Morgunblaðið - 22.01.1969, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 22.01.1969, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 1969 JANE MOORE: r*i i rUJLi- .— Þér hafið sennilega ekki enn hitt ungfrú Joy Francis, hélt hann áfram. — Ungfrú Fran- cis, — ungfrú Brown. Svo að þetta er þá þessi feg- urðardís félagsins, sem ég hef verið að heyra talað um, hugsaði Lísa. Þegar þær tókust í hend- ur sá hún að ljósa hárið var ekki eðlilegt, augun óþarflega náin og axlirnar blettóttar, enda þótt reynt hefði verið að dylja það með smyrslum. — Sælar, sagði Lísa. Halló! sagði Joy Franci,s og leit á hana eins og hún hefði verið beðin um að vera altilleg við vinnukonu. — Hafið þér fengið kvöld- verð? spurði forstjórinn. — Hvernig væri að fá sér eitthvað að drekka? Lísa var ekki viss um, hvort hann væri að bjóða henni að borða með þeim eða ekki, svo að hún sagði: — Ég ætla að borða með nokkrum af áhöfninni, en ég vildi gjarna þiggja eitt glas. En ég ætti fyrst að fara og þvo mér. — Sírtónusafi með vatni og ís, þakka yður fyrir, sagði hún og flýtti sér svo að taka upp tösk- una sína. í háa forsalnum hitti hún Benny. Hún flýtti sér að segja honum hvað gerzt hafði, og sagð ist mundu koma til þeirra eftir stutta stund. Þegar hún kom aftur að borð- inu stóra mannsins, var hún orðin fullkomlega róleg aftur. Þau töluðu mestmegnis um starf sitt og hún hlustaði til þess að geta lært eitthvað af því. Læknirinn skýrði frá því, að þau þrjú væru að fara í eftirlitsferð til fjar- lægari Austurlanda, með flug- vélum annarra þjóða. Þau spurðu um álit hennar á því að hafa börn fyrir farþega, svo um vatnsbirgðir og ávexti sem kæmi um borð. Læknirinn skrif- aði hjá sér fáein svör hennar. Joy Francis virtist láta sér leiðast og hafði lítið til málanna að leggja um það, sem talið sner ist um, og var ekkert að leyna létti sínum þegar Lísa stóð upp og sagðist verða að fara. Hún sagð- ist ekki vilja láta strákana bíða eftir sér, og þakkaði fyrir sig. — Ég verð að segja yður, að þér hafið þegar orð á ýður fyr- ir að láta ekki yðar hlut eftir liggja, sagði forstjórinn, — en lát ið það samt ekki rugla fyrir yð- ur, góða mín. Þér munuð þurfa á öllum yðar viljastyrk að halda, ef þér eigið að standast prófið. Það sem þér gerðuð í kvöld var ekki skynsamlegt. Gerið það bara ekki aftur. Um leið og Lísa gekk frá þeim, velti hún því fyrir sér, hvort hann með þessu ætti við afskipti hennar af hundinum, eða hitt, að hún vildi ekki þiggja 12 boð hans til kvöldverðar. Ef það væri hið síðarnefnda kynni hún að hafa hagað sér heimsku- lega. Kannski fengi hún aldrei sama tækifæri aftur. Ef það væri hið fyrrnefnda, þá var líklega bezt að láta sem hún sæi ekki, ef slíkt kæmi fyrir aftur. Þó yrði það ekki auðvelt. Hún von aði að hún yrði ekki rekin. En hún vissi, að hún myndi kvelj- ast af áhyggjum út af þessu, Fleiri og fleiri nota Johns- Manville glerullareinangrun- ina með álpappírnum, enda eitt bezta einangrunar- efnið og jafnframt það langódýrasta. Þér greiðið álíka fyrir 4” J-M glerull og 214” frauð- plasteinangrun og fáið auk þess álpappír með! Jafnvel flugfragt borgar sig. Sendum um land allt — Jón Loftsson hf. Hringbraut 121. - Sími 10600. NORFÆNA HÖSIÐ POHJOLAN TAIO NORDENS HUS Norræna Húsið gengst fyrir kynningu á dönskum. bók- menntum í kvöld og annað kvöld kl. 20 stundvíslega. Hin kunnu, ungu skáld KLAUS RIFBJERG, INGER CHRISTENSEN, JÖRGEN GUSTAVA BRANDT og /BENNY ANDERSEN munu lesa upp og fleira verður á dagskrá. Allir vel'komnir á meðan húsrúm leyfir. NORRÆNA HÚSIÐ. sssSSST á sólarhrtog - * B{Uendum að liringíai ~~ 0 ^ car rental serwice © Rauðarár'stíg 31 — Sími 22023 — Hvað skyldi Lilli litli kaup x fyrir peningana, sem hann fékk á afmælinu. að minnsta kosti það sem eftir væri ferðarinnar. En það var Benny, sem hugg- aði hana nú sem endranær. Þau voru á leið til London og hún var enn að gera sér rellu út af þessu, sem kom fyrir í Basra. — Hvað heldurðu að það verði langt þangað til ég fæ reisu- passann? spurði hún þjóninn, þegar þau voru að gera upp kass ann fyrir barinn. — O, gleymdu því bara telpa mín. — Þú verður ekkert rekin. Sá gamli veit, að hann má þakka fyrir að hafa þig. Ef hann fer að skamma þig, skaltu bara svara honum fullum hálsi. Það kann hann bezt við. Ég þekki hann. og er ekkert að gera að gamni mínu. Ég hef komið fyrir réttinn oftar en einu sinni, og hér er ég fékk. Fékk meira að segja kauphækkun í öll skiptin! Síð- ast þegar hans hátign sendi eft ir Benny Cogan, segir hann.: „Cogan, félagið hefur fengið kvörtun frá farþega sem fór frá Calcutta til Karachi, þar sem þér voruð um borð. Á þessari leið var það eina, sem hann fékk að éta, gamlar samlokur og hnefafylli af kirsiberjum: Hvað hafið þér að segja við þessu, Cogan?“ „Jú, herra, segi ég, „ég get bara ekki hugsað mér, hvar hann hefur getað náð í kirsi- ber!“ — Veiztu hvað skeði, telpa mín? hélt hann áfram, en Lísa gat ekki annað en hlegið. — Já, þetta sama gerði hann. Ætlaði alveg að springa af hlátri Þú skilur, ég vissi, að hann vissi, að á þessum tíma var up«p- reisn í Calcutta. Við fengum eng ar matarbirgðir. Þessi náungi var sá eini, sem var svo óhepp- inn að fara út í Karachi, þar sem við keyptum-aftur mat. Alls- konar kræsingar, manneskja! Jæja, víst var um það, að ég heyrði ekki af þessu meira. Og hann gaf mér rokna vindil í þokkabót, og um næstu jól var ég hækkaður um fimmtíu pund! Eftir því sem vikurnar liðu og Lísu varð það ljóst, að hún yrði ekki rekin né heldur áminnt 22. JANÚAR 1969 Hrúturinn 21. marz — 19 apríl Þú leysir störf þín óaðfinnanlega af hendi, þótt yfirboðurum þínum finnist annað Láttu það ekki á þig bíta. Sambandið við aðila af hinu kyninu getur orðið þér til uppörvunar og ánægju. Nautið 20. apríl — 20. maí Þvergirðingsháttur þinn er meiri en við verði unað. Sjálfs- traust þitt er fullmikið, og ættirðu að líita sjálfan þig gagn- rýnistegri augum. Tv'burarnir 21. maí — 20. júní Hæfileikar þínir til að miðla málum njóta sín til fullnustu í dag. Áður en þú gefur yfirlýsingar skaltu vita vissu þína og ílana hvergi að neinu. Krabbinn 21. júní — 22. júlí Þú hefur einbeitt þér að ákveðnu og allþýðingarmiklu verk- efni undanfarið og ættir nú hvað úr hverju að uppskera laun erfiðis þíns. Vertu með vinum þínum í kvöld. Ljónið 23. júlí — 22. ágúst Þú skalt gera áætlanir um nýtt verkefni og gæta þess að hafa fleiri með í ráðum og leggja eyrun við, ef einhverjir vilja ráða þér heilt. Forðastu að vera mikið á ferli í umferðinni. Jómfrúin 23. ágúst— 22. september Þú átt í sálarstríði og því er hætt við að dómgreind þinni sé ekki fullkomlega treystandi. Varastu að draga of fljótfæmis- legar ályktanir, þótt þér berist sitthvað til eyrna. Vogin 23. september — 22. október Þrautseigja þín er allrar virðingar verð, og þú munt sann- reyna að nú fer öllu að miða í réttar áttir. Vertu gætinn í peningamálum, en þó ekki nízkur. Drekinn 23. október — 21. nóvember Þér finnst vinur hafa brugðizt þér, en aðgættu, hvort þú berð ekki sjálfur nokkra ábyrgð á þvi, hvernig farið hefur. Endur- skoðaðu fjárhag heimilisins af raunsæi. Bogamaðurinn 22. nóvember — 21. desember Ferðalög eru hagstæð í dag og ættirðu ekki að lita gullvægt tækifæri þér úr greipum ganga. Nýjar hugmyndir eru að brjótast um í kollinum á þér. Saltaðu þær um sinn. Steingeitin 22. desember — 20. janúar Eigingirni þín virðist stundum takmarkalaus og hlífðarleysi þitt við tilfinningar annarra er vítavert. Reyndu að bæta ráð þitt og það hið snarasta. Vatnsberinn 21. janúar — 19. febrúar Verk þín em metin að verðleikum og ber að sjálfsögðu að fagna þvi. Vanræktu ekki heimili og ættingja. Vertu ekki of opinskár. Fiskarnir 20. febrúar — 20. marz Ymislegt er að gerast í kringum þig, eem þú veitir ekki nægjanlega eftirtekt Hafðu hugfast, að það era ekki alltaf stór- atburðirnir sem hafa mest áhrif á gang mála.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.