Morgunblaðið - 09.01.1969, Síða 15
MOBGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1969.
15
ERLENT YFIRLIT
-¥ Litlar líkur n stórveldnsamkomulagi
■¥ Lítil breyting ú ufstöðu Aruburíkju
■¥■ ísruelsmenn gegn stórveldusumkomulugi
■¥ Undirbúningur hufinn uð tungllendingu
Aukin hœtta á
stórveldaíhlutun
ÞRÁTT fyrir ráðfæringar stór-
veldanna um ásbandið fyrir
botni Miðj arðarhafs virðast litl-
ar líkur til þess að fundin verða
friðsamleg lausn á deilumálum
ísraels og Arabaríkjanna. Fram
hefúr komið í ummælum banda-
rískra tálsmanna, að Bandaríkja
stjórn telur að stórveldin geti
ekki knúið fram lausn í Mið-
Austurlöndum, þótt þau geti
skipzt á skoðunum um ástandið
og reynt að beina þróuninni í
friðsamle'gan farveg. Hún telur,
að lokum sé það undir leið-
togum þessara landa komið
hvort friður komist á. Þannig
bendir fátt til þess, að stórveld-
in muni ná samkomulagi um á-
standið.
Ummæli bandarísku talsmann
anna þykja vera í samræmi við
afstöðu Nixons, sem að vísu hef-
ur lítt látið uppi um skoðanir
sínar á ástandinu. Sú ráðstöfun
hans að senda sérlegan sendi-
mann, Wil'liam Scranton, til Mið-
austurlanda fljótlega eftir kqsn
ingasigurinn í nóvember þótti
benda til þess að hann hefði á-
huga á að taka að nýju
upp stjórnmálasamband við Eg-
ypta, en búizt er við að hann
gæti ýtrustu varkárni í öllum
viðskiptum sínum við Nasse>-
vegna hinna miklu óvinsælda
hans í Bandaríkjunum, er hafa
aukizt vegna hins nána sam-
atarfs sem hann hefur tekið
upp við Rússa, og vinsælda fs-
raelsmanna, sem virðast lítið
hafa breytzt þrátt fyrir árásina
á Beirút-flugvöll. Mikilvægt er
í þessu sambandi að Nixon hef
ur ekki gagnrýnt sölu á 50
bandarískum Phantom-þotum til
ísraels.
— ★—
Þess vegna benda flestar lík-
ur til þess, að afstaða Nixons
til tillagna Rússa og Frakka
um fjórveldaráðstefnu til að
freista þess að finna lausn á
deilumálum Araba og ísraels-
manna verði sú sama og afstaða
Johnsons: að aðeins verði fall-
izt á ráðleggingar. Bandaríska
stjórnin tortryggir tillögu Rússa
vegna þess, að hún te'lur að með
henni vaki fyrir Rússum að ein-
angra fsraelsmenn frá stuðnings
mönnum þeirra í Bandaríkjun-
um og að með tillögunni verði
undirbúinn jarðvegurinn fyrir
þriðju tilraun Araba til þess að
leggja fsraelsmenn að velli.
Bandaríska stjórnin tortryggir
tillöguna ekki síður vegna þess,
að tilgangur hennar getur einn
ig verið sá að binda enda á til-
raunir Araba til að bæta sam-
búðina við Bandaríkin og færa
þá ennþá nær Rússum.
Með þessum hætti geta Rúss-
ar neytt Bandaríkin til að velja
um tvær óviðunandi leiðir, en í
Washington er talið ennþá al-
varlegra að ástandið sé slíkt
að fsraelsmenn eru algerlega
einangraðir í utanríkismálum, og
aðstaða þeirra öll á þann veg,
að líklegt er að þeir hefji nýja
árásarstyrjöld af ótta við að Ar-
abar verði fyrri til. f Washing-
ton er talið, að undir slíkum
kringumsitæðum mundu Rússar
neyðast til að skerast í leikinn
til að hjá'lpa Aröbum. Þá mundi
Bandaríkjamönnum veitast erf-
itt að standa gegn háværum
kröfum um að svara íhlutun
Rússa. í Washington er talið ó-
hugsandi, að stórveldin nái sam-
komulagi um ástandið fyrir botni
Miðjarðarhafs, en alvarlegra er
talið að tillaga Rússa hafi leitt
til aukinnar hættu á því að
stórveldin dragist inn í stórfelld
átök fyrir botni Miðjarðarhafs.
Líbanon lœtur
at hlutleysi
AFSTAÐA Araba í deilunum við
fsrael virðist lítið hafa breytzt
þrátt fyrir þá feikna mik'lu
reiði, sem árás ísraelsmanna á
Beirút flugvöll hefur vakið. En
árásin hefur bundið énda á hálf-
gerða hlutleysisstefnu, sem Lí-
banon hefur fylgt gagnvart fs-
rael, og tilraunir Líbanons-
manna til að standa utan við
deilumálin eru á enda. Þeir hafa
tekið ótvíræða afstöðu með rík-
isstjórnum annarra Arabalanda
og eru nú orðnir virkir þátttak-
endur í baráttunni gegn ísrael.
Bardagar hafa verið heldur
fátíðir á lándamærum Líbanons
og ísrael, og ráðamenn í Beirút
hafa játað að fyrir árásina á
flugvöllinn voru gerðar ráðstaf-
anir til að koma í veg fyrir að
skæruliðar frá Palestínu notuðu
landið fyrir bækistöð til árása á
ísrael. Líbanon tók ekki þátt í
styrjöldum Araba við ísrael
menn 1956 og 1967 og í síðarl
styrjöldinni voru hersveitir flutt
ar frá landamærunum til að
vernda líf og eignir Gyðinga í
Beirút. fsraelsk herflugvél var
skotin niður yfir landinu og var
því fagnað sem miklum sigri, en
í raun og veru voru það Sýr-
'lendingar sem grönduðu flugvél-
inni.
— ★ —
Stjórnmálaástandið í Líbanon
hefur verið ótryggt vegna þess
að helmingur landsmanna er
kristinn og að miklu leyti fylgj-
andi vestrænum ríkjum. Líban-
onstjórn hefur sjaldan verið á
sama máli og ríkisstjórnir ann-
arra Arabalanda. Árið 1958 neit
uðu Líbanonsmenn að ganga í
Arabíska sambandslýðveldið,
sem Egyptar og Sýrlendingar
stofnuðu og annað skammlíft
sambandsríki Jórdaníu og íraks.
Sama ár bað Líbanonstjórn
ðandaríska flotann um aðstoð til
að bæla niður uppreisn, sem Eg
vptar stóðu á bak við. Löngum
hefur grunnt verið á því góða
með Líbanonsmönnum og Sýr-
lendingum.
Nú hefur endi verið bundinn
á tvíræða afstöðu Líbanonsstjórn
ar, en fátt bendir til þeaa að
jafnvægið í Líbanonskum stjórn
málum raskist. Engin áhrifamik-
il stjórnmálasamtök standa í
tengslum við arabíska skæru-
liða, sem eru undir ströngu eft-
irliti yfirvalda. Fyrst eftir ár-
ásina á Beirút var hugsanlegt
að öfgafullir þjóðernissinnar
fengju fulltrúa í ríkisstjórn, en
ljóst er að Líbanonsher, sem
hefur alltaf verið áhrifamikill að
tja'ldabaki, vill að jafnvæginu í
líbanonskum stjórnmálum verði
haldið óbreyttu og að hann mun
beita valdi ef nauðsynlegt reyn-
ist til að viðhalda óbreyttu
ástandi.
— ★ —
Viðbrögð í öðrum Arabalönd-
um við árásinni á Beirút hafa
ekki komið á óvart. Sýrlending-
ar hafa lagt til við Egypta að
þriðja ríkjasambandi þjóðanna
verði komið á fót, en Nasser er
varkár. Hussein Jórdaníukon-
ungur hefur hvatt til nýs fund-
ar arabískra þjóðarleiðtoga. Lí-
banon hefur lagt til að skipu-
lögð verði nánari samvinna Ar-
aba í varnarmálum.
Hussein hefur oft hvatt Ar-
abáleiðtoga að halda fund með
sér síðan síðasta ráðstefna
þeirra var haldin í Khartoum
skömmu eftir júnístyrjöldina, og
nú eru meiri líkur á að tillaga
hans verði samþykkt en oft áð-
ur. Nasser er henni fylgjandi,
en Sýrland og Saudi-Arabía eru
mótfallin tillögunni. ólíklegt er
að nokkuð nýtt komi fram á
slíkri ráðstefnu. Einnig er ólík-
legt að miklar breytingar verði
á hermálasamvinnunni. Nokkrar
ráðstafanir hafa verið gerðar til
að auka hernaðaraðstoð Araba
við Jórdaníumenn síðan ísraels-
menn gerðu hina öflugu hefnd-
arárás sína á landið fyrir nokkr
um mánuðum. Sýrland, frak, Eg
yptaland og Saudi-Arabía hafa
veitt Jórdaníu aðstoð. Þótt Lí-
banon hafi hvatt til nánari hern
aðarsamvinnu er ólíklegt að fall
izt verði á að hersveitir frá öðr-
um Arabaríkjum verði sendar
þangað.
Afdrifaríkustu afleiðingar ár-
Hussein Jórdaniukonungur kom fyrir skömmu í snögga heim-
sókn til Beirút og varaði við „gifurlegri“ striðshættu fyrir botni
Miðjarðarhafs. Til vinstri á myndinni er Charles Helou Líban-
onsforseti.
berjast af alefli gegn hvers kon
ar tilraunum stórveldanna til að
knýja fram lausn á deilumálun-
um fyrir botni Miðjarðarhafs,
jafnvel þótt afleiðingin verði
sú að þeir standi einir gegn öll-
um heiminum.
ísrae'lsmenn láta sér í léttu
rúmi liggja þótt árásin hafi ver-
ið nær einróma fordæmd, þar á
meðal af öflugustu vinum þeirra
Bandaríkjamönnum. Þeir vísa á
bug tillögu Frakka og Rússa
um, að stórveldin skerist í leik-
inn. Það er bjargföst skoðun
að hafa áhrif á gang mála. En
Israelsmenn óttast, að árásin
verði til þess að Bandaríkja-
menn og Égyptar taki að nýju
upp stjórnmálasamband, sem var
slitið eftir styrjöldina 1967.
Þannig geti hin nýja stjóm vik-
ið frá grundvallaratriðum þeirr-
ar stefnu sem Johnson hefur
fylgt og slegið til dæmis af kröf
unni um, að tryggð verði örugg
og viðurkennd landamæri í stað
vopnhaléslína, ef ísrae'lsmenn
eigi að hörfa frá herteknu svæð-
unum. Þetta er ein meginkrafa
ísraeslmanna.
,— ★ —
Afstaða fsraelsmanna hefur
skýrast komið fram í ræðu ér
Moshe Dayan varnarmálaráð-
herra hélt skömmu eftir Beirút-
árásina. Hann sagði meðal ann-
ars: „Stundum verðum við að
standa einir, ef um enga aðra
kosti er að velja, en það er
ekki stefna okkar.“ Hann sagði,
að fsraelsmenn stæðu andspæn-
is þríþættri baráttu: Viðsjámfrá
Súezskurði til sýrlenzku hæð-
anna, skæruhernaði og áróðri ó-
vinaþjóða. Hefndarárásir fsraels
manna hefðu færzt á nýtt stig
eftir Beirút-árásiwa, árásina á
eitt af orkuverum Aswan-stífl-
unnar í Egyptalandi og umfangs
mikla árás á tvær brýr í Jór-
daníu. Tilgangurinn með þess-
um hefndaráráusm væri að sann
færa ríkisstjórnir Arabaland
< jnggg anna um, að það borgaði sig ekki
, ; að standa fyrir langvinnri skæru
Skommu eftir arasina a Beirutflugvöll voru þessir Arabar styrjöld gegn ísraél.
teknir af lífi með hengingu í Amman ákærðir fyrir njósnir í
þágu ísrael.
" '"X: ■'
j' vvi
: ,'Að-
■ ; 'Ji\ h’ Ti*s- ■ ‘; 1 •*
ásarinnar á Beirút geta orðið
aukin áhrif arabískra skæruliða.
Nú þegar eru áhrif þeirra svo
mikil, að engin ríkisstjórn í Ar-
abaheiminum treystir sér til eða
getur haft hemil á þeim. Skæru
liðarnir njóta svo víðtæks og al-
menns stuðnings, að ríkisstjórn-
ir Araba geta ekki staðið gegn
vilja- þeirra. Þess vegna koma
skæruliðarnir í veg fyrir að Ar-
abar semji við fsrael, jafnvel ó-
beint. Ljóst er að jafnvel þótt
stórveldin kunni að neyða Ar-
abaríkin til að fallast á friðsam
lega lausn, þá munu arabískir
skæruliðar aldrei fallast á hana
eftir allt sem á undan er gengið.
Eina lausnin í þeirra augum er
endurheimt herteknu svæðanna
og sjálfrar Pálestínu.
Standa einir et
nauðsyn krefur
AFSTAÐA fsraelsmanna eftir ár
ásina á Beirút-flugvöll er ein-
föld og neikvæð: Þeir munu
þeirrá, að deilumál Araba og
Gyðinga verði aðeins leyst með
samningi þeirra á milli og munu
undir engum Kringumstæðum
sætta sig við skilmála, sem ut-
anaðkomandi aðilar reyna að
knýja fram.
Það er skoðun ísraelsmanna,
að Rússar geti ekki haldið aft-
ur af Egyptum nema þeir fallizt
í einu og öllu á skilyrði þeirra
fyrir lausn deilumálanna, en
helzta skilyrðið er alger brott-
flutningur ísraelsmanna frá öll-
um herteknum svæðum. ísraels-
aienn telja, að það sé hreii.
blekking þegar Rússar segi við
Bandaríkjamenn: Ef þið fáið sam
þykki Gyðinga skulum við á-
byrgjast að Arabar hefji ekki
styrjö'ld og beiti sér fyrir póli-
tískri lausn.
fsraelsmenn benda á að þeir
hafi ekki sett það fyrir sig er
þeir gerðu árásina á Beirút að
vita mátti fyrirfram að Banda-
ríkjamenn mundu fordæma hana.
Þetta sýnir að dómi þeirra tak-
markaða hæfni stórveldanna til
Ljóst er, að sigurvíman eftir
sex daga styrjöldina er að renna
af ísraelsmönnum. í ræðu sinni
sagði Dayan að alvarleg hætta
hefði leikið á því að fsraels-
menn biðu álitshnekki í heim-
inum ef þeir hefðu ekkert hafzt
að og að ísraelska flugfélagið
yrði óstarfhæft. Það er einnig
almenn skoðun í fsrael, að Ar-
abar séu örvæntingarfyllri nú
en fyrir sex daga styrjöldina og
óútreiknanlegri. Tæknileg að-
staða ísrae'lsmanna er talin hafa
versnað. Yfirleitt hefur afstaða
fsraelsmanna harðnað til muna,
og algengt er að heyra þá halda
því fram að almenningsálitið
hafi lítið stoðað Gyðinga árið
1939.
Ovissa um
nœstu áfanga
SENNILEGA hefur engin at-
burður í sögu geimvísinda haft
eins mikil áhrif og tunglferð
Frank Bormans, James Lovells
og Williams Anders í Appollo-8
síðan Rússar skutu fyrsta spútn
Framhald á hls. 2»