Morgunblaðið - 19.10.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.10.1968, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1968 BILALEIGAN - VAKUR - Sundlausavegi 12. Simi 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. Simi 22-0-22 Rauóarárstig 31 siM' 1-44-44 mmiB/fí Hverfiseötu 103. Simi eftir lokun 31160. MAGNÚSAR sKiPnom21 mmar21190 ••Hirtokun • 40381 LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastrseti 11—13. Haestætt leieuejald. Sími 14970 Eftir lokun 14970 effa 81746. Sigurður Jónsson. Lesið bókina: Sögur perluveið- arans. Fróðleg og spennandi. — Sögurnar um FRANK og JÓA eru við hæfi allra röskra drengja. Himneskt er að lifa — Ekki svík- ur Bjössi, er fróðleiksnáma í máli og myndum.— MARY POPPINS vekur gleði á hverju heimili. Til sýnis og sölu í dng Ford Bronco, klæddur, í góðu standi, árg. ’66. Fiat 124, árg. ’67, ekinn að- eins 6 þús. km. Ford Falcon, árg. ’65, í góðu standi, Moskwiteh, árg. ’66, tæki- færisverð. Chevrolet, árg. ’61. Austin Gipsy, lítill, árg. ’63. Volkswagen, árg. ’67. Renault Major, árg. ’67. Taunus 12 M station, árg. 1966. Willys jeppi, árg. ’66, með blæju. Scania Vabis vörubifreið Titan 66, árg. ’66 í 1. fl. standi og lítur vel út. Ford vörubifreið, árg. ’63, með sturtupalli. Úrvalið er hjá okkur. Bílasala Matthíasar Sími 24540. Höfffatúni 2. § Ómakleg ummæli um NTB SKÚLI Skúlason, ritstjóri send ir okkur kveðju frá Noregi og ádrepu um leið vegna birtingar á bréfi „Grikklandsfara" hér í dálkunum fyrir nokkru. Skúli segir m.a.: „í Mogganum 6. okt. finnst mér „Velvakandi" annaðrvort of gest risinn eða of lítið vakandi, þegar hann birtir bréf frá ,Heimkomn- um Grikklandsfara" Grikklands fari er að visu stórt orð, nærri því eins og Jórsalaafri, svo að eðlilegt er að maðurinn láti mik- ið yfir sér. En samt furðaði mig á því, að Mbl. skyldi vilja hýsa þetta produkt Grikklandsfarans, því að það er fyrst og fremst fruntalegt gagnvart aðalfrétta- miðlara ykkar og auk þesshrein ar álygar. — NTB hefur aldrei „hlotið ámæli í heimalandi sínu fyrir hlutdrægni hin síðari ár“ af nokkru blaði, sem ekki liggur undir ámæli um að lita fréttir, en hinsvegar við- urkenningu fyrir hlutleysi. Að hvergi fannst stafkrókur fyrir því hver þessi viðurlög væri“ (þ.e. við því að kjósa ekki) liggur ein- faldlega í því, að þau voru ekki birt —fyrr en eftir kosningar. Þá hafa þau m.a. reynzt vera vera þau, að fjöldi þeirra, sem heima sátu hefur verið sviptur ökuleyfi. „Þetta pressukontór NTB í Osló, sem enginn skrifti við, nema norsk sveitablöð og ís lenzka pressan eins og hún legg ur sig til og útvarpið" skiftir gagnkvæmt við Tidningarnes Tele grambyrá, Ritzau, Finska Notiz- byrán, Reuters og AST og bera þessir aðilar því sameiginlega ábyrgð á þeim fréttaflutningi, sem NTB ber ábyrgð á.“ Loks furðar Skúli sig á að blaðið skuli ekki hafa lýst ómerk ingu á skrifi Grikklandsfara. 0 Gestrisni Velvakanda Rétt er það hjá Skúla að um- mælin um NTB í greininni eru sprottin af algerri vanþekkingu bréfritara. Það segir sig sjálft, að Morgunblaðið og önnur íslenzk blöð og fréttastofnanir myndu ekki nota þjónustu NTB, ef frétta stofan nyti ekki trausts þeirra. Og Velvakandi getur fallizt á, að á þeirri forsendu átti bréfið ekki rétt á sér — en þá er komið að gestrisninni. Skúla finnst hún of mikil. — Já, það má vera, en Velvakandi hefur það sér til af- sökunar að honum er mjög illa við að úthýsa mönnum. Dálkar hans eru vettvangur lesenda blaðs ins — Þar sem þeir geta komið á framfæri hugrenningum sínum um hin margvíslegustu málefni, kvörtunum og lofi. Allir hljóta að skilja, að bréf- in sem Velvakandi birtir, spegla ekki skoðanir hans eða ritstjórn ar blaðsins, heldur bréfritaranna sjálfra og viðhorf þeirra til mál- anna. Oft er erfitt að birta nafn laus bréf, þó það sé gert til að koma sem óílkustum sjónarmið- um á framfæri, þar sem þau eru birt á ábyrgð ritstjóra blaðsins, sem oft eru ósammála efni þeirra Velvakandi vill sýna sem mest frjálslyndi — vera sem gestrisn- astur — en hann viðurkennir þó að takmörk verður að setja, sér staklega þegar um órökstuddar árásir er að ræða. Hann getur ekki heldur svarið af sér að kom ið geti fyrir, að bréf, sem betur væru óbirt, villist inn í dálka hans. — Við umrætt bréf hefði hamn að minnsta kosti átt að gera athugasemd. 0 Egilsstaðir — Breiðdalsvik Eftirfarandi bréf er frá Flugfé- lagi fslands: „Kæri Velvakandi, Miðvikudaginn 9. okt, s.L birt- ist í dálkum yðar fyrirspum, undirrituð B.G., um bílferðir og fargjöld miIU Egilsstaða ogBreið dalsvíkur. Flugfélag íslands ósk ar af þessu tilefni að taka fram eftirfarandi: Varðandi spurninguna hver ákveði sætisgjöld með sérleyfis- bifreiðum er þvi til að svara að það gerir Póstmálastjórn. Eins og fram kemur í bréfi B.G. gafst farþegum s.l. sumar kostur á að ferðast með tveim aðilum milU Breiðdalsvíkur og Egils- staða. Vemlegur munur var á sæt isgjöldum þessara aðila. í þessu sambandi verður að hafa í huga, að sá, sem lægra gjaldið tók, áætl unarbíUinn milli Hornafjarðar og Egilsstaða, ók þessa leið aðeins í tvo mánuði yfir hásumarið. Þá em vegir beztir og útgerðar- kostnaður þvi í lágmarki á þess- ari leið. Hinn áætlunarbílUnn ek- ur hinsvegar allt árið miHiBreið dalsvíkur og Egilsstaða. Að vetri til við erfið skilyrði og oft í mik- illi ófærð. Samkvæmt upplýsing- um Póstmálastjórnarinnar erþað ástæðan til þess, að hún féllst á að á þessari leið skyldi sætagjald ið vera það næsthæzta pr km„ sem leyft er hér á landi. Þar sem flutn ingar á leiðinni Egilsstaðir Breið dalsvík eru rýrir, sérstaklega að vetrarlagi og reksturinn stend- ur ekki undir sér fjárhagslega, styrkir Flugfélag fslands þann sérleyfishafann, sem heldur uppi ferðum allt árið, að nokkru. Um fjárhagslegan stuðning við hann frá öðrum aðilum er oss ekki kunnugt. Með þökk fyrir birtinguna. Virðingarfyllst, Flugfélag fslands h.f.“ 0 Hugvckjur Dagrúnar Útvarpshlustandi í Stykkishólmi skrifar: Velvakandi góður. Ég vil biðja þig fyrir þakk- læti til Dagrúnar Kristjánsdóttur húsmæðrakennara fyrir hugvekjur hennar í útvarpinu á morgnana og þá seinast en ekki síst fyrir þá sem hún flutti í morgun og vakti óskipta athygli margra. Dag- rún er afar hispurslaus og kemur að kjarnanum í fáum orðum. Ég held útvarpið ætti að endurflytja þáttinn í morgun i endurtekiu efni á sunnudaginn. Stykkishólmi, 15. okt. Ánægffur hlustandi". 0 „Óverjandi umferðar- ráðstöfun“. Sigurgeir skrifar og gagnrýn- ir þá ráðstöfun yfirvalda að loka Hólmgarði og veita með því um- ferðinni um Hæðargarð, sem ligg ur meðfram skólalóð barnaskóla hverfisins. Sigurgeir skrifar: „Velvakandi góður. Við sem búum i Bústaða- hverfi erum borgaryfirvöldunum þakklát fyrir allt, sem gert hefur verið undanfarið til hagsbóta og betri aðstöðu hverfisbúa. En bréf þetta er sumpart stilað til borgar yfirvaldanna og sumpart il lög- regluyfirvaldanna vegna aðgerða á sviði umferðarmála, sem komn- ar eru að nokkru til A-amkvæmda en geta ekki talist tímabærar nú, þó þær heyri til framtíðarskipu- lags umferðarinnar í hverfinu. Gripið hefur verið til þess nú þegar að loka Hólmgarði, enda þótt Bústaðavegifrinn sé lokaður og hefur þetta haft í för með sér, að mikiU umferðarþungi hvílir nú á Hæðargarði, en hann Uggur meðfram skólalóð barnaskóla hverfisins, sem er með fjölmenn ustu ef ekki fjölmennasti bama- skóli borgarinnar. Með þessuhátt arlagi er stórlega aukin slysa hætta á skólabörnunum, sem um Hæðargarð fara I skammdegis- myrkrinu, er nú fer í hönd. Þarflaxxst er að fara mörgum orð- um um þetta mál svo augljóst er að sú ráðstöfun að loka Hólmgarð inxxm nú, er með öllu óverjandi og kemur þvert ofan i allar ráð stafanir lögreglu borgarinnar til aukins öryggis skólabama. Mér er kunnugt um, að Hólm- garðinum var ekki lokað nú að kröfu götulögreglunnar og með- an hún ekki telur þörf á slíku tel ég mig vera í fullum rétti og mæla fyrir hönd fjölda heimila: ekki aðeins í Bústaðahverfinu heldur og öðrum hverfum sem að því liggja þegar ég leyfi mér að fara þess á leit við lögreglu yfirvöld og borgar yfirvöldin að þau sameinist um, að leysa um ferðarvandamál Hólmgarðs á ann an veg, unz sjálf framkvæmd heildarumferðar skipulagsins leyf ir að opna Hólmgarð aftur fyrir umferð, og létta þar með um- ferðarþunganum af Hæðargarffi og draga úr vaxandi umferðar- hættu við barnaskólann. Sigurgeir" 0 Réttar eða rangar tölur „Áhugamaður um umferðarmál ritar Velvakanda og lætur í ljós efa um að slysatölur séu innan vikmarka eins og jafnan er orð- að í fréttatilkynningum frá H- nefndinni. Hann ritar: „Kæri Velvakandi. Ég hef óljósan grun um að töl- ur um slysafjölda eftir H-dag, séu ekki aUs kostar fullnægjandi. Lesendur dagblaðanna hafa tekið eftir vikulegum fréttatilkynning- um H-nefndarinnar, og ávallt er ástand umferðarmála óbreytt mið að við vinstri akstur. Hins vegar ekur Reykvíkingur vart um borg sína, án þess að hann rekist dag- lega á eitthvert umferðaróhapp — aftanáakstur eða því um líkt Mér finnst nær óhugsandi að fólk alið upp við vínstri akstur sé jafn vigt í hægri akstri, a.m.k. virðist mér truflanir af völdum umferð- arbreytingarinnar gæta mjög I dag legri umferð. Hvað veldur? Eru upplýsingar þær sem H-nefndin fær ekki full- nægjandi? Getur verið að skýrsl ur sem tU hennar berast alls stað ar af landinu séu ófullkomnar. Getur þú Velvakandi upplýst mig um þetta? Með kæru þakklæti, Áhugamaður um umferðarmál". Velvakandi er ekki svo fróður um gagnasöfnun H-nefndar, að hann geti svarað þessu bréfi. Hins vegar finnst Velvakanda ótrúlegt að jafnábyrg stofnun, sem H- nefndin gefi ófullnægjandi upp- lýsingar um ástand umferffarmála. Það væri háskalegt að gylla fyrir þjóðinni ástandið, sérstaklega er skammdegið fer nú í hönd og hættur í umferðinni magnast. Tvannaður lopi Tvinnaður lopi í ölium sauðarlitum. Heildsölu- og smásölubirgðir. Verzlunin FRAMTIÐIN Laugavegi 45. 2 4 8 5 0 Einbýlishús til sölu Höfum til sölu fullklárað og mjög glæsilegt einbýliis- hús, um 150 ferm. við Sunnuforaut í Kópavogi. Húsið er 5 herb., eldhús, bað, WC, þvottahús og geymsla allt á sömu hæð. Inni- og útiarinn. Bí'lskúr. Ræktuð lóð. Fallegt útsýni. Kemur til greina að taka upp í 2ja, 3ja—4ra herb. íbúð í Reykjavik eða Kópavogi. TRYGGINGAR OG FASTEIGNIR, Austurstræti 10 A 5. hæð, sími 24850, kvöldsími og helgasími 37272. HAGSYN HÚSMÓÐIR NOTAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.