Alþýðublaðið - 24.07.1920, Síða 4

Alþýðublaðið - 24.07.1920, Síða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ PéturA. Jónsson Operusöngvari syngur í Nýja bíó mánudaginn 26. júlí kl. 71/í síðdegis stundvíslega Ný söng'skrá. Hr. Páll Isölfsson aðstoðar. Aðgöngumiðar seldir í Bókaverzlun Isafoldar og Sigf. Eymundssonar. sem eru fyrirliggjandí: I. flokks piano — liarmonium — íiðlur —- flautur — guitarar — maiulolin — grammo- íónar — plötwr, íslenzkar og útlendar, fyrir gimsteina og nálar — nálar — fjaðrir — plötualbúm — liarmonikur — munuhörpur — strengir :: og varahlutir fyrir allskonar strengjahljóðfæri. : : Aðalútsala á nótum frá Vilhelm Hansen í Kaupmannahöfn o. 11. Hljóðfærahús Reykjavíkur, Laugaveg 18 B (við Apotekið). ISTJ3. Stór verðlækkun á sérstökum plötum. Biðjið um verðskrá. Kaupið að eins hljóðfæri í sérverzlun. Xoli konungnr. Eftir Upton Sinclair. Fjórða bók: Erfðaskrá Kola konungs, (Frh.). „Þeir eru hópur ræningja og morðingja! Þeir vökva ekki nám- urnar, þeir gera oss að örkumla mönnum, og svo bíta þeir höfuð- ið af skömminni með því að ræna okkur skaðabótum þeim, sem oss bera. Þeir féfletta okkur, hvert sem við snúum okkur! Eg er orðinn saddur á þvi, og þið víst líka ?“ Allir, sem til hans heyrðu, öskruðu upp: „Jú, við höfum fengið okkur fullsadda!" „Gott og vel — berjumst þá við þá, ubz við njótum réttar vors! “ Meðan stóð á húrrahrópunum, sem þessari ræðu fylgdu, kom Jeff Cotton ásamt Bud Adams og tveir eða þrír morðvargar með skammbyssur á hælum þeim. Manngrúinn snéri áér gegn þeim, hinir ystu steittu hnefana og gnístu tönnum, eins og grimmir hundar. Cotton var eldrauður af vonsku, en hann sá, að ástandið var ískyggilegt, og snéri þvf við, til þess að sækja meiri hjálp, en fjöldinn æpti af fögnuði. Þeír höfðu þegar haríð stríðiðl Þeir voru búnir að vinna fyrsta sig- urinn! IV. Manngrúinn fór niður eftir göt- unni, æpandi, blótandi og ragn- andi. Því næst fóru einhverjir að syngja. Það var Marseillaisen, her- söngur stjómbyltingarmanna og síðar Frakka. Það var söngur á tuttugu tungumálum, en sami söngurinn þó. Sumir hlupu um bæinn og sögðu tfðindin, og ekki leið á löngu, unz allir þorpsbúar voru saman komnir. Karlmennirnir veifuðu húfum sfnum, konurnar veifuðu höndunum og æptu — eða þær stóðu sem steini lostnar, er þær mintust þess, að ekki er -hægt að metta börn með byltinga- söngvum. Menn tóku Tim á herðar sér, «g hann sagði sögu sína einu sinni enn þá. Þá kom móðir hans hlaupandi. Þegar hún sá son sinn og heyrði reiðirödd hans, æpti hún, svo að yfirgnæfði alian há- vaðann: „Tim, Tim! Snáfaðu niður! Hvað er að þér?'' Hún tók að fórna höndum, slegin skelfing- ar ótta. Þá kom hún auga á Hall og hljóp til hans. „Komdu hon- um í burtu, Joe! Hann hlýtur að vera vitskertur! Þeir reka okkur burtu úr héraðinu og láta okkur ekkert fá — og hvað á þá að verða um okkur? Drottinn minn góður, hvað gengur að drengn- um?“ Hún kallaði aftur á hann, en Tim kærði sig kollóttann, ef hann þá heyrði það á annað borð. Tim var á leiðinni til Versala! Nú kölluðu einhverjir, að þeir skyldu fara til spítalans og vernda þá særðu fyrir „bölvuðum mál- færslumönnunum*. Þar var tak- mark, sem jafnskjótt var kept að Hallur fór á eftir ásamt konum og börnum og hinum hugdeigari karlmönnum. Hann sá nokkra af þjónurii félagsins, og hljóp Cotton til þeirra og skipaði þeim að sækja skammbyssur upp á skrif- stofu. kaupendur blaðsins, sem hafa bú- staðaskifti eru beðnir að tilkynna afgreiðslunni það. Sömuleiðis eru menn ámintir um að gera að- vart, ef vanskil eru á blaðinu. Alþbl. kostar I kr. á mánuðí. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Prentsmiöjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.