Morgunblaðið - 24.01.1969, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.01.1969, Blaðsíða 16
r 16 MORGUNBLAfHÐ, FÖSTUDAGUR 24. JANUAR 1869. Skrifstoíusfarf Opinber stofnun óskar eftir manni til starfa við rann- sóknar- og skrifstofustörf. Laun samkvæmt launa- lögum ríkisins. Umsóknir um nám og fyrri störf óskast sent blað- inu merkt: „ABC — 6120“ fyrir 1. febrúar n.k. GARÐAR GÍSLASON HF. 115 00 BYGGINGAVÖRUR Rappnet, múrhúðunarnet HVERFISGATA 4-6 Nauðungaruppboð sem auiglýst var í 37., 39. og 40. tbl. Lögbárftiwgablaðsin® 1968 á lóð nr. 18 við Shellveg, taillin. eign Ásgeirs Sig- urðssonar, fer fram eftir kröfu Jáns Arasonar hctl., o. fL á eigninni sjáifri, þriðjudaginn 28. j anúar 1969, kl. 10.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 43., 45. og 48. tb4. Lögbirtrngablaðsiíns 1968 á Tungurvegi 44, hér í borg, þingl. eign Sigurðar Lárussonar fer fram eÆtir kröfu Gjalöh eimtunnar í Reykjavik á eigninni sjálfri, þriðjudagimn 28. jan. 1969, kl. 14.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð setn auglýst var í 26., 28. oig 31. tibl. Löglbirtiingablaðsins 1968 á Tungu'vegi 46, hér í bong, þimgl. eign Jóns Björg- vins Magmússonar, fer fram esftir kröfu Araaar Þór hit, á eignirmi sjálfri, þriðjudagkkn 28. jam. 1969, kL 15.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð Eftir ákvörðun skiptaréittair Kópavogs verður haldið opinbert uppboð í skrkfstofu minini að Digranesvegi 10, föstudaginm 31. jamúar 1969 M. 15. Seldir verða 3 víxlar eign þrotabús Þorvaldar As- geirssoraar. að upphæð saontals kr. 90 þús. Víxiamir eru allir útgeifnir 29. jan. 1968 af Ásgeiri Þorval'dssyrai og samþykktir til greiðslu í Iðnaðarbamika ísAands h.f., Reykjarvík arf Bakka hjf., Vonarstræti 12, Reykjarvik, 29. júlí 1969 kr. 30 þús., 30. nóvember 1969 kr. 30 þús. og 31. des. 1969 kr. 30 þús. og álbektir aif útgetfanda og Páli H. Pálssyni, Mávahlíð 47 Reykjavík. Greiðsla fari fraon við hamarshögg. Bæjarfógetinn i Kópavogi. - ÞJÓÐMÁL Fnmbald af bls. 15 þar sem hér var að auki um at- hyglisvert áhorfsmál að ræða tel ég að skilyrðislaust hefði átt að heimila endurtekningu — jafnvel þótt ég sé í ýmsum meginatriðum á öðru máli en Ar- on Guðbrandsson í þessu efni. Útvarpið starfar nefnilega fyr ir fólkið í landinu og það á ekki að þrengja sjóndeildarhring þess heldur víkka hann eftir megni. Píand óskast Lítið píanó eða píanetta úr eik eða tekki óskast til kaups. Uppl. í síma 34410. Affalfnndur Fimleikafélags Hafnarfjarffar verður haldinn fimmtudag- inn 30. jan. rak. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. önnur mál. Stjórnin. Hafsteinn ‘Sigurísson hæstaréttarlögmaffnr Tjarnargötu 14, sími 19813. Það tel ég raunar að útvarp- ið hafi með sóma gert aíðustu árin, eftir að það losaði sig við hina óttablöndnu og misskildu virðingu, sem það áður bar fyr- ir hlutleysisreglunni — moldin mátti þar ekki einu sinni rjúka í roki! Nú heyrast þar einörð og hvöss skoðanaskipti um þau mál, sem efst eru á baugi, í mörgum umraeðuþáttum, og það er skelf- ing mikill munur frá því sem áður var. Þannig gerir útvarpið nú sitt til þess að efla frjálsa skoðanamyndun í landinu. Það er þungt lóð á vogarskálina á móti því flokksræði, sem hefur svo mjög verið gagnrýnt að und- anfömu og andlega frelsið í út- varpinu er, að minni hyggju, ein undirstaða lýðræðislegra stjórnarhátta i öllu þjóðfélag- inu. — Að því er varðar setu for- svarsmanna fjölmiðlunartækja í útvarpsráði, hinna þriggja rit- stjóra, hefi ég ekki þau ár, sem ég hefi verið varamaður í ráð- inu, orðið var við að þeir mis- beittu valdi sínu eða aðstöðu á nokkurn hátt. Það er að vísu rétt, að útvarpið er nokkur sam- keppnisaðili gagnvart blöðunum, en margfalt minni en margur mun hyggja. Því tel ég hvorki þeim né útvarpinu, ógreiði gerð- ur með því að kjósa ritstjóra í ráðið. Blaðamenn og ritstjórar eru nefnilega það fólk, sem gerst metravara, tilbúinn fatnaóur ollt selt fyrir ótrúlega lágt verð. Stærsta útsalan ávallt hjá okkur Austurstræti 9. HÆTTA Á NÆSTA LEITI „Svörtu blettirnir á þessu korti sýna þær byggingar í Strandbaenum, sem Axtel Athos hefur keypt síffastliffinn mánuð.“ „Og nú eigum viff að finna ástæðuna fyrir þessum áhnga hans á hótelum og strandlengjum. Það virðist ekki ýkja erfitt/' —■$— eftir John Saunders og Alden McWilliams ,,Viff bönkum affeins kurteislega á gullslegnar dyrnar, hneigjum okkur hæversklega og spyrjum .......“ „Herra Athos. Hvaða þörf hafiff þér, meff fimm billjónir upp á vasann, fyrir hótel?!“ „Þetta verffur ekki svona auffvelt! Athos hefur aldrei talaff við einn ein- asta blaffamann .... .. Hann heldur sig affallega um borff í snekkju sinni og hefur um hana öfl- ngan vörff,“ Um borff í snekkjunni: „Þú átt að gæta flóans en ekki fljóffs- ins! Standi ég þig að slíku aftur, getur þú snúið aftur til geitanna.“ fylgist með æðaslögum hins dag lega lifs í landinu, og þar sem hlutverk útvarpsráðs er það aff setja saman dagskrá útvarpsins, kemur fróðleikur þeirra og þekking á mönnum og málefnum sem frá einhverju hafa að segja, oft að góðu haldi. Um það má svo aftur deila hvort ekki sé e.t. v. kominn nokkur slagsíða á ráð ið, þegar tæpur helmingur þess eru ritstjórar, svo sem nú er. En því neita ég harðlega, af eigin reynslu, að ritstjórar séu nokkr- ir skaðræðismenn á þessum vett- vangi! Og þetta, sem ég hefi nú sagt gildir einnig að miklu að því er varðar aukningu auglýsinga sjónvarps og útvarps. Af því atr iði þurfa menn raunar ekki að hafa stóran höfuðverk, vegna þess að það er ekki í verkahríng útvarpsráðs samkvæmt lögum að ráðskast með auglýsingar eða fjármál útvarpsins. Þar er fyr- ir að hitta hinn mæta útvarps- stjóra og embættismenn hans, sem gegna því flókna verki með sóma. Og jafnvel þó einhverjir útvarpsráðsmanna létu sér detta í hug þá ósvinnu að vinna aug- lýsingatekjum útvarpsins grand, þá eru þar aðrir fyrir, sem telja að auglýsingar séu einatt bezta efni sjónvarpsins! Svo önnur atriði ættu ef til vill fremur að halda vöku fyrir ungum mönnum og gömlum en þetta, sem hér er minnzt á. RAGNAR KJARTANSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: Það mundi þykja frétt til næsta bæjar ef aðalfundur Flug félags íslands kysi helztu for- svarsmenn Loftleiða í stjórn fyr irtækisins. Líklega yrði uppi fót ur og fit og ekki þykja minni frétt ef forstjóralið SAS-sam- steypunnar væri falin stjómar- störf Loftleiða h.f. — Að sama skapi tel ég óeðlilegt að forsvars menn fjölmiðlunartækja, sem í samkeppni eiga við Ríkisútvarp ið séu valdir til að gæta hags- muna þeirrar stofnunar. Aðstaða slíkra manna er ekki öfundsverð, þegar t.d. staðið er frammi fyrir ákvörðunartöku, er lýtur að hagsmunum Ríkisút- varpsins, gegn hagsmunum ann- arra fjölmiðlunartækja. Trauðla er hægt að búast við því að þeir útvarpsráðsmenn, sem hafa svip aðra hagsmuna að gæta á öðrum en skyldum vettvangi hafi frum kvæði að tillögugerð er miði t.d. að tilraun til að auka auglýs- ingatekjur Sjónvarpsins, en slikt kemur augljóslega fyrst og fremst niður á dagblöðunum. All tént vildi ég sjálfur ekki vera í þeirri aðstöðu. Mér virðist þó vafasamt að settar verði fyrir- hyggjandi reglur um þetta atr- iði — þar verður að ráða dóm- greind þeirra sem að kosningu útvarpsráðs, og annarra hlið- stæðra stofnana standa — og þá ekki síður þeirra sem til stend- ur að kjósa. Mér virðist nokkrum erfiðleik um háð að setja nákvæmar regl ur um endurtekningu útvarps- efnis. — Kann það þó að vera mögulegt. Meðan slíkar reglur eru hinsvegar ekki fyrir hendi hlýtur útvarpsráð að leggja til grundvallar, hvort viðkomandi útvarpsþáttur hefur vakið um- talsverða athygli og hvort út- varpsnotendur í einhverju mæli, óski eftir endurtekningu. Ef svo er á ég erfitt með að sjá að útvarpsráði sé annað fært en að fara eftir óskum umbjóðenda sinna, burtséð frá þvi hvaða per- sónulegt mat útvarpsráðsmenn leggja á þau sjónarmið sem fram koma í viðkomandi þáttum. Að lokum get ég ekki orða bundist en lýst yfir vanþóknun á þeirri taugaveiklun, sem gripið hefur um sig meðal annars skyn- sömustu manna, vegna sjónar- miða Arons Guðbrandssonar. — Hann hefur túlkað sjónarmið sín af festu og kurteisi -— og þó svo að ég voni að hinn frá- leiti gullgjláfi hverfi brátt úr augum þeirra sem af hrifust, finnst mér betur sæma að svara framsettum sjónarmiðum með rökum, en fúkyrðum og bönnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.