtir fyrir aug um. Þetta hygg ég, að allir þeir kannist við, er Jónu þekktu. þakklæti minnzt og söknuði. Lík hennar verður nú lagt í moldu fjarri ættarslóðum,. Sivo mun hún sjálf hafa ráð fyrir gert, Hún þekkti Hallgrím og þá ugglaust þau orð er þannig hljóða: „Hvernig sem holdið fer hér þegar lífið þver, Jesú, í umsjón þinni öhætt er sálu minni“. Já, Jóna vissi vel á hvern hún trúði, og svo sem að nokkru hefir komið hér fram, þá biirtist trú hennar margvíslega í verk- unum og mótaði viðhorfin. Bolvíkingar blessa minningu hennar og hiðja fararheilla. Þorbergur Kristjánsson. OPAL SOKKABUXUR eru framleiddar úr úrvals crepegarni. T*im* b°se OPAL SOKKABUXUR ^ | eru framleiddar af stærstu sokkaverk- smiðju Vestur-Þýzkalands. OPAL SOKKABUXUR eru fallegar og fara sérlega vel á fæti. í‘<* BBpÍÍ OPAL SOKKABUXUR 1 -iP* ; j eru á mjög hagstæðu verði. OPAL SOKKABUXUR ' ^ seljast þess vegna bezt. Kaiupið aðeins það bezla KaupiðOPAL SOKKA og SOKKABUXIJR Einkaumboðsmenn: Kr. Þorvaldsson & Co. heildverzl. Grettisgötu, 6, símar 24730 og 24478. MS*88*'! Viðurkennd fyrir hljómburð, failegt útlit og langdrœgni Radionette-tækin eru komin aftur. LÆKKAf) VERÐ. Nýjar tegundir 19” og 23” tækja í tekki, paJisander og mahoníi. Rannsóknir á vegum Statens Provningsanstalt í Stokk- hólmi á 11 algengum tegundum sjónvarpstækja sýna að Radionette-tækin eru eftir sem áður ein sii bezta tegund sem völ er á. Explorer AM og FM ferða- tækin eru með langbylgju, miðbylgju, 2 stuttbylgjum og sterkri bátabylgju. Ársábyrgð . Planer 19” og 23” með eða án fóta. Grand Festival 23” og 25” sambyggt útvarp og sjónvarp. Radinette-verzlunin Aðalsti’æti 18 sími 16995 Baldur Jónsson s,f. Hvenfisgötu 37 sími 18994 Verzl. Búslóð við Nóatún sími 18520 Verzl. Ratsjá Laugaivegi 47 sírni 11575 ein vinsœlustu tœkin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.