Morgunblaðið - 19.03.1969, Page 16

Morgunblaðið - 19.03.1969, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. MARZ 1969 HOW DID THAT GEM OF INFORMA- TION ESCAPE THE HEADUNES-MISS *TWO yEARS AGO, DURING A STORM AT SEA.MY FATHER FELL/ HE STRUCK HIS HEAD AGAINST THE DESK // THAT WAS THE END....//» ÁJtbÍMinf Sextug í dag: Elísabet Narfadóttir Leiksmiðjufólk á æfingu. „FRISKIR KALLAR — nýtt verkefni Leiksmiðjunnar LEIKSMIÐJAN frumsýnir nýjan sjónleik; „Frískir kallar“, í Lind- arbæ á fimmtudagskvöld. Sjónleik þennan hefur Leik- smiðjufólk sjálft tekið saman og sagði Eyvindur Erlendsson, „meistari s>miðj unnar“, á fundi með fréttamönnum í gær, að reynt hefði verið að beizla ís- lenzkar leikhefðir, eins og þær birtast í daglgu fari fólksiras; í leik þess og sTarfi. listuan og siðvenjum. Leiksmiðjufólkið leitaði víða fanga; fyrst og fremst í kvæði — þjóðvísur, barnagælur og hús- gan.ga — en einnig var ýmsum lygisögum gefinn gaumur. Meg- inþráðurinn er sóttur í 18. aldar kvæðið „Skipafregn", sem eign- að er Árna Böðvarssryni, en þar utan um var svo annað efni smíðað. — Jðn Ásgeirsson hefur samið og tekið saman tónlist við sjónleik þennan. — Sagði Ey- vindur, að í stuttu máli mætti segja, að meginefni sjónileiksáns væri: söngvar, dansar, eftirherm- ur og töfrabrögð en ýmislegt óvænt að aukL Sagði Eyvindur, að þennan gjónleik mætti kalla „sveinsstykki“ Leiksmiðjunnar en í henni eru nú átta leikarar auk Eyvindar. Við æfingar nú var tekinn upp sú nýtoreytni að hafa samstarf við ungt fólk; menntas'kóla- og Kennaraskólanemia, sem mættu á æfingar og létu í ljós skoðanir sínar á því. sem Leiksmiðjufólk var að gera. Sagði Eyvindur, að þessi samvinna hefði tvímæla- laust gefið góða raun. - MINNING Framhald af bls. 14 þar. Er ég kvaddi hann við skips hlið er hann fór í sína hinztu ferð, gat mér ekki dottið í hug, að þetta væri í síðasta skipti sem ég fengi að sjá þennan glaða og fríska pilt. Það er alltaf hryggilegt þegar ungir og frískir piltar á bezta aldri eru svona skyndilega kvaddir burt. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Sissi var mjög góður félagi, alltaf léttlyndur og kátur, og söknum við félagar hans hans mjög mikið. Si-si var starfandi dómari í handknatfcleik, og miss- ir H.K.D.R. þar góðan félaga. í dag, er við kveðjum hann í hinzta sinn, vil ég votta fjöl- skyldu, systkinum og öllum vandamönnum hans, mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Vertu sæl Sissi minn og þakka þér kærlega fyrir okkar góðu kynni og vináttu. Bleísuð sé minning þín. Þinn vinur, Daníel Benjamínsson. SEXTUG er í dag, 19. marz, Elísabet Narfadóttir, Móabarði 22, Hafnarfirði. Ekiki var fjölbreytninnj fyrir að fara á nöfnum húsa og bæja í Firðinum á fyrsta tug aldar- innar. Hóll, Klettur og Bali voru einna algengustu heitin, væru híbýlin ekki kennd við húsbónd- ann. Elís'abet er fædd og uppalin á Bala, yngst af allstórum syst'kinahópi. Ekki mun alltaf hafa verið úr miklu að spila, en margir voru þeir iðjumennirnir í Hafnarfirð í þá daga og ekki taldi Narfi á Bala eftir sér hverskyns þjónustu við heimili sitt, á milli þess sem vakað var og aldan stigin úti á Sviði og annars staðar þar sem „þess gula“ var von. Elísabet hefur í ríkum mæli erft iðjusemi föður sínis og fé- lagslyndi móður sinnar. Að fyrr- nefnda eiginileikanum má þó e.t.v. segja að ekki hafi alltaf notast sem skyldi. En um það er ekki við neinn mannlegan mátt að sakast, heldur það, að heilsan hefur ekki ætð verið eins og á yrði kosið. Ekki hindraði þetta þó „Betu á Bala“ í hinni beztú umönnun um foreldra sína, þegar kraftar þeirra þrutu, eftir lanigan ævi- dag. Félagsmálatilhneigingar Elísa- betar hefur stúkan Morgun- stjarnan notið um fjölda ára. Lætur hún sig engu skipta þótt starfsemi góðtemplara megi muna sinn fífil fegri og sé skot- spónn háðs og andúðar margra nú. Einnig starfar Elísabet í Kvæðamannafélagi Hafnarfjarð- ar. Mun rnaður hennar, Pétur Óskarsson, ekki hafa letjandi áhrif á sinn helming í þessu efni, enda rennur honum breið- firzkt hagyrðingablóð í æðum, auk einkenna Auðunsættarinnar hafnfirzku. Á heimili þeirra hjóna eru ijóðabækurnar ekki eingöngu til skrauts í skápum, iheldur til flettimgar, flutnings og ánægjuauka. Við þökkum Elísabetu kynnin og óskum að heilsu- og gæfudis- in verði henni veitular um langa framtíð. M. J. Þjóðmálafundur á Akureyri Sjálfstæðisfélögin á Akureyri halda ALMENNAN ÞJÓÐMÁLAFUND í Sjálfstæðisliúsinu laugardaginn 22. marz kl. 14.00. Framsöguræðu flytur MAGNÚS JÓNSSON fjálmálaráðherra. Sjálfstæðisfélögin á Akureyri. Listaverkið,, Heystakkur“. r Samsýning SUM FÉLAGAR í SÚM opna samsýn- ingu í kvöld klukkan 20 í sýn- ingarsal sínum að Vatnsstg 3. 11 félagsmenn taka þátt í sýn- ingunni, og tveir gestir, það eru Dieter Rot og Magnús Pálssan. Rúmlega 40 verk verða til sýn- is þar, frá kl. 16—22 daglega, en sýningin er opin til 10. apríl. Auk gestanna sýna þarna: Róska, Jónina Guðnadóttir, Arn- ar Herbertsson, Finnbogi Guð- mundsson, Haukur Sturluson, Jón Gunnar Árnason, Kristján Guðmundsson, Magnús Tómasson og Sigurður Guðmundsson. HÆTTA Á NÆSTA LEITI —eftir John Saunders og Alden McWilliams BECAU5E, ■MR.RAVEN, My BROTHER FOUND IT VERV PROPITABLK. TO DECEIVB „ THE WORLD« Það er alveg satt herrar mínir, Axtel Athos, ríkasti maður í heimi, er ekk- ert nema sögusögn. (2. mynd) t óveðri fyrir tveim árum skrikaði honum fót- ur. Höfuð hans lenti á þessu skrifborði, það voru endalokin. (3. mynd). Hvern- ig stóð á því að ekki var skýrt frá því í fréttum ungfrú Athos? Vegna þess, herra Raven, að bróður mínum fannst hagkvæmara að leika á heiminn. Sýningunni er ætlað að sýna þverskurð af því, sem félags- menn eru að gera, og hverju megi búast við. Er það ætlun þeirra með þessari sýningu að leyfa almenningi hlutdeild í list samtím.ans, og vonast til að hún verði umræðuefni um stöðu ís- lenzkrar myndlistar í dag. Fyrst lá starfsemi félagsins mikið niðri, vegn þess að með- limir voru margir erlendis við nám, en tóku samt þátt í sam- sýnnigu erlendis og heima s. s. útisýningu á Skólavörðuholti og fleiri sýningum. í vetur hafa þeir félagar skipu- lagt sýningar á smáverkum í Mokka (2 félagar hafa sýnt þar), og átt verk á Ungdomsbienniale Norðurlanda og Helsingfors. — Flestir félaganna hafa haldið einkasýningar hér heima. í húsakynnum félaganna er ætlunin að halda sýningar á er- lendri samtímalist, og munu menn fengnir til að halda fyrir- lesrtra um list. Einnig er ætlunin að hafa til sölu á staðnum ís- lenzkar og erlendar sýningar- skrár, plaköt, bækur um mynd- list og skáldverk framúrstefnu- manna. Félagsmenn munu sjálfir standia straum af kostnaði, og einnig hefur verið stofnað styrkt armenna kerfi og greiðir hver meðlimur kr. 1000 á ári. í ráðí er að halda listahátíð í hauist, en þangað til er saluirinn upptekinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.