Morgunblaðið - 22.01.1969, Page 4
4
MORGUNBL.Aí'IÐ, MIÐVIKUiJaGUR 22. JANÚAR 1969.
Simi 22-0-22
Rauðarárstíg 31
siM11-44-44
m/UFIÐIH
Hverfisgötu 103.
Simi eftir lokun 31160.
MAGIMÚSAR
4kiph3iii21 s»mar21190
eftir lokun slrrti 40381
íbúð til leigu
Höfum til leigu 5 faerb. íbúð
á 3. hæð við Háaleitisbraut.
Nánari uppl. í síma 19191 og
eftir kl. 7 í síma 38428.
Norræn
bóknsýning
Aðeins 5 dagar eftir.
Kaffistofan opin daglega kl
10—22. Um 30 norræn dagblöð
liggja frammi.
Norrænn Húsið
Balostore
gluggatjöldin í
Balastore gluggatjöldin
eru í senn þægileg og
smekkleg. Uppsetning er
afar auðveld, og létt verk
að halda þeim hreinum.
Fóanleg í breiddum fró
40-260sm (hleypur ó 10
sm). Margra óra ending.
Víndutjöld
Framleiðum vindutjöld í
öllum stærðum eftir móli.
Lítið inn, þegar'þér eigið
leið um Laugaveginn!
Núsgagnoverzlun
KRISTJÁNS
SIGGEIRSSONAR HF.
Laugavegi 13, sími 13879
Fangelsi og afskipta-
leysi
Inga Guðmundsdóttir, skrifar:
Það er varla von að þjóðar-
búinu farnist vel, þegar almenn-
ingur lætur, með þögn sinni og
afskiptaleysi á opinberum vett-
vangi, lítið sem ekkert að sér
kveða.
Það vantar ekki að fólk er
er hittist á förnum vegi, viti ráð
við öllu sem miður fer í land-
inu, eða geti kennt hinum og
þessum um þegar allt er í ó-
efni komið. En ekkert fæst með
því, að deila og hneykslast, sama
sem við sjálfan sig.
Það er þó ritfrelsi í okkar
landi — Hversvegna skrifar al-
menningur ekki um það sem vel
er gert og það sem miður fer?
Ég ætla ekki að skrifa um neitt
sem gott er, en ég veit að allur
þorri þjóðarinnar er mjög fáfróð
ur um og afar forvitinn — en það
er um fangelsismál okkar. Sú
þögn er ríkt hefir um nýafstaðin
blaðaskrif vegna kæru 7 fanga-
varða að Litla-Hrauni á hendur
forstjóra þess (en þar saka þeir
fangelsisstjórann um flest þau 6-
merkilegheit sem íinnast hjá ein
um manni, s.br. Mbl. 15.12/68),
hefir orðið mér til mikillar furðu
— Er þjóðin algjörlega sofandi
gagnvart öllu nema von um síld
næsta eða þarnæsta sumar?
Er virkilega ekkert mark tek-
ið á framburði þessara 7 manna
sem bera yfirmann sinn svo þung
um sökum? — Málið er látið
niður falla og ekki talin ástæða
til frekari rannsókna, hvernigsvo
sem slíkt er hægt, svo er það
borið fyrir, sem einskonar afsök-
\m, að ekkert starf sé jafnvel
til þess fallið að afla manni jafn-
mikilla óvinsælda, en starf fang-
elsisstjóra — Þetta láta fullorðn
ir og velmetnir menn hafa eftir
sér — mig skal ekki undra þó
allt gangi úr skorðum hér á landi,
ef hugsunarháttur þjóðarinnar er
ekki á hærra þroskastigi en þessd
orð lýsa.
Ég hafði s.l. sumar smó kynni
af Markúsi Einarssyni, forstjóra
og get vel verið sammála kæru-
aðilum um tvísögli og óáreiðan
leik hans. Það er ekki sama hver
velst til þessa mikilvæga starfs,
frekar en annarra starfa. Starf
fangelsisstjóra er mjög vanda-
samt og ekki á færi nema fárra
TIL SÖLU
Rambler American ’65, ’66,
’67.
Plymouth Valiant ’67.
Plymoiuth Belvedere ’66.
Chevrolet Malibu ’65, ’66,
’67.
Ford Falcon ’65.
Saab ’68.
Volkswagen ’67.
Landrover ’63, ’64, ’65.
Willys Jeep ’65, ’66, ’68.
Rússajeppi ’65.
Ýmis skipti koma til gr.
Höfum mikið úrval af öll-
um tegundum og árgerðum
vörubifreiða, eins höfuim
við dráttarbíla og aftaní-
vagna af ýmsum stærðum.
Einnig mikið úrval af sendí
ferðabílum með og án
stöðvarleyfis. Úrvalið er
hjá okkur.
Bilasala Matthiasar
Höfðatúni 2.
Símar 24540 og 24541.
Skrifsfofustúlka
óskast til starfa hjá fyrirtæki í nágrenni Reykja-
víkur. Tilboð sem inniheldur uppl. um aldur og fyrri
störf leggist inn á afgr. Mbl. fyrir 26. þ.m. merkt:
„Framtíðarstarf — 8182“.
Aðalfundur
Bifreiðnklúbbs Reykjavíkur
verður haldinn í Golfsikáilaoum við Ödkjuhlið mánu-
daiginn 27. janiúar 1969 kfl. 8,30.
Fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
Nýir félagar velkomnir. — Ath.: Maetið stundvíslega.
STJÓRNIN.
manna og sá maður yrði að skilja
og vita hvaða ábyrgð hvíldi á
herðum hans, skilja mannlegar til
finningar og vita að fangar eru
menn með tiifinningar og þörf
fyrir ráðleggingar og hjálp. Sá
maður er ynni traust fanganna
á sterkum og ófölskum grund-
velli af eigin hvötum og ein-
lægum vilja, bann er ekki að
keppast við að verða óvinsælasti
maður landsins — Slikur maður
mun eignast marga trausta vini
og aðdáendur og geta beint braut
margra í rétta átt.
Aðeins slíkur maður er fær til
að gegna þessu starfi og er það
mjög mikilsvert fyrir þjóðina alla
ekki sízt hvern einstakling sem
snýr til betra lífs.
Framfarir virðast hafa
gleymzt
Er ekki vonlítið að menn beri
virðingu fyrir lögum landsins og
réttlæti, eftir að hafa dvalið, um
lengri eða skemmri tíma, að Litla
Hrauni eins og það er nú rekið?
Horft upp á handahófskenndar
refsiaðgerðir á meðföngum sín-
um og spillingu, jafnvel áþekka
þeirri er komið hefir þeim sjálf-
um á staðinn.
Ég hefi ekki dvalið að Litla-
Hrauni en oft sótt staðinn heim
og átt tal við fjölmarga er þar
hafa setið og fengið margar ó-
fagrar lýsingar þaðan, ég skrifa
þessar línur því ekki af algjör-
legu þekkingarleysi og það fells't
margt í gamla máltækinu „Glöggt
er gests augað“.
Það munu litlar, ef nokkrar,
kröfur gerðar til menntunar fanga
varða, en þeim sem til þekkja
og ég hefi átt tal við, eru sam-
mála um, að flestir þeirra séu
starfi sínu vaxnir og prýðismenn
og einn er sá er allir bera hlýhug
til vegna velvildar, réttlætiskennd
ar og prúðmennsku, en það er
yfirfangavörður fangelsins, Magn
ús Pétursson.
Ég vona að þeir sem þetta
lesa, vakni sem flestir til umhugs
unar um hvernig fangelsismálum
okkar er háttað og hve stórt
skref við verðum að stíga áfram
til að koma þessum málum í við
unandi horf. Hér hafa þessi
mál staðið í stað s.L 15—20 ár,
framfarir á þessu sviði virðast
hafa gleymzt, en t.d. Norðurlönd
in eru alltaf að bæta þessi mál
og núna hafa verið og eru á döf-
inni stórfelldar breytingar til batn
aðar, því tökum við þær ekki til
athugunar í það minnsta? Kannski
skiljum við ekki alveg rétt Norð
urlandamálin — ég er anzi hrædd
um að ruglazt hafi eitthvað þýð
ing á frásögnum í dönskum og
sænskum blöðum, um lengingu
heimsóknartíma og opnanir fang
elsis í þeim tilgangi að fangar
geti haft sem mest samband við
íjöiskyldur og ástvini sína — því
s.l. sumar var heimsóknartimi að
Litla-Hrauni styttur úr 6 og hálf
um tíma í 2 tíma á viku. (Og
engar áætlunarferðir úr Reykja-
vík, til né frá sem falla við þann
tíma).
Inga Guðmundsdóttir.
Hvernig á að bregðast
við jarðskjálftum ?
Velvakandi góður.
Fyrir nokkru síðan beindi ég
þeim tilmælrun til almannavarna
að þær gæfu okkur landsmönnum
upplýsingar um hvemig okkur
bæri að hafast að, ef mikla jarð
skjálfta bæri að höndum, og hve
nauðsynlegt væri að setja upp
öryggissveitir til hjálpar í slík-
um og öðrum hamförum, sem
yfir gætu dunið.
Efalaust tækju öll fjölmiðlunar
tæki að sér að koma slikum leið
beiningum tid almennings, líkt og
þau gera nú viðvíkjandi skattfram
tölum og hafi ríkisskattstjóri
þökk fyrir.
En þeir sem með Islenzflcar al-
mannavamir fara, láta bara ekk
ert í sér heyra, kannski ætla þeir
að halda að sér höndum, unz
600 milljónirnar eru réttar þeim
á silfurdiski.
Er þetta ekki dæmigert um það,
þegar eitthvað á að hafast að
og ríkið borgar brúsann.
Við höfum dæmin um það hve
farsællt það er að láta borgarana
sjálfa í mynd slysavamarfélags-
ins og Rauða krossins vinoa þessi
störf.
Það er gróska og lif, að ekki
sé minnzt á flugbjörgunarsveit-
irnar.
Fyrst ekki er hægt að toga út
úr almannavömum þær leiðbein-
ingar sem um er beðið og gætu
orðið til þess að bjarga fjölda
mannslífa, skal áfram haldið, og
nú sný ég mér til Rauða kross-
ins og bið þann félagsskap ásjár,
að hann skrifi til Rauða kross-
deilda þeirra landa, sem hafa orð
ið fyrir stórfeldum jarðskjálftum
og fái þær upplýsingar, sem veitt
ar em þeim sem yfirvofandi eiga
slíkar hamfari.r
Þögn almannavarna hefur vakið
almenna undmn og reiði margra
og mátti það sízt ske.
Þegar j arðskj álftakippurinn
varð hér fyrir nokkm, kom skýrt
í ljós að fólk veit ekki, hvemig
bregðast skal við. Það á kröfu
og rétt til þess að fá fræðslu
um það og það skal fá hana.
Þá fyrst er þetta mál útrætt af
minni hendi.
Eldibrandur.
Ný rottutegnud hér
á landi ?
Kraftidiót skrifar:
Reykjavík, 16. jan. 1969.
Kæri Velvakandi.
Þegar aldurinn færizt yfir byrja
menn oft að íhuga ýmsa hluti,
sem þeir hafa áður ekki sinnt.
Hjá mér kemur þetta þannig
fram, að áhugi minn beinist að-
allega að ýmsum lægstu dýrateg-
undum. Núna vildi ég gjarnan
fræðast um dýr nokkurt sem kall
ast „pungrotta". Kemur þetta til
af því að þessarar dýrategundar fcu,
núna nýlega hafa orðið vart hér
á landi, og samkvæmt lögreglu-
skýrslum, hér í Reykjavik. Nú
vildi ég, kæri Velvakandi, gjam
an vita, hvort þú gætir gefið mér
nokkrar upplýsingar um dýr þetta
Aðallega hvernig nafnið muni
vera tilkomið.
Virðingarfyllst
Kraftidiot.
Af ætt pokadýra
Nafn þessa dýrs, pungrotta, er
ekki gefið í íslenzkum orðabók-
um. Hins vegar er þar að
finna naínið pokarotta, sem á
dönsku er útlagt pungrotta, en á
latínu heitir didelphis í Orðabók
Sigfúsar Blöndals. í sömu bók
em pokadýr nefnd öðru nafni
pungdýr, svo að Velvakandi teloir
allt benda til þess, að pungrotta
sé sarna og pokarotta. í útlendum
fræðibókum er þess getið að þessi
rottufcegund hafi tíu framtennur
í efra skolti, en átta í þeim neðri.
Að öðm leyti er spurningu krafts
idiots vísað til sérfræðings um
þessa dýrategund og mun leitazt
við að veita svömm rúm hér í
dálkunum.
BÍLAR - BÍLAR
Höfum kaupendur að nýlegum 5 manna bílum,
einnig að góðum vörubílum.
BÍLA OG BÚVÉLASALAN
v/Miklatorg, sími 2-31-36.