Morgunblaðið - 22.01.1969, Side 24

Morgunblaðið - 22.01.1969, Side 24
* Heímilístrygging er nauðsyn ALMENNAR TRYGGINGARP RITSTJORN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA*SKRIFSTOFA SÍME 10*100 MIÐVIKUDAGUR 22. JANUAR 1969 Smygl í Skógafossi: Á 3ja hundrað vodkaflöskur UPP hefur komizt um all- mikið smygl í Skógafossi, en skipið kom til Reykjavíkur í fyrradag. Taldi tollgæzlan sig hafa rökstuddan grun um að smygl væri að finna í skip- inu, og í leit í gær og fyrra- dag fundust á 3ja hundrað flöskur af 75% voka og 29 þúsund stykki af vindlingum. Að því er Ólafur Jónsson, tollgæzlustjóri, tjáði Morgun- blaðinu í gær, þá fannst smyglið í nokkrum vistarver- Atvinnumálanefnd ríkisins stofnuð Skipað í atvinnumála nefndir í öllum kjördœmum MORGUNBUAÐinu barst í gær fréttatilkynning frá forsætferáðu neytinu, þar sem greint er frá stofnun og skipun í Atvinnumála nefnd ríkisins, og jafnframt að stofnaðar hefðu verið atvinnu- málanefndir í hverju kjördæmi landsins, þó ein sameiginleg nefnd fyrir Norðurlandskjördæm in tvö. Sem kunnugt er varð samkomu lag um þessi tvö atriði í sl. viku milli ríkisstjórnarinnar, samtaka vinnuveitenda og miðstjórnar Alþýðusambands Islands, er þess ir aðilar undirrituðu víðtækt samkomulag um aðgerðir í at- vinnumálum. Hér á eftir fer fréttatilkynn- ingin í heilu lagi: „Samkvæmt samkomulagi því um aðgerðir í atvinnumálum milli ríkiisstjórnarinnar og sam- taka vinnuveitenda og Alþýðu- sambands fslands, sem undirritað Framhald á bls. 2 Ávísanafalsari handtekinn: Falsaöi ávísanir að upphæð 80 þús. kr. — átti inni dóm RANNSÓKNARLÖGREGLAN í Reykjavik handtók fyrir nokkru 33 ára mann vegna ávísanafals og hafa rannsóknarlögreglunni nú borizt ávísanir að upphæð um 80.000 krónur, sem þessi mað- ur falsaði og ýmist seldi sjálf- ur eða lét aðra selja fyrir sig. Einnig hefur maður þessi orðið uppvís að tveimur innbrotum og nemur þýfið og tjónið, sem hann olli í þeim, 35—40.000 krónum. Maður þessi hefur tvisvar áður fengið dóm fyrir ávísanafals. Maður þessi var handtekinn 10. janúar sl. en þremur vikum áð- ur var hann látinn laus af Litla- Framhald á bls. 23 um áhafnar. Ver'ður leit í skip inu haldið áfram í dag, en búizt var við í gærkvöldi, að málið yrði sent rannsóknar- lögreglunni til frekari rann- sóknar í dag. 70 atvinnulausir í Keflavík SKRAÐIR atvinnuleysingjar í Keflavík eru nú 70 — 36 konur og 34 karlar. Er þetta mest megnis fólk, sem áður hefur unnið við frystihúsm. Allur báta flotinn liggur í höfn vegna verk- falla, og eru sumir hverjir í verkfalli við sjálfa sig, þar sem um er að ræða eigendur bátanna, sem ýmist eru skipstjórar eða vélstjórair, en inn í þessari tölu atvinnuleysingja eru ekki þeir, sem eiga nú í verkföllum. — hsj. Seldi erlendis VÉLSKIPIÐ Ársæll Sigurðsson frá Hafnarfirði, seldi í fyrradag í Grimsby 49.2 tonn fyrir 7.678 punid. Þá mun togarinn Júpíter hafa átt að aelja í gær, en ekki var vitað hvað hann seldi fyrir. Formaður og varaformaður hinnar nýju stjórnar Norræna húss- ins, Ragnar Meinander frá Finnlandi og Egil Thrane frá Dan- mörku. I dag lýkur stjórnarfundi Norræna hússins sem hófst þar í gær. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Ragnar Meinander formaður stjórnar Norræna Húsins STJÓRN Norræna hússins kom saman til fundar í gær kl. 10 fyr- Flugmenn við þjálfun á Grumman-flugbátum MENN urðu varir við það í gær, að óvenju mikil flugumferð var um Reykjavíkurflugvöll, en þar voru allháværir flugbátar sífellt að taka á sig á loft eða lenda. Voru þetta Grumman-flugbátar Landhelgisgæzlunnar, en um þessar mundir er verið að þjálfa flugmenn Landhelgisgæzlunnar á þá. Mun þjálfun þeirra ljúka eft- ir hálfan mánuð, og verða flug- bátarnir þá teknir að fullu í notk un við gæzlustörf. Á meðan þjálf unin fer fram, mun Sif, Douglas vél Landhelgisgæzlunnar, verða ir hádegi. Ræddi fundurinn um ýmis mál varðandi rekstur húss- ins. Kom það m.a. fram að yfir 50 þús. manns hafa heimsótt Nor- ræna húsið síðan það var opnað í ágúst sl. sumar. Ármann Snævarr háskólarekt- or, sem verið hefur formaður stjórnar hússins sl. þrjú ár baðst nú undan endurkosningu. Var Ragnar Meinander frá Finnlandi kjörinn stjórnarformaður í hans stað en Egil Thrane frá Dan- mörku varaformaður. í framkvæmdastjórn hússins voru kjörnir Ragnar Meinander, Egil Thrane og Sigurður Bjarna- son, sem er formaður. Stjórnarfundinum lýkur í dag. „Líklega gaztu þetta af því að þií vissir ekki að það var ekki hægt“ — plastfilmutæki Jóns Þórðarssonar vekur heims- athygli og eykur framleiðslumöguleika um 50-80°/o EINS og frá var skýrt í Morgun- blaðinu sl. haust vakti plast- filmutæki Jóns Þórðarsonar framleiðslustjóra á Reykjalundi mikla athygli á plastsýningu í Noregi. Nú hefur verið stofn- sett sérstakt fyrirtæki í Banda- ríkjunum til framleiðslu á þess- um tækjum og hefur nú þegar verið byggt sérstakt 1400 ferm. verksmiðjuhús, sem áætlað er að stækka um he.ming innan tíðar. Tæki þetta, sem kallast Iceator cooling system hefur vakið heims atíhygli, enda hefur það aukið afkastamöguleika á plastfilmu- framléiðslu um 50—80%. Plastfilmumar eru notaðar í alls kyns plastumbúðir, en tæki sem framleiða þessar plastfilmur hafa verið í notkun víða um heirn undanfarin ár. Plastfilmu- tæki, sem þessi framleiða poka- renninga, sem hafa sérstaka kæl- ingu á plastinu utan á plasthring inn, þegar hann mótast upp úr heitri plastvélinni. Þa sem hefur nú valdið bylt- ingu í þessum efnum er tæki Jóns, sem kælir plastbelginn bæði að utan og innan. Þá hefur þetta nýja tæki Jóns leitt til þess að afkastaaukning slíkra tækja í plastfilmuframleiðslu er 50—80% meiri, en áður var. Kemur þetta' tæki því til me'ð að stórlækka kostnað á slíktun plast filmum fyrir heimsmarkað, og ef til vill verður þetta tæki til þess að það borgi sig fyrir þá sem framleiða t.d. vörur í sekki að nota plastpoka fremur, en pappírspoka. Á blaðamannafundi með Jóni Þórðarsyni, Sveinbimi Jónssyni forstjóra og Páli S. Pálssyni lög- fræðingi Jóns, kom það fram að frá því að Jón fékk þessa hug- mynd fyrir um þrem árum liðu a'ðeins 3 mánuðir þar til tækið var komið í gang á Reykj alundi. Síðan hefur Jón endurbætt tæk- ið til þeirra möguleika, sem það hefur í dag og einmitt þeir möguleikar valda heimsbyltingu á þessu sviði framleiðslu. í Norska tækniblaðinu ,,Plast- ic“ segir svo m.a. um tæki Jóms, sem vakti mesta athygli tækja á mikilli tækjasýningu í Noregi sl. haust, sem fyrr getur um: „Hver hefði getað látið sér detta í hug að mesta uppgötvun á þessari sýningu og mesta tæknibylting á þessu sviði skuli koma frá ís- landi.“ Þá eru ekki síðri ummæli eins Framhald á hls. 3 Jón Þórðarson framleiðslustjórl S.t.B.S. að Reykjalundi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.