Morgunblaðið - 19.03.1969, Síða 7

Morgunblaðið - 19.03.1969, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19, MARZ 1969 7 Rœtt við Bolla Gunnarsson, for- mann Sjóstanga- veiðifélags Reykjavíkur Allir þekkja binn mikla á- huga fslendinga á lax- og sil- ungsveiði í ám og vötnum, og hversu margir sækja í þá í- þrótt heilsubót og stundum mik inn ábata, þegar vel veiðist Hitt vita færri, að sjóstanga- veiði er vaxandi íþrótt meðal íslendinga, og fjölmargir sjó- stangaveiðimenn sækja sjóinn um hverja helgi, og njóta þess að renna i saltan sjó, fyrir ýsu, þorsk og keilu, auk fjölmargra annarra fisktegunda. Það þykir í góðu veðri sönn heilsubót að njóta sólar og seltu úti á hinum gjöfulu fiski- miðum okkar og okkur er sagt, að þetta sé mun ódýr- ari veiðiskapur en Iaxveiði í dýrum ám. í fyrri viku vorum við stödd með glöðum hópi sjóstangaveiði manna og kvenna á skemmti- Bolli Gunnarsson formaður Sjó stangaveiðifélags Reykjavíkur. kvöldi þeirra. Voru þar sýnd- ar myndir frá veiðiferðum, bæði svarthvítar og i lit, og magt fleira var til skemmtunar, enda er það reynsla okkar af fyrri kynnum af sjóstangaveiðimönn um, að það er glaðlegur og samstilltur hópur, og þarna var svo sannarlega glatt á hjalla. Við tókum þarna tali for- mann Sjóstangaveiðifélags Reykjavíkur, Bolla Gunnars- son, og spurðum hann helztu tiðinda, sem framundan væru hjá Sjóstangaveiðimönnum í vor og sumar. „Eitt ber þar eðlilega hæst“, svaraði Bolli, „og það er Ev- rópumeistaramótið i sjóstanga- veiði, sem haldið verður að þessu sinni í Stavanger í Nor- egi daganna 3.—8. ágúst í sum- ar. Norskir sjóstangaveiðimenn ætla að gera úr móti þessu Matthías Einarsson, margfaldur Evrópumeistari, tekur móti aðalverðlaunum mótsins, „Decantelle“-bikarnum. heljarmikla hátíð M. a. verður haldið í sambandi við mótið — laxveiðimót og fleira og mun hátíðin standa í hálfan mánuð Við munum samt einbeita okk ur að sjóstangaveiðinni, og ætl um endilega að reyna að fjöl- menna á þetta mót. Meistararn ir okkar verða allir að fara, og auk þess ieikur grunur á, að ýmsir, sem misstu þann stóra á síðasta móti, hugsi sér gott til glóðarinnar á þessu móti, enda hafa sumir haft á orði, að Evrópumeistaramótið, sem haldið var hérlendis síðastliðið sumar, hafi aðeins verið „upp- hitun“ eins og Friðrik stórmeist ari orðar það. í ráði er að leigja Esju til fararinnar, og verður búið um borð, meðan á mótinu stendur, dansleikir á hverju kvöldi og margt fleira gert þátttakendum og gestum þeirra til skemmt- unar og afþreyingar. Við höf- um kosið eina geysilega fjár- öflunarnefnd innan félagsins og hefur hún margt á prjónunum til að standast kostnað i sam- bandi við mót þetta.“ „En hvað með Hvítasunnu- mótið í ár, Bolli?“ „Jú, rétt er að minnast á það. Stjórnin hefur rætt það mál all- mikið, hvort hér skuli efnt til Hvítasunnumóts í einhverju formi. Margar áskoranir hafá borizt erlendis frá að við stæð- um fyrir Alþjóðamóti hér um Hvítasunnuna. Af 50 erlendum þátttakendum á EM-mótinu hér í fyrrasumar, skrifuðu sig strax 30 á lista til þátttöku í næsta móti, sem yrði haldið hér í sumar. Við leggjum samt aðal áherzlu á góða þátttöku í Stangaveiðimótinu, en Alþjóða sambandið hefur samt eindregið óskað eftir að reynt yrði að halda Alþjóðamót hér I sum- ar, og vonir standa til að hægt verði að halda slíkt mót hér um Hvítasuinnuna." „Hvernig stóðu islendingarn ir sig á síðasta Evrópumeist aramóti." „Þeir stóðu sig með mikilli prýði. íslendingar unnu alls 19 fyrstu verðlaun af 23 möguleg- um. Sigursælasti einstaklingurinn í þessu móti varð Matfhías Einarsson frá Akureyri, og varð margfaldur Evrópumeistari, bæði í einstaklings- og sveitakeppn- um. Erla Eiríksdóttir frá Kefla vik varð Evrópumeistari kvenna og Evrópumeistari unglinga- varð Einar K. Einarsson frá Reykjavík, en Keflvíkingar unnu svokallaða „Borga og bæjakeppni", en í þeirri keppni tóku þátt rúmlega 20 borgir og bæir. Evrópumeistari unglinga í sjó- stangaveiði, Einar K. Einars- son, tekur á móti verðlaunum sínum. Enginn vafi er á því, að sjóstangaveiði er eitt af þvi, sem sennilega á eftir að laða fjölmarga útlendinga til lands- ins á komandi árum. íþróttin að draga fisk úr sjó á stöng er afar vinsæl meðal flestra þjóða Evrópu og reyndar Ameríku líka. ísland hefur sér- stöðu í þessu sambandi. Hér við land eru einhver fengsæl- ustu fiskimið í heimi, enda var það álit hinna erlendu þátttak- enda, að hér væri sannkölluð Paradís sjóstangaveiðimanna,“ sagði Bolli Gunnarsson formað- ur að lokum. Stjórn Sjóstanga- veiðifélags Reykjavíkur skipa nú þessir menn: Bolli Gunnars- son, formaður. Hákon Jóhanns son varaformaður, Ragnar Ing ólfsson ritari, Ásgeir Þ. Óskars son gjaldkeri og Jón B. Þórð arson, meðstjórnandi. Fr S. Það er oft þröng á þingi við borðstokkinn hja sjostangaveiðimönnum, þegar fiskurinn er „kominn undir". í þessum hóp má þekkja margan frægan sj óstangaveiðimann. Skipstfóra vantar á m/s BÚÐAKLETT GK 251 til veiða með þorska- netum og m/s GtSLA LÓÐS GK 130 til veiða með botn- vörpu. Upplýsingar í símum 24203 og 50250. Til sölu vifc Síðumúla 2. og 3. hæð fyrir skrifstofu- eða iðnaðarhúsnæði hvor 200 ferm. Ennfreinur við Laugaveg á góðum stað stór eignalóð með húsum í góðri leigu. — Upplýsingar í síma 15795 eftir kl. 5. Til leigu tvær 500 ferm. hæðir. Möguleikar að breyta hvorri hæð í 20 herbergi (með frárennsli og vatni frá hverju herbergi). Mjög sanngjörn leiga. Upplýsingar í síma 21800 kl. 10—12 og 2—6 í dag. Tilkynning Nýtt símanúmer Sementsverksmiðjunnar í Ártúnshöfða verður 8-34-00 frá og með deginum í dag 19. marz. SEMENTSVERKSMIÐJA RfKISINS. Föroyingur Eins og undanfarin ár verður efnt til föroysk kvöld á Sjo- mannsheiminum við Skúlagötu 18 hóskvöldið kl. 20.30. öll vælkomin, takið gestir við. Föroyingafélagið — Trúboðin. Tukið eltir! Óskum eftir að taka á leigu verzlunarhúsnæði fyrir kjöt- og nýlenduvöruverzlun í Reykjavík eða nágrenni. Tilboð leggist inn á afgr. Mbl. eigi síðar en 25. þ.m. merkt: „2848". Kvennaskólastúlkur gangast fyrir kaffisölu ásamt skemmtiatriðum í Súlnasal Hótel Sögu sunnudaginn 23. marz kl. 3 síðdegis. M.a. syngur kór skólans ný lög eftir dr. Pál isólfsson. Miðasala hefst á laugardag kl. 1.30—4 í anddyri Súlnasals (gengið inn að norðanverðu), Allur ágóðinn rennur til Bandalags kvenna í Reykjavík. Mætið vel og takið með ykkur gesti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.