Morgunblaðið - 23.02.1968, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.02.1968, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1988 Páll Jónsson frá Tröð — Minning PÁLL Jónsson, frændi minn, verður borinn til grafar í dag. Hann var fæddur að Bjarnar- stöðum á Álptanesi, 5. janúar 1890 og lézt að sjúkradeildinni í Hrafnistu þann 15. febrúar, eftir tiltölulega skamma legu. Foreldrar hans voru Jóhanna Pálsdóttir og Jón Gottsveinsson, sem fluttust frá Bjarnarstöðum að Tröð á Álptanesi, skömmu eftir fæðingu hans, og bjuggu þar síðan allan sinn búskap. Páll var alinn upp við kröpp kjör, en átti því láni að fagna að lifa mesta framfaratímabil í sögu þjóðarinnar, og löngum sem virkur þátttakandi einmitt þar, sem grundvöllurinn að allri hinni vaxandi velmegun var lagður, en um leið þar, sem mest mæddi á og harðast var sótt fram. Sjómennskan var honum í blóð borin; það var ættar- fylgja, sem oft reyndist heilla- drjúg, en krafðist líka mikilla fórna. Þrír bræður hans fórust á fiskiveiðum í broddi lífsins, Gísli, Gúðsveinn og Helgi og varð skammt á milli þeirra. Það var mikið áfall fyrir foreldrana, og Páll mun hafa tekið sér það nærri, þótt hann léti ekki á bera, því að hann flíkaði lítt tilfinningum sínum, og sjálfur sótti hann sjóinn nærri tvo ára- tugi eftir það. Páll fór unglingur að heiman, og valdist um ára bil að Reyni- völlum í Kjós, hjá séra Hall- dóri Jónssyni, sem hann mat mikils alla ævi. Þaðan lá svo leiðin á sjóinn; fyrst mun Páll hafa róið á opnum skipum, en síðan var hann alllengi á þil- skipum, skútum og vélbátum, en lengst af á togurum, unz hann fór I land í byrjun síðari heims- styrjaldar. Eftir það vann hann vfð byggingar um skeið, en réð- ist svo til Rafveitu Reykjavíkur, þar sem hann vann á meðan heilsan leyfði. Þótti hann traust- ur maður og lagvirkur, bæði á sjó og landi, en æðruleysi hans, geðprýði og trúmennsku var við brugðið, hvar sem hann fór. Páll Jónsson kvæntist árið 1913. Kona hans hét Júlíana t Konan mín, móðir okkar og amma, Elínborg Jónsdóttir, Gunnarssundi 7, Hafnarfirði, andaðist í Landakotsspítala að morgni 22. fébrúar. Guðjón Benediktsson, börn og barnabörn. t Katrín SigríSur Jónsdóttir frá Stykkishólmi, an.daði9t að Hrafnistu þann 21. febrúar sl. Fyrir hönd aðstandenda, Þorsteinn Jónsson. t Guðbjörg Þorsteinsdóttir andaðist að heimili sínu Bar- ónsstíg 53 þann 21. febrúar. Björn Jóhannesson, Þorsteinn Björnsson. Sigurðardóttir og voru þau systkinabörn. Varð þeim sex barna auðið, og eru fjögur þeirra á lífi: Hulda, gift Ágústi Kristj- ánssyni bílstjóra; Guðmundur, sjóma'ður, kvæntur Jóhönnu Stefánsdóttur; Haukur, húsa- smíðameistari, kvæntur Guð- ríði Þórhallsdóttur og Matthías, starfsmaður hjá Hitaveitu Reykjavíkur, kvæntur Kristínu Gísladóttur. Tvö börn misstu þau hjón, bæði uppkomin, Sig- urbjörgu, sem lézt árið 1935, tvítug að aldri og Gunnar, sem lézt 1942, 26 ára. Konu sína missti Páll sama árið og dóttur sína. Það verður því ekki sagt, að hann færi varhluta af sorg og söknuði í lífinu. Ekki kynntisf ég Páli frænda mínum að ráði fyrr en við urð- um nágrannar í Kleppsholtinu. Þá hafði Páll byggt sér snoturt hús að Hjallaveg 56, þar sem hann bjó með Guðnýju Kristj- ánsdóttur. Var sambúð þeirra hin bezta, og eftir að Páll missti heilsuna sýndi Guðný honum mikla nærgætni og umhyggju, og eins hjúkraði hún honum af ástúð, eftir að hann lagðist rúm- fastur. Hafa börn Páls beðið mig að færa henni innilegar þakkir fyrir allt, sem hún var föður þeirra, síðari áfanga ævi hans. Páll heimsótti mig ekki oft, enda mun hann ekki hafa lagt þessháttar í vana sinn um dag- ana, en jafnan var hann mér og fjölskyldu minni aufúsugestur. Ég hef fáum kynnzt, sem áttu jafn hlýtt viðmót. Hann var alltaf gla’ður í bragði, bros hans þrungið ástúðlegri kýmni, og þetta breyttist ekki neitt, þótt hann væri svo sárþjáður af gigt síðustu árin, að hann mátti ekki stunda vinnu. Oft var það, að við hittumst á förnum vegi í Holtinu, eða við urðum sam- ferða í strætisvagni og tókum tal saman. Páll var fróður mað- ur og kunni frá ýmsu að segja, hafði næmt skopskyn og var fundvís á þa'ð gamansama í líf- inu og fari manna, en allt var það græzkulaust. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt hann t Sonur minn, Ragnar Ó. Sigurösson, verður jarðsettur frá Garða- kirkju laugardaginn 24. þessa mánaðar kl. 2 e. h. Blóm og kransar afþakkaðir. Herdís Bjarnadóttir. t Útför Ingva Jónssonar verður gerð frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði laugardaginn 24. febrúar kL 2. sdðd. Fyrir hönd vandamanna, Ingibjörg Þóroddsdóttir. t Eiginmaður minn, Guðmundur Jóhannesson, Arnarhóli, Gaulverjabæjarhreppi, verður jarðsunginn frá Gaul- verjabæjarkirkju laugardag- inn 24. þ.m. Atíhöfnin hefst méð bæn að heimili hans kl. 12:30. Blóm afþökkuð. Ingibjörg Árnadóttir. hallmæla nokkrum manni. Síð- ustu árin varð hann þess var — sennilega á undan þeim, sem hann umgekkst — að minni hans var tekið að förla. Ég minnist þess, að ég benti manni nokkr- um að leita til hans um upp- lýsingar, sem ég þóttist vita að hann gæti látið í té, en Páll færðist undan — kvaðst ekki geta treyst minni sínu. Svo vandaður var hann á allan hátt og vildi ekki í neinu vamm sitt vita. Þótt Páll fengi sinn skerf af sorg og erfiði, var hann bjart- sýnn á lífið og tilveruna alla ævi. Þa'ð var einhverntíma, að ég sveigði að því að æskan mætti gjarna vera hófsamari á gæði lífsins, þegar við ræddumst við. ,,Þetta eru ellimörk“, mælti Páll og brosti glettnis- lega. „Ekki hélt ég að þú værir eldri en ég. Þar að auki getur eldri kynslóðin aldrei dæmt þá yngri, nema að hún dæmi sjálfa sig fyrst og fremst.“ Hann kvaðst alltaf eiga örðugt með að skilja það, að fullfrískt fólk væri a'ð kvarta. „Ef það hefði lifað þá tíma, þegar ég var að alast upp, held ég að það mundi ekki kvarta", sagði hann. Sjálf- ur var hann ólíklegastur til þess. „Ég á alls ekki heimtingu á að mér liði betur“, varð hon- um að orði, þegar ég innti hann eftir líðan hans, eftir að gigtin gerði honum ókleift að hreyfa sig nema með kvöl og sársauka. Með Páli Jónssyni er geng- inn gó'ður drengur. Hlédrægur og vandaður maður, trúr í starfi, æðrulaus í raun. Maður, sem gott var að kynnast og ljúft er að minnast. Loftur Guðmundsson. Fæddur 5. janúar 1890. Dáinn 15. febrúar 1968. I DAG er til moldar borinn góð- ur vinur, Páll Jónsson frá Tröð á Álftanesi, er andaðist hinn 15. þ.m. að Hrafnistu, orðinn fullra 78 ára, og hafði þannig lifað langan og umbreytingasaman ævidag. Hér er genginn einn af hin- um góðu traustu meiðum, heið- ursmaður í beztu merkingu þess orðs, heill og tryggur í lund, barngóður og hjarta- hreinn. Hann sýndi þa'ð í öllu sínu dagfari. að atorkusemi, ráð deildarsemi, orðheldni og þraut seigja, sem voru e.t.v. meira metnar eigindir hér áður, en nú gerist, voru hans líf og starf. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við and- lát og jarðarför eiginmanns miíns, föður okkar, tengda- föður og afa, Þorsteins Gíslasonar bifreiðarstjóra, Eskihlið 18A. Hrefna Gunnarsdóttir, Gunnar Smári Þorsteinsson. Kristín Jónsdóttir, Ingibjörg Larsen, Sven A. Larsen, Þorsteinn S. Þorsteinsson, Erna Jóhannsdóttir, Gísli Þorsteinsson, Erla Þorsteinsdóttir, Ingólfur Þorsteinsson, Katrín Þorsteinsdóttir, Bóbert Þorsteinsson og barnabörn. lærði snemma að mæta þeim hörðu kjörum, sem voru hlut- skipti allflestra landsins barna, um og fyrir aldamótin. Eins og þeir, sem á þeim tíma eru vaxn- ir úr grasi, hefir Páll upplifað stormasamar umbreytingar í lífi þjóðarinnar og orðið vitni að stórstígustu framförum, sem átt hafa sér stað í atvinnuháttum á íslandi, — séð tæknina halda innreið sína og breyta lífsskil- yrðunum, frá dimmu og kulda aldamótanna, í birtu og yl hins nýja tíma, — vélar og tæki koma til auðveldunar í dagleg- Hann ólst upp í fátækt, og um störfum, í stað ■ mannshand arinnar, — og þannig séð hvernig erfiði og miskunnar- laust strit með litlum afköstum hafa þokað fyrir stórvirkum af- köstum vélanna, með þeim vax- andi lífsþægindum, sem þesssu hafa fylgt. Á langri ævi hefir Páll komið víða við, hefir kynnzt almenn- um sveitastörfum, stundað sjó og unnið hvaðeina annað af hinu ólíkasta tagi. Hann stund- aði sjóróðra frá unga aldri, á opnum bátum; síðar á seglskip- um skútualdarinnar, og þá sfð- ast sem háseti á togurum um langt árabil. Hann var á fyrsta togaranum, sem gerður var út frá Hafnarfirði frá byrjun, og átti marga ferðina til annarra landa, með togurunum þegar aflinn var seldur erlendis. Þeg- ar árin færðust yfir og þrekið fór þverrandi, fór Páll svo í land og vann almenn verka- mannastörf. Síðustu árin áður en heilsan gaf sig vann Páll hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, og eignaðist þar, eins og annars staðar þar sem vegir hans lágu vinfengi og traust þeirra, sem hann vann fyrir og með. Páll var alla tíð fró’ðleiksfús og hugsandi, enda greindur í bezta lagi. Hið sterka íslenzka tungu- tak hans var svo einstakt, að margur menntamáðurinn hefði mátt vera vel sæmdur af. Sögu- fróður var hann einnig, enda víðlesinn í þeim efnum. Er varla að efa, að hefði hann ver- ið uppi á öðrum tíma, og feng- ið þá möguleika til menntunar, sem nú bjóðast æsku landsins, þá hefði hlutskipti hans orðið annað en varð, svo heilbrigður og réttsýnn sem hann var í skoð unum og vi'ðhorfum almennt. Manni með skapgerð Páls, kyrrláta og áreitnislausa, en þó heita og vakandi, hlaut að vera um annað umhugað, en að hafa sig í frammi, og þannig lét hann ekki félagsmál mikið til sín taka, en hann hafði fastar og vel mót- aðar skoðanir á vandamálum samfélagsins. Fannst honum oft báglega haldið á góðum málum og rann oft mjög til rifja gæfu- leysi sumra leiðtoga, einkum í sinni siðferðilegu hlið stéttabar- áttunnar, þar sem stundarhagur var settur ofar vfðsýnni stefnu- mörkum. Oft vék Páll að því, hversu velgengni hinnar nýju aldar á íslandi, hefði verið vanmetin af hinum yngri, að hans dómi, og fannst hryggilegt til að vita, að þekkingarleysi ungu kynslóðar- innar á kjörum fyrri tíma, gerði hana blinda fyrir öllu því, sem áunnizt hefði, þannig að skort- ur á mati á hinum risavöxnu umbótum svipti hana þakkláts- seminni, svo jafnvei jaðraði við vanþakklæti. Dugmiklum fram- taksmönnum væri oft lítið þökk uð atorka þeirra og framsýni, sem væri þó, þegar á allt er lit- ið, fyrst og fremst þáð sem grundvallað hefði framfarir og t Innilegar þakkir fyrir auð- sýnda samúð við andlát og jarðarför eiginmanns míns, Sigurðar Arinbjarnar bókara. Sérstakar þakíkir færum við Lögreglukórnum og samstarfs mönnum hins látna. Fyrir hönd vandamanna, Betty Arinbjarnar velgengni þjóðarinnar í efnalegu tilliti. Taldi hann þakkarhug og velvildar þurfa að vera meira ríkjandi manna í milli, svo ekki stefndi í ógöngur og vandræði. Verður ekki annað sagt en að þessi skoðun hafi verið og sé sanngjörn og raunsæ og byggð á glöggskyggni manns, sem fylgd- ist með undirstraumunum í lífi þjóðarinnar um langt árabil, þótt hann horfði á úr nokkurri fjarlægð. Eins og geta má nærri þekkti Páll næstum hvern stokk og stein á Álftanesi frá ungdóms- árum sínum; þekkti hann vel til á Bessastö’ðum frá eldri tíma. Sagði hann til dæmis frá, að hann hefði séð í kirkjudyrun- um þar rauf eina lóðrétta, sem Björn Gunnlaugsson rektor og stærðfræðingur hefði látið gera. Var hún í norðurhlið dyraveggs- ins og sýndi nákvæmlega hve- nær hádegi var á Bessastöðum, þegar sól féll í raufina. Þessi rauf er ekki lengur til, og mun líkast til hafa verið fyllt þeg- ar kirkjan var lagfærð og endur byggð, þar sem menn hafa ekki vitað hverjum tilgangi hún þjón áði og sennilega talið hana vera sprungu eða skemmd í veggn- um. Er hér nokkur skaði að, en verður ekki bættur að svo komnu. Kynni Páls og fjölskyldu minnar hófust fyrir næstum þrjátíu árum og eigum við öll honum mikið gott upp að unna. Bjuggum við hjónin í húsi þeirra tengdamóður minnar, Guðnýjar Kristjánsdóttur og Páls um árabil. Voru börn okk- ar svo hænd að honum að hann var aldrei kallaður annað en afi Páll af þeim, og okkur hjón- um. Verður elskulegheitum hans, þolinmæði og gæðum í garð barnanna seint gleymt, enda var hann þeim eins og góð- ur afi alla tíð. Erum við öll hon um einlæglega þakklát fyrir þetta, sem og margt annað gott er kom fram í okkar garð frá hans hálfu. Páll var alltaf hressilegur 1 viðmóti og hélzt það fram til hins síðasta, þrátt fyrir dvín- andi heilsu. — Hann var ávallt opinn og fjörugur í viðræð- um, enda einkar laginn að koma umræðum af stað um almenn mál. Deildi okkur Pál gjaman á, en alltaf var jafn ánægjulegt að eiga við hann rökræður, því þótt deilt værri um skoðanir var aldrei um að ræða rifrildi, eins og oft vill verða, heldur ávallt málefnalegar rökfærslur, í sátt og samlyndi. Hann hélt fast sínu máli, en var ávallt sanngjam, og ekki varð komizt hjá að glöggar athugasemdir hans vektu til umhugsunar um önn- ur viðhorf en manns eigin, þeg- ar við ekki vorum á sömu skoðun. Sá andblær ólíks aldarfars, sem kynnast mátti af samtölum við hann hafði mótandi áhrif á hugarfarið, og að kynnast hin- um gjörólíku kjörum og kring- umstæðum þess tíma, gaf nýja innsýn. Kynnin vfð Pál tilheyra verðmætum, sem ekki verða metin til fjár. Að lokinni langri og góðri samfylgd vil ég og fjölskylda mín öll, votta Páli Jónssyni alúðar þakkir fyrir öll hin góðu. kynni og velvild í okkar garð. Tengdamóður minni ög lífs- förunaut Páls um nærfellt þrjátíu ára skeið, börnum hans og öðru venzlafólki hans, send- um við einlægar samúðarkveðj- ur. Það er huggun á skilnaðar- stund, að minnast þess, a'ð „1 húsi Föðurins eru margar vist- arverur", og þar er oss öllum búinn staður að lokinni verald- arvegferð. Handan við huluna miklu heldur vegferðin áfram, og 1 eilífðinni hittast ástvinirnir aft- ur að nýju. Guð blessi minningu þessa mæta og elskulega vinar. Sveinn Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.