Alþýðublaðið - 27.07.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.07.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ Afgreidisla. blaðsins er í Alþýðuhúsinu við lagólísstræti og Hverfisgötu. Síml 988. Auglýsingum sé skilað þangað cða í Gutenberg í siðasta lagi kl. 10, þann dag, sem þær eiga að koma i blaðið. aði í aðalhúsinu, en eldurinn náði fyrst taki þar á kvistgluggum á þakinu, en brunaliðar komust ekki að að sprauta á þá þar eð þdr voru í alt of lágum stiga. Rétt bjá stóð brunaliðsstigi og hefði auðveldlega verið hægt að komast aógu hátt með þvi að nota hann, seúda hefði verið hægt að koma honum fyrir við brunagaíl aðal- hússins þannig að ekki hefði þar verið eins heitt á brunaliðum eins og var í stutta stiganum, enda mun þar hafa verið nær óverandi svo sem sjá má af því að bruna- hjálmur Einars Gisiasonar málara, sem var efstur í stiganum, skemd- isi af hitanum. Einstök aðferð. Brunalið Reykjavíkur hefir að- lerð við bruna, sem það er eitt um aý öllum brunaliðum í heimi, og er það auðvitað eitt dæmið upp á stjórnieysið á liðinu. Bruna- liðin annarsstaðar dæla i eldinn, en það má heita að frá því að kviknað var í sðalhúsinu fyrir al- vöru og þar til það var fallið eða mær það, hafi ekki deigur dropi komið í það. í stað þess var dælt á þakið á húsi Marteins Einars- sonar, í brunagaflinn, og á hús þau er næst voru brunanum. Slíkt var auðvitað góð aðferð, og sú eina sem hægt var að viðhafa, meðan ekki voru önnur tæki til en fötur sem vatn var rétt í, ea þegar tvær véldælur eru í gangi er sú aðferð röng, því mest af vatninu rennur þegar niður og kemur að engu haldi. Rétta að- ferðin er að láta vatnið ganga að- allega inn í sjálft hið brennandi hús til þess, þó ekki sé hægt að slökkva eldinn, þá að halda hon- um niðri ttl þess húsið verði leng- ur að brenna, og bálið minna í einu, er þá hvorttveggja i senn, rninni hætta á því að kvikni í næstu húsum, og minni hætta á því að hiti hindri starfsemi brunaliðsins. Engin stjórn á björgun, Á björgun var eegin stjórn og gengu þó margir sjálfboðaliðar mjög vasklegá fram, ungir og gamlir, en þó einkum ungir. Ein- hver fyrsta regla með hús sem er í hættu af bruna, er að brjóta þar enga rúðu og að láta glugga og hurðir vera vandlega lokaðar. Þessi regla var algerlega brotin af áhugasömum en hugsunarlausum björgunarmönnum enda varð það til þess að eldur var mjög stutta stund að læsa sig um aðalhús J. Þ. eftir að eldur var kominn í það. Skaðinn af brunanum er taiinn mörg hundruð þúsund kr., en er ómetinn enn. Þó húsin hafi verið vátrygð hefir Jónatan tapað að minsta kosti ioo þús. kr. €rlenð sínskeyti Khöfn 2Ó. juií. Bo8i neitað. Sfmað frá London, að banda- menn hafi halnað boði Ungverja um að veita Pólverjum herstyrk. Sendiherra írá Ástralíu. Ástralía hefir ákveðið að út- nefna sendiherra í Washington. Samkomulagið hatnar. Símað frá London, að Bolsivík- ar hafi gengið inn á það, að hafa ráðstefnu um frið við Pólland í Lóndon, með því skilyrði að Wrangel gefist upp. Iiloyd George hræddur. Opinbert er, að Hoyd George er fús til að ræða um ýms atriði írlandsmálunum, en ekki um full- komið sjálfstæði írlands. Grikkir taka Adrianopel. Grikkir hafa sett setulið í Adri- anopei. Frakkar í Sýrlandi. Símað frá París, að Frakkar hafi unnið sigur í Sýriandi. IV.ýmjólli í giösum fæst á Café Fjallkonan. fiskhrmgnriim. — Frh. Síðasta ár eyðilögðu síidarspek úlantarnir verðmæti fyrir margar miljónir m. a. sökum þess hve mikil óreiða og sundrung er á þeim atvinnuvegi. í raun og veru væri það spor í framfaraátt ef slfk samtök ættu sér stað meðal síidarútgerðarmanna sem nú þeg- ar eru meðal fiskikaupmanna. Ec slík samtök þurfa auðvitað að vera undir sterku eftirliti. Eina leiðin til að fiskihringnr* inn megi standa. Fiskihringurinn hefir nú I ár og í fyrra haidið niðri verði á fiski innanlands svo sem hann hefir megnað og hafa þær aðgerðir hans gert mörgum smærri útgerðar- manninum þröngt í búi, og ger- eyðilagt marga. Hringurinn borg- ar eins og gefur að skilja óeðli- lega lágt verð fyrir fiskinn innan- iands. Það er því aðeins hugsanleg: ein leið tii þess að íslenzkir sjó- menn og útvegsmenn verði ekki gersamlega að þrælum hringsins, og hún er sú að sett yrði strangt eftirlit með hringnum og því verði er hann gefur framleiðendunum innanlands. Það mætti hugsa sér eftirlitið með því móti að þingið skipaði mann í stjórn hringsins og setti um leið lög um að allir sjómenn og útvegsmenn gætu orðið hiut- hafar þannig að hringurinn yrði samvinnufélag framieiðendanna. Síðan yrði verð á fiski hér ákveð•• ið í samræmi við skýrslur stjórn- arnefndarmanns þingsins, enhringn- um aðeins ætlaðar fáeinar pró- sentur fyrir söluna. En þetta mundi þó mjög óheppilegt sökum þess að vandfundinn myndi mað- ur, sem hringnum ekki veitti íétt að hafa í vasanum. Eftirlitið mætt' einnig hugsa sér þannig að skip- uð yrði verðlagsnefnd, sem í sætu fulltrúar allra stétta þjóðfélagsins og þá sérstakiega sjómannasttétar- innar. Ákvæði þessi nefnd svo verð á fiskinum í samræmi við söluverð utanlands, á hverjum tíma, og reiknaði hringnum aðeins örfáar pifósentur. Þetta hefir þann agnúa að vel má vera að hringn- um tækist að dylja hið sanna verð fyrir siíkri nefnd og svo einnig:

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.