Morgunblaðið - 14.11.1968, Síða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. NÓVBMBER 1968
r
Látbragðslist
kynnt í skólum
LEIKLISTARKYNNING í skól-
um á vegufn menntamálaráðu-
neytisins stendur nú yfir. í þetta
sinn er það látbragðslist, sem
kynnt er, og henni stjórnar Teng
Gee Sigurðsson, kínversk kona
gift til íslands, sem hefur sér-
staka menntun í þessari list-
grein. Og með henni eru þrír af
fyrri nemendum hennar í list-
inni úr leikskóla Leikfélags
Reykjavíkur, þau Þórunn Sig-
urðardóttir, Kristín Magnús Guð
bjartsdóttir og Guðmundur
Magnússon.
Þau skýrðu blaðamönnum frá
þessari kynningu, ásamt Erlingi
Gíslasyni, leikara sem var einn
aðalfrumkvöðull að leiklistar-
kynningu í skólum. Hugmyndin
var runnin frá Leikfélaginu
Grímu og hófst í fyrra og var
mjög vel tekið. Af látbragðs-
kynningunni hefur nú verið ákaf
lega vel tekið í þeim skólum,
sem búið er að fara í, en það
eru Menntaskólarnir báðir, Kenn
araskólinn, Hagaskóli og nú í
morgun væntanlega Gagnfræða-
skóli Austurbæjar. Hefur verið
leitað eftir tveimur sýningum í
sumum skólunum. En mennta-
málaráðuneytið gerir ráð fyrir
10 leiklistarkynningum alls af
þessu tagi í skólunum nú. Ef
aðrir skólar en þeir sem á skrá
eru fara fram á það, eða sömu
skólar biðja um endurtekningu
á sýningum, mun það standa op-
ið.
Hópurinn kynnir þessa merku
listgrein og litt þekktu hér á
landi á þann hátt, að fluttar eru
skýringar. Útskýrt hvað sé lát-
bragðslist með dæmum og síðan
fluttir þættir er Teng Gee hefur
samið. Eru það 3 sólóleikþætt-
Guðmundur Magnússon í lát-
bragðsleik.
Þórunn Sigurðardóttir, Kristín Magnús Guðbjartsdóttir og
Teng Gee Sigurðsson að æfa látbragðsleik.
ir í dramatískum stíl og svo tvær
komedíur. Ltbragðsleikur er,
sem kunugt er, sérstök listgrein,
sem túlkuð er með hreyfingum,
en án orða og hver hreyfing þarf
því að þjóna vissum tilgangi og
vera einföld og skýr. í kynning-
unni er farið yfir sögu látbragðs-
leiksins á Vesturlöndum og þró
un hans og með dæmum sýnt
hvaða gildi tónlistin hefur fyr-
ir þessari listgrein.
— Það veitir mér mikla á-
nægju að geta túlkað á þennan
hátt fyrir allar manngerðir og
allar þjóðir jafnt, sagði Teng
Gee. Og hún bætti því við, að
skólakrakkarnir hér hafi tekið
látbragðsleiknum einstaklega vel
og skilið hvað fram var fært.
Teng Gee Sigurðsson er frá
Singapore, en stundaði nám í
leiklist og látbragðsleik í Eng-
landi. Hún giftist og flutti til
íslands fyrir 10 árum. Fyrir 3
árum byrjaði hún að kenna lát-
bragðslist í leikskóla Leikfélags
Reykjavíkur fyrir tilmæli Sveins
Einarssonar og hefur gert það
síðan. Kvaðst hún mjög þakk-
lát fyrir að fá tækifæri til að
leggja stund á listgrein sína á
þennan hátt.
Auk listkynningar í skólum á
látbragðslist, er Teng Gee nú að
undirbúa sérstaka kynningu á lát
bragðslist fyrir nemendur Heyrn
leysingjaskólans, og munu fyrri
nemendur hennar úr leikskóla
L.R. sýna þar. Einnig er áform-
að að undirbúa þátt fyrir unga
og gamla í sjónvarpi.
Samvinnufélagið Hreyfill 25 ára
Samvinnufélagið Hreyfill varð
25 ára mánudaginn 11. nóvember
og boðaði stjórn þess til fundar
með fréttamönnum í tilefni af
því.
Sagði Ingjaldur Isaksson, for-
maður, m.a.:
Fyrir 25 árum voru 9 bifreiða-
stöðvar í Reykjavík, þá flestar í
eigu einstaklinga eða olíufélaga,
og höfðu bifreiðastjórar enga til
hlutun um skipulagningu vinnu
nesi. Fyrsta bílasímann opnaði
félagið í Kleppsholtinu, en nú
eru þeir orðnir sautján talsins.
Nú í dag nær þessi gjaldtaxti
upp í Grafarholt, upp að Rauða-
vatni og su'ður að Kópavogslæk.
I framtíðinni er takmarkið að
gjaldið nái yfir alla Stór-Reykja-
vík og Hafnarfjörð.
1950 var sú nýbreytni tekin
upp, að hafa opna stöðina allan
sólarhringinn, og er töluvert ör-
Núverandi stjórn Samvinnuféla gsins Hreyfils. Fremri röð: Ingi-
mundur Ingimundarson, varafo rm„ Stefán O. Magnússon, fram-
kv.stj., Ingjaldur ísaksson, for m. Aftari röð: Gestur Sigurjóns-
son, rit., Guðbjartur Guðmundsson, gjaldk., Þorleifur Gíslason,
meðstj.
yggi í því fvrir viðskiptavinina.
Geta þeir hvenær sem er sólar-
hringsins pantað sér leigubíl.
Einnig veitir stöðin þá þjónustu
að hringja og vekja þá sem þess
óska, og hefur þetta mælzt sér-
lega vel fyrir hjá ferðafólki.
1951 var settur gjaldmælir í
alla bíla. Árið 1960 var félaginu
úthlutað góðri lóð vi'ð Grensás-
veg og Fellsmúla, og er þar nú
þvottastöð, en verið er að byggja
þar stórhýsi, fimm hæða hátt,
sem hýsa mun alla starfsemi fé-
lagsins, einnig félagsheimili, þvi
félagslíf er mjög blómlegt.
Talstöðvar eru komnar í nær
alla bíla, og er að því mikið ör-
yggi bæði fyrir farþega og bíl-
stjóra. Félagið hefur reist þrjár
stórar íbúðarbyggingar fyrir fé-
lagsmenn, og eru nú í byggingu
tvær stórar blokkir í Breiðholti.
Nú hefur verið efnt til happ-
drættis, vegna afmælisins, og
verður dregi’ð í því í janúar.
Vinningar verða um 300 eins-
dagsferðir.
Formaðurinn vildi gjarnan
þakka öllum viðskiptavimun fé-
lagsins á liðnum árum fyrir við-
skiptin, og kvað stjórnina myndu
reyna að vera áfram á verði og
staðna ekki í starfi.
Hann sagðist sjálfur ekki á
þeim 39 árum, sem hann hefði
ekið leigubifreið hafa þurft að
fara me'ð nema tvo farþega til
lögreglunnar, og að hann áliti,
að með lágmarkskurteisi mætti
komast vel af við alla.
og eigið starf. Þá var valin nefnd
til að vinna að stofnun félags-
ins, er síðar keypti bifreiðastöð-
ina Geysi fyrir 225 þúsund krón-
ur. 1. des. 1943, tók til starfa bif-
reiðastöð undir Hreyfils-nafninu
og voru þar 40 bílar.
í dag eru 330 bifreiðar á stöð-
inni. Mesta átaki'ð hefur verið
að skipuleggja starfið og koma
til móts við þarfir viðskipta-
vina, t.d. í því að færa einfalt
gjald yfir stærra svæði, en áður
var. Þá náði gjaldtaxti þessi að-
eins inn að Tungu, Þóroddstöð-
um og Vegamótum á Seltjamar-
Halnarfförður
Til sölu nokkrar 3ja og 4ra herb. íbúðir í fjölbýlishúsi
sem er í byggingu í Suðurbænum. íbúðirnar seljast
tilbúnar undir tréverk með frágenginni sameign. Sér-
þvottahús fylgir hverri íbúð, hagstæðir greiðsluskil-
málar.
ÁRNI GRÉTAR FINNSSON, HRL.,
Strandgötu 25, Hafnafirði, sími 51500.
BíLAKAUP^s,
Vel með farnir bílar til sölu
og sýnis f bflageymslu okkar
að Laugavegi 105. Tækifæri
til að gera góð bilakaup.. —
Hagstæð greiðslukjör. —
Bílaskipti koma til greina.
Taunus 12 M (ný vél)
árg. 64.
Skoda Octavia árg. 64.
Taunus 17 M, árg. ’65.
Renault R 8 árg. 63.
Skoda 1000 MB árg. 68,
ekinn 6 þús.
Fairlane 500, árg. ’66.
Cortina árg. 64, 67.
Dafodile árg. 63.
Chverolet, árg. ’64.
Benz 180, árg. ’57.
Trabant, nýr.
Ford F 500 árg. (mjög góð
ur bíll) árg. 65.
Opel Record árg. 62,
Bronco árg. 66.
Rambler American 400
sjálfskiptur árg. 62.
Benz 220S, árg. ’60, ’62.
Taunus Transit, árg. ’62.
Zephyr 4, árg. ’65.
Taunus 17 M statinn, árg.
’60, ’66.
PMC, árg. 67.
Commer sendif.b., árg. ’66.
Chevy II (greiðslukjör),
árgerð ’67.
Moskwitch, árg. ’64.
Reno Dauphine árg. 61.
Skoda 1202 árg. 63.
Rambler Ambassador,
árg. ’66.
Volvo Duett árg. 63.
Zodiac, árg. ’60.
ódýrir bílar, góð gr.kjör.
Willys, árg. ’64, kr. 45 þús.
Renault Dauphine, árg. ’62,
kr. 40 þúsund.
Tökum góða bíla í umboðssölu
| Höfum rúmgott sýningarsvæði
innanhúss.
mzttm UMBOÐIÐ
SVEINN EGILSSON H.F.
LAUGAVEG 105 SIMI 22466
Hefi til sölu ma.
EinstaklingsíbúS í Kópavogi,
útborgun 200 þús. kr., sem
má skipta.
2ja herb. íbúð við Laugaveg,
innarlega.
3ja herb. íbúð við Lyng-
brekku í Kópavogi.
íbúðin er á fyrstu hæð í tví-
býlishúsi með sérinngangi.
4ra herb. íbúð við Hverfis-
götu.
5 herb. íbúð við Kleppsveg
íbúðin er á fimmtu hæð
með stórum vesturgluggum.
Lyfta er í húsinu.
Einbýlishús í Silfurtúni,
Garðahreppi. Húsið er fimm
herbergi með stórum og
góðum bílskúr.
Kirkjutorgi 6. Sími 15545
og 14965.
Til sölu
3ja herb. íbúð við Öldugötu.
laus strax, útb. 200 þús.,
sem má skipta.
2ja herb. risíbúð í góðu standi
við Silfurteig.
Nýjar og nýlegar 3ja herb. við
Álftamýri, Hjarðhaga.
Stór glæsileg 4ra herb. 3. hæð
endaíbúð við Stóragerði.
íbúðin er með tvennum
svölum, vandaðar harðvið-
arinnréttingar, bílskúr.
5 herb. efri hæð við Freyju-
götu, laus.
6 herb. hæðir við Goðheima,
Stóragerði, Laugarnesveg.
7 herb. raðhús við Miklu-
braut í góðu standi.
Raðhús í smíðum við Sævið-
arsund, Barðaströnd og í
Fossvogi og víðar á góðu
verði.
Einar Sigurðsson, hdl.
Ingólfsstræti 4.
Sími 16767.
Kvöldsími 35993.
Fasteignasalan
Hátúni 4 A, Nóatúnshúslð
Símar 21870-20998
3ja herb. góð risibúð í Kópa-
vogi, útb. 200 þús.
3ja herb. góð íbúð við Sól-
heima.
3ja herb. góð kjallaraíbúð við
Tómasarhaga.
r
I smíðum
2ja—5 herb. íbúðir í Breið-
holtshverfi seljast tilb. und-
ir tréverk með sameign allri
frágenginni, sumar til af-
hendingar strax, en aðrar
í marz-apríl í vetur.
2ja—4ra herb. íbúðir seljast
fullgerðar með sameign og
lóð fullfrágenginni. Verða
afhentar á næsta sumri.
Raðhús í Breiðholtshverfi,
Fossvogi og Seltjarnarnesi.
Einbýlishús í borginni, Kópa-
vogi og Garðahreppi, á mis-
munandi byggingarstigum.
Jón Bjarnason
hæstaréttarlögmaðnr
Hilmar Valdimarsson
fasteignaviðsklptl.
BEZT að auglýsa
í Morgunblaðinu