Morgunblaðið - 21.08.1968, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 21.08.1968, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1968 5 R í ÞÁGU FRIÐAR” — Enginn hlekkur má bresta í samfélagi sósialiskra bræðraþjóða — segir Tass um innrásina í Tékkóslóvakíu NTB-fréttastofan segir, að á- kvörðunin um að beita her- valdi gegn Tékkóslóvökum hafi bersýnilega verið tekin í gær á fundi miðsitjórnar so- vézka kommúnistaflokksins. Margir meðlima voru þá í leyfi, en voru kvaddir til Moskvu vegna aukafundar- ins. Bent er á í Moskvu að Sovétstjórnin réttlæti gerðir sínar með sömu útskýringum og þegar hervaldi var beitt í Ungverjalandi 1956. í báðum tilvikum hefur verið sagt, að herliðið fari inn í landið að eindreginni ósk stjórnarvald- anna. Þó sé m.a. sá munur á, að ókyrrð og ólga hafi verið í Ungverjalandi, þegar sovézk ir skriðdrekar ruddust inn í Búdapest. Nú hafi sovézkir skriðdrekar ruðzt inn í frið- sæla og kyrrláta Tékkósló- vakíu, þar sem hvergi bólaði á andspyrnu eða andúð við stefnu stjórnarinnar í Prag. 1956 hafi Sovétríkin verið ei'n á ferð í Ungverjalandi, en hafi að þessu sinni fengið til liðs við sig fjögur önnur ríki Varsjárbandalagsins. Blöð í Varsjá í Póllandi komu út seinna en venjulega og var í þeim birt mjög svip- uð yfirlýsing og að ofan er birt. Sagt er, að íbúar Pól- lands hafi brugðið á ýmsan hátt við fréttunum. Sumir spurðu: „verður stvrjöld“? Aðrir töldu aðgerðirnar hár- réttar og sögðu: „það er aldrei hægt að treysta Tékkó s]óvöVu'num“. Enn aðrir virt- ust þrumu lostnir og einn sagði: „ég á engin orð — “ Myndin var tekin í St. Jakube-kirkjunni í Prag, þar sem þeir biðja fyrir leiðtogum sínum, áð- ur en þeir héldu til fundarins í Cierna. við það ástand sem hafi sfcap azt við það að erlendir herir hafi farið inn á tékkneskt land. Forsætisráðherra Júgó slavíu Mika Spiljak var staddur í leyfi í Noregi, er honum barst frétt frá Bel- grad um, að innrás hefði ver ið gerð í Tékkóslóvakíu. Ráð herrann hafði samband við ráðamenn í heimalandi sínu og gerði ráðstafanir til að kom- ast þangað sem skjótast. Áð- ur en hann hélt heimleiðis ræddi hann við Per Bor- ten, forsætisráðherra Noregs snemma í morgun. Allur heimurinn fordæmir innrásina INNRÁS kommúnistaríkj- anna í Tékkóslóvakíu kom sem reiðarslag á alla heims- ^yggðina. Fólk í vestrænum löndum fylltist skelfingu og undrun, en ríkisstjórnir landanna komu saman og sitja á aukafundum til að ræða ástandið. Johnson Bandaríkjaforseta var tilkynnt um innrásina seint í gærkvöldi, er Dobrynin sendi- herra Sovétríkjanna gekk á fund hans og afhenti honum op- inbera orðsendingu um málið. Forsetinn kallaði þegar saman til fundar bandaríska öryggis- ráðið og alla helztu ráðgjafa sína. Þá fól hann Dean Rusk utanríkisráðherra að ræða nán- ar við Dobrynin sendiberra en þær viðræður stóðu aðeins í 10 mínútur. Ekkert hefur verið gef- ið upp opinberlega um viðbrögð bandarísku stjórnarinnar, en fregnir herma að Johnson for- seti hafi tekið fregninni með hljóðlátri bræði. Blaðafulltrúi forsetans sagði við fréttamenn að honum væri ekki kunnugt um neinar sérstakar viðbúniaðarfyirir skipanir til 7. hers Bandaríkj- anna í V-Þýzkalandi. Fréttaritarar segja að beina línan milli Hvíta Hússins og Kreml hafi ekki verið notuð í nótt og þeir telja að Rússar hafi ákveðið að tilkynna Bandaríkja- stjórn um innrásina á undan um- heiminum, til þess að koma í veg fyrir að 7. herinn í V-Þýzka- landi hæfi hernaðaraðgerðir af ótta við að innrásinni í Tékkó- slóvakíu væri beint gegn NATO löndunum. Páll páfi, sem er á ferðalagi í S-Ameríkiu skoraði í dag á alla ábyrga aðila að forðast ofbeldi og blóðsúthellingar í Tékkósló- vakíu. Páfi sagðist felmtri sleg- inn og fullur angistar og bað fyrir friði meðal þeirra þjóða sem hér eiiga hlut að máli. Brezka stjórnin fékk fyrstu fregnir af innrásinni, er Smirn- ovsky sendiherra Sovétríkjanna í London gekk á fund Chalfont lávarðar ráðuneytisstjóra í utan ríkisráðuneytinu með munnlega orðsendingu til Wilsons forsæt- isráðherra. Wilson, sem var í leyfi á Schillyeyjum hélt þegar í stað til Lundúna og kvaddi stjórnina saman til aukafundar, hafði samband við Washington og herstjórn Atlantshafsbanda- lagsins. Um hádegisbilið í dag kvaddi svo Miohael Steward utanríkis- ráðherra Bnatlands, Smirnovsky sendiherra á sinn fund og lýsti því yfir að brezka stjómin liti ó innrásina í Tékkóslóvakíu sem brot á sáttmála Sameinuðu þjóð- anna og alvarlegt áfall á við- leitni undanfarinna ára til að bæta samskipti austurs og vest- ui's.Áreiðanlegar heimilldir herrna að Smirnovsky hafi svarað því til að herlið Varsjárbandalags- ins myndi yfirgefa Tékkóslóva- kíu þeigar er löglieg stjórn lands ins færi fram á það. Þá ó Stew- art að hafa ispurt sendiherrann hvað hann ætti við með „lög- legri stjórn" hvort það væri Æðstaráðið, þjóðþingið eða for- setann. Þessu gat sendiherrann- ekki svarað. Sir Alec Douglas Home, fyrr- um forsætisráðherra Bretlandis og talsmaður íhaldsflokksins um utanrífcismál sagði í Dundúnum í morgun. „Hinn ruddalega vald- beiting Sovétríkjanna hefur í einu vettvangi hrint heiminum út í kalda stríðið á nýjan leiik. V-Þýzka stjórnin fordæmdi í morgun innrósina í Tékkóslóv- afcíu og sagði hana hreint brot á fu.llveldi Tékkóslóvakíu og gróf leg íhlutun í innanríkismál lands ins. í Niow York var lögregluvörð- ur stóraukinn við sendiinefndir Framhald á bls. 7 Götumynd frá Prag í dag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.