Morgunblaðið - 09.01.1969, Side 4

Morgunblaðið - 09.01.1969, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1969. Simi 22-0-22 Rau&arárstig 31 Hverfisgötu 103. Simi eftir Iokun 31100. BÍLA LEIGA MAGNÚSAR skiphdui21 S4ma«21190 eftír lokun simi 40381 BILALEIGAN - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 30217. 350,- kr. daggjaid. 3,50 kr. hver kílómetri. SAMKOMUR Heimatrúboðið Ahnenn samkoma í kvöld kl 20.30. Allir velkomnir. BiLAKAUP^i* í Vel með farnir bílar til sölu 1 og sýnis I bílageymslu okkar | að Laugavegi 105. Taekifæri ) til að gera góð bílakaup.. Hagstæð greiðslukiör. — Bílaskipti koma til greina. Arg. ’64 ’65 '63 ’63 ’65 ’63 ’62 ’68 ’62 ’59 ’66 ’63 ’66 ’65 ’64 ’63 ’57 ’65 ’68 ’62 ’62 ’65 ’67 ’62 Árg. ’62 ’59 ’61 ’55 ’55 ’62 Höfum kaupanda að sendi- I ferðabfl, Hanomac. árg. [ ’67, ’68, ’69. Þús. Skoda Combi 75. Vauxhall Victor 135. Daffodil 60. Benz 17 farþ. 250. Ford 500 vörub. 110. Buick Electra 250. Transit sendib. 80. Cortina 240. Renault Daup. 50. Plymouth 85. Rambler Amb. 320. Volvo Duek 105. Saab Special 175. Opel Kadet 85. Volksw. sendib. 55. Volkswagen 75. Lincoln 85. Opel Record 140. Landrover 265. Zepyr 4 75. Willys 130. Cortina 125. Volksw. 1300 140. Benz 220S 160. Ódýrir bílar, góS greiðslukjör. Þús. Renault Daup. 35. Moscv. 30. Skoda Okt. 35. Land-Rover 50. Chevrolet 45. Gipsy 45. ITökum góða bífa f umboðssölul I Höfum rúmgott sýningarsvæði j innanhúss. im&rrm umboðið SVEINN EG1LSS0N H.F. LAUGAVEG 105 SÍMJ. 22466 0 Hefur fólk ekki fundið til meðaumkvunar? Þakkiát móðir skrifar eftirfar- andi bréf, sem Iengi hefur beðið birtingar vegna rúmleysis. Heill og sæll Velvakandi góður! Mig hefir oft langað nú undan farið að senda þér fáeinar línur, og get ég nú ekki lengur stillt mig um að láta verða af því. Það eru afbrotamálin sem mér liggja svo þungt á hjarta að ég má til að fá útrás! Eftir að hafa lesið í gær 10. des. í Velvák- anda, greinina frá 8 bama móður, er ég svo undramdi og jafnframt særð fyrir hönd þeirra vesalinga, sem eru svo ógæfusamir, að hafa lent út á glapstigu, að ég get ekki orða bundizt. Hvemig get- ur móðir sent frá sér annað eins, myndi hún vilja sjá böm sin sæta slíkri meðferð, þ.e. hýðingu á almEinnafæri. Getur fólk ®kki, og hvað helzt foreldrar fundið til meðaumkvunar með þessum ógæfusömu unglingum. Það má lengi deila um hverjir eiga sök- ina á því, hversvegna börn og unglingar ieiðast út á ógæfubraut ina, en ég held, að ég láti alla dóma vera, það er hvort sem er ekki okkar mannanna að dæma hvert annað, þar er annar dóm- ari, sem hefir úrslitavaldið, og sem sagði Dæmið ekki, svo að þér verðið ekki dæmdur. Ef þessi 8 bama móðir, er svo gæfu- söm að eiga góð og heiðarleg böm, man hún þá eftir því að þakka gjafaranum allra góðra gjafa fyrir það, að svo er, man hún eftir þvf að engirm gefur sér sjálfur góð og heilbrigð böm. Gæti hún ekki eins og í þakklæt- isskyní fyrir sín góðu böm minmst hinna, sem 1 hennar augum em svo mikil afhrök, að henni virð- ist þau ekki eiga skilið annað en svfvirðingu, já, gæti hún ekki og vildi biðja fyrir þessum böm- um og unglingum, bíðja Guð sem hefir gefið henni góðar gjaf- ir, að hann vildi auðsýna öðr- um foreldrum það sama oghermi. 0 Ef þið, mæður, kæmuð í hegningarhúsið. Við eigum að heita kristin þjóð, þó það virðist nú vera llt- ið nema orðið. Gætum við þá ekki tekið saman höndum góðir landar og beðið fyrir þessum ol- bogabömum, getum við ekki snú ið öllum illum hugsunum og dóm um um þá, i góðar hugsanir og fyrirbænir fyrir þeim, gæti ekki verið að við fyndum meiri ár- angur af góða hugarfarinu en þvf iíla? Ég hefi átt því láni að fagna, að hafa aðstöðu ti! að gleðja þá sem sitja í varðhaldi, með því að vera þátttakandi f að senda þeim jólaglaðning, já og komið hefir fyrir að ég hefi bakað handa þeim köku með kaffi, og gefið þeim kaffisopa á sunnudegi, (þó alltof sjaldan.) en ef þið mæður, kæmuð inn í hegningarhúsið, og lituð eigin augum þessa menin, sem sumir hverjir eru börn að aldri, sem þar eru, þá trúi ég ekki öðru, en að hjarta ykkar fyllist með- aumkvun í stað þess að reyna að hugsa upp sem ógeðslegasta hegningu þeim til handa. Kæra Bára, og einnig vil ég beina orð- um mfnum til „Harðstjóra" sem kom með sömu uppástungu og þér, þ.e. hýðingar, í Velvakanda 3. des., gætuð þið hugsað ykkur, sjálf ykkiu-, eða börn ykkar f þessum sporum, sem afbrotamann eskjur, sem ættu að taka á móti slíkri refsingu, á almannafæri jái, hugsið ykkur vel um, og þá efast ég ekki um hvert svar- ið verður. Að síðustu langar mig, ef þið eigið Biblfuna, að biðja ykkur að fletta upp í Matteus: 25. kafla og lesa versin 31—46., gjarnan mættuð þið líka lesa í 1. Korintubréfi 13. kaflann. 0 Tökum saman höndum. Og ef þessi orð mín koma fyr- ir augu þeirra san sitja I hegn- ingarhúsum, þá langar mig að minna ykkur á, að Jesú Krist- ur elskar ykkur og vill hjálpa ykkur, aðeins ef þið viljið leyfa honum það. Hann er fús til að fyrirgefa þeim sem koma til hans með iðrandi hjarta. Hann hefir lika sagt: Komið til mín allir þér, sem erfiði og þunga eru hlaðnir, ég mun veita yður hvíld, og það er einmitt hann sem minnir bæði mig og aðra á að biðja fyrir ykkur. Takið i hans útréttu bróðurhönd, og leyf- ið honum að leiða ykkur, og munið, því að margir ykkar eiga forekira, að einnig þau elska ykkur. Og tökum saman höndum kæru vinir og biðjum af öUu hjarta fyrir þeim, sem í fangelsum sitja, að birta og ljós jólanna megi skina inn i hjörtu þeirra og veita þeim varanlega gleði og frið við Guð og menn, þá mun einnig okkur sjálfum hlotnast gleðiog friður. Þakklát móðir. 0 Hvað er að gerast á Litla-Hrauni? Gróa Jakobsdóttir skrifar: Kæri Velvakandi, Það er orðin hefð að biðja þig að taka við alls konar kvörtun- um og hugleiðingum lesenda þinna, og þakka ég þar marga tróðleiksmola sem hafa komið frá alþýðufólki. Langar mig nú að biðja þig fyrir smá athuga- semd í blaðið. Við opnum ekki svo blað, að ekki birtist feitletraðar fyrirsiagn ir af allskyns afbrotum og óhróðri um allt og alla. En í dag (sunnu- dag rak ég upp stór augu er ég rakst á, á baksíðu Morgunblaðs- ins feitletraða fyrirsögn er hljóð- ar svo: „Starfsmenn á Litlahrauni ákæra forstjóra". Þar taka sig til 6 menn og bera hann allskoniar óhróðri. Stjómleysi óorðheldni, handahófskenndum refsingum við agabrotum, svo eitthvað sénefnt. Það furðulega við þetta er að Vinnuhælisnefnd er búin að fjalla um þetta plagg, eftir því sem mér skilst frá 13. apríl til 3. maí. Yfirheyrt 6 fangaverði, en gleymt að yfirheyra 11 menn frjálsa sem þama starfa, eða þeir eru ekki með í þessum hóp og eru þar í fangaverðir og verkstjórar. Vek ur það furðu að þeir eru ekki með á þessu ákæruskjali, þó eru þeir búnir að starfa þarna við þessa stofnun, sumir í 20 ár og virðist að þeir væru frekar dóm- bærir á ástandið á Vinnuhælinu í dag heldur en sjúkir menn og nýliðar, sem skrifa undir þetta ákæruskjal og ekki hafa neinm samanburð við að styðjast, þar sem þeir flestir hafa ekki verið nema með þessum eina forstjóra. Þessvegna eru þeirra upplýsing- ar úr lausu lofti gripnar, og mjög ófullnægjandi. Furðulegt þykir mér að jafn ágætur maður og vel liðinn eins og Snorri Ámason lögfræðingur skuli láta nafn síns getið í sam- bandi við siíkan málaflutning. Sömuleiðis að Guðmundur Jó- hannsson fyrrverandi forstjóri Vinnuhælisins er þama líka á blaði. Hann sem fer úr þessu starfi af því að hann gat ekki unnið við þær aðstæður sem yfir- boðarar hans kröfðust. Þess vegna finnst okkur sem þetta lesum og líkaði mjög vel við Guðmund Jóhannsson leitt, að hann skuli nú láta nafn sitt sjást í sam- bandi við þennan óhróður um starfabróður sinn. Jón Pálsson dýralæknir hefur starfað svo lengi í þessari Vinnuhælisnefnd, að hann er orðinn vanur for- stjóraskiptunum, og að þeir fari flestallir með flekkað mannorð frá þessu starfi. Þessir ágætu 3 menn sem hér eru taldir virðast allir hafa gleymt að senda þessa ákæruskýrslu rétta boðleið, efta hvað tafði að þetta er ekki kom- ið f blöðin fyrr? Voru þeir kannski eins og margir gera að geyma þetta sælgætf til jólanna? Magnús Pétursson telst ekki fullfær um að fjalla um þessi mál, svo að frá hans hendi er þetta veikindahjal Ólafur Ágústs son ætti að ræða sem minnst um veru sína og tjlkomu á Vinnu- hælinu og ekki vekja máls á fangelsisstjóm eða lögbrotum yf- irleitt. Sömuleiðis Sigurður Krist mundsson, viðvíkjandi hans vinnubrögðum: Glerhús vilja brotna, og þessvegna er hætta að búa I þeim. Þeim 4 starfamönn- um sem líka skrifuðu undirþetta skjal, eru sem fyrr segir nýlegir f störfum og einn farinn, ogbýst ég við að nú sem komið erhefðu þeir flestir kosið að athuga mál- in betur áður en þeir settu nöfn sín undir. Hvað því líður að Markús Ein- arsson sesn forstjóri verði sjálfur að skera úr, um innilokanir, sem eru þær refeingar sem talað er um, telur víst enginn sem til þekkja honum til lasts. Þarsýn- ir hann stjómsemi. Guðmundur Jóhannsson sem fyrrverandi for- stjóri veit vel að árekstrar í þeim málum komu fyrir og koma fyrir enn, og er það forstjórans eins að skera úr um þau mál. Um ákæru Magnúsar Péturs- sonar um svivirðingar í hans gerð frá forstjóranum, er mér ekki kunnugt, en finnast þær fremur sjúklegar frá Magnúsar hendi. Óhóflega álagningu vara, mat- arinnkaup og athugun reikninga hélt ég í fáfræði minni að væru endurskoðaðir einu sinni á ári og þar fjölluðu aðrir um. Bílanotk- un forstjóranna tel ég mjög líka eða það finnst okkur sem áhorf um, alveg eins og Magnúsar Pét- urssonar, meðan hann var um tíma forstjóri. 0 Aldrei jafn rólegt. Þegar talað er og skrifað um fangavist á Litla-Hrauni, þá undr- ar það mig hvað fólk veit lítið um þau mál. Því í raun og veru er dekrað við þessa menn. Þeir eru þarna vel haldnir í mat og drykk, hafa sjónvarp og öllþæg- indi. Endia flestir sem vilja raun- verulega vera þarna. Þeir eru losaðir út á helming úttektar. Þeg ar þeir eru svo orðnir leiðir og þreyttir á svallinu, brjóta þeir lögin á ný til þess að komast í Sæluna. Vil ég taka það fram að aldrei hefur verið jafn rólegt á Vinnuhælinu eins og í stjórniaxtíð Markúsar Einarssomar að öllum öðrum forstjórum ólöstuðum. Við Eyrbekkingar höfum haft þetta Virmuhæli hér við bæjar- dyr okkar hvort sem okkur lík- ar betur eða verr. Eins og allir vita þá var það byggt upp af hluta frá gömlu fólki og fá- tæklingum, en var svo tekið eigna námi og gert að fangelsi. Við hér á Eyrarbakka höfum tölu- vert saman við forstjóra Vinnu- hælisins að sælda og höfum kynnzt þar ágætum mönnum og séð þá vera flæmda úr starfi og ekki tekið á því með neinuim silki- hönskum, og virðist nú vera í að- sigi sama útreið með þennan for- stjóra. Mér hefur oft fundizt að einhver hefði getað stungið nið- ur penna um þessi mál, en úr því hefur nú ekki orðið fyrr. Og vil ég nú skora á 3menn- ingana í Vinnuhælisnefnd að yf- irheyra alla starfsmennina og við fengjum þá skýrslu með feitu letri f Morgunblaðinu, svo við getum fengið rétta mynd af því sem er að gerast í þessari ákæruakýrslu. Óska ég svo frjálsum og föngum gleðilegra jóla og vona, að hælisnefmdin breyti um starfs- aðferðir og beri heldur klæði á vopnin, og láti það sem sann- ast er, koma fram, svo að engum sé gert rangt til Með fyrirfram þakklæti fyrir birtinguna. Eyrarbakka 15. desember 1968. Gróa Jakobsdóttir. 4ra herb. íbúð í smíðum í Fossvogi Höfum til söiu 4ra herb. íbúð á hæð í blokk við Keldu- land í Fossvogi um 86 ferm. íbúðin selzt tilbúin tmdir tréverk og málningu og sameign grófpússuð utan sem innan. Sameiginlegt, hurðir og gler komið. íbúðin verður tilbúin í nóvember—desember 1969. Beðið eftir húsnæðismálaláninu og 50 þús. lánað til 5 ára, aðrar greiðslur samkomulag. Teikningar liggja fyrir á skrifstofu vorri. TRYGGINGAR OG FASTEIGNIR Ausurstræti 10 A. 5. hæð. Sími 24850 — Kvöldsími 37272. FÁKSFÉLAGAR Munið fræðslufundinn í kvöld kl. 9. Haukur Ragnarsson flytur erindi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.