Morgunblaðið - 22.01.1969, Blaðsíða 22
22
MOKCUNÍJLADIÐ, Mlö'VIKUDAOt'K 22. JÁIÍÚAH 1969.
Sparta Prag gegn Lands-
liðinu í kvöld —
— búast má v/ð góðum leik
Úr leik Fram og Vals á sunnudaginn. LandsliSsmaðurinn Bjarnl
Jónsson hindraður á linu.
Fréttamenn berja á
landsliöskempum —
— rúsinan i enda Tékkaheimsóknar
TÉKKNESKA körfuknattleiks-
liðið Sparta Prag kom til Reykja-
víkur í nótt, og leikur í kvöld
við landsliðið í Laugardalshöll-
inni og hefst leikurinn klukkan
20.15. Tékkamir hafa verið á
ferðalagi í Bandaríkjunum und-
anfarnar vikur, eða síðan þeir
yfirgáfu ísland um miðjan des-
ember, eftir að hafa sigrað lands-
lið okkar með 76 stigum gegn
62. Nú er Sparta Prag á heim-
leið eftir mjög sigursæla ferð.
Eins og fram kom hér á síðunni
í gær, gekk þeim mjög vel í
leikjum sínum í Bandaríkjunum
og er því von á góðum leik í
kvöld ef íslenzka liðinu tekst
vel upp. Landsliðið hefur búið
sig mjög vel undir þennan leik,
leikið fjölda æfingaleikja við lið
af Keflavíkurflugvelli og félags-
lið í Reykjavík, og mætir því til
hafði verið valinn fyrirliðí hand-
knattleikslandsliðsins á móti
Spánverjum, mun ekki taka þátt
í leikjunum. í viðtali við Mbl. í
gær, sagðist Ingólfur ekki telja
sig nógu góðan núna til þess að
leika með landsliðinu, og þá væri
sjálfsagt að annar frískari mað-
Ur kæmi í sinn stað.
— Ég geri mér ekki grein fyrir
ástæðu þess að ég hef verið held-
■ur slakur að undanförnu, sagði
•Ingólfur. — Þetta getur auðvitað
alltaf komið fyrir að maður eigi
slæmt tímabil, og við því er
ekkert að gera annað en að halda
áfram að æfa og gefast ekki upp.
•Vonandi verð ég fljótlega það
góður aftur að ég eigi erindi í
landsliðið.
— Hefur þú æft nokkuð minna
múna en áður?
— Nei, síður en svo, en ég hef
leiks eins sterkt og orðið getur.
Tékkneska liðið er einnig í topp
þjálfun eftir hina miklu æfingar-
ferð til Bandaríkjanna eins og að
ofan getur.
OANSKA blaðið B.T. skýrir ný-
lega frá því, að íslendingar
munu ekki vilja taka á móti lið-
inu MK 31, nema bezti maður
þess, Max Nielsen komi með því.
Nielsen er einn af beztu hand-
knattleiksmönnum Dana og hef-
veTÍð dálítið frá vegna veikinda
og meiðsla.
„Danir eru grófustu handknatt-
leiksmenn í heimi“, var einkunn-
in sem Norðmenn gáfu Dönum
að loknum landsleiknum í KB-
höllinni á dögunum, er lauk með
sigri Dana 19-18. Sérstaklega
voru Norðmenn óánægðir með
Gert Andersen (er lék hér með
H.G.). „Það er hneyksli fyrir
danskan handknattleik að hafa
Ástæða er til þess að hvetja
fólk til þess að koma og styðja
landsliðið til dáða. í leikhléi
munu íþróttafréttaritarar leika
gegn fyrsta íslenzka landsliðinu
i körfuknattleik, eins og getið
er annars staðar á síðunni, og
ætti það að verða áhorfendum
góð skemmtun, en fréttamenn
eru þekktir fyrir frækin afrek á
íþróttasviðinu, ekki aðeins skrif-
lega heldur einnig verklega.
ur skorað flest mörk liðsins í
dönsku deildakeppninni í ár. Að
undanförnu hefur hann hins veg-
ar átt við meiðsli að stríða og
ekki getað verið með sem skyldi.
Mbl. hafði samband við for-
ráðamenn handknattleiksdeildar
Vals, sem býður MK hingað.
Sögðu þeir, að ekki hefði verið
gerð nein sérstök krafa um að
Max Nielsen kæmi með liðinu,
heldur einungis væri skýrt fram
tekið í samningum við liðið, að
það yrði að koma með alla sína
beztu menn hingað. Er afstaða
Valsmanna skiljanleg, þar sem
oftsinnis hefur komið fyrir, að
erlend lið hafa ekki komið með
sína beztu menn, og síðan notað
það sem ástæðu og afsökun fyrir
tapi í leikjum hérlendis.
slíkan mann í liðinu og það var
hneyksli að 'hann skyldi ekki
vera rekinn út af í leiknum",
sö.gðu Norðmenn. Danir segja
hins vegar fátt um ásakanir Norð
manna, annað en það, að þeir
hafi verið ákveðnir að vinna
þennan leik — en Danir hafa
jafnan beðið ósigur er þessi lönd
hafa keppt sl. þrjú ár.
f LEIKHLÉI í leik tékkneska liðs
ins Sparta Prag og íslenzka lands
liðsins í íþróttahöllinni í kvöld,
fer fram mikil og væntanlega
skemmtileg keppni. Þá eigast við
í stuttum körfuknattleiksleik
íþróttafréttaritarar blaða og út-
varps og leikmenn úr fyrsta ís-
lenzka landsliðinu í körfuknatt-
leik, en ísland lék sinn fyrsta
landsleik í körfuknattleik fyrir
tæpum tíu árum.
Liðin sem berjast í þessum
leik í kvöld eru þannig skipuð:
Gamlir lanidsliðsmenn: Guðmund
ur Árnason, KFR, Guðni Guðna-
son ÍS, Ingi Gunnarsson ÍKF,
Ingi Þorsteinsson, KFR, Jón Ey-
steinsson ÍS, Ólafur Thorlacius
og Þórir Arinbjarnason, ÉS.
íþróttafréttamenn: Fyrir Al-
þýðublaðið Örn Eiðsson, Morg-
unblaðið Atli Steinarsson, Björn
Vignir, Einar Matthíasson, Stein
ar J. Lúðvíksson, Tíminn Alfreð
Þorsteinsson, Hilmar Viktorsson,
Útvarp: Jón Ásgeirsson, Vísir
Hermann Gunnarsson, Jón Birg
ir Pétursson, Þjóðviljinn Sigur-
dór Sigurdórsson.
Dómarar í leiknum verða Bogi
Þorsteinsson, formaður Körfu-
knattleikssambandsins, og hefur
hann heitið því að vera hlutlaus,
ef hann slysast til þess að dæma
eitthvað og Sigurður Sigurðsson
mun handleika hina flautuna, en
eins og rnenn vita er notað
tveggja dómara kerfi í körfuknatt
leik. Sigurður er formaður Blaða
mannafélagsins og þar sem hans
stéttarbræður eiga þarna í hlut
er þess að vænta að beiti flaut-
unni eins og bezt þykir hverju
sinni, stéttinni til hagsbóta. Þess
er vænzt að leikurinn verði
skemmtilegur, þó sýnt sé að
landsliðskempurnar séu mun bet
ur búnir að verklegri þekkingu.
Tel mig ekki nógu
góðcm í lcmdsliðið
— Ingólfur Oskarsson mun ekki
leika með gegn Spánverjum
INGÓLFUR ÓSKARSSON, er
MK 31 verður að
koma með sína beztu
Framhald á bls. 23
Grófustu handknatt-
leiksmenn í heimi
með strákunum
— og kenni þeim þær listir sem ég get,
sagði Albert Guðmundsson form. KSÍ
„Landsliðið" í knattspymu
hefur nú lokið átta æfinga-
leikjum, samkvæmt hinni ný-
stárlegu vetraræfingaáætlun
K.S.Í., sem hleypt var af
stokkunum með komu Alberts
Guðmundssonar í formanns-
sæti K.S.Í. Sjálfur er Albert
viðstaddur alla leiki liðsins,
ræðir af eldmóði við piltana
um einstök atriði, sem fyrir
koma í leikjunum og það er
einmitt ein ástæða þess,
hversu alvarlega piltamir
hafa tekið þetta nýja verk-
efni í knattspyrnunni.
— Ég er mjög ánægður með
útkomuna á æfingunum, sagði
Albert við Mbl. — Aðstæður
hafa nú síðustu helgarnar
verið mjög erfiðar, ísilagðir
vellir, allt upp í 12 stiga frost,
stormar og rok og jafnvel snjó
koma. En þessar erfiðu að-
stæður hafa ekki svipt nokk-
um mann áhuganum. Og þótt
viðurkenna megi, að ekki
hafi fengist það knattspyrnu-
lega gagn af æfingarleikjun-
um sem skyldi, aðstæðnanna
vegna, hefur þetta hert hug
piltanna og það verður ekki
þeirra sök ef árangurinn verð
ur ekki betri en áður.
— Það sem við höfum verið
að vinna að fram að þessu,
hélt Albert áfram, er að skapa
hugarfarsbreytingu hjá liðs-
mönnum, það að breyta vörn
í sókn. Mér hefur runnið til
rifja í mörgum landsleikjum,
að liðsmönnum hefur veriS
skipað í vörn, en engin á-
herzla lögð á takmark leiks-
ins, að skora mörk Með
æfingarleikjum höfum við
lagt áherzlu á að breyta þessu
hugarfari. Og þetta er að
takast hjá okkur.
— Þegar tíðin fer að batna,
og áðurnefndu takmarki er
náð, þá verður áherzla lögð
á önnur og tæknilegri atri'ði
knattspyrnunnar. Þá hefst
þjálfun einstaklingsins — að
ná því bezta út úr hverjum
og einum. Það er þjálfun sem
ekki er hægt að kenna í hóp-
tímum, nema að litlu leytL
Þetta eru einfaldar listir, þá
er þær hafa verið lærðar, en
erfiðari meðan þær eru ólærð
ar. Snöggar bolhreyfingar
geta komið andstæðing —
jafnvel mörgum — út úr jafn
vægi eitt augnablik, augna-
blikið sem þarf til þess að
komast í gegn. Nákvæmni i
sendingum ásamt hugsun ör-
ltíið fram í tímann, þ.e.a.s.
hvað skeður þegar samherj-
inn hefur teki'ð við knettin-
um, getur á sama hátt haft
úrslitaáhrif. Þannig mætti
lengi telja, þó að ekki sé farið
út í „knattspyrnulistir" sem
eru mismunandi eftir því hver
í hlut á, en gefa bæði kjark
og ómetanlegt sjálfstraust á
leikvelli.
Albert sagði, að hann
mundi, þegar færi að vora,
sjást í æfingarbúningi með
landsliðsmönnum.
— Ég kynntist þessum
æfingaraðferðum á sínum
tíma með góðum atvinnulið-
um. Meðan ég get miðlað af
þeirri kunnáttu mun ég gera
þa’ð og er alls ófeiminn við
að fara í æfingagallann, sagði
Albert.
Albert með flautuna.