Morgunblaðið - 14.11.1968, Side 4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1968
BÍLALEIGAN
- VAKUR -
Sundlaupavegi 12. Simi 3513S.
Eftir lokun 34936 og 36217.
350,- kr. daggjald.
3,50 kr. hver kílómetri.
Hárgrciðslustofa
salon
KieópATfZA
TÝSGÖTIJ <1.
“"20695
Hesthúsa- eða
skúreigendur
Trésmiður óskar eftir að taka
hesthús eða skúr á leigu í
vetur, má þurfa lagfæringar
við, þarf að rúma 6 hesta.
Uppl. í síma 19084 eftir kl. 7
í kvöld og næstu kvöld.
MORGUNBLADSHUSINU
að BEZT
er að
auglýsa í
Morgunblaðinu
0 „Þá það, prestur minn“
Bárður Jakobsson á tsafirði send
ir Velvakanda bréf, sem hann
nefnir „Þá það, prestur minn.“
,Mér kom þetta ortak í hug
þegar ég las smágrein, Guðmund
ur góði heim að Hólum eftir
séra Árelíus Níelsson í Morgun-
blaðinu 25 sept. s.l.“, segir bréf-
ritari. Segist hann hafa búizt við
„að einhver gegn maður léti sig
skipta það, sem segir í grein-
inni“, en svo hafi ekki orðið.
Síðan segir bréfritari:
„Við, sem búum við fásinni út-
nesjanna, höfum meira ráðrúm til
þess að velta fyrir okkur ýmsu,
sem þéttbýlisfólk hefur hvorki
tíma né nenningu til þess að
sinna, jafnvel þótt við vitum að
hvergi sér þess stað, sem við
hugsum, ekki frekar en hola verð
ur eftir í fötu fullri af vatni
þótt hendi sé stungið niður og
tekin upp aftur.
f umræddu greinarkorni séra
Árelíusar Níelssonar segir:
„Vel má segja að ekki hafi
undirritaður vit á listum. Hann
nýtur þeirra aðeins af eigin „brjóst
viti“ sem er- nú nánast talið
broslegt af sérfræðingum og sér-
ÓDÝRU ENSKU
alullarpeysurnar
KOMNAR AFTUR.
Hentugar skólapeysm-, verð kr. 435.— einnig Cashmere
ullarpeysur á kr. 300.— og kr. 325.— Peysusett
kr. 590.—
Verzlunin KATARÍNA,
á homi Kringlumýrarbrautar og
Hamrahlíðar, sími 81920.
Óskum að ráða mann við aðstoðarstörf í bókhalds-
deild. Enskukunnátta nauðsynleg. Æskilegt, að um-
sækjandi hafi starfað við IBM götunarkerfi,
Skriflegar umsóknir, ásamt upplýsingum um fyrri
störf, sendist til íslenzka Álfélagsins h.f., pósthólf 244,
Hafnarfirði.
fslenzka Álfélagið h.f.
Óskum að ráða starfsmann í framleiðsludeild vora við
álverið í Straumsvík.
Starfið er fólgið í útreikningum á málmblöndum og
skipulagningu framleiðslunnar í samræmi við fyrir-
liggjandi pantanir á hverjum tíma. Uppsetning á
skýrsluformum og önnur störf í þessu sambandi.
Um framtíðarstarf er að ræða. Málakunnátta og
tækniþekking nauðsynleg. Starfið hefst með sérþjáifun
erlends.
Skriflegar umsóknir sendist til íslenzka Álfélagsins
h.f., pósthóf 244, Hafnarfirði, eigi síðar en 2. desem-
ber 1968.
gæðingum meðal listdómenda.
Réttur og sléttur alþýðumaður á
því sviði.
En hvar stæði listin án þess
fólks, sem hefur tilfinningu sína
að mælikvarða?"
Mér varð á að hugsa ókristi-
lega: Sælir eru þeir sem heyra
orð séra Árelíusar, o.s.frv. Heldur
þykir mér þó hnútur þær óklerk-
legar, sem sérfróðum mönnum á
sviði lista almennt og án undan-
tekningar eru sendar og þar við
bætist hin „hógværa" ábending
greinarhöfundar, um að listin stæði
líklega höllum fæti án fólks, sem
ekki hefur vit á listum."
0 Heggur nærri sjálfum
sér?
„Nú veit ég ekki hvort ég hefi
skilið prestinn rétt, en er hann
ekki að höggva nokkuð nærri
sjálfum sér og stétt sinni með
þessum tilfærðu orðum, ef þau
eru athuguð? Er kennimaðurinn
ekki sjálfur „sérfræðingur" og
leiðbeinandi? Eða er hann þar
fyrir þarflaus eða þarflítill? Vill
hann með þessu segja, að maður
sem aldrei hefur lesið annað en
fyrstu bók Móse og þjóðsögur
íslenzka Álfélagið h.f.
Jóns Árnasonar, og trúi því af
tilfinningu og brjóstviti, sem þar
stendur, hafi enga þörf leiðbein-
inga einhvers, sem sérfræðing
mætti kalla?
Ég er ekki að reyna að snúa
útúr orðum prestsins. Ég er að-
eins að vekja athygli á því, sem
oft hefur verið nefnt, að listdóm-
endur og gagnrýnendur, eða
hverju nafni, sem slíkir menn
eru nefndir (t.d. prestar), eru
jafnframt leiðbeinendur — eða
eiga að vera það. Þeir eru eins
nauðsynlegir fyrir menningarþjóð
(líka presta) og bragðlaukarnir
manni, sem ekki vill neita hvaða
ómetis sem er, jafnvel þótt sult-
ur og brjóstvit segi honum að
hann GETI étið ruslið.
fslendingar eiga fátt góðra list
dómara, sem jafnframt eru leið-
beinendur, því er verr, og er
mikið mál og óútrætt. Má vera
það sé af því, að menn yfirleitt
ekki sízt listamenn, hafa mörgum
hnöppum að hneppa, ólíkum og
óskyldum, og gagnrýni að gagni
er hreint ekkert áhlaupaverk og
óvinsælt ofan í kaupið. í fámennu
þjóðfélagi, þar sem venzl, vinátta
og hagsmunir tvinnast margfald
lega og ótrúlega saman, getur
jafnvel hófleg gagnrýni verið
hættuleg — eins og fjallganga
hjá Tómasi, eða stólræða hjá
presti."
0 Gamall bóndi hættir
Hér er svo bréf frá Sv. Þ.:
Mig langar að biðja þig Vel-
vakandi góður að lofa mér að
segja stuttlega frá samtali sem
ég átti um daginn við gamlan
Reykvíking, en vegna þess að
gamli og nýi tíminn rekast svo
hver á annars horn, hefur hann
orðið að hætta sínu lífsstarfi.
Þessi maður er Ragnar bóndi
á Bústöðum við Bústaðaveg. Hann
er borinn og barnfæddur þar og
hefur alla sína tíð stundað fjár-
búskap þar. í gamla daga var
flest fé á húsi að Bústöðum 120.
Fyrir alllöngu var svo sauð-
fjárhald bannað hér í Reykjavík
og er búið að skrifa og ræða um
það mál. Ragnar sagði að það
væri skoðun sín, að ef allir þeir
sem sauðfjárræktarmálið heyrði
undir, hefðu af einlægni viljað
leysa það, hefði það verið hægt.
Þó ég verði að leggja niður sauð
fjárhald — þeir tóku rollurnar
mínar 36 á mánudaginn, — nauð
ugur mjög, leggja niður bú mitt
og ævistarf á efri árum, þá er
það mál í sjálfu sér miklu alvar-
legra. Slík eigna- og umráðasvipt
ing sem átt hefur sér stað gagn-
vart mér og fleirum, er ekkert
einkamál sauðfjáreigenda. Tel ég
þetta mál vera stórmál sem þjóð
ina alla varði. — Mér finnst það
minna á aðgerðir stjórnarvalda
úti I löndum þar sem bændur
hafa verið sviptir búum sínum.
— Slíkt hefur I mínum augum
alltaf verið óhugnanlegt, sagði
Ragnar, og því finnst mér málið
stórmáL
Ragnar á Bústöðum er nú senni
lega elzti fjárbóndinn í Reykja-
vík, en hann er nú 77 ára, og
sagði að lokum: Þú getur spurt
þá sem komu og sóttu kindurn-
ar mínar, hvort ekki séu liðnir
áratugir síðan kvartað hefur verið
yfir ágangi kindanna frá Bústöð-
um, nema þá heimalinganna sem
stundum hafa rölt út á veginn,
en slíkt hefur þá kostað þá líf-
ið — beint í sláturhúsið.
Þetta var það sem Ragnar á
Bústöðum vildi segja er hann
nú verður að hætta með fjárbú-
ið sitt á eignarjörð sinni og
ættaróðali. Sv. Þ.
Vissulega er sárt fyrir aldraða
menn að verða fyrir sliku. En
tímarnir breytast og þetta er göm
ul saga um allan heim — þótt
hún sé tiltölulega ný hjá okkur
— borgirnar þenjast út og gleypa
nálægar sveitir. Og búfjárhald
sveitanna verður því miður aldrei
sameinað borgarlífinu. Æskilegt
hefði þó verið, ef gamlir búhöld-
ar hefðu fengið að halda sínu
meðan þeirra naut við, en það
voru margir fleiri farnir að
stunda búskap hér í borginni —
og eitt varð yfir alla að ganga.
HÁDEGISVERDAR-
FUNDUR
FUNDARST AÐUR
Laugardagur
16. nóv. kL 12.30.
Matthías Johannes-
sen, ritstjóii rgðiLr um
BLAÐAMENNSKU.
HÖTEL
VERZL. OG SKRIFSTOFUFÓLK, FJÖLMENNIÐ
OG TAKIÐ MEÐ YKKUR GESTL