Morgunblaðið - 09.01.1969, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1969.
JANE MOORE:
fFLUG-
FREYJAN
EINMANA
1. kafli.
Á gulnuðum glöðunum í gömlu
tímariti, minntist Lísa Brown
þess að hafa einhverntíma lesið
bréf frá unglingsstúlku, sem
spurðist ráða:
„Kærastinn minn er ekki eins
góður og nærgætinn við mig og
áður. Um daginn hrinti hann
mér út úr strætisvagni. Held-
urðu, að honum þyki nokkuð
vænt um mig lengur?
Þín
Áhygg.iufull“.
En hjá Lísu var ekki um
svona einfalt mál að ræða.
Vissulega hafði Steve aldrei
hrint henni út úr strætisvagni.
Og hefði það þó næstum verið
skárra, hugsaði hún með sjálfri
sér. En þessi kuldi hans, sem
fór jafnt og þétt vaxandi, var
helmingi óbærilegri.
Það hafði byrjað rétt eftir að
foreldrar hennar dóu. Einmitt
þegar hún hafði mesta þörfina
á ást og tryggð. Eða byrjaði
það kannski einmitt daginn, sem
r \
r
HAPPDRÆTTI
Aðeins einn dagur eftir.
Enn er happið ekki sloppið
úr hendi yðar. Dregið á
morgun, 10 janúar. Um-
boðsmenn geyma ekki
miða viðskiptavina fram
yfir dráttardag.
MEIRA EN FJÓRÐI
HVER MIDIVINNUR
hún hafði sagt honum, að hún
ætlaði að sjá Símoni forborða?
Faðir hennar og stjúpa höfðu
farizt samtímis, þegar litli bíll-
inn þeirra rann til og lenti á
stórum vörubíl, eitt vertarkvöld
í rigningu.
Lísu, sem var orðin átján ára
þegar Símon fæddist, hafði fund
izt það dálítið skrítið að vera
að eignast nýjan bróður — jafn
vel ósiðlegt. Og hrifning föður
hennar og hreykni gerði ekki
annað en að fara í taugarnar
á henni, og varð til þess, að
hún skipti sér lítið af krakkan-
um. Hún forðaðist að hjálpa til
að hirða um hann, og var eins
mikið utanhúss og hún fékk við
komið.
Gráturinn í honum gerði hana
taugaóstyrka og hún hafði við-
bjóð á öllu draslinu, sem fylgdi
honum og gerði kofann þeirra
óvistlegan.
Ári áður hafði stjúpa hennar
fengið einhvern hjartasjúkdóm,
og að beiðni föður síns hafði
Lísa hætt við hjúkrunarnám,
sem henni gekk annars ágæt-
lega, og komið heim til þess að
stunda hana. Þegar svo Helen
skánaði, hafði Lísa tekið að sér
verk í húsgagnasmiðju í Whitl-
ey. En það var ekki fyrr en eft-
ir að Helen tilkynnti, að hún
Væri bamshafandi, að óvildin
byrjaði fyrir alvöru. Lísu fannst
að eins og ástatt var, væri það
óviðeigandi og eigingimi ógvan
þakklæti að láta eftir sér bam-
eignir.
En henni þótti vænt um föður
sinn og vinnan vakti áhuga hjá
henni og svo eignaðist hún
fjölda kunningja. Það var um
þesaar mundir, að hún hitti Steve
í fyrsta sinn. Helen kynntihann
sem son gamallar skólasystur
sinnar, og svo gerði hún það
sem hún gat til þess að ýta
undir kunningsskap þeirra.
En svo illa stóð á, að Steve
var í læri hjá málfærslumanni,
og það var langt nám og kaup-
ið lítið og vesældarlegt. Þeim
fór brátt að þykja mjög vænt
hvoru um annað, en það var lít-
il von um að þau gætu gift sig
næstu árin. Og því leiðinlegri
sem Steve varð eftir því sem
tíminn leið, þá fór sjálfsmeð-
aumkunin hjá Lísu vaxandi að
sama skapi.
Símon var eitthvað fimm ára
þegar slysið vildi til og það féll
í Lísu hlut að segja honum frá
því.
— Koma þau þá ekki í kvöld-
mat? — Hvenær koma þau? —
Á morgun? — Koma þau nokk-
urntíma aftur? Hvað er þetta
nokkumtíma langt? Þannig
spurði drengurinn.
Bláu augun voru svo biðjandi,
að hún komst við og tók hann
ósjálfrátt í fang sér, þrýsti hon-
um að sér og ruggaði honurn,
Harttítarkurtir
INNI
IJTI
BÍLSKUHS
SVALA
ýhhi- £r tftikuriir H. Ö. VILHJÁLMSSDN
RÁNARGÖTU 12. SÍMI 19669
eins og hún hafði séð Helen
gera.
Eftir andartak sleit Símon sig
frá henni og leit eitthvað ein-
kennilega á hana. Þama voru
engin tár, engar hrinur eða
óhemjuskapur. Hann virtist gera
sér að góðu þessar hikandi út-
skýringar hennar og gekk burt
óeðlilega þögull, til að leita að
Suki, kettinum sínum.
Þegar jarðarförn var af stað-
in skipulagði Lísa á ný daginn,
í samkomulagi við frú John,
sem hjálpaði til á heimilinu. og
flóði öll í tárum, þeim til sam-
lætis. Þetta var málgefin en góð
lynd kona, sem virtist ganga út
frá því sem gefnum hlut, að það
sem nú var eftir af Brown-fjöl-
skyldunni, héldi áfram að búa
í kofanum. Hún skyldi gera
hvað sem væri fyrir þau og
koma þegar á hana væri kallað
— það er að segja, fimmtudags-
kvöldum undanteknum, en það
var Bingokvöld og því friðheil-
agt.
Það varð því samkomulag um,
að frú Johns skyldi halda áfram
að koma á hverjum morgni,
nema á sunnudögum. Klukkan
fjögur skyldi hún taka Símon úr
1
leikskólanum, sem var í hinum
enda þorpsins, koma með hann
heim, gefa honum te og vera hjá
honum þangað til Lísa kærni úr
vinnunni. Einnig skyldi hún gera
þau innfcaup, sem Lísa gæti ekki
gert í Whitney eða gegn tim
síma.
Þegar Lísa var annaðhvort
ein eða með Steve, stillti hún
ekki grát sinn ef svo bar und-
ir, en hún grét aldrei að Símoni
viðstöddum.
Lögfræðingar föður hennar
höfðu sent rnann til að tala við'
hana. Hún átti að eiga kofann
og ennfremur fé, sem nægði fyr-
ir uppeldi Símonar. Kaupið henn
ar nægði til að halda kofanum
og lögfræðingamir ráðlögðu
henni að gera einhverjar ráð-
stafanir sem nægðu til þess að
halda honum við og standast
önnur svipuð útgjöld, svo sem
skatta og þessháttar.
Lísu fannst það hefði getað
létt öðru eins og þessu af henni.
En hann sagði, að þetta væri
ekki sín sérgrein. Hann legði
sttund á allt annan þátt lög-
fræðistarfa.
Einn dag síðdegis, þegar svo
vildi til að Lísa kom heim held-
ur í fyrra lagi, kom Símon gang
andi eftir stígnum, með frú Johns
Hann var fölur og niðurdreg-
inn. Frú Johns barmaði sér yf-
ir veðrinu, manninum sínum, lík
þomunum, hundi nágr-annans og
fiskverðinu, og gekk síðan til
eldhúss, að hita tevatnið.
Litli drengurinn stóð þolin-
móður í dyrunum og lét h-ana
ljúka máli sínu, leit síðan á
Lísu og sagði: — Hann Alstair
segir að ég sé munaðarleysingi!
Hvað er munaðarleysingi. Lísa?
Er það það, sem Alstair segir.
Ert þú það lífca. Lísa?
— Já, ég býst við því, svar-
aði hún, en í sama bili hljóp
hann til hennar og þrýsti sér
upp að henni. Svo leit hann
spyrjandi fr-aman í hana. Hún
varð svo hissa á þessari áköfu
blíðu hans, að hún komst ekki
lengra með það, sem hún ætlaði
að segja. Skæru bláu augun
hans voru svo spyrjandi ogbiðj
andi. Hún strauk á honum Ijósa
hárið og tók þá eftir því í
fyrsta sinn, að vangasvipurinn
minnti svo mjög á föður hennar.
Tárin brutust fram og nú gerði
hún sér fyrst ljóst til fullnustu,
hversu mikið þau höfðu misst.
Hún leit út um gluggann og
reyndi að stilla sig. Símon hélt
enn dauðahaldi um mittið á
henni. Hún strauk á honum hár-
ið og leitaði að viðeigandi orð-
um að segj-a en það mistókst.
Hann leit alit í einu upp og
sagði: — Jæja, ég hef þig og
þú hefur mig — er það ekki?
Þá erum við ekki það sem
Blessaður hafðu ekki áhyggjur. Skattstofan finnur okkur líka
hér örugglega.
hann Alstair var að segja? Er
það, Lísa?
Hún greip kringlótta, óhreina
andlitið báðum höndum. Það var
rétt eins og nú liti hún á hann
í fyrsta sinn sem persónu. Hugs-
unin um, að hann þarfnaðist
hennar raunverulega, að hann
væri algjörlega háður henni.
kom við hama. Þessi veikbyggða
eftirmynd föður hennar, skyldi
verða aðnjótandi allrar þeirrar
ástar og tryggðar, sem hún átti
til. Hún skyldi sjá vel um hann,
svo að hann yrði aldrei ein-
mana, né þætti sér vera ofauk-
ið.
Hún kyssti hann oían á koll-
inn, og tók h-ann í fang sér, en
þá lenti fóturinn á henni undir
röndina á gólfábreiðu, svo að
þau duttu bæði og fóru að
hlæja. Þau veltu sér stundar-
kom og létu sem þau gætu ekki
reist sig upp og um leið og Lísa
hló, fann hún, að augu hennar
voru full af tárum.
— Já, við höfum svei mér
hvort annað. Hvað gæti ég gert
án þín? sagði hún. — Farðu nú
úr þessum jakka, við förum að
drekka te.
Hún settist upp og la-gaði á
sér hárið. Hún horfði á Símon,
þegar hann var að velta sér, og
segja — Hvað fáum við með te-
inu? Get ég fengið sýróp. Nú
var hann orðinn rjóður í kinn-
um. Hann fór úr skólajakkan-
um en stanzaði á leiðinni út í
eldhúsið og sagði: — Ég kann
ekki við hann Alstair Dougal.
Hann er að minnsta kosti kisa.
Hann er í pilsi á sumnudögum.
Nokkrum mínútum seinn-a,
hringdi Steve og spurði, hvort
henni væri sama þó að h-ann
kæmi ekki í kvöld, þar eð h-ann
þyrfti að taka efni með sér heim
til að athuga. Hún fann, að henni
var hérumbil sam-a um þetta,
-en hefði viljað láta hann koma
m-eð einhverj-a nýj-a afsökun í
stað þeirrar gömlu.
Eftir tedrykkjuna, sagði hún
við frú Johns, að hún mundi
ekki þurfa að vem áfram um
kvöldið. Þegar hún var f-arin,
fór hún með Símon út til að
9. JANÚAR
Hrúturinn 21. marz — 19, apríl
Ve-tu þolinmóður þvi að ekki blæs byrleg-a.
Nautlð 20. apríl — 20. roai
Þú skait hika við róttækar breytingar, því að fæstir þeim við-
búnir. Láttu þér dýrkeypta reynslu að kenningu verða.
Tvíburarnir 21. maí — 20. júní
Láttu vini þína vera afskipta fjármálum þínum. Einhver, sem
þú hefur lengi þekkt, verður þér dýr í rekstri. Taktu því mátu-
lega, sem þú heyrir.
Krabbinn 21. júní — 22 júlí
Það er mikið að marka fyrstu sýn. Hafðu augun hjá þér, og
beittu óskiptri athygli að eigin verkum. Sæmilega gengur með
sametgnir við aðra, en enginn dylst þess, sem er að gerast.
Ljónið 23. júli — 22. ágúst
Vei horfir með fjárfestingar, en arðurinn er kannski ekki
á næsta leiti. Sérstök velgengni í félags-málum. Vinir þínir vilja
endilega allt fyrir þig gera.
Meyjan 23. ágúst — 21. sept.
Gerðu ekki ráð fyrir allt of miklum friði og samvirmu, en
ekki er nein ástæða til að gefast upp. Haltu áfram að vinna að
þínum hugðarefnum, því að þér opnast leið inman skaimms. At-
hugaðu aðstæður því vel.
Vogin 23. sept. — 22. okt.
Gerðu þér eins mikinn mat úr deginum og þér er mögulegt,
hvað snertir frama þinn. Þér er alveg óhætt að vera reiginglegur.
Endurskoðaðu upplýsir-garnar, áður en þú gerir samverkamanni
eða maka greiða. Ræddu í kvöld við fólk, sem þú átt mikið undir.
Sporðdrekinn 23. okt — 21. nóv.
Haltu fast við þær ákvarðanir, sem þú hefur tekið af eigin
hyggjuviti. Segðu meinin-gu þína og sýndu hæfileika þína til
afkasta. Þetta getur orðið bezti dagurinn um hríð.
Bogmaðurinn 22. nóv. — 21. des.
__ Allir heimta að þú takir þér eitthvað annað fyrir hendur.
Óvæntir gestir eða ókunnugir eru forvitnilegir og tilbreyting eir
að þeim. Ef þú ert ástfanginn skaltu gjarnan játa viðkomandi
ást þína.
Steingeitin 22. des. — 19. jan.
Með aðeins meiri þo’inmæði mun allt fara á betri veg heima
fyrir. Enginn virðist vera alltof ánægður með hlutima eins og
þeir eru þótt ekki gangi sem verst. Farðu að safna birgðum til
veizluhalda.
Vatnsberinn 20. jan. — 18. febr.
Það er ekki til neins að æðrast. Haltu ótrauður áfram, rétt
eins og enginn hlutur sé fýsilegur, utan eigin sigur.
Fiskarnir 19. febr. — 20. marz
Hugmyndir sem þú fékkst í gærkvöldi virðast arðvænlega-r.
Þú getur gert hagkvæm k-aup, ef þú nennir að líta dálítið í kring-
um þig.