Morgunblaðið - 09.01.1969, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JANUAR 1909.
27
— Jóhann Hafstein
Framhald af bls. 28
og þá jafnframt aðgerðir, sem
gætu stuðlað að atvinnuaukn-
ingu, t.d. voru bomar fram krvart
anir yfir því, að skipaviðgerðir
fæm í of ríkum mæli fram er-
ilendis, sem hægt væri að sinna
hér. Um þetta atriði aflaði ég
sérstakra upplýsinga og kallaði
síðan fulltrúa a'ðila til fundar
hinn 7. nóv. sl. til þess að gera
Iþeim grein fyrir þessuim málum
og fleirum, sem borið höfðu á
góma á fyrri fundinum. Ég skýrði
þeim frá því, að í maí 1967 hetfði
orðið stefnubreyting um leyfis-
veitingar til skipaviðgerða er-
lendis og að gjaldeyrisdeild bank
anna hefði frá þeim táma ekki
veitt gjaldeyri til viðgerðar á
skipum erlendis, nema ekki væri
unnt að annast þær vfðgerðir
hér á hagkvæmu verði og hæfi-
legum tíma. Gjaldeyrissala til
skipaviðgerða erlendis hefði
fyrstu 9 mánuði 196® verið helm-
ingi minni en fyrstu 9 mánuði
ársins 1967. Fulltrúar málmiðnað
arins höfðu eingöngu rætt um
viðgerðir fiskiskipa en í október-
lok sL árs höfðu verið veitt leyfi
fyrir gjaldeyri vegna slíkra við-
ger*ða að upphæð 6,5 milljónir
kr. og 3,7 millj. vegna togara.
Hins vegar hafði á sama tíma
verið veitt vegna farskipa 47,1
milljón króna. Af þessu tilefni
skýrði ég fulltrúum málmiðnað-
arins frá því, að ég hefði ritað
skipafélögunum og óskað þess,
að þau gerðu ráðuneytinu grein
fyrir því í hverju skipaviðgerðir
þeirra hérlendis og erlendis á
þessu tímabili fælust og skoðun-
um þeirra á því, að hve miklu
leyti hægt hefði verið að fram-
kvæma innanlands, það sem gert
var erlendis.
Síðan hefur þessi þáttur máls-
ins verið til frekari athugunar í
ráðuneytinu og verið rætt nánar
við skipafélögin, en ég tel ein-
mitt, að aukin viðgerðarþjónusta
við farskipin hér heima sé mjög
veigamikið mál fyrir málmiðnað-
inn. Ég vil einnig minna á það,
að ráðuneýtið gerði sitt til þess
að liðsinna málmiðnaðinum í því
að fá frjálsa álagningu á þjón-
ustu sína eins og raun varð á í
apríl 1968, en fulltrúar málmiðn-
aðarins höfðu talið, að afnám
verðlagsákvæða væri þeim höfuð
nau’ðisyn. Ég hef hér við hendina
bréf frá Meistarafélagi jámiðn-
aðarmanna til iðnaðarmálaráð-
herra frá 18. apríl og ef Mbl.
birtir það mundi þeim kannski
iþóknast að birta það einnig hjá
Tímanum og Þjóðviljanum.
Bréfið er svohljóðandi:
„Herra iðnaðarmálaráðherra
Jóhann Hafstein.
Með bréfi þessu vill stjórn
Meistarafélags jámiðnaðar-
manna færa yður þakkir sínar
fyrir þann góða skilning á erfið-
leikum þeim, sem jámiðnaðurinn
hefur átt við að búa undanfarin
ár, og þann stuðning, sem þér
sýnduð í verki, er þér stuðluðuð
að afnámi verðlagsákvæða af
þjónustu vorrL
Stjórn félagsins mun beita sér
fyrir því, að ábyrgð sú sem
okkur hefur verið fengin til
handa verði ekki misnotuð, held-
ur að frelsinu verði beitt af skyn
semi til uppbyggingar járniðnað
arins að nýju og eflingu á sam-
keppnisaðstöðu hans.
Virðingarfyllst f.h. Meistara-
félags jámiðnaðarmanna.
Sig. Sveínbjömsson,
Steinar Steinsson,
Eysteinn Leifsson,
Guffjón Tómasson."
Ég get bætt því við, að meira
er til af svo vinsamlegum bréfa-
skriftum.
— Hvaff viljiff þér segja, iffn-
affarmálaráffherra, um þá ásökun
stjórnar Meistarafélagsins að um
„vægffarlausa innheimtu“ opin-
berra gjalda sé að ræffa hjá þess-
um fyrirtækjum.
—- Stjóm Meistarafélagsins
hafði rætt við mig og fjármála-
ráðherra á árinu sem leið um
erfiðleika á því áð standa í skil-
um með opinber gjöld. Okkur
var ljóst, að þessir erfiðleikar
stofuðu að verulegu leyti af hin-
um nánu tengsLum málmiðnaðar-
ins við sjávarútveginn, sem hafði
orðið fjrrir svo miklum áföllum.
Þegar fulltrúar félagsins töluðu
við mig síðari hluta októbermán-
aðar vegna uppbo'ða, sem fram
áttu að fara 5. nóv. varð það að
ráði, að fjármálaráðherra hlutað-
ist til um að aðgerðum var frest-
að til áramóta en ég tók að mér
að ræða vfð bankana um að veita
hinum einstöku aðilum fjrrir-
greiðslu, eftir því sem aðstœður
lejrfðu. I þessu skyni átti ég fimd
með báðum bankastjórum Iðnað-
arbankans og öllum bankastjór-
um Útvegsbankans, en þeir tóku
vinsamlega í þessi mál. Ég gerði
síðan fulltrúum félagsins grein
fjrrir þessu, en tók sérstaklega
fram, að ekki jrrði um sérstaka
„hópfjrrirgreiðslu" áð ræða en
hver og eirrn jrrði að ræða við
sinn viðskiptabanka. Athugun
ráðuneytisins hefur leitt í ljós,
að því fer fjarri að um harka-
lega innheimtu hafi verið að
ræða, þvert á móti hefur í ýms-
um tilvikum verið sýnt sérstakt
umburðarlyndi og það er stjóm-
armönnum í Meistarafélaginu
bezt kunnugt um sjálfum.
— Eru nokkur fleiri atriffi í
sambandi viff samskipti ráffu-
neytisins og Meistarafélagsins,
sem þér vilduff minnast á?
— Mér er það efst í huga, að
ríkisstjómin ákvað á fundi sín-
um 4. janúar 1968 að beita sér
fyrir 10% viðbótarlánum umfram
75% lán Fiskveiðisjóðs til smíði
fiskiskipa innanlands og vaT meg
intilgangurinn að stuðla að meiri
verkefnum í íslenzkum skipa-
smíðastöðvum. Öll fiskiskip, sem
í smíðum eru innanlands hafa
fengið fjrrirheit um þessa við-
bótalánsútvegun og síðar var
ákveðið að hún skyldi einnig ná
til anmarra aðila, sem löngu áður
höfðu ihafið smíði skipa sinna.
Það hefur verið eitt af megin-
stefriumálum núv. ríkisstjórnar
að stuðla að uppbyggingu skipa-
smíðastÖðva í landinu.
—Nú hefur Stálvík sagt upp
öllu starfsliffi sínu frá 1. april
n.k.
— Mér kom það nokkuð á
óvart vegna þess, að þessi skipa-
smíðastöð hafði óskað etftir því
við mig að fá aðstoð til þess að
hefja smíði tveggja 120 tn. báta
enda þótt engir kaupendur væru
fyxir hendi en þá var langt kom-
ið smfði tveggja skipa í stöðinni.
Á fundi ríkisstjórnarinnar dag-
inn eftir var ákveðið að aðstoða
fyrirtækið við þetta og átti ég
tal við Seðlabankann um peninga
fyrirgreiðslu. Bankinn hét strax
þessari fjrrirgreiðslu, sem skyldi
þá fara í gegnum Iðnlánasjóð er
annaðist lánveitingu og þ.á.m.
tryggingar, þar til kaupendur
gæfu sig fram og leggðu fram
sitt eigfð framlag, sem mundi
vera um 10% af kostnaðarverði.
Þetta hefur Stálvik staðið til
boða frá því tveimur dögum eftir
að þessa var óskað og væri eng-
inn verkefnaskortur ef þessir
t/veir bátar væru nú í smíðum.
— Nú mun Eimskipafélagiff
hafa í hyggju aff byggja ný skip.
Verffa þau byggff innanlands?
— Eimskipafélagið er nú að
semja um smíði tveggja skipa við
Álborg Værft í Álaborg og hetfur
fengfð heimild til þess að taka
í því sambandi 80% lán hjá
skipastmíðastöðinni til 10 ára með
6% vöxtum, en áður en ríkis-
jtjórnin veitti heimild til þessar-
ar lántöku kannaði ég til hlítar
hvort hægt væri að byggja þessi
skip hérlendis en það reyndist
ekki vera. Hins vegar er Eim-
skipafélag ð með meira á prjón-
unum og eru þegar ráðagerðir
um að Slippstöðinni á Akurejrri
gefist kostur á að gera sér grein
fyrir, hvort þeir geti ráðið vfð
það verkefni. Ákvörðun um þetta
verður ekki tekin fyrr en síðar,
þar sem Eimskipafélagið hefur
skuldbundið sig til þess að til-
mælum ríkisstjórnarinnar að
taka ekki ákvarðanir um frekari
skipabyggingar fjrrr en 1. maí
1969 og er það gert til þess að
Slippstöðin á Akureyri fái ráð-
rúm til athugana sinna. I þessu
sambandi má auðvitað minna á
smíði strandferðaskipanna
tveggja á Akureyxi, sem þar eru
byggð fyrir ákvörðun ríkisstjórn
arinnar exvda þótt þau væru dýr-
ari en erlendis og Seðlabankinn
hefur hatft forgöngu um útvegun
lánsfjár til erlendis.
— Og hvaff viljið þér segja
aff lokum?
— Það er þá helzt, að mér
þykja ólík viðbrögð stjórnar
Meistarafélags járniðnaðarmanna
og forráðamanna SÍS, sem hafa
af mikilli karlmennsku og festu
brugðizt við þegar fyrirtæki þess
á Akureyri varð fyrir hinum gíf-
urlega eldsvoða nýlega. Þar hefur
verið ákveðið að brjótast áfram
og byggja upp aftur en stjórn
Meistarafélagsins virðist af ein-
hverjum óskiljanLegum ástæðum
hafa misst a>Veg fótanna.
- DE GAULLE
Framhald af bls. 1
bóta á húsnæði handa flótta-
mönnum í E1 Arish.
Hörff gagnrýni.
f Paría sagði Joel le Theule
upplýsingamálaráðherra blaða-
mönnum, að stjórnin hefði í
hyggju að kalla heim sendiherra
sinn frá fsrael. f yfirlýsingu, sem
gefin var út að loknum stjórnar-
fundi, var árás ísraelsmanna á
Beirút-flugvöll fordæmd og sagt
að hún hefði verið óviðunandi
og óverjandi. Á það er bent, að
mikLar umræður fari fram í
Frakklandi og utan þess um
stöðu Frakka í heiminum og því
haldið fram, að vart hatfi orðið
ísraelskra áhrifa á stöðum er
standi fjölmiðlunartækjum nærri.
Bannið við vopnasölu til ísra-
els er sagt eiga miða að því að
koma í veg fyrir „blóðugt öng-
Iþveiti" fyrir botni Miðjarðar-
hatfs. í yfirlýsingunni er ísraels-
menn sakaðir um að hafa hafið
júnístyrjöldina 1967, og fylgt
árásarstefnu. ftrekuð er áskorun
de Gaulles þess efnis, að stór-
veldin reyni í sameiningu að
koma aftur á friði í Miðau'stur-
löndum.
fsraelsstjórn hetfur fordæmt
vopnabann Frakka og kalla það
brot á gerðum samningum, en
fréttin um að hún muni krefjaSt
endurgreiðslu á þeirri upphæð,
er greidd hefur verið fyrir 50
Mirageþotur sem ekki hatfa ver-
ið afhentar, hefur ekki verið stað
fest. Þoturnar voru pantaðar all
löngu áður en júnístyrjöldin
hófst, en eftir stríðið bönnuðu
Frakkar sölu árásarvopna til fs-
raels. fsraelsk blöð fordæmdu
vopnabannið einróma í dag, en
sögðu að komast mætti af án
þeirra. Margir telja, að málið
verði lagt fyrir AlþjóðadómiStól-
inn í Haag.
Ákvörffun gagnrýnd.
Frönisk blöð hafa yfirleitt for-
dæmt vopnabannið, og kallað í-
haldsblaðið „L’Aurore" ákvörð-
unina rýtingsstungu í bak fsra-
elsmanna. Arabísk bloð hafa
ákaft fagnað ákvörðuninni, og
blað í Kairó segir að hér geti
verið um að ræða upphaf retfsi-
aðgerða gegn fsrael. „The New
York Times" gagnrýnir ákvörð-
unina, segir að hún grafi undan
tilraunum de Gaulle til að koma
því til leiðar oð stórveldin leysi
deilumálin fyrir botni Miðjarðar
hafs og hljóti að auka mótþróa
ísraelsmanna gegn „nauðungar-
friði".
Lundúnablaðið „The Times“
gagnrýnir einnig ákvörðunina,
sem blaðið kallar dæmigerða fyr
ir de Gaulle, og lætur í Ijós ugg
um, að hún verði til þess að Ar-
abar telji að draga muni úr hern
aðarmætti fsraels. í Libanon hef
ur de Gaulle verið hylltur fyrir
að hafa unnið mikið afrek fyrir
málstað Araba.
Sendiherra Rússa í París, Val-
erian Zorin, kvaðst vona að Bret
ar færu að dæmi Frakka og stöðv
uðu vopnasölu til ísraels. Eftir
fund frönsku stjórnarinnar í dag
sagði Joel le Theule upplýsinga-
málaráðherra að franska stjórn-
in hefði í grundvallaratriðum fall
izt á síðustu greinargerð Sovét-
stjórnarinnar um ástandið í lönd
unum fyrir botni Miðjarðarhafs.
Hann sagði, að franska stjórnin
beldi að breyta mætti tillögum
Rússa í væntanlegum viðræðum
og að hún vonaði að fjórveldin
kæmust að samkomulagi þannig
að Öryggisráðið samþykkti áætl-
un, sem gerði það að verkum að
ályktun hennar frá 22. nóvem-
ber 1967 yrði hrundið í fram-
kvæmd. Um leið staðfesti hann
að ísraelsmenn hefðu notað
franskar þyrlur í árásinni á Beir
út-flugvöll.
Fjögurra manna ríkisstjórn
Andullah ai-Yafis í Líbanon
lagði niður völd í dag eftir hina
hörðu gagnrýni sem hún hefur
sætt vegna árásar fsrael'smanna
á Beirút-flugvöll. Dr. al-Yafi
neitaði því þó í dag að hann
hefði sagt af sér vegna árásarinn
ar. Opinber talsmaður sakaði
ísraelsmenn í dag >um að hafa
hrundið af gtað stórtfelldri her-
ferð gegn Líbanon til að rétt-
læta árásaraðgerðir sínar og villa
um fyrir almenningsálitinu í
heiminum. Þetta var sagt vegna
staðhæfinga ísraelsmanna um að
arabískir skæruliðar fxá Líbanon
hefðu sprengt hús í loft upp á
landamærum landanna í nótt.
- ÁREKSTRAR
Framhald af bls. 1
spennu og þeim viðkvæmu
kringumstæðum, sem skapsizl
hafa vegna Smrkovskys.
Forsætisnefnd kommúnista-
flokksins hefur samþykkt að
mæla með því, að Smrkovsky
verði varaforseti sambandsþings-
ins en forseti þess verði Petr
Colotka, sem er Slóvaki.
MARGIR MISST LÍFIÐ?
Blaðið „Svoboda", sem er gef-
ið út af svæðisnefnd kommún-
istaflokksins í Mið-Bæheimi,
skýrði ekki frá því í einstökum
atriðum, hvar komið hefði til
árekstra við sovézka hermenn.
Það birti jafnframt áskorun til
æskufólks um að sýna aga og
reglu. Stöðugur en óstaðfestur
orðrómur hefur verið á kreiki
hins vegar í Prag, að komið hafi
til árekstra milli sovézkra her-
manna og ungs fólks í Mlada
Boleslav, sem hafi óbeit á her-
námsliðinu. Samkvæmt einni
beimild áttu margir menn að
hafa misst lífið, er skotvopn hafi
verið beitt af hvorum bveggja
fyrir skömmu.
Blaðið Reporter skýrir frá því,
að yfirvöld á staðnum hafi rætt
„hið alvarlega ástand nú“ og
beint sérstaklega orðum sinum
til unga fólksins og látið í ljós
þá sannfæringu, að borgararnir
muni skilja þær alvarlegu atf-
leiðingar, sem kunni að leiða af
sérhverri ábyrgðarlausri athöfn.
Segir blaðið, að ef avona atburð-
ir haldri áfram að koma fyrir,
verði ef til vill að koma á út-
göngubanni.
Sá orðrómur er á kreiki, að ti)
ofbeldisaðgerðanna hatfi komið,
er sovézkir hermenn voru við-
staddir dansleik.
í grein sinni um heræfingar
Atlantsh afsbandalagsins, sem
fyrirhugaðar eru nú í janúar, seg
ir Rude Pravo, að ekki sé þörf
fyrir slíkar 'herætfingar. —
Kannski vilja bandarísku og
vesturþýzku herráðin sannreyna
hvernig sovézka herliðið í Tékkó
slóvakíu bregzt við heræfingun-
um? spyr blaðið.
Stjórnmálafréttaritarar í Prag
eru þeirrar skoðunar, að greinin
í Rude Pravo sýni þann tauga-
óstyrk, sem ríkir vegna orða-
sveims um, að sovézkt herlið
muni halda aftur inn í Prag ti)
þess að koma í veg fyrir ókyrrð
á meðal verkamanna.
Þá sagir Rude Pravo enntfrem-
ur, að það sé á valdi þeirra, „sem
felldu svo mörg tár á undanförn-
um mánuðum vegna örlaga vesa)
ings Tékkóslóvakíu .... að sýna,
hvort sú samúð, sem þar var lát-
in í ljós, hafi falið í sér hræsni
eða ekki“.
- BIAFRA
Framhald af bls. 1
sem hafi lamað dreifingu á
matvælum og lyfjum til
Biafra „með hörmulegum af-
leiðingum fyrir 850.000 börn,
konur og gamalmenni.“
f yfirlýsingu frá stjórn Mið-
Afríku Guineu segir, að tilkynn-
ing um bann við ölluim flutning-
um á benzíni með flugvélum
Rauða krossins hafi verið kunn-
gerð 29. desember. Samkvæmt
áreiðanlegum heimildum er sagt,
áð stjómarvöld þar haldi þvl
fram, að hl-uti af benzíninu sé
notaður í hernaðarskyni, en aí
hálfu Rauða krossins hefur því
verið lýst yfir, að benzínið sé
einungis notað handa farartækj-
um hans í Biafra. Af hans hálfu
var ennfremur tekið fram, að
benzín væri um 2,5% af öllum.
>eim vörubirgðum, sem fluttar
væru til Biatfra. Væri Rauði kross
inn neyddur til þess að flytja
>£ingað allt það benzín, sem hann
þarfnaðist, sjálfur, þar sem slíkt
eldsneyti væri ekki fáanlegt í
Biafra.
Matvæli og lytf hatfa verfð flutt
lotftleiðis daiglega frá þvi í ágúst
sl. til Biafra frá eynni Femando
Po, sem tilhejrrir Mið-Afriku
Guineu. Hafa þessar birgðir ver-
ið fluttar til flugvallarLns Anna-
belle í igrennd við Ulihiala í
Biafra, en þaðan hafa farartæki
Rauða krossins flutt þessar birgð
ir áfram til meira en 100 flótta-
mannabúða, sjúkrahúsa og
annarra staða. Tij þess að halda
; >essu flutningakerfi gangandi
hefur Rauði krossinn orðið að
flytja sjálfur það benzín til
Biafra, sem hann þarfnast, eins
og áð framan greinir. Bannið við
benzínflutningum nú kann að
leiða til þess, að matvæla og
lyfjabirgðirnar hrúgist upp við
Annabelle flugvöllinn, án þess
að þær nái þó að komast til þess
nauðstadda fólks, sem þarfnast
þeirra.
Mið-Afríku Guinea, sem hlaut
sjálfstæði sitt frá Spánverjum í
október í fyrra, lagði bann við
hjálparflutningum til Biafra í
desember, en síðan var þeirri
ákvörðun breytt.
Samkvæmt heimildum innan
Rauða krossins var sagt í dag,
að samningar hans vfð Mið-
Afríku Guineu hefðu verið gerð-
ir áður en landið varð sjálfstætt
og hefðu verið allt of ónákvæm-
ir. Bærinn Fernando Po, sem er
aðal hatfnarbær landsins, er
annar aðal staðurinn, þaðan sem
loftbrúnni til Biafra hefur verið
haldið uppi. Hinn er portúgalska
eyjan Sao Tome. Ákvörðun stjórn
arvalda Mfð-Afríku Guineu um
bann við benzínflutningum til
Biafra hefur ekki áhrif á flutn-
inga til Biafra frá stöðum annars
staðar en í Mið-Afríku Guineu.
— Skilnaðarsinnar
Framhald af bls. I
Cam, 48 ára. í gær handtók 'lög-
reglan prestinn Antoine Le Birs,
sem grunur leikur á að stjórnað
hefi birgðaþjónustu FLB í Norður
Bretagne. Frændi hans var einn-
ig handtekinn ag fundust 520
kíló af sprengiefni á búgarði hans.
De Gaulle forseti heimsækir
Bretagne dagana 1. og 2. febrúar.
Yvonneí
síðnstn sinn
SÍÐASTA sýning verður á leik-
ritinu Yvonne í Iðnó í kvöld.
Leikritið hefur verið sýnt síðan
í haust og vakið mikla athygli
og umtal. M. a. fóru einu sinni
fram umræður eftir leiksýningu
meðal leikara og áhorfenda um
leikinn og skilning á persónum
hans. Sýndist þá sitt hverjum.
Nú þarf leikritið að víkja fyr-
ir nýjum leik, Orfeus og Evrydís
eftir Anouille, sem frum'sýiuiur
verður í næstu viku. Eru því síð-
ustu forvöð að sjá Yvonne í
kvöld.
Hafnurfjöiðitt
Landsmálafélagið Fram í Hafn
arfirði heldur fund í Sjálfstæðis-
húsinu í kvöld kl. 8,30. Á fund-
inum verða rædd bæjarmál, fjár-
hagsáætlun og fleira. Er allt Sjál?
stæðisfólk velkomið á fundinn.