Morgunblaðið - 22.01.1969, Síða 13

Morgunblaðið - 22.01.1969, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 196«. 13 Þekktu sjálfan þig — segir Frakkinn Michel Sallé i lokakafla doktorsrif- gerðar um efnahagsmál og stjórnmál á íslandi Ungur Frakki, Michel Sallé að nafni, varði í haust dokt- orsritg'erð við Sorbonne há- skóia um efnahagsmál og stjórnmál á tslandi. Ritgerð- in er 400 bls. í stóru broti og var hún varin 3. október Við stjórnvísindadeild Svarta- skóla í París. Andmælendur voru prófessorar í landafræði og sérfræðingar um Norður- landamál. Að vörninni lok- inni, þar sem margvíslegar spurningar voru lagðar fyrir doktorsefnið, hlaut Sallé lof- samlega dóma fyrir verkefn'i sitt. Michel Sallé dvaldi á ís- landi í tvö ár, meðan hann vann að ritgerð sinni, eða 1965-1967, bjó þá á Nýja Garði og vann að upplýsingasöfn- un, jafnframt því sem hann kynntist atvinnulífinu með því að vinna ýmiskonar störf, í frystihúsi, vlð höfnina, á fiskibáti, við kennslu o.fl. Þá skrifaði hann 1—2 greinar í Morgunblaðið um frönsk stjórnmál. Fréttamaður Mbl. hitti Sallé snöggvast í París nokkrum vikum eftir að hann varði ritgerð sína, en þá var hann að búa sig undír að fara tii Haiti, þar sem hann ætlaði að vinna á veg- um franskra stjórnarvalda í tvö ár. Ritgerðin skiptist aðallega í þrjá kafla með formála og niðurstöðum. Fyrsti kaflinn fjallar um íslenzkt þjóðfélag, næsti um efnahagslífíð á Is- landi og sá þriðji um stjóm- mál hér á landi. Kveðst höf- undur hafa notað allar til- tækar ritaðar heimildir en þar sem þær séu af ákaflega skornum skammti, þá hafi hann orðið að gera eigin kannanir og byggja á dagleg- um blaðalestri, viðtölum við fjölda manna, þar á meðal stjórnmáiamenn, setu á stjórn málafundum, kannanir o.s. frv. Reynir höfundur að gera sér grein fyrir ýmsum þátt- um í íslenzku þjóðlífi á hlut- lægan og félagsfræðilegan hátt. Mbi. hefur þýtt loka- kaflann, sem er almenn nið- urstaða og birtist hann hér- með. velli, og einnig í Tímagrein 17.1 1968: „Reynt að fækka útlend- ingum, sem eru í vinnu hér- ieindLs' Og uppitekiin ummæli vara form, Dagsbrún ar um að 25 Sví- ar vinni við göngin í Búrfelld, en verkalýðsfélögin telji að fslend- ingar séu nú að fá aukna þekk- ingu á því verki. íslendingar half.i semsagt alígeran fongang) Og maður verður var við sömu and- stæðurnar í smekk fyrir tækni- legar og listrænar nútímastefn- ur og hins vegar stöðugar yfir- lýsingar um sjáilfstæðisvitund sem á mangan hátt er tímátals- skekkja. Skýringin á þessu viðhorfi, þessum „komplexum", er fámenn ið á íslandi og minningar frá ný- lenduárunum. Það síðarnefnda er enn nálægt í tíma. Aðeins eru liðin 50 ár frá því fullveldi var náð. Þá voru sumir af núver- andi leiðtogunum unglingar, sem á þeim árum feomust í fyrstu snertingu við vandamál stjórnmálanna. Það er ekki und arlegt þó það hafi meðal annars sett mörk sín á hugarfar þeirra. Ótal vandræði, sem heimurinn hefur síðan, fengið að reyna, sýna fram á að engu er að treysta. Þessvegna var um tvennt að velja. Að fela sig vernd einhvers stórveldis eða að lýsa við hvert tækifæiri yfir sér- stöðu sinni og sjálfstæði. Eins og áður er ádrepið, er valdð milli þessara tveggja viðhorfa, eða kannski er jafnvægið milli þess- ara tveggja þátta stóra vanda- málið í íslenzkum stjórnmálum. Þannig hefur það verið í 27 ár og maður gæti spunt sjálfan sig, hvernig stjórnmá'laþróun hefði orðið á íslandi án bandarísku herstöðvarinnar í Keflavík. Þó hefur margt breytzt í heiminum síðan 1941. Hvað ógnar sjálfstæði íslands? Hver ógnar því? Hvað er ná- kvæmlega sjálfstæði á árinu 1970? Slíkum spurningum velta stjórnmálaáhugamenn aldrei fyr ir sér í alvöru. Pétur Thórsteinsson og Hall- dór Killjan Laxness gera hik- laust ráð fyrir því í tilvitnun- unum hér að framan, að aðrir hafi áhuga á landi þeirra. Það er rétt að „útlendingar skilja ekki“ ísland og íslendinga, en stafar það ekki einfaldlega af því að þeir kryfja ekki sjálfir málin til mergjar. íslenzk þjóðernisstefna á vissu- lega erfitt með að viðurkenna það, sem þó er vafalaust rétt: umheimurinn þekkir ekki fs- land. Þess vegna ógmar því beinlínis enginn. Maður hefur engar fregnir af smáu löndun- um, nema þegar þar eru einhver vandræði, og því má ve'l líta á þessa fáfræði um ísland sem ó- beint hrós. Nú á atómöld, þegar flug- skeyti, staðsett á meginlöndum, draga að mestu úr hernaðarmik ilvægi Keflavíkurstöðvarinnar, þá er ekki það stórveldi til, sem sækist eftir því að koma sínum fána í sæti þríiita íslenzka fán- ans. Hættan liggur annars staðar. Um það getur enginn verið í vafa. Hættan á að ísiand missi sjálfstæði siitit er ekki bein, held ur óbein, og er í því fólgin að það verði of háð efnahagslega. íslenzkir stjórnmálamenn virð ast eiga erfitt með að gera sér í hugarlund stefnu, er ekki er inn blásin af hinum gamla anda, sem enn er svo lifandi í landi þeirra. Eina úrlausnin, sem stungið er upp á, er sú að loka landamær- unum, einangra sig frá hinum stóru efnahagslegu heildum, sem nú eru að myndast í Evrópu, hafna erlendu fjármagni, senda burt „hernámsliðið" o.s.frv. Þegar þeir skilja, þrátt fyrir allt, að slík stefna er einhver sú óheppilegasta sem hugsasit get- ar, þegar til lengdar 'lætur, þá eiga þeir í mesta basli með að fá að halda landinu opnu. Þrem ur mánuðum eftir gengisfelling- una í nóvember 1967 voru menn enn að ræða um formið á niður- fellingu tolla, sem vonast var til að kæmi í veg fyrir verðhækk- anirnar. Ekki skyldi maður ímynda sér að ísilendingar geri sér ekki grein fyrir þeim breytingum, sem eru að gerast í kringúm þá. Samt sem áður taka þeir upp baráttu gegn horfinni hættu, en loka augunum fyrir annarri, sem ekki er síður raunhæf, svo ekki sé meira sagt. Á þann hátt að opna út til umheimsins, mundi Island geta vísað hættunni á bug, með því að beita varfærinni pólitík, en fyrsta ski'lyrðið til þess er gamla viturlega máltækið: „Þekktu sjálfan þig“. Erlendur Jónsson skriíar um BÓKMENNTIR DJARFUR 0G ÓTRAUÐUR Hinn 1. desember 1968, 50 ár- um eftir að íslendingar lýstu yf- ir fullveldi, líta þeir yfir farinn veg og beina sjónum sínum til framtíðarinnar. Undanfarandi fimm áratugir hafa þó ómótmæl- anlega verið einstakur framfara- tími í sögu Isilands. Þessar framfarir eru fyrst og fremst í því fólgnar að fu'll- komnu sjálfstæði er náð. Einnig í stórkostlegri efnahagslegri og þjóðfélagslegri umbyltingu, svo að íslendingar eru nú meðal efn- aðasta fólks í Evrópu. Samfara þessum bætta efnahag, hefur orð ið róttæk bylting á öllum lifn- aðarháttum. Á 30 árum hafa fs- lendingar tekið stökkið frá smá- hestunum til þotanna frá torf- bæjum til steinsteyptra íbúða eða einbý'lishúsa. Eins og í Frakklandi á hver íbúi á íálandi af hverjum fimm bíl og eins og í Danmörku hefur einn íbúi af hver jum þremur síma .. . Annað athyglisvert er það, að jafnvægi hefur haldizt gegnum þessa umbyltingu. Hún hefur ekki lagt hömlur á stjórnmála- stofnanir eða starfsemi þeirra. Aldrei hafa ríkisafskipti á ís- landi gripið fram í fyrir rök- réttum og skjóitum framförum á sviði efnahags og þjóðfélags- mála. Frjálslyndi, umburðarlyndi og virðing fyrir öðrum hafa verið aðalþættirnir í þeirri byltingu, sem landið hefur gengið í gegn- um og gengur enn í gegnum. Þar má bæta við, að vítt er til veggja. Hvergi annars staðar í Evrópu hefur maðurinn á tilfinningunni slíkt frjálsræði. Flestir fslendingar vita, að þeir tala með fullum rétti um mikinn árangur og eru með réttu Stoltir af því. Pétur Thorsteinsson, sendi- herra fslands í Bandaríkjunum, útskýrir fyrir Vestur-fslending- um: „Útlendingar eiga erfitt með að skilja hvernig þessi litla þjóð getur lifað svo nálægt heimskautsbaug, á mörkum hins byggilega heims, eins og stund- um er sagt.“ Og Halldór Kiljan Laxness gengur enn lengra: „Sem betur fer skilja útlendingar ekki ís- lenzkt sálarlíf, þó þeir hafi það fyrir augunum og sjái það að verki“. Satt að segja ligigur við að maður spyrji hvort fslending ar sjálfir „skilji“. Oft kom það fyrir, meðan unnið var að þessu verki, að fram í dagsiljósið var dreginn skortur á þekkingu fs- lendinga á sjá'lfum sér. Þekking arskortur, sem enginn útlendingur getur bætt úr. Ég leyfi mér að segja, að fs- lendingar hafa yfirleitt ekki á- huga á annarri mynd af sjálf- um sér en þeirri sem þeir vilja geta sýnt útlendingum, eins og þeir sýna þeim heitu uppsprétt- urnar sínar. Enginn íslending- ur spyr hvernig ísland og íslendingar verði næsta ár. Ef til vill er þetta hugsunarleysi, og vissulega forsjálni. Svefngöngu- maður forðast að horfa í djúp- ið fyrir fótum sér. Útlendingar eins og ég, hefð- um vi'ljað „skilja“. Mörgum spurningum, sem hafa verið bormar fram, annað hvort opin- skátt eða óbeint, er enn ósvar- að. Þó þetta land sé lítt þekkt, þá skipar það á sinn hátt sitt ákveðna sæti: „land andstæðn- anna“, „land elds og ísa“. Þó undarlegt sé, þá er svo mikið til í þessu: ísland er „land and- stæðnanna", bæði hvað snertir náttúruna og þjóðfélagið. Land andstæðna, jafnvel mót- sagna: milli hinna háþróuðu lifn aðarhátta íbúanna og óstöð- ugleika í þróun kerfisins, sem þeir hvíla á, miili dirfsku og hæfni þeirra sem framkvæma verkin og þröngsýni og kjark- 'leysis í forustu félagsmála oig stjórnmála, þar með talin stjórn- arandstaðan, jafnvel þó allir séu af sömu rót runnir, milli þessara hálf-samhljóða skoðana og djúp stæðs klofnings, sem stjórnmála- flokkarnir virðast spegla. Andstæðurnar eru fleiri, og sú sem síðasit er talin, virðist mér mest: að fornri hefð er ís- land opið land út á við, fslend- ingar opnir fyrir ö'llu því sem er að gerast. Samhliða þessari hefð, sem var nauðsynlegt svar við landfræðilegri einangrun, er viðhorf, sem ber blæ af útlend- ingahatri eða jafnvel kynþátta- hatri (neðanmáls vitnar höfund- ur í það, að svertingjar eru aldrei í liðinu á Keflavíkurflug- Þorsteinn Thorarensen: GRÓANDI ÞJÓÐLÍF, 520 bls. Bókaútg. Fjölvi. Rvík 1968. ÞORSTEINN Thorarensen á sem söguritari fáa sína líka. Af- kastameiri er hann en aðrir sögu ritarar íslenzkir, lífs og liðnir, ef einna helzt er undam skilinn Páll Eggert Ólason. Að öðru leyti tjóir ekki að bera Þorsteinn saman við Pál Eggert né aðra sagnaritara. Söguritun Þorsteins ber t. d. litinn svip þeirra varfærnislegu,i en Jafnframt deyfðarlegu vinnu- bragða, sem kenna mætti hér við akademíska söguritun. Ekki teijast verk Þorsteins heidur til albýðlegrar fræðimennsku, þó þau líkist henni fremur, eins og hún gerist bezt, heldur en hinni akademísku. Margt má finna sameiginlegt með ritum Þorsteins og ýmsurn sagnfræðilegum skáldverkum, margt nema auðvitað það, að rit Þnrsteins eru ekki skáldiskapur, heidur sagnfræði. Þorsteinn er ekki bundinn af virðulegum prófgráðum sem sagn fræðingur, því hann er lögfræð- ingur að menntun. Páll Eggert var raunar einnig lögfræðingur, þó hann yrði seinna doktor í sögufræðum. Ef þessir tveir menn hefðu haldið að sér hönd- um — hefðu þá eimhverjir aðrir og „lærðari" menn unnið verk þeirra og unnið þau betur? Vafa samt verður það nú að teljast. Ef allt væri með felldu, ættu háar prófgráður í fræðigrein að vera mönnum hvatning til afreka. En sú hefur ekki ávallt orðið raunin hérlendis. Þvert á móti hefur virzf sem menm væru því tregari til að skrifa saman rit um fræði sín, því hærri prófgráður og titla sem þeir bera framan við nöfn sín. Og til eru lærðir menn, sem eru sennilega ritfærir, en sýnast þó hvergi þora sig að hræra af ótta við, að álit það, sem þeir hafa áunnið sér með prófunum muni glatast, jafn- skjótt sem þeir afhjúpi hæfiLeika sína svo berlega sem að skrifa bækur handa almenningi. Að vísu kann þetta nú að horfa til batnaðau*. Allt um það má segja bæði í gamni og alvöru, að Þorsteinn sé — eins og líklega raun ber vitni — frjáls að segja það, sem hon- um sýnist, af því hann hafi engu löghelguðu sagnfræðingsáliti að tapa. Hann liggur ekki heldur á því, sem honum dettur í hug. Vitanlega má ýmislegt út á sögurit Þorsteins setja. Til eru rit með færri prentvillum, í Gró- andi þjóðlífi rakst ég á örnefni, sem nefnt er í fleirtölu í stað eintölu. Bæjarnafn, sem nokkr- um sinnum kemur fyrir, er á ein- um stað lítið eitt brenglað. Nafn konu nokkurrar, sem nefnd er fá- einum sinnum á sömu opnunni, hefur í eitt skiptið skekkzt svo, að konan heitir þar allt öðru nafni. Villur af þessu tagi prýða enga bók, og sumir vilja heldur skrifa ekki par en eiga á hættu, að islíkt og þvílíkt hendi þá; lata ekki prenta neitt eftir sig, fyrr en þeir eru búnir að þaulprófa hvert nafn og hvert ártal í upp- kasti, handriti og próförkum. En rit, sem samin eru með svo mik- illi varúð, þurfa ekla að hafa neitt annað til síns ágætis, hvað mörg dæmi líka sanna. Það, sem fundið verður að þessu mikla riti Þorsteins, má flest rekja til mistaka varðandi frágang þess og útgáfu; telst víst flest til pennavillna eða prent- villna, ef grannt er skoðað. Ég vík ekki að þessu hér vegna þess, að mér þyki villurnar svo margar og miklar, að til stórlýta sé í ritinu, ef það er skoðað, eins og það kemur fyrir, heldur sök- um hins, að ég hef orðið þess var, að menn hafa hengt hatt sinn á þassar smávillur í þeim sýnilega tilgangi að gera lítið úr ritinu, einkum fyrst eftir að það fór af stað. Vera má, að sú til- hneiging hafi í og með sprottið af því, að mönnum þyki Þor- steinn vera grunsamlega dug- legur höfundur, telji, að hann gefi sér ekki tíma til að vanda sig. En séu hlutirnir skoðaðir þannig, tel ég, að verk Þorsteins sé rangmetið, ef ég skil ætlun hans rétt. Þorsteinn er fyrst og fremst rithöfundur þó hann sé líka sögumaður, og sem rithöf- undur er hanm óragur og alger- lega óþvingaður. Ekki fer á milli mála, að Þor- steinn hefur viðað að sér ógrynn um h'eimilda. í því liggur mikil vinna, æm heyrir þó hvorki til fræðistörfum né ritstörfum bein- línis. Ekki hefði verið á allra færi Framhald á bls. 15

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.