Morgunblaðið - 09.01.1969, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 09.01.1969, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1969. 3 Happdrættiö hefur gefið Háskdlanum 190 milljdnir á 35 árum ið segir, að fjórði hver miði eigi að hljóta vinning. UNDIRSTAÐA UNDIR FJAR- FESTINGU HÁSKÓLANS. Svo sem kunnugt er eru tekj- ur Happdrættisins undirstaðan undir fjárfestingu Háskólans í húsnæði og rannsóknartækjum, auk þess sem þær standa undir nauðsynlegu viðhaldi húsa og tækja. Á þessu ári verður Árnagarð ur tekinn í notkun og mun bæta nokkuð úr mjög brýnni þörf, en þar er þó ekki um neina fram- búðarlausn að ræða á almennu kenns'luhúsnæði. Verður húsnæð ið fullnýtt þegar í upphafi, en fyrirsjáanleg er mikil fjölgun stúdenta á næstu árum. Fyrirsjáanlegt er, að án stór- fellds átaks í byggingarmálum og annarri fjárfestingu munu ýmsar deildir Háskólans ekki geta veitt viðtöku öllum þeim stúd- entum, sem gera má ráð fyrir að muni óska inngöngu í þær á næstu árum. Hinn aukni fjöldi stúdenta við Háskóla íslands og þarfir þjóð- félagsins fyrir háskólamenntaða menn gera það einnig óhjákvæmi 'legt, að fjölgað verði þeim mennt Árnagarður í byggingu — þangað fer happdrættiságóðinn núna. unarleiðum sem stúdentum standi til boða við Háskólann. Hið nýj asta í því efni er kennstta í nátt- úrufræðum, sem tekin var upp í haust. Jafnframt er ljóst, að nýjar greinar hafa í för með sér mikinn kostnað, þar sem þær krefjast húsnæðis og kennslu- tækja f-rá grunni. Á Háskólanum hvílir sú skylda við íslenzkt þjóðfélag að mennta mikinn hluta þeirra manna og kvenna, sem eiga eftir að gegna hinum vandamestu störfum í þjóð félaginu. Til þess þarf auk ann Framhald á bls. 18 Brýn nauðsyn á auknum húskosti Háskól- ans vegna fjölgunar stúdenta ÁRMANN Snævarr, háskólarektor og formaður stjórnar Happ- drættis Háskólans, skýrði frá því á árlegum fundi Happdrættisins með blaðamönnum sl. þriðjudagskvöld, að happdrættið hefði greitt 536 millj. kr. í vinninga á þeim 35 árum, sem happdrættið hefur nú starfað, en til Háskólans og stofnana hans hefðu runnið 190 millj. kr. Auk þess hefði happdrættið greitt 22,5 millj. kr. í leyfisgjald til rikisins, en siðan 1961 hefði það gjald verið látið renna til bygg- ingar Eðlisfræðistofnunar Háskólans. Öllum hlyti að vera Ijóst hvílíkur styrkur Háskólanum og þar með æðri menntun í landinu væri að happdrættinu. Húsnæðisskortur þjakar nú þegar Háskólann og þörfin fyrir aukið fjarmagn þv: mjög brýn. Stúdentum hefur fjölgað ár frá ári, en þó lítið miðað við þá fjölg- un sem verður eftir tvö ár. Þá brautskráir Menntaskólinn við Hamrahlíð stúdenta í fyrsta sinn og gífurleg fjölgun verður á stúdentum frá Kennaraskólanum — meiri en nokkur bjóst við. Er því sýnilegt að gera verður stórt átak til iausnar húsnæðismála Háskólans. fóttk segir: „Næsta númer við miðann minn kom upp með vini ing.“ Þess vegna telja margir heppilegra að eiga miða í röð, og svo fá menn einnig aukavinn ingana, ef þeir hafa heppnina með sér og fá hæsta vinninginn. Það er orðið talsvert algengt, að fólk á vinnustöðum á miða í sameiningu. Greiðir það ákveð- ið gjald mánaðarlega fyrir endur nýjun. En þegar vinningar koma upp, eru þeir lagðir í banka og geymdir þar til fyrir jólin, að heildarfjárhæð vinninganna er greidd hluthöfunum. Kemur þetta út sem einskonar skyldusparnað ur og er mjög ve'l þegið í mesta útgjaldamánuði ársins. Happ- drætti Háskóia íslands greiðir 70 prs. af vetttunni í vinninga, sem er hæsta vinningshlutfall sem nokkurt happdrætti greiðir hér. Þar að auki hefur einkarétt á peningahappdrætti hér á landi. Rétt er að benda á, að við hina miklu fjölgun á 10.000 og 5.000 króna vinningum, aukast líkurn ar fyrir því, að menn sem spila á raðir, fái vel upp í kostnað, eða jafnvel betur. Að þessu sinni býður stjórn Happdrættisins fulltrúum frá ein um starfshópi, sem átti raðir af miðum og fengu álitlega vinninga á árinu, sem 'leið. Eru þetta prent arar og blaðamenn við Morgun blaðið. Þessi starfshópur átti 60 heilmiða og fengu á þá samtals 569.600 krónur í vinninga. Fengu þeir samtals 20 vinninga yfir árið sem er nokkuð hærra en al- menna hlútfallið, því að hlutfall MIÐAR OG VINNINGAR HÆKKA. Verð hlutamiða hefur verið ó- breytit frá árinu 1966 þótt allt verðlag í landinu hafi hækkað stórlega. Hefur því verið ákveð- ið að hækka verð hlutamiðanna frá og með 1. flokki 1969 þann- ig, að heilmiði kostar 120 krón- ur á mánuði og hálfmiðinn 60 krónur. f samræmi við þessa verð hækkun á miðunum Stórhækkar vinningaskráin, því að Happ- drætti Háskóla íslands greiðir ætíð 70 prs. af veltunni út í vinningum. Hækkar vinningaskrá in, samtals um 30.240.000.00 kr. — eða yfir þrjátíu milljónir kr. Mun happdrættið greiða á næsta ári tæpar 121.000.000—eitt hundr að tuttugu og eina milljón krón- ur. Helztu breytingar verða þess- ar: Lægsti vinningur verður 2.000 krónur í stað 1.500 króna áður. 5.000 króna vinningum fjöttgar úr 4.072 í 5.688. 10.000 króna vinningarnir nærri tvöfaldast, þeir verða 3.550 en voru 1.876. Hæstu vinningg'rir verða þeir sömu, 500.000 ki-ðnur í ellefu flokkum, en ein milljón krónur í tólfta flokki. Það skal tekið firam, að frum- varp það um Aukaflokk, sem nú liggur fyrir Alþingi, kemur ekki til framkvæmda á árinu 1969, þótt lögfest verði. Stjórn Happdrættisins gerir sér fýllilega ljóst, að hækkan- ir á verði miðanna er ætíð ó- vinsæl ráðstöfun. En þróuh verð lagsmálanna undanfarna áratugi hefur sýnt, að ekki verður kom- izt hjá því að fyflgjast með verð Qiaginu á hverjum tíma. Ljóst er, að viðskiptamenn hafa ekki áhuga á að spila með, ef verð miða og þar með fjár- hæð vinninga er úr tenglsum við verðlag almennt. NÆRRI ALLIR MIÐAR UPP- SELDIR S.L. ÁR. Á árinu 1968 voru nærri allir miðar uppseldir, eða um 90 prs. og Aðalskrifstofan hafði enga miða til ráðstöfunar fyrir nýja viðskiptamenn. Raðir voru ófáan legar, en það hefur farið mjög í vöxt að starfshópar, spilaklúbb ar og aðrir aðilar hafa bund- izt samtökum og spi'la sameig- inilega á raðir af miðum. Að sjálf sögðu er aldrei hægt að segja fyrirfram hvaða miðar koma upp með vinning á árinu. En við höf um svo oft veitt því athygli að STAKSTFIWIÍ Þátttaka í vest- rænni samvinnu 1 lok áramótahugleiðinga, sem Sigurður Bjamason frá Vigur ritar í Islending og ísafold 31. des. s.l. dregur hann saman nokkur aðalatriði, er hann tel- *' ur mestu máli skipta. Fyrst seg ir hann að áframhaldandi þátt- taka íslands í samstarfi vest- rænna lýðræðisþjóða sé nauðsyn leg til þess að tryggja sjálf- stæði og öryggi landsins. í öðru lagi þurfum við að skapa og við halda efnahagslegu jafnvægi í þjóðfélagi okkar. Leggur hann megináherzlu á nauðsyn bættrar sambúðar launþega og v'innu- veitenda. Án slíkrar samvinnu muni stöðugt upplausnarástand ríkja í íslenzkum efnaahgsmál- um. t þriðja lagi verði að halda áfram eftir fremsta megni að taka hin hagnýtu vísindi og tækni í þágu bjargræðisvega okkar. Uppbygging nýrra at- vinnugreina og fullvinnsla ís- lenzks sjávarafla og einstakra * landbúnaðarafurða verði að byggjast á þessu. Þá telur greinarhöfundur í fjórða lagi að brýna nauðsyn beri til þess að ljúka endur- skoðun skólakerfis okkar á skömmum tíma. Síðan kemst Sig urður Bjarnason að orði á þessa leið: ITJtrýming klíku- hugsunarháttarins „f fimmta lagi er framkvæmd jákvæðrar byggðarstefnu frum- skilyrði þess að vaxandi fólks- fjöldi nýtist þjóðarheildinni og samfélagl hennar. Þess vegna verður á næstu árum að leggja vaxandi áherzlu á allsherjar uppbyggingu hinna ýmsu lands- hluta, sem við góð framleiðslu- skilyrði búa. Um þetta hefur nú v-erandi rikisstjórn þegar hafizt handa, þótt í of smáum stíl sé. f sjötta lagi er nauðsynlegt að almenningur í landinu leggi fram lið sitt til þess að útrýma klíku hugsunarhættinum, sem allt of víða er áhrífaríkur bæði inn- an stjórnmálaflokka og opin- berra stofnana, stéttarfélaga og margskonar hagsmunasamtaka. Það er klíkuskapurinn og marg- víslegt óréttlæti, sem þrífst í skjóli hans, sem á hvað ríkast- an þátt í að skapa tortryggni og úlfúð í þessu örfámenna þjóð- félagi, þar sem allir þekkja alla. Efling einstaklings- og félagsframtaks „f sjöunda lagi er það skoð- un mín að frumskilyrði áfram- haldandi uppbyggingar og þró- unar í landi okkar sé -efling ein- staklings og félagsframtaks, auk in þátttaka fólksins í atvínnu- rekstri og stjórn hans. Án slíkr- ar þátttöku næst naumast sú sam ábyrgð einstaklingana, sem nauð synleg er til þess að skapa efna hagslegt jafnvægi og viðhalda því. Einstaklingsframtakið hefur snúið örbirgð í bjargálnir og velmegun í þessu landi. Þrátt fyrir stórfelldar framkvæmdir og jöfnun lífskjara á síðustu ára tugum er það of veikt á íslandi í dag. He'ilbrigt stjórnarfar, blómlegt atvinnu og m.enningarlíf og af- komuöryggi fólksins verður ekkl tryggt nema í skjóli sjálfstæðs og öflugs einstaklings- og fé- lagsframtaks. f áttunda lagi er þátttaka fs- lands í efnahagssamstarfi Ev- rópuþjóða með einum eða öðr- um hætti okkur lifsnauðsynleg til að tryggja afkomu okkar, og koma í veg fyrir stórhættulega viðskiptalega einangrun þjóðar- innar.”, segir Sigurður Bjarna- son að lokum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.