Alþýðublaðið - 27.07.1920, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ
3
Vanti yður bifreið, þá gjörið svo vel að hringja í síma 716 eða 880.
að ef slíkri nefnd tækist að inna
starf sitt af hendi sem skyldi,
Væfi hringurinn úr sögunni, sök-
um þess að hann yrði með því
útilokaður frá stórgróða, er hið
eina markmið hans að stórgraeða.
Eigi því hringurinn ekki að
gleypa íslenzka sjávarafurða frara-
leiðendur lifandi með húð og hári,
verður annaðhvort að fara þá leið,
að setja strangt eftirlit með hringn-
Um, sem vér téljum þó lítt fram*
kvæmanlegt, eða að fara þá leið
sem raunar liggur í augum uppi
að beri að fara, sem sé að hið
opinbera taki þegar söluna á öll-
um fiskiafurðum í sínar hendur.
(Frh.)
5. 7.
frá Danmerkn.
(Frá sendiherra Dana hér, 23. júlf.)
Meiðsli konungs.
Eftir því er segir í dönskum
blöðum, er þess elfki að vænta,
að konungur verði búinn að ná
sér fyr en seint í haust.
Ameríka og kolamarkaður á
Norðurlöndum.
Jafnframt því, að Danmörk er
tekin að flytja smjör sitt til Ám-
•eríku f stað Englands, hefir at-
hygli manna verið vakin á því,
hvort ekki mundi hægt að birgja
Norðurlönd upp af kolum frá
Ameríku. Samkvæmt símskeyti til
danskra blaða hafa amerískir kola-
átflytjendur hafið kappsamlegan
róður til þess að ná undir sig
kolamarkaði Norðurlanda. Sagt er,
að þeir séu þess albúnir að verja
1 milj. dollara (6 milj. kr.) til und-
kbúnings þessarar fyrirætlunar.
Im daginn op vegii.
Es. Eniglieden kom í morgun
Danmörku. Farþegar Jóh. Jó-
baanesson bæjarfógeti og Þorst.
Gíslason,
Knattsjnyrnumótið. 1 kvöld kl*
^1/2 keppa Fram og Víkingur þar
má búast við hörðum bardaga,
því Víkingar berjast fyrir Iffi sínu.
Þeir eru sem sé úr sögunni ef
þeir tapa í kvöld.
Yeðrið
Vestm.eyjar
Reykjavfk .
ísafjörður .
Akureyri .
Grímsstaðir
Seyðistjörður . .
Þórsh,, Færeyjar
Stóru stafirnir
Loftvog lægst fyrir vestan Iand
og ört fallandi. Byrjandi suðlæg
átt. Óstöðugt veður.
dag.
SA, hiti 9,2
SA, hiti 8,6.
Iogn, hiti io,o.
S, hiti 9,5.
S, hiti 8,0.
logn, hiti 6,9.
NV, hiti io.o.
merkja áttina
Es. Matthilde fór í gær til
Englands með hesta mun eiga að
flytja kol hingað aftur.
Ad norðan.
Jón Helgason, íþróttakennari,
sem um eitt skeið var með
Jóhannesi Jósefssyni, dvelur um
þessar mundir á Akureyri hjá
frændfólki sínu. Hann er nýkom-
inn frá Rússlandi, þar sem hann
hefir verið öll stríðsárin og bylt-
ingaárin.
Steingr. Matthíassou læknir
gerði um daginn skurð á Sigurði
Sigfússyni kaupfélagsstjóra, sem
getið var um hér í blaðinu að
slasast hefði. Meitlaði Stgr. gat á
höfuð Sigurðar og náði burt blóð-
lifrum er safnast höfðu fyrir undir
hauskúpunni og ollu meðvitundar-
leysi hans. Er nú Sigurður heill
heilsu aftur.
Lambadanði hefir orðið mikill
víða eftir því sem fregnir herma.
Ekki er þó fóðurskorti um að
kenna alstaðar, en ef til vill fóður-
birgðum. Úr Óiafsfirði er skrifað,
að á sumum bæjum hafi lömb
því nær gereyðst. (Dagur).
Úr Fljótum herma sannar
fregnir, að 30 fjár hafi fallið á
Stórubrekku og flest fé á Barði.
Presturinn á Barði átti hey, sem
fór í fönn snemma vetrar og fanst
Mikil vandræði! Þvott-
urinn minn núna er aliur með
ryðblettum, hvaða ráð er til að
ná þeim úr og forða honum við
eyðileggingu? Bceta má úr því.
Sendu bara í verzlunina „Hlíf“ á
Hverfisgötu 56 A, hún er nýbúin
að fá þýzkt efni, er tekur alla ryð-
bletti strax úr þvottinum, án nokk-
urra skemda á honum. Pakka
þér hjartanlega fyrir bendinguna.
Alþýðublaðið
er ódýrasta, fjölbreyttasta og
bezta dagblað landsins.
Kanpið það og lesið, þá
getið þið aldrei án þess verið.
aldrei, þó mikið væri eftir leitað.
Kom það ekki í Ijós, fyr en um
seinan. Mikil vanhöld hafa orðið
þar víða, enda veturinn ódæma
snjóþungur. Þann 20. júní var
fyrst komin snöp í Stýflunni, sem
er snjóþyngsta svæðið.
(Dagurl.
Brennivínshneyxli.
Staðið hefir yfir mál út af ólög-
legri brennivínssölu og brennivfns-
flutningi til Bandaríkjanna frá
Manitoba. í vitorði með svikum
þessum voru tollþjónar beggja
megin landamæranna,. og svo
ýmsir háttstandandi embættismenn
í St. Paul, og hafa hlutaðeigendur,
er til hefir náðst, verið dæmdir
í fangelsi, en þeir skotið máli
sínu til yfirréttar. Hafa þeir fengið
lausn úr fangelsi gegn 5000—
15,000 dollara veði. (Hkr.)
Kvenfrelsi.
35 tfki í Bandaríkjunum hafa
þegar samþykt atkvæðisrétt kven-
fólks. Búist er við að Delaware-
ríkið muni verða hið 36 til þess
að gera þá stjórnarskrárbreytingu,
svo lög þessi fengi gengið í giidi
yfir alt landið. Fór Wilson for-
seti þess á leit við ríkisþingið í
Dover nýlega. En svo er nú vin-
sældum hans farið, að vegna þess
að hann lét málið til sín taka,
var það felt með allstórum at-
kvæðamun. (Hkr.)