Morgunblaðið - 24.01.1969, Blaðsíða 20
20
MORGUMBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1969.
Pabbi íórst og stjúpa mín líka í
bílslysi í fyrra.
— Þá hefur þú fengið þinn
hluta af mæðunni telpa mín. En
ég hefði gaman af að hitta Sím-
on einhverntíma — ef hann er
nokkuð líkur henni mömmu sinni
— æ, ég meina systur sinni —
sagði Benny, en ,en framhaldið
drukknaði í þrálátri hringingu
innan úr káetunni.
Lísa hugsaði með sjálfri sér,
að einhverntíma yrði hún að
leiðrétta þennan misskilning um
skyldleika þeirra Símonar. Ekki
að það stæði svo sem á neinu.
Hún hafði hálfgaman af að eiga
sér þannig fyrirhafnarlítið mis
lita fortíð.
5. kafli
Lísa leit út um gluggann á
bakborða til þess að líta í fyrsta
sinn augum hina frægu borg á
Tigrisbökkum. Þetta hafði ver-
ið erfið ferð frá Nicosia, að
fljúga gegn um frumskóg. Marg
ir farþegar höfðu verið veikir
og henni fannst hún óhrein og
þráði það mest að komast í bað.
Benny hjálpaði henni að greina
vegabréfin í tvær hrúgur. íann
arri voru brezk vegabréf, en
annarra þjóða í hinni.
— Vertu kát, kelli mín, sagði
hann. Ég veit að þú hefur gam-
an af þessari spillingarborg
gömlu kalifanna. Bíddu bara
þangað til þú kemur í knæp-
urnar! Úhú! París er ekkert á
móti þeim.
Lísa, sem hafði alls ekki hugs-
að sér að taka neinn þátt í næt-
urlífinu, kæfði niðri í sér
geispa og sagði: — Hvernig er
hótelið?
— Ég býst við að við verðum
á einhverjum nýjum stað núna.
Þar er loftræstingin svo kröft-
ug, að maður þarf helzt að vera
í yfirfrakka. Stórkostlegt! Vel á
/4
minnzt, ef hann Svarti Mazk
býður þér til kvöldverðar með
sér, þá skaltu fara, því að hann
er skástur af öllum mannskapn-
um, skal ég segja þér. Hundsar
þig ekki daginn eftir, eins og
flestir hinna mundu gera. Hrein
asti heiðursmaður, hann Mack.
En við Joe ætlum á stað, þar
sem ekki er ráðlegt að hafa
dömur með sér.
— Þú þarft ekkert að ráðstafa
mér, Benny. Ég er ekki eins
ósjálfbjarga og þú gætir haldið.
En hver í ósköpunum er þessi
Svarti Mack annars?
— Flugstjórinn vitanlega. Jæ-
ja, reyndu nú að hreyfa þig eitt-
hvað, svo að við getum klárað
þetta.
— Vilduð þér gera svo vel að
drepa í sígarettunni yðar, herra
minn, bætti hann við og nú í
hinum málrómnum.
Lísa var hálfhlægjandi þegar
hún var að fyrirskipa farþegun
um að spenna á sig be'ltin.
Hán hafði ekki séð flugstjór
ann nema aftan frá síðan þau
fóru frá Róm, því að hann
hafði setið við stýrið allan tím-
ann. Hann hafði ekki einusinni
litið við þegar hún færði honum
bákka eða einhver skilaboð.
Og hversvegna var hann upp
nefndur Svarti Mack, spurði
hún sjálfa sig. Var það bara
vegna þess hve hárið á honum
var kolsvart?
Þegar hún leit út um glugg-
ann, gat hún séð móta fyrir brú
og svo sjónum. Og handan við
brúna, glitraði í sólinni, sem var
að setjast, sá hún það sem hlaut
car rental serwlce ©
Rauðarár'stíg 31 — Sími 22022
ÍH—■■■■.................. i ' ..........................Jk
Nú vil ég fá að klífa og njóta útsýnisins, Siggi.
Jóðó
að vera gyllta hvelfingin á
hinni frægu Kbadamain mosku.
Það var sagt, a'ð hún væri guli-
búin og nú glitraði hún öll, eftir
því, em flugvélin nálgaðist. En
alOit kring um hana sáust bæna-
turnar bera við rósrauðan kvöld
himininn.
Kannski var flugstjórinn kall
aður Svarti Mack bara af því að
hann var frekar þögull og stund
um skapvondur.
Hálftíma seinna voru þá á leið
gegn um tollgæzluna og stigu
upp í strætisvagn, sem átti að
flytja þau til gistihússins. Þarna
var mjög heitt og rakt, en nú
kom ofurlítil svöl gola, og að
sjá 'litila, pálma, sem svignuðu
fyrir golunni og svo arabisk tón
list, sem barst að eyrum hennar,
gerði hana rólegri. Hún sat sat
ast í bílnurn með Benny, Joe og
loftskeytamanninum, og óskaði
þess heitast að bíllinn vildi nú
, ÁLFTAMÝRI 7
T^BLOMAHUSIÐ
'““C simi 83070
Opið alla daga öll kvöld og
um helgar.
Blómin, sem þér hafið ánægju
af að gefa, fáið þér í Blóma-
húsinu.
Fró Breiðfirðingalélaginu
Félagsvist og dans í Breiðfirðingabúð laugardaginn 25.
þ.m. kl. 9 e.h. — Allir velkomnir.
Breiðfirðingafélagið.
24 JANÚAR 1969
Hrúturinn 21. marz — 19. apríl
Vandamálin blasa hvarvetna við í dag og fram eftir degi virð-
ist fiest ganga á afturfótunum. Ef þú nýtur vel þín tækifæri
ætti þó kvöldið að verða mjög ánægjulegt.
Nautið 20. apríl — 20. maí
Starfið virðist rekast á heimilislíf þitt og áhugamál. Láttu það
ekki á þig fá. Þér gefsr kostur á að bæta fyrir misgjörð gagn-
vart gömlum vini í kvöld.
Tvíburarnir 21. maí — 20. júní
Heppnin er með þér í dag, hvar sem þú ferð. Þú skalt færa
pér það í nyt án þess að ofmetnast þó. Gleddu fjölskylduna
með smágjöfum, eða bjóddu heim gestum.
Krabbinn 21. júní — 22. júlí
Þú skalt búast við að brugðið geti til beggja vona á vinnu-
stað. En vertu fastur fyrir og þá farnast þér vel. Hjálpaðu vini
þínum í nauðum hans.
Ljónið 23. júlí — 22. ágúst
Þú ert stundum otf smámunasamur og það hleypir illu blóðl
1 þá sem umgangast þig Sýndu meiri sveigjanleika. Farðu til
læknis.
Jómfrúin 23. ágúst — 22. september
Ymsir óvæntir atburðir gerast og nú er ekki ósennilegt að róm-
antíkin fari að blómstra hjá þeim yngri.
Vogin 23. september — 22. október
Þú gerir þér of miklar áhyggjur út af einhverjum nánum
ættingja Vertu viss um, að hann spjarar sig. Mæit með hvíld með
kvöldinu.
Drekinn 23. október — 21. nóvember
Reyndu að vera léttur í lund, þótt þér finnist sitthvað blási
á móti. Þú ættir að ræða alvarleg mál við ástvin þinn og reyna
að komast að niðurstöðu.
Bogamaðurinn 22. nóvember — 21. desember
Þú hetfur bersýnilega lifað um efni fram og nú fer að þrengjast
fjárhagurinn. Gerðu ráðstafanir samkvæmt því. Endurnýjun vin
áttu við gamlan vin getur orðið til góðs og gleði
Steingeitin 22. desember — 20. janúar
Ánægjuleg tilviljun færir þér óvænta gleði og eykur jafnframt
skilning þinn og þekkingu. Gerðu óætlanir fyrir helgina og það
sem meira er, stattu við þær.
Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar
Ekki eru allir jafn móttækilegir fyrir bráðsnjöllum hugmynd-
um þínum og það rekurðu þig á í dag. Skynsemi þín ætti að
hjálpa þér til að sættast við smávægileg vonbrigðL
Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz
Þú átt erfitt með að laga þig að breyttum vinnuaðstæðum.
Vertu samvinnuþýður. Gleymdu ekki gömlum vinum, þótt gefist
aðrir nýir.
—