Morgunblaðið - 09.01.1969, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1969.
13
ÖLAFUR SIGURÐSSON SKRIFAR UM
KVIKMYNDIR
Háfnarfjarðarbíó
FREDE BJARGAR
HEIMSFRIÐNUM
Mynd þessi sem hér um ræðir,
■er framhald myndar, sem sýnd
Refiur verið í Hafnarfjarðarbíói
og nefndist „Njósnari í misgrip-
um“. Var hún, eins og þessi,
skopstæling á James Bond
myndunum o'g stælingum á
þeim.
Sú fyrri var heldur klén, en
þessi ber merki greinilegra fram-
fiara. Söguþráð er ástæðulaust að
rekja, en nær lagi að minnast
'litillega helztu persónanna, sem
rnargar eru fyndnar oig vel leikn-
ar.
Ove Sprogö leikur njósnara,
sem sviptur hefur verið dráps-
heimildinni, sem fyrst heyrðist
nefnd í James Bond bókunum.
Sem „statustákn" hefiur þetta
mlkið að segja og honum er um-
hugað um að fá það aftur. Tárast
hann þegar það skeður. Hann er
mikill kvennamaður, en þó er af
honum dregið, þegar tólf stúlkur
í röð hafa þegið bliðu hans á
stuttum tíma.
Hanne Borchsenius ieikur Dí-
önu, ítalska stúlku, sem fór að
heiman til að geta verið svolítið
vond. Allir heima voru svo góð-
ir, siðprúðir og elsfaulegir. Hún
er búin að prófa allt, sem ek'ki
tmá gera, nema að missa mey-
dóminn. Það er erfitt að vera
vondur.
Glæpaforinginn Presto er leik-
inn af Erik Mörk. Hann er undir
hælnum á Mömmu, sem leikin
er af Clöru Pontoppidan. Hann
er svo mikill mömmudrengur, að
þegar hann reynir við stúlku,
þarf hún ekki að segja annað en
hvað hann haldi að mamma
mundi segja, til að hann hætti
strax. Mamma sýnir viss ein-
kenni geðbiiunar sem lýsir sér
meðal annars í miklum prakk-
araskap og handæði. Er hún
sjúklingur í hjólastól og eru vél-
byssur festar við hvörn arm.
Mikill hópur af aðstoðarmönn-
um glæpaforingjans kemur fram,
allir svartklæddir í leðurjökkum,
og er Dirch Passer þeirra
stórbrotnastur og ægilegastur,
Syngja þeir gjarnan „O solé Mio“
á milli manndrápa og mannrána.
Mestu mistökin í myndinni eru
að 'hafa Morten Grunwald með,
en hann leikur aðaLhlutverkið.
Hann leikur samkvæmt þeirri
kenningu, að það eitt að vera
hálfvitalegur sé í sjálfu sér
Framhald á bls. 21
Friðrik Sophusson, stud. jur
Stiórnmálaflokkar —
stofnanir almennings
— Stefna ber að því að auka lýðrœði « flokkunum
Fyrri hluti
GAULAÐIR STJÓRNMÁLAFLOKKAR
Á nýliðnu ári hafa farið fram mikl-
ar umræður um stjórnmálaflokkana. f
þessum umræðum hefur því ahnennt
verið slegið föstu, að stjórnmálaflokk-
ar séu nauðsynlegir þjóðfélaginu, en í
senn meingallaðir í núverandi mynd
sinni.
Hvað er stjómmálaflokkur, og hvert
er eðlilegasta hlutverk slíkra stofnana
í íslenzku þjóðfélagi nú á seinni Muta
túttugustu aldar? Er ekki kominn tími
til að hreyfia við þessum fjörutíu ára
gömlu stofnúnum og breyta þeim „til
samræmis við“ nútimann? Þessar spurn-
ingar leita á hugi margra um þessar
muridir og ekki að ástæðulausu. A'ldrei
fyfr í sögu íslenzku stjórnmálaflokk-
ariria hafa jafninargir tjáð andúð sína á
þeim, og sífellt eykst sá hópur, sem frá-
biður sig þátttöku í starfi þeirra. Sam-
timis slitna flokkarnir úr tengsliun við
fólkið, og sú skoðun magnast, að flokk-
arnir séu aðeins og eingöngu tæki for-
ystuliðs þeirra til að flytja þjóðinni
fagnaðarerindi.
Sjálfsagt eru orsakirnar fyrir þess-
ari öfugþróun æði margar, og menn
greinir á um þær eins og reyndar einnig
unl þær leiðir, sem helzt sýnast færar
út úr vandanum. Án þess að ætla mér
að tíunda rækílega orsakirnar, tel ég
rétt að benda á örfá atriði, sem að mínu
áliti skipta töluverðu í þessu máli.
RREYTT VIÐHORF KJÓSENDA
í fyrsta lagi má minnast á, að þær
grundvallarhugsjónir, sem „tröllriðu"
heiminum um það leyti, þegar íslenzk
flokkaskipan tók á sig núverandi mynd,
hafa að nokkru liðið undir lok í póli-
tískri trúarvitund almennings.
Það sem áður var alhvítt er nú að-
eins mismunandi ljóst, og það sem áð-
ur var alsvart er nú aðeins mismun-
andi dökkt.
Þá hafa stjórnmá'laflokkarnir ekki að-
lagazt nýju kjördaemaskipaninni og nýju
kosningalögunum frá 1959. Þrátt fyrir
ýmsa kosti þeirra fram yfir þá skipan,
er ríkti fyrir gildistöku laganna, virð-
ast gallarnir mun meiri. „Miðstjórnar-
afl“ flokkanna hefur aukizt að mun,
flokkarnir sýnast einskonar einkaeign
flokksforystunnar, og í skjóli leyndar-
hjúps þingflokksfunda fela þingmenn
syndir hver annars, þannig að kjósand-
anum er nánast gert ómögulegt að dæma
þingmenn eftir breytni þeirra og skoð-
unum.
Þótt auðvitað sé enn að nokkru leyti
kosið milli flokka vegna grundvallar-
stefnumunar þeirra í málefnum þjóðar-
innar, verður því vart neitað, að þýð-
ing mannkosta frambjóðenda hefur vax-
ið í huga almnenings. „Háttvirtir kjós-
endur“ eru ekki lengur ánægðir með þá
lausn að vandamálum þjóðarinnar sé
stungið í „hugsjónaskínur" socía'lism-
ans, samvinnustefnunnar eða frjálsa
framtaksins. Þeir vilja, að úrlausn þjóð
málanna hvíli á raunsæju mati nútíma
mannsins. Ofsatrú þingmanna á fornar
og jafnvel úreltar hugsjónir nægir ekki
lengur, — heldur öllu fremur hæfileik-
ar þeirra og manngildi. Auðvitað hafa
ferskar stjórnmálastefnur og hugsjónir
oft hrifið með sér stóran hóp ’manna og
ýtt undir framfarir — en staðnaðar og
úreltar hugsjónir, geta hinsvegar slökkt
framfaraneistann og jafnvel leitt til
einangrunar samfélagshópa.
VINNUBRÖGÐ FLOKKANNA —
SAMÞJÖPPUN VALDSINS
Vinnubrögð flokkanna hafa að und-
anförnu verið gagnrýnd í auknum mæli.
Einna helzt hefur verið ráðizt á aðferð
þeirra við val frambjóðenda. Þær regl-
ur, sem eru viðhafðar virðast sízt vera
til þess fallnar að gera flokkana að lýð-
ræðislegum stofnunum. Sér í lagi hlýtur
það þó að vekja ugg, þegar forystu-
menn flokkanna á Alþingi samþykkja
það, að nánast er ómögulegt að breyta
röð frambjóðenda á framboðslistunum.
I kosningalögunum var að vísu smuga,
sem fól í sér svigrúm einstaklinganna í
flokknum og veitti forystunni talsvert
aðhald, en upp í þá smugu var troðið
Framhald á bls. 21
Haukur Ingibergsson skrifar um:
HLJÓMPLÖTUR
ÁRIÐ 1962 kom út hljómplata
á vegum Pálkans með Sverri
Guðjónssyni, sem þá var að-
eins 1<2 ára gamall. Ári seinna
kom svo önnur plata á mark-
aðinn með Sverri, gefin út af
sama fyrirtæki, og ennþá
söng hann méð sinni barna-
rödd. Síðan liðu nokkur ár,
en í fyrra kom þriðja plata
hans út, í þetta sinn gefin út
af G.M.-tónum. En á þeim
tíma hafði röddin breytzt
mjög samkvæmt álkunnum
náttúrulögmálum, þannig að
ekki var þar um að ræða hina
skæru rödd drengsins, held-
ur rödd hlálffullorðins manns.
Nú fyrir jólin kom svo út
fjórða plata Sverris, gefin út
af Ebbu Guðmundsdóttur, og
er það sú plata, er verður til
umræðu í þessum þætti. Um
undirleik sér hinn góðkunni
harmónikkuleikari, Guðjón
Matthíasson, faðir söngvarans,
en hann sá einnig um undir-
leikinn á þriðju plötu Sverris.
Að þessu sinni notar Guð-
jón, auk hljómsveitar sinnar,
tvo aukamenn, þá José M.
Riba, fiðlu- og saxóifónleik-
ara og Erling Einargson
trommuleikara. Ekki er þó all
ur, hlutur Guðjóns enn upp-
talinn, því að hann hefur
samið öll lögin fimm að tölu,
svo og textanan við þrjú
þeirra, þ.e. „Stefnumótið okk-
ar“, „Siglir mitt fley“ og
„Heimasætupolka". Séra Áre-
líus Níelsson samdi textann
við „Ólgandi haf“, og Biggur
Blái er skrifaður fyrir text-
anum „Piparmeyja vínar-
krus“ ,og eins og menn geta
ráðið af nöfnunum, er hér
um að ræða lög í gömlum og
grónum takttegundum, svo
se.m polka, valsi og vínarkrus.
Er því ástæða til að benda
þeim á, sem finnst gaman að
gömlu dönsunum, á þessa
plötu.
En lítum nú nánar á söngv-
arapn Sverri Guðjónsson. Það
fyrirbæri er alkunnugt í tón-
listarlífi, bæði hér og erlend-
is, að ungir menn, ekki komn-
ir í mútur, ná miklum frama
í söngheiminum með hinni
björtu rödd sinni. Könnumst
við flest við Robertino hinn
ítalska, sem heillaði marga
með söng sínum fyrir nokkr-
um árum. En yfirleitt hefur
raunin orðið sú, að þessar
barnastjörnur hafa ekki borið
sitt barr eftir að hafa gengið
í gegn um raddbreytingar
unglingsáranna, að vísu hafa
flestir þeirra haldið áfram að
syngja, enda eru þeir þá bún-
ir að fá mikla æfingu, en
sjaldnast halda þeir þó áfram
að heilla fólk unnvörpum með
rödd sinni. Með þessum orð-
um á ég ekki við, að Sverrir
Guðjónsson hafi á sínum
bernskuárum verið stjarna,
enda er lítið svigrúm fyrir
þær á hinu fámenna íslandi.
En að öðru leyti hygg ég, að
heimifæra megi þessa þróun
upp á Sverri. Hann er greini-
lega þjálfaður og beitir rödd-
inni mjög vel, en hún er
hvorki mikil né neitt sérstak-
lega hrífandi, þannig að hann
verður ekki talinn í fremstu
víglínu * hérlendra söngvara,
sama við hvaða flokk þeirra
er miðað. Þó er ég ekki að
segja, að Sverrir Guðjónsson
sé slæmur söngvari, heldur
aðeins, að söngur hans fari
inn um annað eyrað og út um
hitt.
Er þá komið að þætti und-
irleikarans, útsetjarans, laga-
og textaihöfundarins Guðjóns
MattJhíassonar. Sú breyting
hefur orðið frá seinustu plötu
sömu aðila, að Guðjón leikur
undir á rafmagnshljóðfæri í
harmónikkulíki, sem neinist
cordovox. Má segja, að út úr
því sé hægt að ná flestum tón
brigðum orgels, auk harmó-
nikkuhljómsins, en Guðjón
notar lítið þá möguleika, sem
hljóðfærið hefur upp á að
bjóða, enda hafði hann rétt
eignast það, er upptaka fór
fram. Fleiri breytingar hafa
og orðið, t.d. er píanó ekki
notað að þessu sinni, en
cordovoxið og fiðlan höfð
fremst samkvæmt hinum
skandinavíska harmóníkku-
skóla. Um undirleikinn al-
mennt má segja, að hangi í
því að vera viðundandi, en
þar á útsetningin sína stóru
sök, en hún er byggð upp á
formúlu, sem var góð og gild
í eina tíð, en verður víst að
teljast gamaldags nú. En hins
vegar veit ég, að þeir, sem
ólust upp með svipaðri teg-
und tónlistar og hér er á borð
borin, munu fagna þessari
plötu. Lögin og textarnir eru
einnig samdir eftir gamalli
formúlu, en sá akur hefur ver
ið svo rækilega nýttur, að
varla er að búazt við teljandi
uppskeru þáðan.
Hljóðritun plötunnar fór
fram í sjónvarpinu undir um-
sjón Jóns þórs Hannessonar,
og er hún þokkaleg. Pressun
plö.tunnar fór fram í Þýzka-
landi ,en umslagið er unnið
hjá Grágás í Keflavík. Er það
með mynd í bak og fyrir og
er forsíðumyndin eitt það
hörmulegasta, sem sézt hefur
á íslenzkum hljómplötuum-
slögum.
Ef draga ætti saman í fá
orð umsögn um þessa plötu,
mundi hún hljóða eitthvað á
þessa leið, að platan væri ekki
beint slœm, en þó neðarlega
í röðinni við gæðamat á ís-
lenzkum hljómplötum, en án
efa munu þeir, sem líkar þessi
tegund tónlistar, geta átt
ánægjulegar stundir með
hana á fóninum.
Haukur Ingibergsson.
Atvinnurekendur í Mosfellssveit
Áríðandi fundur alra atvinnurekenda í Mosfel'Lssveit
verður haldinn að Hlégarði fimmtudagskvöld 9. janúar
kl. 20.
Fundarcfni:
Atvinnuleysistryggingasjóður.
Onniir niál.
VINNUVEITENDAFÉLAGIÐ.