Morgunblaðið - 19.03.1969, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. MARZ 1960
Helgi Kristjánsson
— Minning
ÉG sem þessar línur rita, vil
með þeim þakka mági mínum
og kærum vini samverustund-
irnar, sem þó voru alltof skamm-
ar. Þegar slíkir atburðir gerast,
er gó'ðir vinir og félagar hverfa,
hníga niður á miðju manndóms-
skeiði setur mann hljóðan.
Helgi Kristjánsson varð bráð-
kvaddur aðeins 43 ára gamall,
harmaður af öllum er honum
kynntust, því hann var mikill
vinur vina sinna.
Hann var fæddur 2. nóvem-
ber 1925, sonur hjónanna Stein-
unnar Jónsdóttur og Kristjáns
bónda Skúlasonar að Naustum í
Eyrarsveit.
Hann var næst yngstur af 9
systkinum.
Þá var eins og nú stunduð
sjósókn við Breiðafjörð. Kristján
Skúlason hafði því jafnframt
búi sínu, hafið sjósókn á opnum
bát. En Kristjáns naut ekki
lengi við, hann anda'ðist um vor-
ið 1933.
Þá var Helgi aðeins átta ára.
Það voru því eldri bræður hans
er tóku við búinu með móður
sinni og strax er yngri bræð-
urnir komust á legg kynntust
t
Eiginmaður minn, fósturfaðir
og afi
þeir fljótt sjónum, hættum hans
og hrikaleik en líka tign hans
og fegurð.
Hugur Helga stóð því snemma
til sjómennsku er efldu þrek
hans og vilja, mótuðu sterka en
þó milda skapgerð, því dreng-
lyndi hans og prúðmennska voru
ríkir persónulegir eiginleikar i
fari hans, er skópu honum vin-
sældir starfsfélaga sinna, hvort
heldur hann var í landi eða á
sjó.
Eftir nokkra ára sjómennsku
gerðist Helgi starfsma’ður hjá
Flugfélagi íslands, réðist hann
þangað 8. júní 1950. Þar eins og
annars staðar varð Helgi brátt
hugljúfur hverjum er hann um-
gekkst, svo áreiðanlegur og
traustur maður var hann talinn
og gott að fela honum verk að
vinna.
Síðustu tvö árin var hann
vökumaður flugfélagsins og ég
held mér sé óhætt að segja að
hann hafi lagt jafn mikla alúð
við það starf eins og allt er hon-
um var fali'ð að gera.
Það er mikil eftirsjá er slíkir
menn kveðja svo skyndilega og
óvænt í fullu starfsþreki á bezta
aldri, og erfitt að sætta sig við
það. En það er svo margt, sem
okkur er hulið og við fáum alls
ekki skilið.
Falleg og yndisleg fannst mér
umhyggja Helga fyrir aldraðri
móður sinni, fyrir velferð henn-
ar og líðan. Það sýndi bezt hve
góðan dreng hann hafði að
geyma.
Er við nú kveðjum Helga
hinztu kveðju, viljum við þakka
honum allar þær stundir er við
höfum átt með honum. Þakka
hlýhug og vináttu, er hann með
elskulegu viðmóti sýndi okkur
frá fyrstu tíð. Blessuð sé minn-
ing hans.
Þorsteinn Halldórsson.
F. 2. nóv. 1925. D. 9. marz 1969.
ÞAÐ var sorgarfregn, sem mér
barst 9. þ.m. að frændi minn og
vinur Helgi Kristjánsson væri
látinn. Það var svo stutt síðan
^ð vfð hittumst og ræddum
saman og kom mér þá ekki til
hugar að þetta yrði síðasti fund-
ur okkar. Hann sem alltaf var
svo hress og kátur. En enginn
veit ævi sína fyr en öll er og
kallið kemur þegar minnst var-
ir.
Helgi var Snæfellingur, fædd
ur 2. nóv. 1925 að Naustum í
Eyrarsveit, sonur hjónanna
Steinunnar Jónsdóttur og Kristj-
Jóhannes Eiriksson,
vélsmiðameistarl,
Hjarðarhaga 56,
lézt aðfaranótt 18. marz.
Clara Nielsen
Harry Jóhannesson
Kornelía Ingólfsdóttir
Kristján Bernhard
og barnabörn.
t
Eiginmaður minn
Baldur Tryggvason
framkvæmdastjóri,
verður jarðsunginn frá Dóm-
kirkjunni fimmtudaginn 20.
marz kl. 13.30 e.h.
Björg Ágústsdóttir.
t
Þökkum af alhug auðsýnda
samúð og vináttu við andlát
og jarðarför mó'ður minnar
og tengdamóður, ömmu og
langömmu okkar
Rannveigar Halldórsdóttur
Bjarnfríður Guðjónsdóttir
Sigþór Guðjónsson
bamabörn og barnabarna-
börn.
t
Eiginmaður minn, faðir okk-
ar og bróðir
Erlendur R. Helgason
vélstjóri, Hringbraut 39
verður jarðsunginn frá Foss-
vogskirkju fimmtudaginn 20.
marz kl. 1.30 síðd. Blóm vin-
samlega afbeðin. Þeim sem
vilja minnast hans er bent á
líknarstofnanir.
t
Þökkum innilega auðsýnda
samúð og vináttu við andlát
og útför eiginkonu minnar,
móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
Guðrúnar Magnúsdóttur,
Grensásvegi 47,
Álfur Árason,
böm, tengdabörn, barna-
böm og barnabarnabörn.
t
Hjartans þakkir fyrir auð-
sýnda samúð við andlát og
jarðarför
Kristrúnar Finnsdóttur
frá Djúpavogi.
Sigurbjörg Lúðvíksdóttir
Ágúst Lúðvíksson
og aðrir aðstandendur.
Lára Kristinsdóttir
Gunnar Erlendsson
Guðmundur Erlendsson
Elísabet Helgadóttir.
t
Hjartkæra mó'ðir okkar
Lára Jóhannesdóttir
Merkigerði 12, Akranesi,
sem andaðist 13. marz verð-
ur jarðsett frá Fossvogskirkju
föstudaginn 21. marz kl. 14.00
e.h. Kveðjuathöfn fer fram
frá Akraneskirkju fimmtu-
daginn 20. marz og hefst kl.
2,00 síðdegis. Blóm vinsam-
legast afþökkuð, en þeim sem
vildu minnast hinnar látnu er
bent á Sjúkrahús Akraness.
Börnin.
t
Innilegar þakkir til allra sem
sýndu okkur samúð og vin-
áttu við andlát og jarðarför
Sigrúnar Kjartansdóttur
Slitvindastöðum, Staðarsveit.
Sérstakar þakkir til lækna,
hjúkrunarkvenna, starfs-
stúlkna og herbergisfélaga
hennar á Sjúkrahúsi Akra-
ness og til allra þeirra sem
heimsóttu hana í hinni erf-
iðu sjúkdómslegu. Ennfrem-
ur vil ég færa sérstakar þakk
ir til framkvæmdastjóra
Valdimars Indriðasonar og
verkstjóra Björns Jónssonar
og til fjölskyldu Simfonu
Elenar Þórarinsdóttur, Króka
túni 11, Akranesi, sem veitti
mér ómetanlegan stuðning.
Bið ég góðan Guð að styrkja
ykkur öll.
Guðbjartur Kristján
Jakobsson
Júlíus Kristjánsson.
t
Þökkum auðsýnda samúð og
vináttu við andlát og jarðar-
för eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður og afa
Jónasar Páls Árnasonar
Vatnsstíg 9.
Franziska Sigurjónsdóttir,
börn, tengdabörn og
barnabörn.
t
Hjartanlega þökkum við öll-
um þeim sem sýndu okkur
samúð og hluttekningu við
andlát og útför eiginmanns
míns
Sæmundar Kristjánssonar
frá Hjalteyri.
Fyrir mína hönd og annarra
vandamanna.
Þorgerður Konráðsdóttir.
áns Skúlasonar, sem þar bjuggu.
Föður sinn missti hann er hann
var ungur drengur og gæti ég
trúað að oft hafi verið erfitt
fyrir Steinunni að hugsa um
öll bömin sín, en Helgi var næst
yngstur af níu systkinum.
Snemma fór hann til sjós, fyrst
á opnum bátum en síðar á mót-
orbátum á síldveiðar og vetrar-
vertíðum. Eftir að Helgi flutt-
ist hingað til Reykjavíkur ré’ð-
ist hann til Flugfélags Islands
þann 8. júní 1950 og var hann
lengst af hlaðmaður og síðustu
árin sem næturvaktmaður.
Helgi var mikill hagleiksmaður,
það má segja að allt hafi leikið
í höndum hans og var hann
ætíð boðinn og búinn að hjálpa
vinum og vandamönnum hve-
nær sem var. Bróðir minn, sem
er fjarstaddur, biður mig fyrir
hinztu kveðju til þín og þakka
þér allar samverustundirnar.
Að lokum þökkum vi'ð hjónin
þér fyrir alla velvild og hlýju
og biðjurp Guð að blessa þig og
styrkja ástvini þina.
Halldór Ben. Þorsteinsson.
Ingunn Sigríður
Sigurðardóttir
Fædd 28. maí 1937.
Dáin 19. febrúar 1969.
Ingunn var fædd að Ánaaust-
um við Mýrargötu 28. maí 1937
og var því tæpra 32 ára er hún
lézt eftir stutta legu á Landa-
kotsspítala.
Þegar við kveðjum Diddu, en
það kölluðum við hana sem
þekktum hana frá bernsku, þá er
okkur efst í huga hve glaðlynd
hún var, og við minnumst
margra ánægjustunda í hennar
návist. Hún hafði svo einstakt
lag á að koma öllum í gott skap
og láta fólki líða vel í kringum
sig. Við eigum bágt með að trúa,
að hún sé horfin, hún, sem átti
svo margt eftir lífið var næstum
að byrja, en minningin um hana
mun aldrei gleymast, hún kenndi
okkur svo margt með sínu stutta
lífi hér á jörð, sem við viljum
muna.
Við sendum eiginmanni henn-
ar, dætrunum tveimur og synin-
um, sem enn er óskírður, okkar
innilegustu samúðarkveðjur og
biðjum að góður Guð styrki ykk-
ur og styðji.
Vinkonur.
Sigfús Sigurgeirsson
4. 4/1. 1940. — D. 4/3. 1969.
FÁEIN KVEÐJUORÐ
FRÁ VINI.
Sjaldan hefur mér brugðið
eins og við þá frétt, að vinur
minn, Sigfús Sigurgeirsson, eða
Sissi, eins og hann var jafnan
kallaður, hefði látizt af slysför-
Þakka öllum þeim mörgu,
konum og körlum, sem ám-
uðu mér heilla með ýmsum
hætti á 60 ára afmæli mínu
11. marz sl.
Hans Júlíus Þórðarson
Ákranesi.
um úti í Þýzkalandi um borð í
togaranum Agli Skallagrímssyni
4. þ.m., en hann var skipverji
Framhald á bls. 16
Kærar þakkir fyrir auð-
sýndan hlýhug og velvild á
sjötíu ára afmæli mínu þann
12. marz síðastl. Guð blessi
ykkur öll.
Sigurður J. Guðmundsson.
Hjartans þakklæti til allra
vina og vandamanna fjær og
nær sem glöddu okkur með
heimsóknum, gjöfum og
skeytum og hlýjum orðum á
gullbrú'ðkaupsdegi okkar 30.
júní 1968, og hjartans þakkir
til allra, sem hjálpuðu okk-
ur svo mikið í tilefni dags-
ins og gjörðu okkur daginn
ógleymanlegan. Við óskum
ykkur allrar Guðs blessunar.
Lifið heil.
Ólafía Sveinsdóttir og
Jón R. Jóhannesson
Syðri-Kárastöðum
V.-Hún.
Minningarathöfn
um þá, sem fórust með mb. Dagnýju 7. þ.m. verður haldin
í Langholtskirkju fimmtudaginn 20. marz kl. 13,30 og í Stykkis-
hólmi laugardaginn 22. þ.m. kl. 14.00.
Þeir sem vildu minnast hinna látnu vinsamlegast láti Slysa-
varnafélagið njóta þess.
Fyrir hönd vandamanna
SVERRIR KRISTJANSSON.