Morgunblaðið - 09.01.1969, Page 20

Morgunblaðið - 09.01.1969, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1969. N auðungaruppboð sem auglýs var í 58., 60. og 62. tbl. Lögbirtingablaðsins 1968 á hluta í Ferjubaikka 16, hér í borg, talin eign Garðars Steiraþórssonar fer fram eftir kröfu Árna Guð- jónssonar hrl., á eignmni sjálfri, mánudaginin 13. janúar 1969, kl. 15.00. Borgarfógetaembaettið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 53., 55. og 56. tbl. Lögbirtingablaðsins 1968 á Asgarði 7, hér í borg, þingl. eign Sveins Þormóðs- sonar, fer fram efir kröfu Bjöms Sveinbjömasonar hrl., og Gjaldheimtunnar í Reykjavík, á eigninni sjálfri, mánu- daginn 13. janúar 1969, kl. 11 árdegÍ6. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. - ERLENT YFIRLIT Framhald af bls. 15 ik sínum á loft fyrir 11 árum. Það afrek jók hróður Rússa til mikilla muna, og nú er röðin komin að Bandaríkjamönnum. Milljónir sjónvarpsáhorfenda fylgdust með ferð Apollo-8, og Bandaríkjamenn hafa ástæðu til að vera stoltir af geimförunum. Þeir urðu ekki aðeins fyrstir manna til að fara á braut um- hverfis tunglið og líta hina ó- sýnilegu hlið þess augum: þeir ferðuðust á meiri hraða en nokkrir menn hafa náð, og til- raunin var í alla staði svo full- komin að þeir lentu svo að segja nákvæm'lega á fyrirfram ráðgerð um stað og tíma. Tilboð óskast í mótauppslátt á 3 raðhúsum. Grunnar tilbúnir. GRÉTAR HARALDSSON, HDL., Hafnarstræti 5 — Sími 12955. Uppboð til slita á sameign um Bragagötu 34, hér 1 borg, þingl. eign db. Björgvins Þorsteinscsonar o. fl. fer frana eftir kröfu Agnars Gústafssonar hrl., á eigninni sjálfri, mánu- daginn 13. janúar n.k. kl. 10.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð ' sesn auglýst var í 37., 39. og 40. tbl. Lögbirtmgablaðsins 1968 á hkrta í Bergstaðastraeti 64, hér í borg, þingl. eign Guðbjarts Oddssonar, fer fram eftir kröfu Jóhannesar Lárussonar hrl., og borgarskrifeitoifu Reykjaví'kur á eign- inni sjálfri, mánudaginn 13. janúar 1969, kl. 14.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 37., 39. og 40. tibl. Lögbirtingablaðsins 1968 á hhrta í Ásgarði 36, hér í borg, þingl. eign Gunnars Péturssonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Lands- bankans, Hafþórs Guðmundssonar hdl., Þorkels Gísla- sonar hdl., tollstjórans í Reykjavik og Gj aldheimtunnar í Reykjavík á eigninnd sjálfri, mánudaginn 13. janúar 1969, kl. 14.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Ný viðskiptaspjöld Nú um þessi ármót skiptum við um viðskiptaspjöld og afhendum ný. Nauðsynlegt er að koma líka með þátttökuskírteini. Munið að þér þurfið ekki að greiða aftur kr. 1000, nýju spjöldin eru afhent í stað þeirra eldri. Afheng aðeins í matvöruverzlun vorri við Miklatorg. MIKLATORGI. SKOLVASKAR í ÞVOTTflHUS 1 SKÓLI EMILS IIEFST 13. JANÚAR. KENNSLUGREINAR: HARMÓNIKA, MUNN- HARPA, GÍTAR, MELODÍCA, PÍANÓ. HÓPTÍMAR OG EINKATÍMAR. INNRITUN í SÍMA 15962, 84776. EMIL ADÓLFSSON, Framnesvegi 36. buðburímrfolk * OSKAST í eitirtalin hverfi: Aðalstræti — Granaskjól 7o//ð v/ð afgreiðsluna i sima /0/00 HÆTTA Á NÆSTA LEITI eftir John Saunders og Alden McWilliams „Ég gæti knúsað þig! Þetta var bara cins og á fljúgandi teppi". „Geymdu hrósyrðin. Við skulum koma þessum kátu fréttamönnum út áðui hvað kemur fyrir“. „Strax út úr vélinni, herrar mínir. Slökkviliðið kemur svo með farangurinn". „Rudy . . . Rudy, heyrirðu til mín?“ „Ég . . . ég held hann sé látinn“. Undirbúningur er þegar haf- inn að ferð Apollo-9 I marzbyrj- un, en þá verður gerð tilraun með svokallaða tunglferju, sem flytja á tvo menn frá aðalgeim- fari niður á yfirborð tunglsins. Þessi tilraun fer fram á braut umhverfis jörðu. í ferð Apollo- 10, sem væntanlega verður farin í vor, verður fyrirhuguð tungl- lending æfð á braut umhverfis tunglið: Tveir geimfarar stíga þá um borð í tunglferjuna og stýra henni í átt að yfirborði tungls- ins unz þeir verða í aðeins í um 40 km fjarlægð, en þá halda þeir aftur til móðurskipsins og að lokinni tengingu snýr geimfar- ið aftur til jarðar. Fyrsta áætlaða tungllend- ingin fer fram þegar Apollo-11 verður skotið um mitt sumar, og önnur tungllending verður ef til vill reynd með Apodlo-12 fyrir áramót, svo að allar likur benda ti'l þess að Bandaríkjamenn standi við orð John F. Kenn- edys heitins forseta, sem lýsti yfir því að Bandaríkjamenn mundu senda menn til tunglsins fyrir lok þessa áratugs. Mesta óvissan í sambandi við þessar fyrirætlanir felst í tunglferjunni sem hefur aðeins einu sinni ver- ið reynd í ómannaðri geimferð, en þrátt fyrir ýmis vandkvæði við smiði hennar er þó ekki talið að fyrirætlunum seinki. — ★ — Vegna sparnaðarráðstafana og vegna þess að fyrst og fremst hefur verið stefnt að því að senda menn til tunglsins, liggja ekki fyrir áætlanir um hvernig Bandaríkjamenn hyggjast færa sér í nyt þá miklu þekkingu og hæfni, sem þeir hafa aflað sér í geimvísindum, en eftir tungl- lendingu munu Bandaríkjamenn ráða yfir átta eða níu Saturn- us-5-eldflaugum. Þar sem hávær ar raddir eru uppi um það að Bandaríkin færi sér þessa hæfni í nyt, er í athugun áætlun, sem gerir meðal annars ráð fyrir því að svokölluðu „verkstæði“ og mannaðri stjörnuathugunarstöð verði skotið á braut umhverfis jörðu og að farnar verði mann- aðar könnunarferðir til staða á tunglinu. Vísindamenm hafa mik inn áhuga á sflíkum könnunar- ferðum, en eitt af verkefnum geimfaranna í Apollo-8 var að ljósmynda staði, sem vísinda- menn tilgreindu, og kynna sér þá af eigin raun. Með slíkum könnunarferðum má ef tii vill afla vitneskju um sköpun tunglsins og jarðarinn- ar. Tunglgígarnir búa yfir mörg um leyndarmálum um löngu liðn ar náttúruhamfarir líkt og svip aðir staðir á jörðinni. Astand yfirborðsins eftir hlífðarlaus geislunaráhrif og veðrun um milljónir ára mun einnig veita mikla vitneskju, sem ógerning- ur er að afla á jörðu niðri, og komið getur upp úr kafinu að ytri aðstæður á tunglinu hafi valdið efnafræðilegum breyting- um, sem ókunnar eru á jörðinni. Á því leikur enginn vafi að með tímanum verður komið fyrir at- hugunarstöðvum á tunglinu. Því hefur verið haldið fram, að mönnuðum stöðvum verði komið þar fyrir eftir einn eða tvo ára- tugi. — ★ — Næst á eftir tunglin-u kemur röðin að Marz, þar sem líf get- ur leynzt. Tveimur Mariner-geim förum verður skotið á loft í febrúar og marz fram hjá Mars, og vonir standa til að þau sendi til jarðar ennþá nákvæmari myndir en fengizt hafa til þessa. Tveimur þungum Marin- erförum verður skotið á braut umhverfis Mars árið 1971, og nú þegar eru vísindamenn farnir að knýja á með það að reynt verði að lóta geimför lenda á Mars og Venusi. Auk þess er þegar farið að ræða um ferðir til Júpí ters og fjarlægari pláneta. Ef nota mætti kjarnorku til að knýja efsta þrep í Saturnus-5- eldflaug, telja sumir að skjóta mætti með henni mönnuðu geim- fari til Mars.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.