Morgunblaðið - 24.01.1969, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.01.1969, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1969. „Þoiromotur þyhir mér — þjóðlegur og góður“ TÓLFTA þorrann í röð býður veitingahúsið Naust nú gestum sínum upp á þorramat, fram bor- inn í trogum. Að venju hefur Ib Wessman, yfirmatsveinn Naustsjns, haft veg og vanda af þorra- undirbúningnum. Fréttamönnum gafst í fyrradag kostur á að bragða á fjölbreyttum þorramat Naustsins og er óhætt að fullyrða, að enginn, sem blótar þorraá Nausti, mun verða fyrir vonbrigðum. „Klúbbur 20“ fyrir unga fólkið — — fjölþœtt félagsstarf fyrirhugað Magnús Eggertsson EINS og getið hefur verið um í fréttum tók hópur ungs fólks sig saman í nóvember sl. og stofnaði klúbb, sem hlaut nafnið „Klúbbur 20“. Stofnendur Klúbbs 20 eru úr ýmsum skólum borgarinnar og einnig ungt fólk, sem er komið út í atvinnulífið. Flestir með- limir eru á aldrinum um og yfir tvítugt. Næsta skemmtun Kiúbbs 20 er í kvöld í Las Veg- as. Ástæðan til þess að Klúbbur 20 var stofnaður var sú að mörgu ungu fólki þótti of þröngt Skipaður aðstoðar- yiirlögregluþjónn BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum sl. þriðjudag að skipa Magnús Eggertsson, aðal- varðstjóra, aðstoðaryfirlögreglu- þjón rannc'knarlögreglunnar. Magnús Eggertsson fæddist 8. marz 1907 að Hjörsey í Hraun- hreppi Hann gekk í Reykjavíkurlög- regluna 1. janúar 1930 og var strax skipaður varðstjóri í götu Jögreglunni. Rannsóknarlög- regluþjónn varð hann 16. maí 1941 og varðstjóri þar nokkru síðar. Aðalvarðstjóri rannsóknarlög- reglunnar varð Magnús 1. júlí 1963. Landhelgisnefndin hlustar á rök manna LANDHELGISNEFNDIN, er skipuð var til að gera tillögur varðandi framtíðarlausn land- helgismálsins hefur að undan- förnu haldið fundi úti á landi. Hafa nefndarmenn, sem eru þeir Guðlaugur Gíslason, Jón Ár- mannsson, Lúðvík Jósepsson og Jón Skaftason haldið fundi, en einn nefndarmanna, Sverrir Júl íusson, er veikur. Eru þeir bún- ir að halda fundi á Reyðarfirði, Akureyri og Sauðárkróki og komu heim í gær. í dag héldu þeir svo aftur af stað, til Stykkishólms og verð- ur fundur þar síðdegis. Mbl. náði snöggvast tali af Guðlaugi Gísla- syni í gærkvöldi. Sagði hann að fuddirnir hefðu verið vel sóttir og farið vel fram. Hefði verið rökrætt málefnalega frá báðum hliðum, og bæði þeir sem eru á móti og með skýrt mál sitt. Guðlaugur sagði, að nefndin væri að ferðast til að afla sér upplýsinga og hlusta á rök manna og stefni að því að skila áliti sem fyrst. um í því skemmtistaðavali, sem helzt er um að ræða fyrir fólk á aldrinum um tvítugt. Vildi þetta unga fólk standa fyrir stofnun klúbbs, sem hefði ekki aðeins á dagskrá sinni til dæmis er það áform forráða- manna Klúbbs 20 að efna til ýmissa kynninga á skemmtunum klúbbsins þar sem m. a. væru tónlistarkynningar, bókmennta- kynningar, sérstök skemmti- kvöld, þjóðlagakynningar og svo hvaðeina, sem meðlimum kynni að detta í hug til þess að efla félagsstarfsemina. Klúbbur 20 heldur skemmti- fundi hálfsmánaðarlega og hafa verið haldnir þrjár skemmtanir, en sú fjórða er í kvöld í Las Vegas. Klúbburinn hefur fengið inni fyrir starfsemi sína a- m. k. fyrst um sinn í Las Vegas. Klúbbur 20 er opinn öllu ungu fólki og eru allir velkomn ir, sem hafa áhuga á þessum málum. Kjósarsýsk AÐALFUNDUR Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Kjósar- sýslu verður haldinn í Hlégarði fimmtudaginn 30. janúar og hefst hann kl. 20.00. Það tók þau tvo daga og tvö bréf — að taka ákvörðun um framtíðina Þær eru margar sógurnar um unga Iækninn, sem fær fal- legu læknisdótturina — og ein slík er eiginlega að ger- ast því að á laugardaginn op inberuðu Michael Ranson, skipslæknir á brezka eftir- litsskipinu Duncan og Katha- rína Úlfsdóttir Gunnarsson- ar læknis á ísafirði trúlof- un sína. Það lá nú samt við að ekk- ert gæti orðið úr trúlofun í bili, því að Duncan, sem kom inn til Reykjavíkur í fyrri viku fór út fyrr en áætlað 'hafði verið og þá var Katha rína á leið til Reykjavíkur með Esju. Kom hún hingað snemma morguns og — ekk- ert skip. En viti menn, fram kom bilun í Duncan og skip ið varð að snúa við og er lagzt var að bryggju í Reykjavík stóð Katharína á bryggjunni til að taka á móti Michael sínum. Daginn eftir opinberuðu þau trúlofun sína. „Brezku eftirlitsskipin koma oft inn á ísafjörð, þeg- ar þau eru hér við land“, segir Ranson skipslæknir, en tíðindamaður Morgunblaðsins hitti hjónaefnin snöggvast að máli í gær. „í nóvember s.l. er ég var á eftirlitsskipinu Malcolm komum við inn á ísa fjörð og þar hitti ég Kate — og það tók okkur ekki nema tvo daga og tvö bréf að taka ákvörðun um framtíðina". „Svo að við höfum ekki þekkzt ýkjalengi", segir Katharína, en hún er rann- sóknarstúlka á sjúkrahúsinu á ísafirði. Þangað koma oft brezkir sjómenn, slasaðir eða sjúkir og eins og menn minn ast var sjúkrahúsið og starfs- ... svo kem ég til ísaf jarðar ur — ekki satt? fólkið þar í heimsfréttunum í fyrra, er Harry Eddom lá þar. „Þegar búið verður að gera við skipið förum við út — og ég vona að við komum til hitta hann pabba þinn“ seg- ir skipslæknirinn og snýr sér að unnustunni. „Ég get varla sagt að ég hafi hitt hann“. „En 3. nóvember flýg ég til Noregs og fer þar um borð í eftirlitsskipið „Galet- ea“, en ég hef alls 6 eftir- litsskip á minni könnu og er til skiptis um borð í þeim.“ „Ef Duncan hefði ekki orð ið að snúa við, hvenær hefð- uð þið þá hitzt næst?“ „Það er ómögulegt að vita. 'Ég verð ekki við íslands- strendur aftur fyrr en kannski næsta haust. En þú kemur út í vor og hittir fjöl- skyldu mína og svo kem ég til ísafjarðar í sumar og við giftum okkur — ekki satt?“, segir skipslæknirinn ungi og horfir hugfanginn á unnust- una, sem að sjálfsögðu sam- þykkir allt. „Og síðan?“ „Ætli ég taki ekki Kate með mér til Hong Kong eða einhvers annars staðar þar austur frá. Ég er búinn að vera eitt ár í sjóhernum og á eftir fjögur. Mig langar til þess að vera um tíma í Aust- urlöndum, en þegar þessi fjögur ár eru liðin setjumst við að í Bretlandi. Ég er frá Bristol — það er falleg borg“. „Hvað segir fjölskyldan í Bristol?" „Ég hef ekkert heyrt enn. Ég skrifaði strax á sunnu- dag, en það hefur enginn póst- ur komið síðan. En auðvitað er hún ánægð". í sumar og við giftum okk- Álto bótar fó að veiða í soðið handa Reykvíkingum í GÆR veitti verkfallsnefnd sjó- manna undanþágu fyrir 8 báta, tii að þeir gætu farið út og veitt í soðið handa borgarbúum. Leit- uðu fisksalar til nefndarinnar laust eftir hádegi í gær og var bátunum veitt leyfið. Er það bundið því skilyrði að bátarnir rói frá Reykjavík og landi í Reykjavík og fiskinum verði öll- um dreift frá einum stað og skipt á milli fisksalanna. Leyfið er bundið við ákveðna báta, en þeir eru Jökull, Kári Sólmundarson, Guðrún Lára, Garðar, Aðalbj örg, Hafnarberg, Þórir og Fróði. Hafa einhverjir þeirra væntan lega róið í gærkvöldi, svo von verður á nýjum fiski aftur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.