Morgunblaðið - 19.03.1969, Síða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. MARZ 1969
Guðlaugur Císlason, alþingismaður:
MINKAELDIIVESTMANNAEYJUM
Frumvarp okkar Péturs Sig-
urðssonar um að Alþingi breytti
lögunum uim loðdýrarækt og
leyfði minkaeldi í Vestmanna-
eyjum, hefur á ný vakið upp
umræður um þetta efni. Er þetta
eðlilegt. Andstæðingar minka-
eldis hafa fært fram sín rök
gegn málinu. En þó að ég geti
eklki á þau fallizt, og telji sum
þeirra hreinar öfgar, er út af
fyrir sig ekkert við því að segja.
Ég dreg á engan hátt í efa,
að þetta sé einlæg meining þeirra
byggð á þeirri skoðun, að minka
eldi geti orðið náttúru landsins,
fugla- og dýralífi, hættulegra
hér en annars staðar, þar sem
minkarækt og minkaeldi er orð-
in þróuð iðngrein og verulegur
atvinnuvegur til öflunar erlends
gjaldeyris.
En það sem mér þykir verra
er að ég hefi orðið var veru-
legs misskilnings hjá einstökum
aðilum, sem annars eru áhuga-
menn um minkarækt, til málsins,
eins og það liggur fyrir Alþingi
nú.
Málið er borið fram á Alþingi
f því formi, sem það er, af þeirri
ástæðu, að flutningsmenn frv.
töldu, að komið hefði í ljós á síð-
asta þingi, að ekki væri þing-
meirihluti fyrir hendi, sem vildi
leyfa minnkaeldi almennt, en
hugsanlegt væri, að frv., eins
og það liggur fyrir nú, yrði sam
þykkt, þar sem það snertir Vest
mannaeyinga eina, og myndi því
ekki valda neinum öðrum óþæg-
indum, þó eitthvað væri hæft í
þeim rökum sem andstæðingar
minkaeldis hafa fært fram og er
auk þess borið fram samkvæmt
einróma ósk ráðamanna byggð-
arlagsins.
Ég tel rétt að ræða nánar
þann misski'lning, sem ég hefi
minnzt á að komið hafi fram við
málið, en hann er þessi helztur:
Að ekki sé eðlilegt að leyfa
minkaeldi í Eyjum, þar sem villi
minkur sé þar ekki fyrir. Að
veðurfar sé þar ekki ákjósan-
legt í þessu sambandi og að
flugumferð yfir Eyjum geti frek
ar valdið tjóni þar, en annars
staðar.
ENGINN VILLIMNKUR
Varðandi fyrsta atriðið, að
vegna þess að ekki sé villimink
ur í eyjum sé óeðlilegt að minka
eldi verði leyft þar, og vil ég
segja það, að mér finnst þessi
kenning svo furðuleg og ósann-
gjörn, að engu tali tekur. Hér
á árunum, meðan minkarækt var
leyfð, voru a.m.k. fjögur minka-
bú í Eyjum. Þrátt fyrir þetta
er það staðreynd, að villi-
minkur hefur aldrei sézt þar.
Annað tveggja er, að þess hefur
verið betur gætt þar en annars
staðar, að dýrin slyppu ekki úr
búrunum, eða að villiminkur
hreinlega þrífst ekki á þessum
stað, af hvaða ástæðum, sem það
kann að.vera. Ekkert getur verið
þar á milli.
En hcirðir kostir hlytu það að
teljast ef þessi tvö atriði ættu
að standa í veginum fyrir minka
eldi þar. Og ef það ætti endi-
lega að verða skilyrði fyrir leyfi
til minkaeldis, að villiminkur
væri þar fyrir hendi, er ég sann
færður um, að Vestmannaeying-
um yrði lítil skotaskuld úr því
að skapa þau skilyrði, þannig,
að einhver okkar ágætu frétta-
manna sjónvarpsins gætu á sjón
varpsskerminum, sýnt steindauð
an villimink með sannorðri frá-
sögn af því, að hann hefði hvorki
verið drepinn í Austurstræti í
Reykjavík eða upp í Borgarfirði
heldur úti í Vestmannaeyjum.
Þetta er að sjálfsögðu sagt í
gamni frekar en að því fylgi al
vara, og þó, ef málið strandar
á því einu.
VEÐURFAR 1 EYJUM
Annað atriði, sem ég minntist
á, og fram kemur í grein Her-
manns Bridde í Morgunblað-
inu s.l. laugardag, er að hörð
veðrátta mundi orsaka að minka
eldi yrði erfiðara i Eyjum, en
annars staðar. Ég skal viðurkenna
að mig brestur sérþekkingu til
að dæma um þetta atriði. His
vegar hefi ég reynt að leita mér
upþlýsinga um, hvort minkaskinn
frá Vestmannaeyjum hafi á sín-
um tíma verið talin nokkuð verri
vara, en annars staðar frá á land
inu. Ég hefi ekki getað fengið
það staðfest hvað þá, að nokk-
ur rök liggi að því, að hörð
veður eða mikil úrkoma hefðu
gefið neitt slíkt til kynna. Um
þetta er að mínum dómi erfitt
að staðhæfa nokkuð þar sem
vitað er að á þeim tíma fór eng
Jn sérstök athugun fram á þessu,
hvorki þar né annars staðar.
í áðurnefndri grein Hermanns
Bridde þar sem hann ræðir af
stöðu náttúruverndarmanna, og
vitnar til þess, að þeir hafi mælt
Guðlaugur Gíslason
með. minkaeldi í Eyjum, segir á
einum stað oðrétt.
„En með því að mæla með
minkaeldi í Vestmannaeyjum er
þessi skoðun fyrir borð borin,
því að hvergi á íslandi síðustu
árin hafa átt sér stað jafnmiklar
náttúruhamfarir og einmitt á
svæðinu krignum Eyjar.“ Hér
mun átt við Surtseyjargosið 1963.
Nú skal ég ekkert dæma um
hvort þetta er rétt haft eftir
náttúruverndarmönnum. Ég dreg
þetta aðeins fram til að sýna,
að það er ekki sagt alveg út í
bláinn, þótt því sé haldið fram,
að minkurinn geti ruglað dóm-
greind manna, ef það á að ráða
staðsetningu minkabúa, hvað mik
il hætta kann að vera á eld-
gosum á einum stað frekar en
öðrum. Og hvað þá um fram-
kvæmdirnar í Straumsvík og at
huganirnar um stórfelldan efna-
iðnað byggðan á gufuorku á
Reykjanesi, þessum gamla eldgíg
stað, þar sem enn kraiumar undir,
ef Surtseyjargosið á að vera rök
fyrir því, að ekki sé réttlætan-
legt vegna hugsanlegra náttúru
hamfara, að hafa minkaeldi í Eyj
um. Það sem segir í umræddri
grein að samkvæmt niðurstöðum
Veðurstofunnar sé stormasamara
í Eyjum en víða annars staðar
á landinu og að þar rigni mikið,
þá er það rétt. Á það ber þó
að líta í þessu sambandi, að
vindimælingar eiiga sér stað á
Stórhöfða, eins og kunnugt er,
í 125 metra hæð. Veður er þar
af eðlilegum ástæðum í sumum
áttum mun harðara en í námunda
við kaupstaðinn og víða annars
staðar á Heimaey. Er þetta af
ýmsum talið til óhagræðis fyrir
minkaeldi þar. En eins og ég hefi
áður sagt er erfitt um þetta að
dæma, þar sem engar raunhæfar
Sthuganir hafa varið fram á þessu
atriði.
í mjög fróðlegri og ýtarlegri
skýrslu Árna G. Eýlands, sem
hann samdi fyrir Landbúnaðar-
ráðuneytið fyrir nokkru, um loð
dýrarækt og minkaeldi í Noregi
kemur fram, að minkaeldí er þar
í landi allt sunnan frá Oslófirði
og til norður-Noregs. Ég er að
vísu ekki kunnugur í Norður-
Noregi, en hver efast um, að veð
ur geti orði all hörð þar um
slóðir og að vindar blási þar oft
ekki síður en í Eyjum, og þó er
talið af kunnugum, að beztu
minkaskinn Norðmanna komi ein
mitt frá þessum landshluta. Og
hvað mikla úrkomu snertir er
hún ábyggilega fyrir hendi sum
staðar í því landi, ekki síður en
í Eyjum eða annars staðar hér-
lendis. Eða hvernig er með Berg
en og svæðið þar í kring. Ég
hefi alltaf heyrt um það talað
sem mikið úrkomusvæði og sú
er reynsla mín í þau skipti, sem
ég hefi þangað komið, og er þó
mikil minkarækt á svæðinu kring
um þessa borg. Og hvað um Fær
eyjar. Er það ekki bæði storma-
samt og tiltölulega mikil úrkoma?
Þó fer minkaeldi þar mjög ört
vaxandi, og er að verða að um-
talsverðri atvinnugrein.
FLUGUMFERÐ
Þá kem ég að síðasta atrið-
inu, sem ég minntist á í upp-
hafi greinarihnar en það er í
sambandi við flugumferð þar sem
minkaeldi á sér stað.
í áður nefndri grein Hermanns
Bridde s.l. laugardag segir orð-
rétt: „Aðeins eitt orð nægir til
að kippa stoðunum undan nafn-
inu tilraunabú í minkarækt í Vest
mannaeyjum, en það er orðið
flugvöllur."
Ég ful'lyrði að þetta er sagt
alveg út í bláinn og byggt á
hreinni vanþekkingu á aðstæð-
um í Eyjum, borið saman við
aðra staði, og mun ég koma að
því síðar.
Telur greinarhöf-undur, að
minkaeldi geti stafað hætta af
,/hátíðnilhljóðu'm“ flugvélaimjótora.
Um þetta skal ég ekkert dæma.
En þá hlýtur að vakna sú
spurning, hvar minkabú verði
yfirleitt sett niður hér á landi,
þar sem flugvélar fljúga ekki
yfir. Fróður maður um þessi mál
hefur tjáð mér, að talið sé að
um truflun geti verið að ræða,
ef flogið sé nær minkabúi en
400 metra. En hvað þá um allt
Reykjanesið og Reykjavíkursvæð
ið. Hvergi á landinu mun vera
meiri fluiguimferð en einmitt á
þessum svæðum. Ég hefi í gegn
um árin lent og farið frá
Reykjavíkurflugvelli, ekki í tuga
skipti heldur hundraða, og mér
hefur sýnst, að flugvélar nálg-
ist völlinn bókstaflega úr öll-
um áttum og eru þá oft farn-
ar að lækka flugið verulega, ef
bjart er, þar sem fjöll eru hér
hvergi nærri flugbrautinni. Á
Kerflaivíkurflugvelli þekki ég
ekki eins aðstæður, en maður
hlýtur að veita því athygli, að
minni og stærri flugvélar fljúga
yfir þessi svæði þvers og kruss
þegar bjart veður er. Og hvern
ig er það með hina ýmsu þröngu
firði, ,td. á Vestfjörðum. Ég sé
ekki betur en að vélar fljúgi
þar lágt bæði út og inn firðina
og beygi inni í fjarðarbotnum,
þar sem svo hagar til. Ef úti-
lokunarkenning fær staðist um
einn stað eða annan af þess-
um ástæðum, skal ég viðurkenna
að málið er flóknara en ég hafði
gert mér grein fyrir. En ég
held þó, að svo sé ekki. Að
minnsta kosti komast Danir ein-
hvern veginn fram úr þessu og
Norðmenn einnig, þar sem minka
og loðdýrabú munu vera svo
þúsundum skiptir.
Um sérstöðu Vestmannaeyja í
sambandi við flugumverð er það
að segja, að aðstæður eru þann-
ig, að flugbrautin er girt fjalla
belti frá norð-vestri og austur
um, þó með skarði á milli fjalla
við norðurenda þverbrautar.
Norðaustan við brautina og í
námunda við hana er Helgafell
og Sæfell sunnan við hana. Þetta
orsakar það, að ekki er flogið
inn á brautirnar eða að þeim
nema bjart veður sé og þá alltaf
í beina stefnu að brautarendun-
um áður en komið er yfir land.
Og þó að Heimaey sé ekki stór,
er flatarmál hennar þó um 16
ferkílómetrar. Og einmitt vegna
þeirra sérstöðu aðstæðna, sem
eru við aðflug á flugbrautirnar
þar, er hægt að benda á þó
nokkra staði á Heimaey, sem
hægt væri að setja niður minka-
bú, sem lítil eða engin hætta
væri á, að flogið væri yfir í þeirri
hæð, sem ég hefi minnst á. Og
væri aðeins um eitt bú að ræða
væri hægt að staðsetja það þann
ig, að fullt öryggi væri fyrir
að flugvél færi þar ekki yfir
nema um hreint slys hjá flug-
manni væri að ræða. En með
slíku er ekki hægt að reikna
við staðsetningu loðdýrabúa.
Kenningin um að ekki megi setja
upp tilraunabú í Eyjum af þess-
um ástæðum er því hrein fjar-
stæða og utan við allan raunveru
leika.
Um minkaeldismálið í heild er
það að segja, að nefnd sú, sem
skipuð var til að athuga málið
í samræmi við samþykkt síðasta
Alþingis mun hafa skilað áliti
og heyrzt hefur, að von sé inn
Framhald á bls. 17
2ja ibúða hús á góðum stað í
Kópavogi. 5 herb. íbúð, sem
er 130 ferm. ásamt bílskúr og
2ja herb. íbúð, sem er 67 fm.
Allt á einni hæð. Ræktuð lóð.
Snyrtileg eign.
Málflutnings &
Ifasteignastofai
lAgnar Gústafsson, hrl.l
fk Austurstræii 14 Jj
a Símar 22870 —- 21750. JH
H Utan skrifstofutíma: bÍMm
m 35455 — 41028. JmSÍ
1-66-37
3ja herb. íbúð á 2. hæð í stein-
húsi við Þórsgötu. Góðar inn-
réttingar. Ibúðin teppalögð.
Gtborgun 250 þús.
2ja herb. íbúð á 2. hæð við
Háaleitisbraut.
FASTIEIGNASAL AM
HÚS&EIGNIR
BANKASTRÆTI4
Símar 16637 og 18828.
Heimas. 40863 og 40396.
FASTEIGNAVAL
TmJT í:=L v ■11 UII I r rM"l jiu To'olílll 11. á
Skólavörðusctíg 3 A, 2. hæð.
Símar 22911 og 19255.
Til söfu m.a.
2ja herb. nýleg íbúðarhæð við
Hraunbæ.
3ja herb. nýleg íbúðarhæð og
1 herbergi í kjallara við
Hraunbæ.
3ja—4ra herb. íbúðarhæð við
Langholtsveg, hagkv. verð.
Sérhœð
Um 150 ferm. efri hæð, sér, við
vesturhluta borgarinnar ásamt
bílskúr. Mikið pláss fylgir i
kjallara.
Jón Arason hdl.
Sölumaður fasteigna
Torfi Asgeirsson.
Suðurlandsbraut 10.
Snitt-tappar og bakkar.
Alls konar rafmagns-
og handverkfæri.
VMD. POULSEN HF.
Klapparst. 29 - Suðurlandsbr. 10.
Sími 38520 - 13024.
Hefi til sölu m.a.
3pa herb. íbúð í timburhúsi við
Laugaveginn, um 70 ferm.,
útb. 200 þús. kr., nýstandsett.
3ja herb. ibúðir í risi við Drápu-
hlíð, Ránargötu, Hraunteig og
Álfhólsveg. Stærðir 65—80
ferm., útb. 250—400 þús. kr.
4ra herb. íbúð í þríbýlishúsi við
Sundlaugarveg, góður bílskúr
fylgir.
4ra herb. íbúð á 2. hæð við
Laufásveginn, um 130 ferm.
Fokhelt raðhús við Helluland,
156 ferm., ein hæð.
HÚESEIGN VIÐ MIÐBÆINN: til
sölu er stórt timburhús við Mið-
bæinn. Húsið er 3 hæðir og
hentugt bæði til ibúðar og fyrir
atvinnurekstur.
HEFI KAUPANDA AÐ EINBÝL-
ISHÚSI fjársíerkur kaupandi hef-
ur beðið skrifstofuna að aug-
lýsa sérstaklega eftir einbýlis-
húsi í Reykjavík, þarf ekki að
vera nýtt.
Baldvin Jónsson hrl.
Kirkjutorgi 6,
símar 15545 og 14965.
Kvöldsimi 20023.
16870
2ja herb. 70 ferm. íbúð á
1. hæð við Laugarnesveg.
Suðursvalir. Vélaþvottah.
3ja herb. 80 ferm. íbúð á
3. hæð við Álfheima. Suð-
ursvalir.
3ja herb. 100 ferm. enda-
íbúð á 2. hæð við Eski-
hlíð. Herbergi í risi og
annað í kjallara fylgja.
3ja herb. jarðhæð við
Tómasarhaga. Sérhiti.
4ra herb. endaíbúð á 1.
hæð við Álftamýri. Vönd-
uð íbúð. Góður bílskúr.
4ra herb. íbúð á 4. hæð
við Kleppsveg. Suðursval-
ir. Hóflegt verð.
4ra—5 herb. endaíbúð á 7.
hæð við Kleppsveg. —
Vönduð íbúð.
5 herb. íbúð á 3. hæð
(efstu) við Hraunbæ.
Herb. í kjallara fylgir.
Vönduð íbúð.
Parhús við Melabraut,
Seltj.nesi. 4 svefnherbergi
Verð 1100 þús.
FASTEIGNA-
PJÓNUSTAN
IAusturstræli 17 (Silli S Vaidi)
Rngnar Támasson hdi. slmi 24645
sölumaður fasteigna:
Stefðn J. Hichter sími 16870
kvöldslmi 30587