Morgunblaðið - 29.04.1969, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1969
Forsætisráðherra Norður-írlands
segir af sér embætti sínu
O'Neill vill veita nýjum leiÖtoga tœki-
fœri til að lœgja öldurnar í landinu
TERENCE O’Neill, forsætis-
ráðherra N-írlands, sagði í
dag af sér embætti, að því er
upplýsingaþjónusta stjórnar-
innar þar tilkynnti. O’Neill
hefur verið forsætisráðherra
N-írlands í sjö ár. O’NeilI
sagði í dag, að hann segði af
sér embætti „í þágu umbóta“
Hvarf O’Neill úr embætti for-
sætisráðherra siglir í kjölfar
mikils stjórnmálalegs óróatíma-
bils í N-írlandi, sem á undan-
förnum dögum hefur náð há-
marki með víðtækum götuóeirð-
um og skemmdarverkum í sex
sýslum N-írlands.
Þeir, sem deila, eru kaþólskuT
minnihluti landsmanna, og mót-
mælendur, sem eru í algjörum
meirihluta, og hefur kaþólskum
verið mismunað á ýmsum svið-
um. Þannið hafa t. d. mótmæl-
endur snúizt öndverðir gegn því,
að kosningalöggjöf landsins
verði breytt á þann veg, að hver
maður hafi eitt atkvæði, en í
þestsum efnum fylgdi O’Neill
stefnu hægfara umbóta. Mótmæl
endur hafa hins vegar ekki vilj-
að una þessu.
Sl. laugardag voru 550 manna
brezkt herlið sent til N-írlands
til stuðnings liði þvi, sem þar
var þegar fyrir. Brezku her-
mennirnir gæta mannvirkja og
opinberra stofnana, sem hafa
verið skotspænir óeirðas’eggja að
undanförnu, en þeir hafa t. d.
eyðilagt vatnsleiðsluna til Bel-
fast.
Um helgina gerðist það, að
kaþólskir biskupar og biskuipar
mótmælenda fóru um þau hér-
uð landsins, þar sem ókyrrðin
hefur verið hvað mest, og
reyndu að sætta menn. Ekki er
gott að segja til um hvað ger-
Sóttdauðar ær á Ingólfshvoli.
(Ljósm.: ísak)
Bólusett sauðffé
hrynur niður
FJÓRÐUNGUR 870 f jár hefur nú
drepizt hjá Kjartani bónda'Hann
essyni á Ingólfshvoli í Ölfusi og
« er féð enn að drepast. Samkvæmt
upplýsingum, sem Mbl. hefur afl
að sér er meira en helmingur
fjárins sjúkur, 10 drápust á sunnu
dag og virðist því sóttin í rén-
um, því að er verst gengdi dráp
ust 30 ær á sólarhring. Þó er
augsýnilegt að það sem enn lif-
ir lætur lömbum og verður aum
ingjar að einhverju leyti.
Kjéirtan hefur flokkað féð eft-
ir því sem unnt hefur verið.
Hefur hann haldið sjúka fénu
sér, en oft og tíðum er erfitt að
gera sér grein fyrir því, hvort
kind sé sjúk eða ekki, því að
kindur, sem sýnast alheilbrigð-
ar taka kannski allt í einu upp
á því að drepast. Yfirleitt lýsir
jp, sóttin sér þó svo að miklar bólg
ur myndast í kviðarholi og virð
ast þær eidheitar. Bólgnar kvið-
urinn einkum við ganglimina og
eiga ærnar því erfitt um gang.
Kjartan Hannesson bólusetti
allan fjámstofn siran á föstudag,
laugardag og sunnudag fyrir viku
og skömmu síðar fór að bera á
þessari pest. 10 ær voru bornar
og bólusetti hann þær ekki, þar
eð bóluefni þetta er til þess að
verja fóstrið gegn lambasjúkdóm
um. Um 20 ára skeið hefur Kjart
an bólusett með þessu bóluefni
og hefur aldrei kind orðið meint
af fyrr en nú.
Dauðu kindurraar hafa verið
fluttar til tilraíuraastöðvar lamd-
búnaðarins áKeldum til rannsókn
ar og er uranið að rannsókn þessa
máls þar. Hefur tilrauraastöðin
kallað inn allt bókiefni af lögun
nr. 29/69 en talið er að einhver
mistök hafi orðið í fraimleiðski
þess.
eftir að O’Neill hafði tekizt að
fá samþykkta breytingu á kosn
ingalöggjöfinni, sem gerir ráð
fyrir því, að sérhver maður hafi
eitt atkvæði, en hið gamla kerfi
grundvallaðist á eignum manna,
og voru kaþólskir menn mjög
afskiptir í kosningum vegna
þessa.
O’Neill sagði sjélfur í dag um
afsögn sína, að hann vildi með
henni veita nýjuim leiðtoga tæki
flæri til þesis að koma í veg fyr-
ir persónulega óvild manna á
milli, og koma yfirleitt á sætt-
um í landinu.
O’Neill hefði getað rofið þing
og látið efna til nýrra kosninga,
en með því hefði hann stofnað
eigin flokki — Unionflokknum
— í hættu.
O’Neill tilkynnti brezku stjórn
inni um ákvörðun sína með
milligöngu James Callaghan,
innanríkisráðherra, sem fer með
málefni N-írlandls.
Nýr forsætisréðherra N-ír-
lands mun verða að taka til
greina algjöran stuðning brezku
stjórnarinnar við hið nýja kosn-
ingakerfi, sem gerir ráð fyrir
jöfnum atkvæðisrétti, burt séð
frá eignum manna. Ný ríkis-
stjórn, setn fylgdi stefnu, er
stríddi gegn stefnu bezku stjórn
arinnar, gæti íeitt landið til öng-
þveitis og jafnvel algjörrar borg
arastyrjaldar milli mótmælenda
og kaþólskra rraanna.
Terence O’Neill.
ast kann í N-írlandi á næstu
dögum, þar eð leynilegur hópur
manna, sem nefnir sig „Bylting-
arher þjóðarinnar" hefur hótað
að fremja fleiri skemmdarverk
á borð við eyðileggingu vatns-
leiðs’lunar til Belfast.
O’Neill sjálfur er mótmiæl-
andatrúar, en hefur tekið þá
stefnu að koma smátt og smátt
fcil móts við kröfur minnihluta
kaþólskra um jafnrétti í N-ír-
landi. O’N'eill hefur verið talinn
„hógvær mótmælandi", og hann
gerir sér grein fyrir því, að ef
einhver hinna áköfu og öflga-
fullu mótmælendatrúarmanna
yrði forsætisráðherra í N-ír-
landi, mundi landið standa á
barmi borgarastyrjaldar. Mundi
það ugglaust leiða til þesis, að
„vopnahlé" það, sem kaþólskir
hafa komið á í bæjum N-írlands
yrðu að engu, en það komst á
Kom færandi hendi
FÖSTUDAGSMORGUNINN 25.
apríl, fengu læknar Fæðinga-
deildar Landsspítalans óvænta
og ánægjulega heimsókn, en það
voru stjórnarkonur Kvenfélags
Hvítabandsdns, frú Jóna Erlends
dóttir formaður, frú Oddfríður
Jóhannsdóttir, gjaldkeri og frú
Arndís Þórðardóttir, ritari.
Konurnar afhentu læknum
deildarinnar kr. 100.000.00 —
eitt hundrað þúsund 00/100 —
að gjöf frá félaginu og skal
þessu fé ráðstafað til byggingar
Fæðinga- og kvensjúkdómadeild
ar Landsspítalans.
Er það niú að verða degin-
uim ljósara, að mikill áhugi ríkir
meðal kvenna um framvindu
þessa mikilvæga málefnis og að
vanda láta konurnar ekki sitja
við orðin tóm.
Þökk skulu þessar konur hafa
fyrir sitt höfðinglega framlag.
(Fréttatilkynning).
Féll fram af hús-
þaki og beið bana
TVITUGUR maður beið bana,
þegar hann féll fram af húsþaki
um tíuleytið í fyrrakvöld. Nokkr
ir kunningjar mannsins voru
nærstaddir en þeim tókst ekki
að forða slysinu.
Maðurinn hafði boðið kunn-
ingjafólki f.ínu upp í herbergi
sitt, sem er kvistherbargi í fjög-
urra hæða húsi í Reykjavík. Fólk
ið sat þarna í mestu makindum
og spjallaði saman, þegar hús-
ráðandinn stóð skyndilega upp;
gekk út um gluggann og út á
þakið, þar sem hann mifísti fót-
anna og féll fram af.
Maðurinn féll niður á stein-
steypta gangstétt. Hann var flutt
ur í Slysavarðstofuna en reynd-
ist látinn, þegar þangað kom.
Fæðuöilun
rjúpunnur
HIÐ ísl. néttúrufræðifélag held-
ur fræðslusamkomu í Norræna
húsinu í kvöld kl. 20,30. Þar flyt
ur Arnþór Garðarsson fuglafræð
ingur erindi um fæðuöflun rjúp-
unnar.
Ainúm vegu-
bréfsúritunur
til Rúmeníu
HINN 1. þ. m. var geragið frá
samkomulagi við Rúmeníu um
gagnkvæmt afnám vegabréfs-
áritana. Þurfa ríkisborgarar
landanna ekki vegabréfsáritun
vegna ferða til íslands og Rúm-
eníu miðað við allt að þriggja
mánaða dvöl.
Samkomulag þetta kemur til
framkvæmda 1. maí n. k. og
gildÍT um óákveðinn tíma.
Úrn hefur vetursetu
í Meöallandi
— Hefur ekki sést þar í 9 ár,
en þá drapst síðasti örninn á eifri
Árshátíð Nemendasam-
bands Verzlunarskólans
haldin annað kvöld, en á morgun eru
skólaslit verzlunardeildar
ÁRSIIÁTÍÐ Nemendasambands
Verzlunarskóla íslands verður
thaldin að Hótel Sögu annað
kvöld, 30. apríl. Það er árlegur
viðburður að verzlunardeild
Verzlunarskólans sé slitið þenn-
an dag og brautskráðir nemend-
ur eru gestir eldri nemenda sem
jafnan fjölmenna á árshátíðina.
Að venju murau þeir áirgangar
er afmæli fagna verða fjölmenn-
astir og margir nemendahópar
færa skólanum gjafir á þessum
tímamótum, um leið og minnzt
er dvalarinnar í skólanum og
gömul kynni rifjuð upp.
Þorvaldur Þorsteinsson, for-
maður Nemendasambandsins,
mun stjórna hófinu annað kvöld,
en þar verða mörg ávörp flutt
og skemmtiatriði eru á dagskrá.
Aðgöragumiðar að hófinu eru
afhentir á skrifstofu Verzlunar-
mannafélags Reykjavíkur í
Austörstraéti 17.
— Bændur í Meðallandi
taka honum bara vel. Við
kunnum ágætlega við þenn-
an nýja gest og hann virðist
una sér vel — sagði Vilhjálm-
ur Eyjólfsson frá Hnausum í
Meðallandi, er við ræddum
við hann í gær um öm, sem
tekið hefur vetursetu þar
austur frá, þrátt fyrir maka-
Iej'si og einsetu.
— Það eru nú um 9 ár síð-
an örn, sem verið hafði lengi
hjá okkur, drapst og síðan
hefur ekki örn sést í Meðal-
landinu fyrr en nú. Talið er
að gamli örninn hafi drepizt
af eitri.
— Þes a arnar varð fyrst
vart í haust hjá Botnum og
hefur hann haldið sig með-
fram Eldvatninu í vetur, eink
um við Steinsmýri. Þar eru
stöðuvötn og mikill fiskur og
þar hélt hann sig í gaddveðr-
inu í vetur. Var hann þá í
hólma þar í sambýli við álft-
ir og virtist fara vel á með
þeim. Hins vegar voru end-
urnar ekki einis hrifnar af
þessum nýja gesti og krummi
sem oft hefur verið að snigl-
ast í kringum örninn, læðist
að honum og togar L stélið á
honum.
— Örninn heldur sig afsið-
is og virðiM; una sér vel.
Menn telja að hér sé um rosk
inn fugl að ræða, þar eð
hann er fremur stór. Gamli
örninn, sem drapst fyrir 9
áirum, hafði þann hátt á að
hann hafði hér vetursetu —
birtist hvert haust, en hvarf
á vorin, sagði Vilhjálmur að
lokum.