Morgunblaðið - 19.03.1969, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. MARZ 1909
15
SKÍÐAHETJA
Miura
YUICHIRO Miura er skiða-
hetja, sem prílar hve hátt sem
vera skal fyrir iþróttina, og í
maí á næsta ári aetlar hann
á skíðum niður Mount Eeve-
rest.
Miura sagði: ,,Mig hefur
dreymt um þetta í fimm ár,
af þvi Mount Everest er hæsti
tindur í heimi. Ég er að gera
all-s kyns ráðstafanir. Og ég
vil að þær heppnist".
Heimkynni hans eru í Aom
ori, um 350 mílur fyrir norð-
an Tókíó, og hann lærði á
skíðum þegar hann var
þriggja ára gamall.
Fyrir nokkrum árum fór
hann niður hlíðar heiiags
Fújíjama og rann 3 kílómetra
á níutíu sekúndum. Hann
varð að notast við fallhlíf til
að hemla.
Hann hefur einnig vérið á
skíðum í Alaska, Nýja Sjá-
landi, Mexico og á Ítalíu.
„Næsta tilraun mín verður
auðvitað að ske á Everest-
fjal'i", sagði lágvaxinn mað-
urinn á japönsku.
í skipulaginu eru taldir 30
manns, skíðamenn og fjall-
göngumenn ,sem eiga að fara
upp fjallið að sunnanverðu.
Hópurinn ætlar að ráða um
200 nepalska burðarkarla til
að bera hafurtask sitt, þ.á.m.
kvikmyndavélar til að festa á
filmu tilraun þessa.
Kvikmyndir, sem teknar
verða, mundu sýndar í höll
Nepal-stjórnar á „Expo ’70“ í
Osaka, 350 mílum vestan
Tókíó.
Nepal-stjórn hefur þegar
gefið Miura leyfi til að príla
upp og fara á skíðum niður
Bverest.
Miura sagði: „Ef allt geng-
ur vel og aðstæður leyfa,
munu tveir aðrir skíðamenn
fara með mér niður Everest-
brattann. Annars geri ég það
einn“. Hann nefndi ekki
hverjir það yrðu.
Að:purður, hvort hann
myndi setja upp skíði á tind-
inum, eða flagga á japönsku
á niðurleiðinni ,sagði hann:
„Nei, hvorugt. Við munum
aðeins fara með okkar eigin
skíði fallhlífar og súrefnis-
grímur“.
Fallhlífarnar eru til þess að
hægt verði að hemla, ef hrað-
inn á niðurleiðinni verður
hættulega mikill.
Til að verjast kulda þarna
uppi ætlar Japaninn að vera
í léttum klæðnaði, svipuðum
þeim, er þotuflugmenn klæð-
ast.
Hann segist enn ekki hafa
tekið ákvörðun um, hvernig
skíði þeir félag'ar muni nota,
en hann áliti, að sterk og létt
skíði, auðveld í meðförum,
væru æskilegust til fararinn-
ar.
Sumir eldri fjallgöngu- og
skíðamenn í Japan álíta, að
Miura sé genginn af göflun-
um. „Þeir halda, að ég sé
bandvitlaus“, sagði Miura,
„þeir kölluðu mig allir Baka
(flón). En ég veit betur. Ég
verð að íýna þeim fram á, að
þetta sé ekki draumarugl og
ég ætla mér að ná settu
marki“.
Miura og félagar hans ætla
að heimsækja Nepal í ágúst
til að undirbúa tilraun sína.
Þeir ætla að kanna staðháttu
og fara síðan aftur til Japan
til að ljúka undirbúningnum.
Þeir eru búnir að ákveða til-
raun þessa annað hvort seint
Miura í Nýja-Sjálandi 1967.
í marz eða snemma í apríl
1970.
Miura áleit, að kostnaður
við tiltækið myndi verða um
883.000 bandaríkjadalir. Hann
sagðist sta.nda í bréfaskriftum
við fjölmarga auðkýfinga,
sem hyggðust kosta förina.
Miura er giftur og á átta
ára gamla dóttur og þriggja
ára gamlan son, en þótt fjöl-
skyldan sé öll skíðafólk, ætlar
ekkert þeirra að verða honum
samferða niður Everest. Og
spurður um fyrirætlanir að
loknu Evest-svifi sínu, sagð-
ist hann ætla að taka til við
kafanir.
- En Bandaríkin?
Framhald af bls. 13
í á morgnana óg skolpi síðari-
hluta dagsins.
VAKNAÐI VIÐ
LÚÐRAÞYT OG SÖNG
— Hvernig var ástandið í
Moskvu á þessum dögum?
— Ég kom þarna seinustu
dagana í apríl og var mér út-
hlutað húsnæði í Hotel Nation-
al, sem Jónas frá Hriflu hefði
áreiðanlega kallað aldamótahó-
tel. Það var fullyrt, að þarna
væru hljóðnemar og hlustunar-
tæki í hverjum kima, en hafi
þau verið í lagi, þá voru það
vissulega einu hlutirnir sem í
lagi voru á hótelinu.
Ég afhenti Kalinin, forseta
forsætisráðs Sovétríkjanna
trúnaðarbréf mitt kringum 7.
eða 8. maí 1944, en dagana þang
að til hafði ég verið að reyna
að koma mér fyrir og kynnast
bænum. Heldur var þarna kalt
og drungalegt þegar ég kom,
en hinn 1. maí vaknaði ég
snemma við lúðraþyt og söng.
Þegar mér varð litið út um
gluggann sá ég margra mann-
hæða mynd af manni með yfir-
skegg í síðri herforingjaúlpu.
I svefnrofunum sá ég fyrst ekki
betur en þarna væri kominn
Vilhjálmur Þýzkalandskeisari.
Nánari athugun, studd rök-
hyggju, sannfærði mig þó um,
að þetta var ekki keisarinn
heldur Papuska — hinn góði
faðir Jósef Stalín.
Ég var ekki nægilega músi-
kalskur til að kunna að meta
gjallarhorn og dreif mig því :
fötin og fór í langa gönguferð.
En mér tókst ekki að flýja
hinn opinbera fögnuð, því á
öllum götuhornum voru einn
eða fleiii hátalarar, sem
glumdu ættjarðarljóðum og sta-
tistik í eyru borgarlýðsins. Ég
komst sem sé ekki undan mús-
ikinni, en ég sá tugi af mynd-
um af Stalin; Stalín góður við
börn; Stalín góður við dýr; Sta-
lín valdsmannslegur; Stalín
blíður; Stalín með Lenin.
Á þýðingarmestu gatnamótun
um var mynd með Stalín í miðju
og síðan raðað út frá honum
eftir ströngustu siðareglum öll-
um helztu valdamönnum lands-
ins. Ég komst að því síðar, að
þessar hópmyndir voru mjög
lærdómsríkar, því af þeim mátti
ráða hverjir voru í náðinni og
hverra stjarna var á niðurleið.
Á Stóra Þjóðleikhúsinu var
enn ein myndasamstæða við öll
hátíðleg tækifæri og kallaði
brezkur blaðamaður hana
„Myndin af hinu dvínandi
skeggi.“ Lengst til vinstri var
Engels með mikið og strítt al-
skegg, næstur Marx með sinn
úfna lagð, síðan Lenin með
mongólskan hýjung og loks Sta
lín með þýzka keisaraskeggið.
— Hvernig voru móttökurn-
ar hjá Kalinin, þegar þér af-
hentuð honum trúnaðarbréfið?
— Kalinin var lítill, gráhærð
ur og góðlegur. Hann var orð-
inn gamall og eineygður og
hætti forsetastörfum mjög
skömmu síðar. Það var talið, að
hann ásældist ekki völd fyrir
sjálfan sig og eftir því sem
maður gat heyrt var hann vin-
sæll af alþýðu manna. Það var
sagt að hann og móðir hans
ætu grautinn sinn úr sömu skál
inni og þótti það mjög alþýð-
legt.
Molotov, utanríkisráðherra,
var ekki viðstaddur þessa at-
höfn, heldur einn af varautan-
ríkisráðherrunum, lítill náungi
að nafni Dekanosov, sem stakk
hægri höndinni í barminn og
hélt þá að hann væri líkur Na-
poleon. En að sjálfsögðu heils-
aði ég upp á Molotov um sama
leyti og hitti hann við mörg
önnur tækifæri.
Molotov lagði ekki í vana
sinn að brosa og þóttist ekki
skilja nein erlend mál, en illa
gekk útlendingum í Moskvu að
leggja trúnað á þaS kunnáttu
leysi hans. Þeir fullyrtu, að
hann gæti ef hann vildi sagt
„njet“ á 10 tungumálum, en að
honum þætti hin aðferðin hent-
ug til að geta betur hugsað sig
um svör.
— Hittuð þér Stalín?
— Nei, ég komst þar lengst
að vera í sömu stöfu og hann,
þegar Winston Churchill kom í
heimsókn. Þeir sátu þá saman í
keisarastúkunni í Stóra leikhús
inu. Churchill kom fyrr í sæti
sitt og var ákaft fagnað. Þeg-
ar látunum var að linna kom
Stalín og urðu þá enn meiri
fagnaðarlæti. Mér varð það á
að dást að Stalín fyrir hæ-
versku hans, því hann tók þátt
í lófaklappinu og hélt ég að
það ætti að þýða að hann væri
að sýna Churchill að það væri
honum ætlað en ekki sér. En
þarna flaskaði ég á vanþekk-
ingunni, því að í Sovétríkjun
um er það sjálfsögð kurteisis-
regla að sá, sem klappað er fyr
ir, svari með því að klappa á
móti. Það var aðeins þessi
skylda, sem foringinn var að
inna af hendi.
— Höfðuð þér mikinn sam-
gang við Rússa?
— Heldur var hann nú tak-
markaður. Það var ekki ætlazt
til þess, að almenningur um-
gengist útlendinga, að frátekn
um örfáum öruggum sálum, er
höfðu eins konar leiðarbréf í
því efni. Á þjóðhátíðardögum
mátti viss hópur embættis-
manna þiggja boð í vodka-
drykkju og matarbita. En að
öðru leyti umgengust útlend-
ingarnir aðallega hver annan.
Þessu fylgdi sá kostur, að
jafnvel smáfuglarnir í sendi-
herrahópnum áttu kost á að
kynnast jafnvel sendiherrum
stórveldanna töluvert náið. Úr
þeirra hópi er mér ýmsir minnis
stæðir, t.d. Sir Archibald Clark
Kerr, sem síðar varð Invercha-
pel lávarður. Hann hafði svo
gaman af að segja óvænta hluti
að maður vissi tilsvör hans æv-
inlega fyrir.
ÉTIÐ SPAM
MEÐ HARRIMAN
Averell Harriman var um
þetta leyti sendiherra Banda-
ríkjanna og tókst með okkur
góður kunningsskapur, sem við
fengum tækifæri til að endur-
nýja í París seinna. Ég held, að
mér hafi þótt hann einna til-
komumestur af sendiherrunum,
einstaklega látlaus maður, þrátt
fyrir sín miklu auðævi. í fyrsta
sinn, sem ég kom til hans, bauð
hann mér að borða með sér
„spam“ og kalt vatn.
— Hvað er spam?
— Spam var pressuð ket-
kássa sem Bandaríkjamenn
sendu til Bretlands á stríðsár-
unum og sem við nærðumst á í
London ef við vorum seinir í
matinn. Það var ekki minn uppá
haldsmatur og þótt ég hefði
ekki átt annað en hundraðasta
part af eignum Harrimans hefði
ég aldrei étið það aftur eftir
Lundúnavistina.
í hópi erlendra blaðamanna,
sem bjuggu á öðru aldamótahó
teli, voru einnig margir ágætis-
menn, sem oft var fróðlegt að
tála við og skemmtilegt að um-
gangast, t.d. Alexander Werth
og Eddy Gilmore, sem átti fal-
lega rússneska konu og litla dótt
ur, sem hét Victoria, af því að
verið var að skjóta 24 sigur-
skotum, þegar hún fæddist.
„EN BANDARÍKIN?“
SPURÐIMOLOTOV
— Hvað um afstöðu Rússa til
íslands á þessum árum?
— Eitt af fyrstu verkefnun
um, sem mér var falið að heim-
an var að benda Molotov á, að
ýmis ríki, þar á meðal Bret-
land, ætluðu að heiðra Island
með því að láta sendiherra sína
hafa ambassadors-titil við há-
tíðahöldin vegna stofnunar lýð
veldisins. Og átti ég að sjálf-
sögðu að gera það ljóst, að það
væri vel þegið að Sovétríkin
gerðu hið sama.
Ég fór með þessi skilaboð til
Molotovs og átti nokkuð langt
samtal við hann. Þegar ég
nefndi Bretland spurði hann
tafarlaust: „En Bandaríkin?“
Ég gat engu svarað um það,
þar sem mér höfðu ekki borizt
fregnir af því á þessu stigi
málsins. En nokkrum dögum
síðar fékk ég að vita, að Banda
ríkin höfðu bætzt í hópinn og
var beðinn að koma þeim skila-
boðum til Molotovs.
Ef ég man rétt var það Dek-
anosov, eða einhver af minni
spámönnunum, sem ég varð að
sætta mig við að tala við í það
skiptið. Var ósköp kurteislega
látið í það skína við mig, að
þetta væri afgert mál og ó-
þarft að vera að endurtaka
beiðni, sem þegar væri afgreidd.
Krassilnikov fékk því ekki að
vera ambassador við þetta tæki
færi, en annað var þó enn
spaugilegra. Hann hafði gengið
á fund ríkisstjórnarinnar og
óskað henni og þjóðinni til ham
ingju með úrslit þjóðaratkvæða
greiðslunnar um stofnun lýð-
veldisins. Nokkrum dögum síð-
ar kom hann og tók það fram
til að fyrirbyggja allan mis-
skilning, að þessar óskir hefðu
verið frá honum sjálfum
persónulega.
„MADE IN AMERICA"
Þessi einkennilegu viðbrögð
skýrðust nokkuð skömmu síð-
ar, þegar grein um ísland birt-
ist í blaði, sem gefið var út á
ensku í Moskvu. Þar kom
fram svo greinilega að ekki varð
um villzt, að ráðamenn Sovét-
ríkjanna álitu að lýðveldis-
stofnunin væri „Made in Am-
erica“ alveg eins og hátíðarpen-
ingurinn, sem þá var dreift með
al fyrirmanna.
Há hlutfallstala þeirra, sem ósk
uðu að stofna lýðveldi við þjóð
aratkvæðagreiðsluna þótt nátt-
úrulega engum tíðindum 3æta
á þessum stað, þar sem
aðalvandinn við allar atkvæða-
greiðslur er sá að láta fylgis-
menn ríkisstjórnarinnar ekki
vera fleiri en 100%.
— Voru margir Islendingar í
Moskvu á þessum tíma?
— Þegar þjóðaratkvæða-
greiðslan fór fram í maílok var
fyrir mig lagt að síma, hve mik
ill hundraðshluti íslendinga
í umdæmi mínu hefði greitt at-
kvæði og hver fjöldi atkvæð-
anna hefði verið. Svarið var á
þessa leið: „100% — eitt at-
kvæði."
Seinna kom Pétur Thorsteins
son, nú sendiherra í Washing-
ton, til mín. Þá hafði ég ekki
heyrt íslenzkt orð talað í heilt
misseri nema : eitt skipti, þeg-
ar brezkur hermaður kom að
borði mínu í National-hótelinu
og spurði hvort rétt væri að ég
væri frá íslandi og fór með
Faðir vorið á íslenzku, hátt og
snjallt. B. J.