Morgunblaðið - 09.01.1969, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1969.
17
ins Ægis og vann ötullega að
hagsmiunium félagsins og félags-
manna.
Það, sem hér befur verið nefnt,
©r aðeins lítill hluti þess, sem
eftir Sigurjón liggur, því að
segja má, að hvert það mál,
sem fram kom og miðaði að heill
sjómannastéttarinnar í heild, lét
■hann til sín taka og vann ótrauð-
ur að framgangi þess.
Eitt af áhugamálum hans var
útfærsla landhelginnar og vernd-
un fiskistofnanna. Hann skrifaði
margar greinar, bæði í blöð og
tímarit, um það efni og önnur
mál, sem snertu hagsmuni sjó-
manna og útveg.
Sigurjón var skapmaður, en
fór vel með það. Hann var
dremgilegur í baráttu og lét mál-
efnin ráða. Hann var fastur fyrir
og gat verið harðskeyttur, ef því
var að skipta og homum fanns't
'hann órétti beittur. Hann var
sáttfús og vildi engum rangt
igera, enda heiðarlegur og dreng-
iundaður sjálfur í hvívetna og
œtiaði öðrum slíkt hið sama. Um
Ihann má segja eins og Ara hinn
tfróða, að hann vildi jafnan hafa
iþað, sem sannara reyndist.
Að leiðarlokum þakka ég Sig-
urjóni það langa og góða sam-
«tarf, sem við jafnan áttum. Nú
'hafa leiðir okkar skilizt að sinni.
En sé líf eftir þetta líf, þá á
maður sem Sigurjón Einarsson
þar góðrar heimkomu von.
Konu Sigurjóns, frú Rann-
veigu Vigfúsdóttur, börnum
þeirra og öðrum ástvinum fiyt
ég mínar innilegustu samúðar-
•kveðjur.
■Einar Thoroddsen
Hinn 3. janúar andaðist, einn
af þekktustu skipstjórum ís-
lenzka fiskiskipaflotans, Sigur-
jón Einarsson frá Hafnarfirði.
Það er raunar óþarft að
kynna Sigurjón fyrir landsmönn-
um, svo vel sem hann er kunn-
ur fyrir frábæra skipstjórn og
aflabrögð á íslenzkum fiskiskip
um.
Um 12 ára aldur hóf Sigur
jón sjómannsferil sinn á beztu
veiðiskipum þess tíma, sem þá
voru handfæraskúturnar. Fjórum
unglingsárum sínum eyddi hann
þar um borð, en 'lengur gat það
ekki orðið, þar sem aðdáun hans
á hinum þróttmiklu nýtízku
veiðiskipum, botnvörpungunum,
dró aíllan hans hug til sín.
Sigurjóni varð að ósk sinni,
hann komst um borð í botnvörp-
ung, sem fullgildur háseti, þótt
of ungur væri samkvæmt þess
tíma kröfum og skilaði fljótt og
vel því dagsverki, sem þar var
krafizt, og ekki skorið við negl-
ur sér hvað tímalengd snerti.
Skömmu eftir að Sigurjón
hafði náð sér í nægjanlegan sigl
ingatíma hóf ha*nn nám við Stýri
mannaskólann í Reykjavík og
lauk þaðan prófi með góðri eink
unn, eins og við var að búast
þar sem honum hafði hlotnast í
vöggugjöf sú skynsemi, sem inni
heldur praktískri greind, er
gerði Sigurjón einn af hinum
a'llra snjöllustu ídlenzku fiski-
skipstjórum þessarar aldar.
Til þess að skara svo fram úr
fjöldanum, sem hann gerði þurfti
fleira, en þetta tel ég varða
mestu: Dugnað, harðfylgi við
sjálfan sig og áhafnir sínar, ó
bilandi viljakraft, sem næst geng
ur bænarorku trúarinnar, sem
hann jafnan hafði að leiðarljósi,
án þess að flíka henni.
Sigurjón var togaraskipstjóri í
30 ár á ýmsum skipum en fræg
astur aflakóngur varð hann
botnvörpungnum Garðari frá
Hafnarfirði, en það skip var
smíðað undir hann eftir hinn
iglæsillega skipstjórnarferil hans
á togaranum Surprise frá sama
útgerðarfélagi.
Á Garðari átti Sigurjón marga
gæfudaga, en þó taldi hann einn
ö’llum öðrum meiri, en það var
29. október 1934, þegar honum
tókst ásamt nokkrum af áhöfn
sinni að bjarga heilli skipshöfn
frá bráðum lífsháska, af brezka
togaranum Macleay, sem strand
að hafði norðan Mjóafjarðar
stórhríðarbil og ölduróti.
Sú björg verður lengi
heiðri höfð ekki sízt hjá útgerð
armönnum og ættingjum þeirra
sem björguðust.
Karlmennska og dirfska, sem
Sigurjón sýndi í þeim hildarleik
ásamt áhöfn sinni verður skráð
sögu slysavarna hér á landi um
ómuna tíð.
Allt frá þessum atburði lét
Sigurjón öryggi og slysavarnir
sig miklu varða og lagði jafnan
fram vinnu og fjármuni til efl-
ingar þeirri starfsemi.
Þrjú síðustu starfsár sín, sem
togaraskipstjóri, átti Sigurjón á
togara mínum Jörundi og skil-
aði að vanda miklum afla að
landi með ágætri afkomu fyrir
alla, sem hlut að áttu.
Þegar Sigurjón stóð á sex-
tugu, tók hann við, sem fyrsti
framkvæmdastjóri, Hrafnistu,
Dvalarheimilis aldraðra sjó-
manna. Það uppbyggingarstarf
innti Sigurjón af hendi ásamt eig
inkonu sinni Rannveigu Vigfús-
dóttur af miklum dugnaði og
samvizkusemi um nokkurt ára-
bil.
Þau hjónin Rannveig og Sig-
urjón áttu óvenju gott hjóna
band, sem auðkenndist af ást og
gagnkvæmri virðingu hvors til
annars. Sigurjón kunni ve'l að
meta frábæran dugnað og trygg
lyndi sinnar kraftmiklu konu,
sem mikið á reyndi í stöðugum
fjarvistum langrar sjóvistar
hans.
Varð þeim hjónum 5 barna
auðið og eru þau öll fulltíða.
Gamli vinur, ég minnist með
þakklæti þeirra ára, þegar ég
ungur að árum var háseti þinn
og reyndi að nema af þér frá
bæra stjórnunarhæfileika þína,
sem fólust í kraftmiklum vel
hugsuðum fyrirskipunum af
stjórnpalli, en þær gáfu áhöfn
þinni öryggi og trú á að skip
okkar væri í góðum höndum, sem
ætíð skMuðu því að landi eftir
vel heppnaðar sjóferðir.
Ég kveð þig með þeirri vissu,
að þín bíði nú miki'lvæg störf á
björtum og betri tMverusviðum,
Óar sem drengskapur, göfug-
lyndi og sannur þroski er alls
ráðandi.
Frú Rannveigu Vigfúsdóttur
og börnum þeirra hjónanna
sendum við konan mín og ég inni
legar samúðarkveðjur á sorgar
stund.
Guðmundur Jörundsson.
Minnst er Sigurjóns Einarsson
ar skipstjóra. Með Sigurjóni er
horfinn einn áhrifamesti og dug-
legasti maður úr íslenzkri sjó-
■annastétt. Sigurjón nam snemma
að beita árinni. Svo var og um
önnur störf þau er að sjó-
mennsku laut. Nýlega hefur þeirra
manna verið noaklega minnat, sem
hófu að húni íslenzka fánann 1
des. 1918. Frá þeim tíma fram
ti'l ársins 1944 lýðveldisstofnun-
ar íslands, gerðust mikil stór-
virki í atvinnu og efnahags
lífi þjóðarinnar þrátt fyrir erf-
ið kreppuár. Hlutur togaraskip
stjórans í þeirri stóru viðreisn,
hefur hvergi verið ofmetinn
nema að síður væri. Á þessum
tímum voru togararnir stórvirk-
ustu atvinnutæki okkar og þeir
eru það kannski enn. Sigurjón
hófst ungur tU þeirra metorða,
er hann hafði stefnt að. Nokk
uð innan við þrítugt varð hann
skipstjóri á togaranum „Sur
prise“. Það hafa sagt mér eldri
menn, sem muna þann tima, að
aflabrögð Sigurjóns Á „Sur
prise“ hafi oft verið ævintýri
líkust. Og árangurinn lét ekki
á sér standa. Eigendur togar
and létu byggja nýtt skip, tog
arann Garðar, sem Sigurjón sótti
út til Englands 1930. Garðar var
þá og lengi síðan stærsti og
bezti togari togaraflotans. Ég
get þess að Sigurjón hafði hönd
í bagga með smíði skipsins, og
frágangi öllum, og lofaði það
vissúlega framsýni hans oghygg
indi. Frá þessum tíma fram til
ársins 1943, var Sigurjón oft
ast kenndur við skip sitt og
varð brátt þjóðkunnur. En illu
heMli var siglt á „Garðar" niður
við strönd Skoflands vorið 1943
Sökk hann þegar og með honum
3 af áhöfninni. Sigurjón var
ekki lengi skipslaus. Skömmu
síðar gerðist hann skipstjóri
b.v. Óla Garða. Á þessum tím
um hafði hann þegar ráðizt í út-
gerðarrekstur ásamt Jóni heitn-
um Gíslasyni. Þeir félagar
keyptu togara síðla árs 1944.
Árið eftir tók Sigurjón við
skipstjórn togarans, sem skírð-
ur var Faxi. Útgerð Faxa gekk
vel fyrst í stað, en brátt kom í
ljós að hann fullnægði ekki
kröfum, fremur en aðrir togarar
af sömu gerð. Síðar varð Sigur-
jón við skipstjórn á ýmsum skip
um, lengst þó ^ á b.v. Elliða og
b.v. Jörundi. Ótalinn er þáttur
Sigurjóns í baráttumálum sjó-
manna. Hann var mikill og merk
ur, einkum skrif hans í blöð og
tímarit um öryggismálin. Ég
þakka Sigurjóni Einarssyni
margra ára handleiðslu á sjón-
um og sendi eiginkonu hans svo
og börnum og barnabörnum mín
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Haukur Kristjánsson
Skipstjóri
Góður og gegn Hafnfirðingur
er genginn, þar sem er Sigur-
jón Einarsson skipstjóri og fyrr-
verandi forstjóri Hrafnistu.
Sigurjón Einarsson setti sann-
arlega svip á bæinn sinn og sam
tíð sína.
Hann var farsæll skipstjóri
aflasæM og gætinn, virtur af
skipshöfn sinni og útgerðarfé
lagi. Hann stýrði um áraitugi
með myndugleik og glæsibarg m
a. botnvörpungunum Surprise og
Garðari, eign Einars Þorgilsson
ar útgerðarmanns og síðar sam-
nefnds útgerðarfélags og eru Sig
urjóni nú að leiðarlokum færðar
þakkir eigenda útgerðarfélags
s.
Hann var fyrsti „skipstjóri"
hins glæsilega dvalarheimilis
aldraðra sjómanna, Hrafnistu, en
alia sína tíð barðist Sigurjón
eins og kunnugt er ötullega fyr-
ir velferðarmálum sjómanna.
Forysta þeirra hjóna, frú Rann
veigar Vigfúsdóttur og Sigurjóns
Einarssonar í slysavarnamálum
er löngu þjóðkunn og verður
seint þökkuð.
Víst er, að Sigurjón Einarsson
var vel skólaður til verka sinna
og vel að heiman búinn. For-
eldrar hahs, frú Sigríður Jóns-
dóttir og hinn kunni sjósóknari
Einar Óalfsson í Gestshúsum,
munu hafa látið sér annt um
uppeldi sonar síns, og að hann
fengi í foreldrahúsum þroska og
ábyrgðartilfinningu, sem er þeim
nauðsynleg, er til forystu velj-
ast, en snemma mun hugur Sig-
urjóns hafa hneigzt til sjósókn-
ar, baráttu við Ægi og dætur
hans.
Frá unglingsárum Sigurjóns
geymast sögur um útsjónarsemi
hans og dugnað, sem hér verða
ekki raktar að einni undanskil
Sigurjón kvæntist 26.. október
1918 Rannveigu Vigfúsdóttur og
eignuðuist þau hjón fimm böm,
sem öll lifa. Frú Rannveig hefur
staðið við hlið manns síns frá
öndverðu með þeim hætti, að til
fyrirmyndar er hverri íslenzkri
sjómannskonu. Það mat Sigur-
jón mikils og veit ég, að ekkert
fremur hefði hann viljað hafa
fyrir sín síðustu orð en að mæla
fyrir minni kvenna á hátíðar-
degi stéttarbræðra sinna.
f dag kveðja Hafnfirðingar
einn sinn gjörfulegaista sjósókn-
, þakka honum unnin störif
og senda frú Rannveigu og fjöl-
skyldu þeirra samúðarkveðjur.
Matthías Á .Mathiesen.
ínm.
Frækilegust mun för hans með
föður sínum og nokkrum öðrum
görpum, þá kornungur, er þeir
á smábát brutust út í stórsjó og
brimi til bjargar mönnum úr
sjávarháska. Er ýtt hafði verið
á flot, fossaði sjórinn inn í bát
inn, því að negluna vantaði. Án
þess að menn yrðu varir við,
þreif Sigurjón vettling sinn, tróð
í neglugatið og stóð þar á, þar
til í land var komið og þeir
höfðu bjargað mönnunuim.
Má segja, að þar hæfist starf
Sigurjóns að björgunar og slysa
varnamálum, en hann þreyttist
aldrei í þeirri baráibtu og auðn
aðist síðar á lífsleiðinni að bjarga
mörgum mannslífum.
Svo stórbrotinn persónuleiki
sem Sigurjón var, hlaut hann að
koma víða við í ört vaxandi, fá
mennu þjóðfélagi. Alls staðar
munaði um hans þróttmikla ára
tog.
Eðli og uppeldi Sigurjóns var
slíkt, að honum var sjálfstæði
blóð borið. Hann reis snemma
gegn þeim þjóðfélagsstörfum, sem
vildu höft á frelsi einstaklings
ins til framtaks og áræðis. Hann
var ótrauður baráttumaður sjálf
stæðisstefnunnar, hvort heldur
var í ræðu eða riti.
Hann lét sig mjög varða land
helgisbaráttu oikkar og ritaði mik
ið um hagnýtingu auðæfa hafs
ins fyrir ok'bur íslendinga með
þeim hætti, að eftir var tekið
enda ritað af manni, sem hafði
yfirburða reynslu og þekkingu
Mörgu öðru áttum við, sem
tilheyrum fjölskyldu Sigurjóns
heitins, frekar von á en hinu
snögglega fráfalli hans. Eftir
mjög val heppnaða aðgerð í
Bandaríkjunum fyrir tveim ár-
um á sjúkdómi er hafði þjáð
hann.í 10 ár mátti segja að hann
væri ímynd hreysti og góðrar
heilsu. Ekki stirðleiki í einu
liðamóti, hreyfingar snöggarsem
hjá ungum manni, þrekið svo til
ótruflað og hugurinn ávallt starf
andi og bollaleggjandi um lands
ins gagn og nauðsynjar og aMt
það er betur mátti fara í sjáv-
arútvegi og með sjómannastétt,
par lágu hans hjartfólgnustu
mál. Til áherzluauka á því,
hversu hjartfóligin mál sjávarút
vegs og sjómannastéttar voru
honum, má vitna í orð skálds-
ins er sagði, „þau áttu hug hans
a'llan". Enda allt hans líf frá
barnæsku til banameins bein
iátttaka í eða beint tengt þess-
um höfuðþáttum. Er það nokk-
uð dæmigert hér um, að hans
síðustu stundir voru í glaðvær-
um góðum hóp vina og starfs-
bræðra í hófi til að minnast
merkra tímamóta í Skipstjóra og
stýrimannafélaginu Öldunni
Mér hlotnaðist sú auðna að lífs-
farvegir okkar Sigurjóns lágu
saman er hann kom árið 1944
sem skipstjóri um borð í togar
ann Óla Garða frá Hafnarfirði,
en þar var ég þá loftskeyta-
maður. Fylgdi ég honum síðan
um borð í togarann Faxa, og
hafa lífsfarvegir okkar runnið
saman síðan. Það var lán hverj
um manni, að gerast skipsmaður
Sigurjóns og njóta traustrar
kunnáttu, reynslu og góðum gáf
um, jafnframt mikillar aflasæld
ar fyrr og síðar. Öll hans skap
höfn og persónuleiki var slíkur,
að strax við fyrstu kynni var
Ijóst að ekki var venjulegur mað
ur á ferð. Strax við fyrstu
kynni ávann hann sér traust og
virðingu allra. Svo augljósir
voru forustu- og skipstjórnar
hæfileikar hans, að allir hans
menn báru til hans fullkomið
traust og voru tilbúnir að fýlgja
honum ótrauðir bæði á sjó og
'landi þrátt fyrir heljardans höf
uðskepnannia. Ég sagði lfka landi.
Er þar nærtækast dæmið um
björgun áhanfarinnar á Macley,
sem er eitt frækilegasta
björgunarafrek sem hér við
land hefur verið unnið. Um leið
og neyðarskeyti barst frá hinu
strandaða skipi hélt Sigurjón
skipi sínu rakleitt á strandstað,
Ekki voru aðstæður vegna veð
urs til björgunar frá sjó. Land
taka var fyrst möguleg nokkuð
lemgan veg frá strandstað. Sig
urjón hélt tafarlaust í land með
mönnum sínum. Bruitust þeir með
tæki sín á strandstað yfir svell-
bunka og lausar skriður í snar-
brattri hlíð, sem heimamenn
tö'ldu ófæra. Tókst giftusamlega
að koma björgunarlínu út í hið
strandaða skip og bjarga allri
skipshöfninni í land. En ekki
mátti þetta tæpara standa, því
aðeins örfáum mínútum eftir að
skipstjórinn, síðasti skipsverjinn
var í land kominn brotnaði skip
ið og hvarf í öldufótið. Menn
ræða nú mikið um geimsigling
ar og dáðst réttilega að því
siglingafræðilega afreki, er þeir
á Appollo 8 hiittu á 50 km,
breitt belti till að komast inn
og gegnum gufuhvolfið. Er okk
ur þá um leið hollt að minnast
að sú kyns'lóð skipstjórnarmanna
er Sigurjón tilheyrði, vann á
sinn hátt ekki minni afrek, er
þeir vetur eftir vetur voru dög-
um saman í skammdegis nátt-
myrkri og kafaldsbyl 40 til 50
sjómílur undan Vestfjörðum að
veiðum, og svo gerði aftakaveðr
ið sem ekkert var í að gera
nema forða sér í landvar. Varð
þá að halda í átt til strandar,
er reis þverhnípt og klettótt úr
sæ og hitta þurfti á örmjóan
fjörð. Er hér nokkur munur á
að vera einn á litlu skip-i svo
til tækjalaus við hamslausar að-
stæður eða hafa sér til aðstoðar
alla tækjatækni og þekkingu
heimsins. Ólíkt reynir meira á
manninn, einstaklinginn í fyrra
dæniinu.
En í hamslausum stormi stór-
sjó, frosti, náttmyrkri og byl, var
sitefnt í átt til lands og vars. Ef
vel átti til að takast við slíkar
aðstæður varð skipstjórinn að
vera „sjómaður“ búa yfir allri
ieirri þekkingu og reynslu, er
gat sigrast á slikum vanda. Og
það þurfti meira, næma skynj-
an á sjólagi og eðlisávísun að
ógleymdu láninu, þessu fyrir-
brigði í mannlegu lífi, sem eng-
inn fær hönd á fest en virðist
svo misjafnt útdeilt. Enda var
vandinn oft slíkur að það vitn-
aðist fyrst dögum seinna á hvaða
fjörðinn hafði verið komizt. Hin
mörgu og þungbæru skipstöp
vegna brotsjóa, yfirísingar, klett
óttra stranda eða jafnvel styrj-
aldaraðgerða bera því vitni, að
ekki hefur hinn mikli vandi
ávallt verið sigraður. Því
bjuggu þeir menn yfir miklu
eins og Sigurjón, sem sigruðu
hverja raun og komu skipum
sínum ávallt heMum í höfn. Það
er gott fyrir íslenzka þjóð að
minnast þess, að yfir veturinn
vinnur okkar íslenzka sjómanna
stétt dagsdaglega afrek, sem
fyMilega eru sambærileg við af-
rek þeirra þremenninganna á Ap
ollo 8. Sigurjón var ti'l forustu
fæddur, og hefði ávallt verið í
fararbroddi, þótt lífsstarf hans
hefði verið í landi. En ef til vill
var hann sem togaraskipstjóri á
sínum rétta stað, og þar fékk
hans skapshöfn sín ef til vill
bezt notið, því það er þar, „sem
valdið er algjört og foringinn
einn‘ Það er einnig rétt að minn
ist þess nú, er einn af þeira
stóru af þessari kynslóð er hnig
inn í valinn, að það eru hæfi-
leikar og harðfengi hennar, sem
leggur grundvö'llinn að þeirri
efnahagslegu velmegun, sem mín
kynslóð og þær, sem á eftir
hafa komið, hafa fengið að njóta.
Fyrir það stendur þjóðin í æ-
varandi þakkarskuld við þessa
menn. Rannveig, kona Sigurjóns
bjó honum mikið og gott heim-
ild, og undi hann sér hvergi bet-
ur en innan veggja þess, þegar
í land var komið, „þótt valdi
væri deilt og foringjarnir tveir“
Eins og íslenzk sjómannastétt
horfir í dag á bak eins af sín-
um hraustu sonum, þá horfir ætt
hans öll á bak síns höfðingja.
Sigurjón var ættarhöfðingi í þess
orðs fyllstu merkingu. Höggvið
er svo stórt skarð við fráfall
hans að ekki verður séð, hvern
ig það verði fýllt. Ö’llum var
hann mikið en mest yngstu með-
limunum Ég tel það eitt af stóru
lánum lífs míns, að synir mínir
skyldu hafa átt Sigurjón fyrir
afa. Það er svo margt sem ein-
göngu góður afi getur fyrir börn
um haft og kennt. Og mikil er
búin að vera ástin og aðdáun-
in á afa og öllum sögunum hans
og vísunum, sem allar hefðu
ekki fengið inni í guðsorðabók,
þótt ekki hefði þurft að kaupa
fyrir þær aflátsbréf. Öll hans
ættmenni eru við fráfall hans
slegin miklum harmi og söknuði,
frá eiginkonu eftir 50 ára sam-
búð til þeirra yngstu, sem aldrei
fengu að njóta þess að kynnast
honum. Það fyrsta sem upp í
hug minn kom, er ég stóð and-
spænis andlátinu, var, börnin í
fjölskyldunni hafa misst hann
afa sinn.
Pétur Guðjónsson.
NOKKRUM kluikkustundum óður
en Sigurjón Einarsson lézt áttum
við saman langt siímtal. Við
Framhald á bls. 18