Morgunblaðið - 14.11.1968, Page 17
MORGUN'BLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1968
17
Kommúnistar hafa með ofbeldi
brotið undir sig Alþýðubandalagið
Einar Björnsson frá Mýnesi
KOMMÚNISTAR hafa nú látið
til skarar skríða og rutt úr vegi
þeim mönnum sem höfðu við þá
samstarf í Alþýðubanclalaginu.
Ábyrgðarmaður að því að atlaga
kommúnista að frjálshuga mönn-
urn sem vildu gera Alþýðu-
bandalagið að lýðræðislegum
stjórnmálaflokki vinstri manna
hefur nú gerzt, er Hannibal
Valdimarsson sem hefur með
þrásetu sinni og hringlanda-
hætti auðveldað kommúnistum
að færa sig um set með nýrri
nafnbreytingu og hrifsa úr hönd-
um hans Alþýðubandalagið. Sem
gerðist með þeim hætti að ganga
út úr Tjarnargötu 20 í annað
hús til að klæða sig í hið nýja
gervi.
Nú stendur Hannibal á eyði-
skeri hugmyndasnauður og ráð-
villtur vegna framkomu sinnar
við þá aðila sem vildu fara með
honum hans leið til sameiningar
vinstri manna ’56. Þar sem hann
fullvissaði fylgjendur Alþýðu-
bandalagsins um að það yrði gert
að vinstri manna flokki, sem laus
væri við veilur og kreddur
kommúnista, sem gerðu sósíal-
istaflokkinn að óvirkum kreddu-
mannaflokki eftir að Héðinn
Valdimarsson yfirgaf hann rösku
ári eftir stofnun hans vegna
svipaðra aðferða og þeir hafa nú
beitt þá sem störfuðu með þeim
í Alþýðubandalaginu.
Sósíalistafélögin voru að öðr-
um þræði gerð að Alþýðúbanda-
lagsfélögum þar sem kommúnist-
ar höfðu öll ráð í hendi sér.
Þegar sósíalistaflokkurinn rauf
nýsköpunanstjórnina 1947 var
mörkuð sú utanríkisstefna á
þingi flokksins það ár sem tróð
slóð Stalins í utanríkismálum,
sem brotið hafði undir sig níu
þjóðir í Auistur-Evrópu, sem lot-
ið hafa kúgun og járnaga sem
valdhafarnir í Kreml beita sam-
anber innrás þeirra í Tékkósló-
vakíu og ofbeldisverk þeirra þar,
sem hefur orðið þeim þungt í
skauti vegna einhuga samstöðu
þeirrar ágætu þjóðar og mót-
mæla um gjörvallan heim, sem
valdhafarnir óttast meira en
vopnin.
Það er á slíkum tímamótum,
isem kommúnistar reyna að
hressa við gamalt flokkshró með
nafnbreytingu, sem á að hylja
þeirra nekt og villa um fyrir
ungu fólki í landinu, sem ekki
þekkir vinnubrögð þeirra og fer-
il og algjört þýðingarleysi í ís-
lenzkum stjórnmálum.
Vegna þrenginga eftir upp-
ljóstranir „Krussjofs" 1956 á ó-
dæðisverkum Stalins og hans
manna fór hrollur um allan hinn
siðmenntaða heim. Þá gerði Lúð-
vík Jósepsson leynisamning við
Hannibal Valdimarsson um stofn
un samtaka vinstri manna og
lýsti því yfir á fundi með stuðn-
ingsmönnum Alþýðubandalags-
ins á Egilsstöðum er framboð
þess var ákveðið 1956 að mein-
ing þeirra félaga væri að gera
upp við Brynjólf Bjarnason og
fylgjendur hans. Það voru fyrstu
fórnardýr Lúðvíks í valdabar-
áttu hans sem nú bitnar á „vini“
hans Hannibal og Birni Jómssyni,
sem ekki vilja samþykkja enn
eina aðför að vinstri mönnum í
landinu sem vissulega eru marg-
ir ef tækist að vinna að sam-
stöðu þeirra án tilkomu komm-
únistaforkólfanna.
Eftir innrás ráðamanna í
Kreml og fylgiríkja þeirra í fjór-
um löndum Austur-Evrópu inn í
Tékkóslóvakíu þorðu leiðtogar
kommúnista hér á landi ekki
annað en mótmæla innrásinni
vegna þeirrar mótmælaöldu sem
reis um allan heim. En í leið-
inni unnu þeir að því að gera
innrás á Vestfirði til að ná tök-
um á Alþýðubandalagsfélögun-
um þar og afkróa Hannibal og
hans menn. Vonandi hrinda
Vestfirðingar innrás kommúnista
í byggðarlög þeirra til að forða
þeim frá þeirri plágu sem lítið
hefur herjað þann landshluta
fremur en „karakúlpestin". —
Klíka kommúnista undir forystu
Lúðvíks og Magnúsar Kjartans-
sonar hefur í mörg ár unnið að
þeirri atlögu, sem nú hefur verið
gerð og fengið hefur staðfestingu
á þingi „Alþýðubandalagið“, sem
kommúnistar hafa náð með svik-
um og nýlega er lokið.
Þeir félagar reyndu leynt og
ljóst að koma höggi á mig þegar
ég aðvaraði fólkið í Aiþýðu-
bandalaginu við fyrirætlunum
kommúnista eftir flokksþing
þeirra 1960. Þá vann Hannibal
með þeim Ijúðvík og Magnúsi
Kjartanssyni gegn mér og Alfreð
Gíslasyni þáverandi þingmanni
Aiþýðubandalagsins í leyni og
lét þá véla sig til að eyðileggja
þá miku möguleika sem þá voru
fyrir henidi til isamstöðu vinstri
manna án þátttöku kommúnista.
Enda voru kommúnistar ekki
upplitsdjarfir í þann tíð. Nú sér
Hannibal árangur iðju sinnar og
brölti í samkrulli við kommún-
ista þar sem hann hefur beint og
óbeint hjálpað þeim til að brjót-
ast út úr þeirri hnappheldu, sem
Alþýðubandalagið vissulega var,
ef vimstri menn hefðu skipulagt
samtök sín í tíma til að hrinda
ofbeldi kommúnista. Um þetta
hef ég áður skrifað blaðagreinar
og gefið út rit sem margir hafa
séð. Niú ætti Hannibal að líta í
það þá getur hann fullvissað sig
um, að völd og eiginn metnaður
eru minna virði en aimannaheill
og gagnleg vinnubrögð.
Hannibal Valdimarsson hefur
'skrifað Lúðvík Jósepssyni bréf
þar sem hann tilkynnir að hann
mæti ekki sem formaður Alþýðu-
bandalagsins á þingi þess og segi
þar með af sér. Ja, þvílík reisn
í stjórnmólabaráttu. Er það
kannske í ætt við karlmennsku
Jóns sterka í „Skugga-Sveini".
„Sjáið þið hvemig ég tók hann
piltar".
Sú þróun sem nú hefur orðið
í Alþýðubandalaginu er síðasta
tilraun kommúnista til að reyna
með hjálp annarra að hafa áhrif
á framvindu stjórnmálanna undir
fölsku flaggi. En er dæmt til að
mistakast. Kommúnistar verða
nú Mtill flokkur hér á landi og
áhrif þeirra mun dvína í verka-
lýðshreyfingunni.
I stefnuyfirlýsingu nýafstaðins
þings þeirra, þar sem óskapnað-
ur kommúnista íklæddur gervi
Alþýðubandalagsins var leiddur
til sætis, búinn að vera í burðar-
liðnum síðan 1956, segir að unn-
ið verði að því að koma á isósíal-
isma á íslandi. Er það sósíalism-
inn sem ræður ríkjum í þeim
löndum sem kommúnistar hafa
brotið undir sig, og nú þrúgar
nær hálfan heiminn. Ég held að
íslenzka þjóðin kæri sig ekki um
islíka þróun, svo ekki þarf að
kalla kommúnistaflokk öðru
nafni til slíkrar starfsemi.
Þess vegna er brölt kommún-
ista nú aðeins vandræða fálm á
eyðimerkurgöngu þeirra. Lúðvík
Jósepsson getur þess í viðtali að
aðeins þrjú félög Alþýðubanda-
lagsins hafí ekki sent fulltrúa á
þing þess, „en þau muni koma
seinna. Þar á hann við félögin
sem vildu byggja upp Aliþýðu-
bandalagið «em vinstri manna
flokk lausan við yfirráð harða
kommúnistakj arnans.
Björn Jónsson alþingismaður
hefur neitað að taka þátt í hrá-
skinnsleik Lúðvíks og Magnúsar
Kjartanssonar og hefur á bak við
«ig sterkt lið í kjördæmi sínu,
sem hefur enn sem komið er
hrundið innrás kommúnista þar.
Vonandi tekst Birni Jónssyni og
hans mönnum að efla samtök sín
ef vera kynni að það leiddi til
þess að heilbrigðari iskipan kæm-
ist á í verkalýðshreyfingunni, og
hún losnaði undan oki kommún-
ista, sem hefur þrúgað hana síð-
an 1955. Verst var farið með
hana þegar kommúnistar komu
því til leiðar að þing Al-
þýðusambandsins rauf samstöðu
vinstri manna haustið 1958 og
forystumenn þeirra sigldu öfug-
um seglum og gerðu þar með að
engu vonir manna um samstöðu
þeirra. Nú hefur Hannibal Valdi-
marsson innsiglað þetta með
bréfi til Lúðvíks Jósepssonar sem
Ríkisútvarpið færði upp sem
stórfrétt. Ég bjóst við útfarar-
isálminum á eftir með viðeigandi
þögn. Jarðarförin hafði farið
fram í kyrrþey. En Alþýðu-
bandalagið var orðið að vofu,
sem kommúnistar reyna að blása
lífsanda í og koma á Birni Jóns-
syni fyrir kattarnef, og stökkva
Hannibal á flótta.
Frjálshuga menn í þessu landi
munu ekki óttast vofu komm-
únista. Hún mun fylgja þeim á
vegferð þeirra þar til máttur
hennar dvínar og verður að 'sögu
sem innsiglar þá staðreynd að
stjórnmálabarátta verður rekin
með öðrum hætti á tækniöld
tuttugustu aldar, en afturhalds-
stefnu kommúnista vikið til hlið-
ar.
Ragnar Arnalds nýkjörinn
formaður „Alþýðubandalagsins",
sem kommúnistar brutu undir
sig með ofbeldi, dirfist að halda
því fram að þar sé nýr stjórn-
málaflokkur á ferðinni þar sem
aðalmenn eru Magnús Kjartans-
son, Lúðvík Jósepsson, Eðvarð
Sigurðsson og Páll Bergþórsson
ásamt ýmsum minni spámönnum
kommúnista. Og leyfir sér síðan
að skora á vinistri menn og vinn-
andi fólk, að fylkja sér um þenn-
an óskapnað. Þetta eru hroða-
legustu vinnubrögð sem beitt
hefur verið í stjórnmálasögu
þjóðarinnar, og er öruggt að
margt það ágætisfólk sem stutt
hefur Alþýðubandalagið í góðri
trú mun snúa við því baki og
vinna með öðrum frjálshuga
mönnum í landinu að endurnýj-
un stjórnmálabaráttu þjóðarinn-
ar með þeim hætti, að íslending-
ar komist yfir þær þrengingar,
sem nú steðja að í efnahags-
og atvinnumálum þjóðarinnar, og
léttast verður að leysa með því
að ísland táki virkarj þátt í sam-
starfi og 'samtökum vestrænna
þjóða sem kommúnistar berjast
Einar Björnsson.
á móti af öllu afli en tala samt
fjálglega um lausn á efnahags-
vanda þjóðarinnar. Þeir lifa enn
í þeirri trú að alþýðan sé
þeim fylgispök í sýndarmennsku
þeirra og ofbeldisverkum.
fer frá Reykjavík mánudaginn 18. nóvember til
ÍSAFJARÐAR og AKUREYRAR.
Vörumóttaka verður í A-skála á föstudag og til
hádegis á laugardag.
H. f. Eimskipafélag íslands.
Uarfoiðarh urðit
INNI
■J TI
BÍLSKÚRS
SVALA
ýhhi- tftikurfif' h ö
. VILHJALMSSON
RANARGQTU 12. BIMI 19669
Tilboð
óskast í nokkrar fólks- og sendiferðabifreiðir, er verða
til sýnis föstudaginn 15. nóv. 1968, kl. 1 til 4 e.h. í porti
bak við skrifstofu vora, Borgartúni 7.
Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri sama dag
kl. 5 e.h., að viðstöddum bjóðendum. Réttur áskilinn
til að hafna tilboðum, sem ekki teljast viðunandi.
INNKAUPASTOFNUN RIKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 10140
-K Stjörnu-
smjörlíki
í næstu verzlun.
Heildsölubirgðir
DAVÍÐ ÓLAFSSON & CO. H.F.
Sími 24150.