Morgunblaðið - 19.03.1969, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. MARZ 1969
13
EN BANDARIKIN?
I DAG, 19. marz, eru liðin 25
ár frá því formlegt stjórnmála-
samband var tekið upp milli
íslands og Sovétríkjanna. Þann
dag afhenti fyrsti sendiherra
Rússa hér á landi, Krassilni-
kov, Sveini Björnssyni ríkis-
stjóra, trúnaðarbréf sitt. Fyrsti
sendiherra íslands í Moskvu
var Pétur Benediktsson og af-
henti hann Kalinin, forseta for
sætisráðs Sovétríkjanna embætt
isskilríki sín í maíbyrjun.
í tilefni þessara tímamóta í
stjórnmálasamskiptum íslend-
inga og Rússa birtir Morgun-
blaðið í dag fréttirnar, sem
blaðið birti á sínum tíma um
sendiherraskiptin, svo og við
tal við Pétur Benediktsson, al-
þingismann og bankastjóra, um
aðdragandann að skipun hans í
embætti sendiherra í Moskvu
og um ferð hans þangað á
styrjaldarárunum.
□ □
Þriðjudaginn 21. marz 1944
birti Morgunblaðið þessa frétt
ábaksíðu:
„RÚSSNESKI SENDIHERR-
ANN AFHENDIR SKILRÍKI
Frá utanríkisráðuneytinu hef-
ur blaðinu borist eftirfarandi:
SUNNUDAGINN 19. mars kl.
13 fór fram á ríkisstjórasetr-
inu á Bessastöðum móttaka hins
nýkomna sendiherra Sovjetríkj
anna Alexei Nikolaevich Krass-
ilnikov. Viðstaddur var utan-
ríkisráðherra Viilhjálmur Þór.
Sendiherrann afhenti ríkis-
stjóra umboðsskjal sitt frá
Æðsta ráði Sovjetríkjanna,
undirskrifað af Kalinin, for-
seta ráðsins og Molotov utan-
ríkirsáðherra. Flutti sendiherr-
ann stutt ávarp, sem ríkisstjóri
svaraði með stuttri ræðu.
Að lokinni móttökuathöfn
inni sátu sendiherrann og kona
hans hádegisverðarboð hjá rík
isstjórahjónunum ásamt starfs-
mönnuim Sovjet-sendiráðsins,
þeim Egerov sendiráðsritara og
Gusev ráðunauti og konum
þeirra.
Ennfremur sat utanríkisráð-
herra og kona hans boðið á-
samt nokkrum embættismönn-
um.“
Miðvikudaginn 10. maí 1944
birti Morgunblaðið svo eftir-
farandi klausu á forsíðu:
„PJETUR BENEDIKTSSON
AFHENDIR SKILRÍK SÍN
Þýska útvarpið hafði þá
fregn að færa í gærkvöldi, að
Pjetur Benediktsson, hinn ný-
skipaði sendiherra íslendinga í
Moskva, hefði í fyrradag geng-
ið á fund Molotovs, utanríkis-
ráðherra Rússa, og afhent hon-
um embaéttisskilríki sín.“
□ □
MÁLALEITAN MAISKYS
Þegar stjórnmálasamband
var tekið upp við Sovétríkin
áirið 1944 var Pétur Benedikts-
son sendiherra fslands í Lond-
on hinn fyrsti, sem gegndi því
embætti. Fyrsta spurningin,
sem Morgunb'laðið lagði fyrir
Pétur í viðtalinu um þessa at-
burði, var um aðdragandann
að því að stjórnmálasamband
var tekið upp á millli landanna.
Pétur sagði:
— Aðdragandinn var sá, að
Maisky, sem þá var sendiherra
Sovétríkjanna í London, bar þá
ósk fram við íslenzku sendisveit
ina þar, að skipzt yrði á sendi-
herrum. Hann kvað Sovétríkin
hafa áhuga á að stofna sendi-
ráð í Reykjavík, en sagðist á
hinn bóginn skilja, að fslend-
• ingum þætti, eins og þá stóð
Ilœtt við Pétur Benediktsson í tilefni 25 ára afmœlis stjórn
málasambands íslands og Sovétríkjanna
Pétur Benediktsson afhendir Kal inin trúnaðarbréf sitt í Moskvu í maí 1944. Dekanosov fyrir miðju.
á, kannski nokkuð d ýrt að
stofna sérstakt sendiráð í So-
vétríkjunum og kvað stjórn
sína tilbúna til að sættast á að
t.d. sendiherrann í London
gegndi jafnframt sendiherra-
störfum í Sovétríkjunum.
— Gaf Maisky ástæðu fyrir
þessari ósk stjórnar sinnar?
— Ég man ekki með vissu,
hvort Maisky gaf sérstaka á-
stæðu, en hún var á allra
vitorði. Það var ekki svo mjög
áhugi á málefnum íslands, sem
stjórnin í Sovétríkjunum bar
fyrir brjósti heldur sú nauðsyn,
sem hún taldi vera á því að fylgj
ast með hvað hinir ágætu vin-
ir og bandamenn hennar, Bret-
ar og þó fyrst og fremst Banda
ríkjamenn, aðhefðust hér á
hjara veraldar.
Rússar höfðu þegar sent hing
að fulltrúa sem átti að fylgj-
ast með skipaferðum, þar á með
al sérstaklega skipalestum til
Molotov
Murmansk, sem á þessu tíma-
bili voru einatt látnar safnast
í Hvalfirði.
— Hver voru viðbrögð ís-
lenzku ríkisstjórnarinnar við
ósk Rússa?
— Mér virtust þau í fyrstu
frekar neikvæð eða lítill áhugi
á að koma þessu stjórnmálasam
bandi í kring. En eftir nokkur
bréfaskipti um málið breyttist
sú afstaða. Þá taldi utanríkis-
ráðherrann ekki einungis rétt
að verða við tilmælum Rússa
um að þeir mættu stofna sendi-
ráð hér heldur yrði jafn-
framt að endurgjalda líku líkt
og stofna sérstakt íslenzkt
sendiráð í Moskvu.
Ég varð síðar þess heiðurs
aðnjótandi að vera skipaður
fyrsti sendiherra íslands þar.
— Hve lengi höfðuð þér verið
í utanríkisþjónustunni?
Josef Stalin
— Ég var einn af nokkrum
fslendingum, sem um árabil
höfðu starfað í danska utanrík-
isráðuneytinu og rétt eftir að ó
friðurinn hófst í september
1939 varð ég sendiráðsritari
við danska sendiráðið í Lond-
on. Snemma árs 1940 varð ég
íslenzkur viðskiptafulltrúi þar
og hætti þá störfum hjá Dönum
eftir tæplega 10 ára vist.
Strax eftir innrás Þjóðverja
í Danmörku og samþykkt Al-
þingis um að Íslendingar tækj-
ust sjálfir á hendur meðferð
utanríkismála sinna var ég
skipaður sendifulltrúi í Lond-
on og síðar sendiherra þar.
Eddy Gilmore
Jafnframt var ég sendiherra
íslands gagnvart norsku útlaga
stjórninni, sem hafði þá aðsetur
í London.
AFSTAÐA HÁKONAR
NOREGSKONUNGS TIL
SJÁLFSTÆÐISBARÁTTU
ÍSLENDNGA
— Þér hafið þá hitt Hákon
Noregskonung?
— Já, margsinnis. Auk þess
að ganga fyrir hann í opinber-
um erindum sá ég konung oft í
Norska klúbbnum. Hann var
vanur að borða þar sáltkjöt og
baunir á fimmtudögum með rík
isstjórninni. Mér er nær að
halda að ég hafi verið eini út-
lendingurinn, sem mátti koma í
klúbbinn þá daga.
Þegar ég notaði mér þessi for
réttindi brást það aldrei, að kon
ungur gerði mér boð að koma
og fá kaffi og konjak við borð-
ið hjá honum. Hann var ein-
Averell Harriman
staklega vinsamlegur maður í
allri framgöngu og sérstaklega
er mér það minnisstætt frá
kveðjuheimsókn minni til hans
áður en ég hélt austur, að
hann gekk úr götu sinni til að
koma því að, hve auðvelt hann
ætti með að skilja afstöðu ís-
lendinga í sjálfstæðismálunum
og var það þeim mun skemmti-
legra þegar haft er í huga, að
það var eldri bróðir hans, sem
átti að láta af konungdómi á
Islandi.
VIÐSKIPTAFULLTRÚI !
HÚSAKYNNUM
F ATÆKR AFULLTRÚ A
— Hvernig tóku Bretar því,
að sérstakur viðskiptafulltrúi
fyrir ísland væri skipaður í
London?
— Þessi staða var stofnuð
samkvæmt viðskiptasamningi,
sem brezka stjórnin gerði við
íslenzka sendinefnd í desember
1939. Til þess að komast hjá
því, að af þessu spynnust diplo
matisk vandamál gagnvart
dönsku ríkisstjórninni, var notuð
klassísk brezk aðferð, sem einn
ig er kennd við vissa dýrateg-
und, sem er það að ganga í kring
um heitt soð.
Ríkisstjórnir beggja landa
komu upp því sem kallað er á
ensku Joint Standing Comm-
ittee sem útleggst sameiginleg
fastanefnd, og það var þessi
nefnd, sem hafði fulltrúa í
hvoru landi fyrir sig. Bretarn-
ir áttu að sjá okkur fyrir hús-
næði og var mér og aðstoðar-
manni mínum, Hilmari Foss,
ho'lað niður í húsakynnum þar
sem fátækrafulltrúar Lundúna-
borgar höfðu áður ráðið ríkj-
um. Fór töluverður hluti af tíma
okkar, einkum þó Hilmars, í að
hlusta á raunasögu fólks, sem
ekki gat áttað sig á að við
vorum lítilsmegnugir um styrk-
veitingar, þótt við erfðum sím-
ann frá fyrirrennurum okkar.
TALDI SENDIFÖRINA TIL
MOSKVU ÓÞARFA
— Voruð þér hrifinn af hinni
nýju forfrömun að verða sendi-
herra í Moskvu?
— Ég held nú að þeir, sem
enn lifa af þáverandi ráðherr-
um, muni vera sammála um það,
að ekki hafi ég sýnt þeim sér-
stakt þakklæti fyrir upphefð-
ina. Ég held, að ég sé ekki
að ljóstra upp neihum ríkis-
leyndarmálum, þótt ég segi frá
því nú, að ég taldi sendiför
mína þangað eins og þá stóðu
sakir, gersamlega óþarfa og
miklu nær hefði verið að fall-
ast á tillögu Rússa, að sendi-
herrarnir í London gegndu í bili
þeim litlu sendiráðsstörfum,
sem þá gat verið um að ræða.
Það hefði líka verið algerlega
þykkjulaust af minni hálfu,
þótt einhver annar hefði fengið
að fara til Moskvu.
— Var auðvelt að komast frá
London til Moskvu á þessum
tíma?
— Sé það satt sem stærð-
fræðingarnir segja, að beina
línan sé stytzt milli tveggja
punkta þá hlýtur eitthvað
fleira að hafa komið til, því
að ég lagði langa lykkju á leið
mína. Fyrst flaug ég frá ein-
hverjum flugvelli í Cornwall til
Casablanca í Marokko. Þaðan
til Kairó, dvaldist þar í 10
daga eða hálfan mánuð, unz ég
fór til Teheraiji og var næsta
feginn að sleppa undan veggja-
lúsinni, þótt ihargt annað væri
fróðlegt og skemmtilegt í því
fornfræga landi, eins og t.d.
grafhýsin, þar sem hinir hei-
lögu tarfar hvíla í marmara-
kistum.
Eftir nókkra bið í Teheran
komst ég svo í rússneskri flug-
vél á leiðarenda. Allt ferða-
lagið tók 2—3 vikur.
— Sáuð þér ekki eitthvað
skemmtilegt á leiðinni?
— Það hef ég sjálfsagt gert,
en tvennt er mér minnisstæð-
ast. Annað er tannlæknirinn,
sem sat flötum beinum á torgi
í gamla bænum í Casablanca
og hafði fullan ask af tómum
tönnum við hlið sér, svo að
væntanlegir viðskiptavinir
gætu séð, að hann væri enginn
byrjandi í faginu. Hitt var
vatnsleiðsla í Teheran, sem í
flestum bæjarh'lutum var ofan-
jarðar og veitt var hreinu vatni
Framhald á bls. 15