Morgunblaðið - 20.06.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.06.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1908 1' ERLENT YFIRLIT líf Reynt að forðast deilur um Berlln ^ Bannsamningur á enn langt í land "ÍT Eldflaugaárásir spilla friðarhorfum & Gaullistar hafa meðbyr í Frakklandi Aukin aðstoð við V-Berlín VESTUR-þýzka stjórnin virðist lítið geta aðhafzt til þess að fá hnekkt síðustu ráðstöfunum ausf ur-þýzku stjórnarinnar til að tak marka frjáls ferðalög Vestur- Þjóðverja og Vestur-Berlínarbúa um austur-þýzkt yfirráðasvæði og flutninga til Berlínar. Samkvæmt ráðstöfununum verða allir, sem ferðast um Austur->ý*zkaland að sýna vega- bréf með áritunum og vegatóllur og flutningsgjöld verða hækkuð verulega. .Þessar ráðstafanir bein ast því jafnt gegn ferðum ein- staklinga og vöruflutningum og eru brot á samkomulagi fjórveld anna um frjálsa aðflutninga til Berlínar. Þess vegna verða vest- urveldin að eiga hlut að gagnráð stöfunum, ef til þeirra verður gripið. En allt er á huldu um það, hvort hægt er að grípa til nokk- urra gagnráðstafana, og einnig leikur vafi á því hvort vestur- veldin vilji að nokkuð verði að- hafzt. Kiesinger kanzlari hefur farið til Vestur-Berlínar til þess að leggja áherzlu á stuðning Bonnstjórnarinnar við Vestur- Berlínarbúa og hefur einnig lagt hart að vesturveldunum að grípa til gagnráðstafana. En svo virðist sem bandaríska stjórnin vilji um fram allt forðast að þessi nýja Berlínardeila spilli sambúð aust- urs og vesturs og hvetji Bonn- stjórnina til að reyna að lægja öldurnar. Þannig bendir allt til þess, að Bandaríkjastjórn muni láta við það sitja að bera fram formleg mótmæli, og Bonnstjórn in getur því ekki gert ráð fyrir stuðningi við víðtækar aðgerðir. Að undanförnu hefur Johnson forseti lagt mikla áherzlu á að bæta sambúðina við Rússa, og hann vill því ekki að Þýzkalands málið spilli þessi tilraunum sín- um. Þar sem ljóst er, að hinar nýju umferðatakmarkanir Austur- Þjóðverja muni valda Vestur- Berlínarbúum töluverðum efna- hagserfiðleikum, hefur vestur- þýzka stjórnin ákveðið að auka efnahagsaðstoð sína við borgina. Aður en austur-þýzka stjórnin greip til umferðartakmarkananna var ljóst, að efnahagsaðstoð Bonn-stjórnarinnar, sem hefur numið um það bil 75 milljónum marka, væri alltof lítil og að hana yrði að auka vegna þeirra efna- hagserfiðleika, sem Vestur-Ber- línarbúar hafa átt við að stríða af ýmsum ástæðum, m.a. sökum fólksflótta frá borginni vegna hinnar hættulegu legu borgarinn ar, tregðu fyrirtækja við að stofna til fjárfestinga í borginni síðan múrinn var reistur og nær látlausra óeirða sem geisað hafa á undanförnum mánuðum. Nú er Ijóst að deilan, sem nú er risin upp, muni ekki bæta úr skák. Ríf leg efnahagsaðstoð er nauðsynleg til að laða fjármagn til borgar- innar svo að ungu fólki þyki eftirsóknarvert að setjast þar að. Kvíðvænlegt þykir í sam- bandi við hinar nýju umferðar- takmarkanir, að þær virðast miða að því að takmarka flutn- inga á hráefni og nauðsynjavöru til borgarinnar. Flutningatollar austur-þýzku stjórnarinnar munu færa henni um það bil 40 milljónir marka í aukatekjur og vegabréfsáritan- irnar um það bil 80 milljónir marka. Vestur-þýzka stjórnin hefur ákveðið að standa straum af þessum nýju álögum, svo að austur-þýzka stjórnin fær tolla sína greidda beint úr vestur- þýzka ríkLskassanum. En það sem fyrst og fremst vakir fyrir aust- ur-þýzku stjórninni er að leggja áherzlu á kröfu sína um að Aust ur-Þýzkaland verði viðurkennt sem sjálfstætt ríki, en einnig hefur hún krafizt þess um tíu ára skeið, að Vestur-Berlín verði við urkennt þriðja þýzka ríkið og þannig slitin úr tengslum við Vestur-Þýzkaland. Að því er virð ist hafa Rússar lagt blessun sína yfir síðustu ráðstafanir austur- þýzku stjórnarinnar, því að aust- ur-þýzki kommúnistaleiðtoginn Walter Ulbricht er nýkominn úr heimsókn til Moskvu og sagði við heimkomuna að viðræðurnar hefðu stórum eflt samstarf Rússa og Austur-Þjóðverja. Aðeins mœlt með samningi TILLAGA Bandaríkjanna, Sovét- ríkjanna og Bretlands um samn- ing um bann við útbreiðslu kjarn orkuvopna, sem mikill meirihluti fulltrúa á Allsherjarþinginu sam- þykkti að mæla með í síðustu viku, verður nú lögð fyrir ríkis- stjórnir hinna einstöku landa til staðfestingar, og er þeim í sjálfs vald sett hvort þær undirrita samninginn þegar á þessu ári, bíði átekta eða neiti að undirrita hann. Mikilvægt er að hafa í huga, að tillagan var lögð fram í því formi að stjórnmálanefndin og Allsherjarþingið mæltu með samþykkt samningsins en sam- þykktu hann ekki. Fulltrúar nokkurra ríkja neyddu Rússa og Bandaríkjamenn til að gera þessa tilslökun, sem táknar að þau ríki, sem greiddu tillögunni atkvæði, hafa aðeins tekið þá afstöðu, að þau eru hlynnt samningnum en ekki skuldbundin til að undir- rita hann síðar. Einnig er athyglisvert, að þrátt fyrir þetta og ákafar fortölur Bandaríkjamanna og Rússa greiddu aðeins 95 ríki tillögunni atkvæði, 4 ríki greiddu atkvæði á móti og 21 sat hjá. Meðal þeirra ríkja, sem sátu hjá, voru Ind- land, Frakkland, Brasilía og Arg- entína, sem neita þannig að taka afstöðu til samningsins, en vitað er að nokkur þeirra eru honum andvíg. Þannig hefur forsætisráð herra Indlands, frú Indíra Gandhi, lýst því yfir, að ind- verska stjórnin muni ekki undir- rita samninginn. De Gaulle Frakklandsforseti hefur tekið sömu afstöðu, og sama er að segja um Kínverja, sem standa utan heimssamtakanna. Afstaða Suður-Ameríkuríkja og fleiri ríkja, t.d. Vestur-Þjóðverja, mót- ast af óánægju með ákvæði um eftirlit með friðsamlegri hag- nýtingu kjarnorkunnar. Vestur-Þjóðverjar og einnig ítalir eiga erfitt með að fallast á samninginn af öðrum ástæðum, meðal annars vegna sambúðar- innar við Frakka, sem neita að undirrita samninginn og þátttök- unnar innan Euratom, kjarnorku stofnunar Evrópu, en samkvæmt samningsuppkastinu verður eft- irlit með friðsamlegri hagnýt- ingu kjarnorkunnar í hinum sex aðildarlöndum stofnunarinnar falið Alþjóðakjarnorkustofnun- inni í Vín, en hingað til hefur stofnunin sjálf haft á hendi þetta eftirlit. Önnur ríki eiga erfitt með að fallast á samninginn af ýms- um ástæðum, t.d. greiddu Afr- íkuríkin Tanzanía og Zambía at- kvæði gegn tillögu Rússa og Bandaríkjamanna á þeirri for- sendu, að Suður-Afríka mundi ekki undirrita samninginn. Afr- íkuríki óttast, að Suður-Afríku- menn fái umráð yfir kjarnorku- vopnum og hóti að beita þeim ef deilurnar um stefnu hennar í kynþáttamálum harðna. Suður- Afríka hefur neitað að fallast á alþjóðlegt eftirlit með hagnýt- ingu kjarnorkunnar þar í landi, en í aðeins einu öðru landi í heim inum er framleitt meira af úr- aníum. Vegna andstöðu hinna ýmsu ríkja gegn samningnum hafa Bandaríkjamenn, Bretar og Rúss ar lagt fram ályktunartillögu í Öryggisráðinu þess efnis, að þeir lýsi sig reiðubúna og skuld- bundna til að grípa til ráðstafana fyrir tilstilli SÞ til hjálpar ríkj- um, sem ekki hafa umráð yfir kjarnorkuvopnum og verða fyrir kjarnorkuárás eða hótað verður kjarnorkuárás. Þessi tillaga er þó háð neitunarvaldi fastafull- trúanna í ráðinu. „Dúturnar" í varnarstöðu STYRJÖLDI'N í Vietnam hefur greinilega harðnað síðan Parísar viðræðurnar hófust. Norður-Viet namar hafa hert á hernaðarað- gerðum sínum, bæði með nýjum árásum í nyrztu héruðum Suður- Vietnam og eldflaugaárásum á Saigon, til þess að reyna að knýja Bandaríkjamenn til að fallast á friðarskilmála sína. í síðasta mán uði féllu 26.000 Norður-Vietnam- ar og hermenn Viet Cong, og 500 bandarískir hermenn falla í hverri viku. Hins vegar hafa eld- flaugaárásir þær, sem gerðar hafa verið í Saigon í sjö vikur samfleytt, ekki beinzt gegn hern- aðarlegum skotmörkum, og hafa einvörðugu óbreyttir borgarar orðið fyrir barðinu á þeim. 132 óbreyttir borgarar hafa fallið og yfir 1.000 særzt í þessum árásum. Hinn kunni stjórnmálasér- fræðingur New York Times, James Reston, kallar þessa stig- mögnun stríðsins af hálfu Norð- ur-Vietnama hörmuleg mistök, þar sem hún spilli samkomulags- horfum, auki blóðsúthellingarnar og geri það að verkum að Banda ríkjamenn taki harðari afstöðu í Parísarviðræðunum. Þannig hafi hinar auknu hernað.araðgerðir Norður-Vietnama þveröfug áhrif við það sem þeir ætlist til. Eld- flaugaárásirnar á Saigon hafi gert það að verkum, að stjórn- málamenn í Bandaríkjunum, sem beiti sér fyrir friði, séu komnir í varnarstöðu og að áhrif þeirra manna, sem vilji svara síðustu árásum Viet Cong með því að auka á ný loftárásirnar á Norður Vietnam og fyrirskipa árásir á Hanoi og Haiphong, hafi aukizt. Vietnammálið hefur auk þess horfið að miklu leyti í skuggann í kosningabaráttunni í Banda- ríkjunum síðan Jo'hnson forseti ákvað að takmarka loftárásirnar Framhald á bls. 19. Frá bardögunum í kínverska hverfinu í Saigon. Bandarísk þyria kemur suður-vietnömskum landgönguliðum til hjálpar fyrir framan aðalpósthúsið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.