Alþýðublaðið - 27.07.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.07.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Knattspyrnumót Rvikur. í kvöld kl. 87« keppa: Fram og- Víkingur. Allir út á völl! Fundur verður haldinn í »Ökufé!agi Reykjavíkurc í kvöld kl. 8 síðd. í húsi Alþýðufélagsins við íngólfsstræti. Áríðandi að allir ökumenn mæti. Til umræðu verður kauphækkun fyrir hesta, heykaup í sumar o. fl. Stjórnin. Mótekja Reykjavikur selur mó og flytur heim til kaupenda fyrir 80 kr. tonnið, á meðan :: ekki þarf að flytja móinn í byrgi, en síðar hækkar verðið. :: :: :: Borgun greiðist við pöntun. :: :: Skrifstofa mótekjunnar er i Tjarnargötu 12. (Skrifstofa bæj*rgjaldkera). — Sími 819. Til Yióskiftavina vorra. Á meðan gengi á enskum peningum er svo hátt, reiknutn vér flutningsgjöld trá, íslandi til Bretlands í krónum, en ekki í Shillings, og verður þá sama flutningsgjald til Bretlands og Kaupm.liafnar. H.f. Bimskipaiólag- íslands. Xoli konnngnr. Eftir Upton Sinclair. Fjórða bók: Erjðaskrá Kola konungs. (Frh.). V. Þegar þessu var komið i kring fóru þeir á eftir manngrúanum. Hann hafði numið staðar fyrir framan eitt af húsum félagsins, og er þeir nálguðust heyrðu þeir, að verið var að halda ræðu. Þeir heyrðu það á málrómnum að það var kvenmaður, en þeir sáu ekki hver hún var. Alt í einu þreif Hallur í handlegg Jerrys. „Það er Mary Burke“. Það var hún, og engin önnur. Þeir brutust áfram til þess að heyra hvað hún sagði. Hún hreytti einni setningu úr sér í einu, og fólkið æpti á eftir. „Hver gerir verk ykkar, ef þið viljið ekki vinna þau?“ „Enginn". „Hver getur gengið í silki og kniplingum, ef þið neituðuð því að vera þrælar?* „Enginn“. „Mundu þeir fara sjálfir niður í námuna og höggva kol?“ „Nei, neii“ „í silkinu og kniplingunum?" „Ha, ha, hal“ „Bara að þið væruð samtaka, yrðu þeir að koma og biðja ykk- ur á knjánum að fá að ganga að kröfum ykkar. En þið eruð rag- geitur, og þeir þekkja ragmensku ykkarl Þið eruð svikarar — þið látið múta ykkur! Þeir limlesta ykkur, þeir fara með ykkur eins og þeim sýnist, og svo aka þeir burtu í einkaeimlest sinni, og láta vopnaða bófa um að trampa á ykkur. Hvað ætlið þið að þola þetta Iengi?“ Öskrin í manngrúanum berg- máluðu niður eftir götunum og köstuðust aftur frá fjöllunum. „Við þolum það ekki lengurl Við gerum það ekki lengur!“ Karlmennirnir steyttu hnefana, konurnar æptu og jafnvel börnin öskruðu blótsyrði og formælingar: „Við berjumst! Niður með þá!“ „Ágætt! Myndum þá félagl Verum samtaka og krefjumst réttar okkar. Og ef þeir neita okkur, þá vitum við hverju við eigum að svara, við svörum — við hefjum verkfalll“ Ópin bergmáluðu um allsn dal- inn. Mary hafði hitt naglann á höfuðið — orð, sem gerði þau óð! í mörg ár hafði þetta orð ekki verið sagt hátt í Norðurdalnum. Nú læsti það sig áfram eins og eldur í sinu. „Verkfall!" Margir skildu ekki hvað ræðumaður sagði, en þeir skildu hreyfingarnar, og raddblæinn. Og allir þektu orðið verkfall. Alþbl. er biað allrar alþýðu! Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ölafur Friðriksson Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.