Morgunblaðið - 14.11.1968, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1968
7
Londbúnoðurinn leggur til mestun vurninginn
Fyrir skömmu vorum við á
gangi í Hafnarstræti, og oft höf-
um við á förnum vegi mætt
ýmsu fólki, en í þetta sinn sá-
um við jólasvein, sem kinkaði
til okkar kolli úr glugganum
Rammagerðarinnar, glaðlegur a
svip. Ekki fór það á milli máal
að jólasveinninn minnti mann
kyrfilega á það, að jólin eru
á næsta leyti, og þá koma jóla-
gjafir, kortasendingar og ann
að sem jólahaldi okkar á norð-
urslóðum tilheyrir upp í hug-
ann.
Við brugðum okkur upp gaml
ar tröppurnar inn í Rammagerð
ina, og hittum að máli verzl-
unarstjórann, Hauk Gunnarsson.
— Er jólasveinninn í glugg-
anum merki um það. Haukur
að jólin séu nálægt?
— Einmitt, svaraði Haukur.
— Hann er í glugganum til að
minna fólkið á að senda jóla-
pakka til útlanda tímanlega.
Flugfragt er nefnilega dýr, en
fólk gerir sér sjaldnast grein
fyrir því fyrr en of seint. Það
munar miklu á skipspósti og flug
pósti í verði. Þegar fólkið sér
jólasveininn í glugganum háj
okkur, man það eftir því, að
nú er kominn tíminn til að
senda vimim og ættingjum er-
lendis jólapakka.
— Hvað er það nú helzt, sem
fólk sendir til vina og ættingja
erlendis?
— Það er nú margt og mis-
jafnt, enda höfum við varning
við allra hæfi hér á boðstólum.
Eitt held ég samt, að ég geti
fullyrt, að einhverskonar land-
búnaðarvörur séu vinsælastar.
Á ég þar sérstaklega við varning
úr ull. Það er ekki að ófyrir-
synju, að íslenzka ullin hefur
verið talin sú bezta í heimi. Lopa
peysurnar renna út, sömuleiðis
herðasjölin og hyrnurnar. Þetta
er þar að auki allt saman hand-
unnið, og þær eru margar hend
urnar, sem koma við sögu við
þessa framleiðslu, sumar lúnar
af elli, aðrar fullfrískar úr
saumaklúbbum. Elíkan heimilis
iðnað er sjálfsagt aldrei hægt
að borga fullu tímakaupsverði,
enda liggur mikil ánægja oft-
ast í framleiðslunni í bland.
Þá er að minnast á silfurmun
ina. Við erum hér með 5 nælu-
eftirlikingar frá grárri fom-
eskju. Björn Th. Björnsson hef
ur valið mynstrin á Þjóðminja
safni, en Bárður Jóhannesson
hefur smíðað af hreinu silíri. t
kassanum utan um nælurnar, er
komið fyrir ýtarlegum skýring-
um á ensku til fróðleiks. Þetta
eru hálfgerð galdramunstur.
Þá er hér mikið um allskyns
vefnað, bæði myndvefnað og
annars kyns. Guðrún Vigfúsdótt
ir frá ísafirði vefur mikið fyrir
okkur, en auðvitað fjöldinn all-
ur af konum úr Reykjavík og
annarsstaðar að af landinu, því
að markaðurinn fyrir ofinn hlut
er alltaf mjög stór.
Hér sérðu líka í hillunum alls
kyns íslenzkan útskurð. Hér eru
eftirlíkingar af íslenzkum rokk-
um, smíðáðar af Friðriki Frið-
leifssyni, hér eru spænir úr
hvalskíðum smíðaðir af Sveini
Ólafssyni myndskera. Allt er
þetta eftirsóttar vörur.
En svo kem ég hér að alls-
kyns kerum og vösum úr hrauni
og leir, blandað saman. Þessi
varningur hefur a.m.k. gengið
1 augun á ferðamanninum. Það
er Glit, sem framleiðir það, en
að sjálfsögðu á Funi og Listvina
húsið einnig muni hér.
En Glit framleiðir galdrabakka
með gömlum galdrarúnum á, og
lætur fylgja skýringar hverjum
bakka. Þeir virðast falla útlend
ingum sérlega vel í geð.
— Einhversstaðar hef ég
heyrt því fleygt að húðir hrossa
og sauðkinda, séu að verða út-
gengilegasta varan til gjafa og
til mingjagripa erlendra manna?
— Það er rétt. Verðlagið á
húðunum, t.d. tryppahúðum, -r
hérlendis langt fyrir neðan það,
sem er algengt erlendis.
Satt að segja eigum við aldrei
neitt fyrirliggjandi af þessari
vöru. Hún selzt alltaf um leið.
Við fáum húðir þessar fyrst og
fremst frá Akureyri. Satt bezt
að segja er hægt að vinna mark
aði fyrir vöru þessa að mikluro
mun meir en gert er.
Hvítu gæruskinnin seljast að
jafnaði langbezt, þótt stundum
sé eftirspurn í lituðum skinn-
um.
Svo mætti auðvitað bæta því
hér við, að það eru ekki einasta
húðirnar og skinnin óunnin, eða
því sem næst, sem hér eru á
boðstólum, því að við höfum
hér alls kyns varning úr þeim,
sem rennur út. Áður hef ég
minnzt á lopapeysur, hyrnur og
langsjöl, en hér eru líka lopa-
vettlingar, gestabækur úr gæru,
hiifur karla og kvenna, og síð-
ast en ekki sízt gömlu sauð-
skinnsskómir, svartir, þvl að of
erfitt reyndist að lita þá með
blásteini.
Á þessari upptalningu sérðu,
að landbúnaðurinn íslenzki legg
ur okkur til velflestan varning
inn. Heimilisiðnaður er svo sann
arlega ekki dauður úr öllum æð
um á íslandi í dag, og við mætt
um eiginlega þakka fyrir að svo
er ekki. Hann er stór hluti af
menningararfleið okkar, og vel
sé konunum, sem halda honum
við. Þessi iðnaður veitir að auki
mikla atvinnu, og þá sérstaklega
öldruðum konum, sem lítið eða
ekkert annað geta til búdrýg-
inda, og það er sannarlega erfitt
að meta hann réttilega til pen-
inga í þjóðarbúskapnum.
— Ég hef heyrt að þið sendið
um heim allan jólagjafir.
— Rétt er það, og það mætti
gjarnan koma fram að við sjá-
um um alla pökkun viðskiptavin
inum að kostnaðarlausu fyrir
sama flutningsgjald og pósthús
in, og varningurinn er á ábyrgð
Rammagerðarinnar, þar til hann
er kominn í hendur viðtakanda
óbrotinn og óskemmdur. Við llm
um allskyns jólamiða á þann
varning á mörgum tungumálum,
þannig að hann sleppur yfirleitt
allsstaðar við tollgreiðslu, þvi
að jólagjafir á ekki að greiða
toll af hjá sæmUega siðuðum
þjóðum. — Fr.S.
A þcssari mynd sést Haukur Gunnarsson innan um allskyns góða hluti til jólagjafa handa
vinum erlendis. (Sv. Þorm. tók myndina).
Hafskip hf.: Langá fór frá Kaup
mannahöfn í gær til Gdynia. Laxá
er væntanleg til Bordeaux í dag.
Rangá fór frá Vestmannaeyjum 13.
til Napoli. Selá er væntanleg til
Vestmannaeyja á morgun. Riber-
hus er væntanleg til Reykjavíkur
á morgun frá Hamborg og Khöfn.
Skipadeild SÍS: Arnafell er í
Reykjavík. Jökulfell fór 11. þ.m.
frá Keflavik til New Bedford. Dís-
arfell er á Húsavík. fer þaðan til
Kópaskers, Austfjarðahafna og R-
víkur. LitlafeU er í oUuflutningum
á Faxaflóa. Helgafell væntanlegt
til Helsingfors 15. þ.m., fer þaðan
til Hangö og Abo. Stapafell er vænt
anlegt til Reykjavfkur 16. þ.m.
Skipaútgerð ríkisins: Esja er I
Reykjavík. Herjólfur fer frá R-
vík kl. 21.00 í kvöld til Vestmanna
eyja. Herðurbreið fór frá Reykja-
vik kl. 20.00 í gærkvöld austur um
land í hringferð. Árvakur er á
Austurlandshöfnum á suðurleið.
Baldur fer frá Reykjavík kl. 20.00
i kvöld til Vestfjarðahafna.
Il.f. Eimskipafélag íslands:
Bakkafoss kom til Reykjavíkur
í gær frá Húsavík og Kristiansand.
Brúarfoss fór frá New York 11.11.
til Reykjavikur. Dettifoss fór frá
ísafirði í gær til Keflavíkur, Hull,
Grimsby, Bremerhaven, Cuxhaven
og Hamborgar. Fjallfoss fór frá
Bayonne 9.11. til Keflavíkur. Gull
foss kom til Khafnar í gær frá
Thorshavn og Reykjavík. Lagar-
foss fór frá Vestmannaeyjum 9.11
til Gloucester, Cambridge, Norfolk
og New York. Mánafoss fer frá
Hull í géer til Rvíkur. Reykjafoss
fór frá Þorláksröfn í gær til Rvik-
ur, Hamborgar, Antverpen og Rott
erdam. Selfoss fór frá Eskifirði
í gær til Norðfjarðar og Rvíkur.
Skógafoss kom til Hafnarfjarðar
12.11 frá Rotterdam. Tungufoss fór
frá Leith 12.11 til Færeyja og R-
víkur. Askja fer frá Rvík I gær
tU Akranes, London, HuU Leith og
Rvikur. Polar Viking fór frá Vest
mannaeyjum 9.11 til Murmask. By
mos kom til Murmask 5.11 frá
Reykjavík.
Loftleiðir hf.: Guðríður Þorbjam
ardóttir er væntanleg frá New York
kl: 1000. Fer til Luxemborgar kl.
1100. Er væntanleg til baka frá
Luxemborg kl. 0215. Fer til New
York kl. 0315.
VÍSUKORN
Hirði ég hvorki um stund né stað,
studdur fárra griðum.
Þannig fer ég aftan að
öllum mannasiðum.
Jón S. Bergmann.
Spakmœli dagsins
Ýmsir þvaðra heilmikið, þegar
þeir eru saman, án þess að segja
hver öðrum nokkurn skapaðan hlut.
— K. Gjesdahl
Spakmœli dagsins
Fyrlr þann, sem verður að klæð-
ast lörfum, er eina ráðið að ganga
með sigurbros á vörum. — Sv.
Lidman.
Sófasett Sófasett með nælonáklæð- um, greiðsluskilmálar. Nýja bólsturgerffin, Laugavegi 134, sími 16541. Borðstofuhúsgögn Vönduð, gamaldags borð- stofuhúsgögn óskast til kaups. Tilboð sendist Mbl. merkt „6690“.
íbúð til leigu Til leigu er 4ra herb. glæsileg íbúð að Kleppsv. 120, 6. hæð t.v. Verður til sýnis í dag og á morgun milli kl. 16 og 20. Keflavík Forstofuherbergi með að- gangi að baði óskast. Tilb. sendist afgr. Mbl. í Kefla- vík fyrir sunnudag merkt „900“.
Lítið snúinn vandaður harðviðarstigi til sölu. U.pplýsingar í síma 24321 eða 23989. 2ja—3ja herbergja íbúð óskast nú þegar. Uppl. í síma 33195 eftir kl. 20.
Keflavík — Njarðvík Hef kaupendur að 3ja, 4ra og 5 herb. íbúðum. Jón Einar Jakobsson, hdl. Tjarnargata 3, Keflavík. Símar 2660 og 2146. BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu
Vörubifreið óskast
Tilboð er tilgreini verð og ásigkomulag skilist á af-
greiðslu Morgunbl. fyrir 20. nóv. n.k. merkt: „Mikil
útborgun — 6739“. Eldri árgerð en 1966 kemur ekki
til greina.
Söluskattur
Dráttarvextir falla á söluskatt fyrir 3. ársfjórðung
1968 svo og nýálagðar hækkanir á söluskatti eldri
tímabila, hafi gjöld þessi ekki verið greidd í síðasta
lagi 15. þ.m.
Dráttarvextirnir eru 1%% fyrir hvem byrjaðan
mánuð frá gjalddaga, sem var 15. okt. s.l. Eru því
lægstu vextir 3% og verða innheimtir frá og með
16. þ.m.
Hinn 16. þ.m. hefst án frekari fyrirvara stöðvun at-
vinnurekstrar þeirra, sem eigi hafa þá skilað skattinum.
Reykjavík, 11. nóv. 1968.
Tollstjóraskrifstofan, Amarhvoli.
ÚTBOÐ
Tílboð óskast í gatnagerð og lagnir í Fellunum, I hluta
(Breiðholt III).
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri gegn
3.000.00 króna skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað mánudaginn 2.
des. n.k. kl. 11.00 f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
VONARSTRÆTI 8 - SÍMI 18800
HðSMÆÐUR! HÚSMÆÐUR!
Fimmtudagar — innkaupsdagar
Matvörur — hreinlœtisvörur
Aðeins þekkt merki —
Flestar vörur undir búðarverði
OPIÐ TIL KLUKKAN 10 í KVÖLD
Bezt að aug/ýsa i Morgunblaðinu