Morgunblaðið - 06.06.1969, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1969
IVfACIMÚSAR
4kipholt»21 simar2U90
effir lokun »Imi 40381
LITLA
BÍLALEIGAN
Bergstaðastræti 13.
Sími14970
1-44-44
Hverfiseötu 103.
Simi eftir lokun 31160.
BÍLALEIGAN FALURhf
car rental service ©
22-0-22-
RAUDARÁRSTÍG 31
Fjaörir, fjaðrablöð, hljóðkútar,
púströr og fleiri varahlutir
í margar gerðir bifreiða.
Bíiavörubúðin FJÖÐRIN
Laugavegi 168. - Sími 24180.
STANLEY
■ a
BORVÉLAR — SLlPIVÉLAR
SAGIR
fyrirliggjandi.
Laugavegi 15.
Sími 1-33-33.
ar bréfi frá símnotanda sem birzt
hefur hér í dálkunum
Velvirti Velvakandi
„Símnotandi" skrifaði yður í
s.l viku um afgreiðslustörf við
03 (upplýsingar um ný og breytt
símanúmer) og er auðvitað sjálf-
sagt að gera nokkra grein fyrir
afgreiðsluháttum þessarar þjón-
ustu eltir því sem skrif hans
gefa tilefni til
Starfað er samkvæmt varðskrá
frá kl. 8 á morgnana til kl 1 eft-
ir miðnætti á 6 stunda vöktum og
eru 6 stúlkur á verði samtímis,
en þó færri fyrst á morgnana og
á kvöldin Flest varðskipti fara
fram kl. 14,00 og kl, 15,00 en af-
greiðslustúlka fer þó aldrei af
verði, fyrr en önnur hefur leyst
hana af. Ef um óstundvísi er
að ræða er hún alltaf skráð og
verður starfsfólk að greiða fyrir
hana með tvöfaldri vinnu eða
samsvarandi frádrætti í launuim.
Upphringingar í 03 á sl ári
voru 1.114,4444 Þegar þess er gætt,
að langmest er hringt um mið-
bik dagsins er auðséð að aif-
greiða þarf mjög hratt og svör
þurfa að vera stutt og skýr, því
hver sekúnda er dýrmæt Álag-
ið á afgreiðslustúlkumar er svo
mikið, að óhjákvæmilegt er að
þær fái hvíldarhlé á verðinum
„Símnotandi" hefur því miður
orðið fyrir þeim óþægindum að
ná ekki sambandi við 03 á tím-
anum kl 14.40 til 15:00 Enga skyn
samlega skýringu er hægt að finna
á því fyrirbæri og er þetta ein-
mitt á þeim tíma dagsins sem
flestum fyrirspumum er svarað í
03
Símnotandi kvartar undan
að sér hafi verið svarað í gremju
legum tóni Slíkt ber að harma,
en jafnframt hægt að fullyrða að
stofnunin reynir eins og hægt er
að veita góða þjónustu
^ Biðja afsökunar, jafn-
vel þótt þær hafi rétt
fyrir sér
Hluti af námi hverrar talsíma
konu er því fólginn að læra regl-
ur um talsímaafgreiðslu og eir
gengið ríkt eftir að þær séu haldn
ar. 1 einum kafianum er grein í
16 liðum, sem nefnist starfsregl-
ur í 5 lið segir ma: „Afgreiðslu
stúlka má aldrei vera ókurteis,
hvorki með orðum, málrómi né
áherzlu orða sinna, hversu ókurt
eis sem símnotandi kann að vera“
Og 6 liður er þannig: „Ef sím-
notandi kvartar undan slæmri af-
greiðslu, skal afgreiðslustúlíkan
ávaUt biðja afsökumar, jafnvel þótt
somvyl
dúkurinn
ávallt á lager. Hentugasta veggklæðningin
sem völ er á í baðherbergi, eldhús, gang o. fl.
J. Þorláksson & Norðmann hf.
STÁLSTIGAR
Iðnaðormenn
húseigendur
Hinir vinsælu
„BOZO“ stálstigar
eru nú fáanlegir
í flestum stærðum.
Einfaldir
Tvöfaldir
Þrefaldir.
verkfœri & járnvörur h.f. ©
Skeifan 3 B, Sími 84480.
hún sé viss um, að hennii sjálfri
sé ekki um að kenna. Ef símnot
endur eru mjög örðugir eða ó-
notalegir, skal stúlkan segja: „Vilj
ið þér gera svo vel að kvarta
við stöðvarstjórann eða varðstjór
ann, ég skal gefa yður samband
við hann“
Það skal tekið fram, að sjald-
an er kvairtað undan afgreiðslu
talsímakvennia landssímans og er
hitt mun algengara að fyrirtæki
og einstaklingar hafi látið í Ijósi
þakkir til þeirra fyrir góða þjón
ustu. Hefur það auðvitað verið
uppörvun í starfi talsímakonunn-
ar sem er bæði fullt af vilja og
skyldug til að sýna símnotendum
kurteisi og lipurð, þrátt fyrir
streitu er starfinu fylgir
Ritsimastjórinn í Reykjavík
Q Ekki með nemcndur á
Hafnarfjarðarvegi á
annatíma
Kæri Velvakandi
Mig langar til að biðja þig að
koma á framfæri þeirri bón að
vegalögreglan sjái svo til að öku
kennarar séu ekki með nýbyrj-
aða nemendur sína í læri á
mestu annatímunum á Hafnarfjarð
airvegin.um. Þessi vegur er fyrir
löngu orðinn þjóðarsneypa og al-
gjör flöskustútur í umferðinni suð
ur eftir Það þótti mörgum ein-
kennilegt að þegar Keflavíkur-
vegurinn var lagður, var ekkert
gert í því að bæta vegasamband
milli Reykjavíkur og Hafnarfjarð
ar. Nú sem stendur er unnið að
lagfæringum á veginum yfir Kópa
vogsháis, og Guð má vita hvenær
þeim vegaframkvæmdum lýkur
En annað er sem er hægt að bæta
út og það nú þegar. Á þessum
vegi myndast mjög langar raðir
af bílum sérstaklega kvölds og
morgna og þá þarf ekki annað
en að einhver aki hægt Engin
ieið er að komast framúr og þann
ig snigiast halarófan áfiram á 30
km hraða og bætir stöðugt aftan
við sig. Þarna þyrfti að setja lág-
markshnaða a,m,k, 40 km og
hækka hámairksihraðamn í 55—60
km. Þér Velvakandi sem ert vin-
ur allna ráðherrarnna væri bezt
treystandi til að kippa þassumáli
í iag.
Suðurnesjamaður
a Rétt þetta með
kaðalinn
Rvík, 3. júnl
Kæri Velvakandi
Ég vil lýsa ánægju minni yfir
bréfi sem þið birtuð í sunnudaigs
blaðinu. Það var um kaðal og
hest Ég er mjög ánægð með bréf
skrifaindans og ætla hér með að
þakka góð orð Það er arnniað
mál með þennam ólma hest. En
hitt finnst mér alveg rétt (þetta
með kaðalinn) hjá skrifanda
Vona að þið birtið bréfið.
Ein á sama máli
Q Hampa ei hyggjuviti
í sjónvarpi
Landsprófsnemandi skrifar:
Reykjavík 1 júní 1969
Hr. Velvakandi
Ég vildi gjarnan fara nokkr-
um orðum um bréf Geirs Waage,
er nýlega birtist I dálkum yðar
Ábendingu minni um, að illa
sæti á manni, sem aðeins til
skamms tíma væri sprottin grön,
að brigzlia ýmsum menningarfröm
uðum, er sig hafa látið skipta
málefni landsprófs, um þekkingar
og skilningsleysi svarar Waage
svofelldum orðum, sem væntan-
lega samræmast þeim hugmyndum
hans um hirðmannlegan munn-
söfnuð, er hann bendir mér á,
án reiði og ákafa að sögn: ,,.En
vil jafnframt benda á að imnam-
tómt hjal manna stýrir enguim
umbótum, þótt hjalendur þykist
(!) eiga mikið undir sér Skraf
um ýmsar breytingar þar sem
annasrs staðar (!) kemur og að
sjálfsögðu ekki að meinu gagni
komi það frá mönnum, sem þekk
ingarleysis vegna, eða af öðrum
fyriirliggjandi skorti á skilningi
hafa ekkert til málan-ma að leggja
eins og t.d þér, landsprófsmem-
andi góður“
Það hefur aldrei verið ætl-an
min, að ég sjálfur kynni nokkur
ráð til úrbóta í skólamálium, enda
léti ég mig það sizt henda að
flana í sjónvarpsþátt og reyna
að hampa þar mínu hyggjuviti
Hef ég og séð nóga skóiapilta
verða sér þar til athlægis með
rembimgi og digurbairka. Hins
vegar hafa mér reynzt hugleik-
im skif þeirra manna, er ég tel
eiga nokkuð undir sér, hvað þekk
ingu á skólamálum og málefn-
um liandsprófs snertir, manna einis
og Jóhanns Hannessonar og Matt
híaisar Johanmessen Vár því meg
inástæða þess, að ég reis upp til
andsvara, að mér þótti í ummæl-
um Waage um óábyrgt hjal framá
manna þjóðfélagsins um landspróf
ið ótvírætt sneitt að þessum mönn
um. Hafi ég misskilið Waage í
þessu efni, en mér skilst að hann
sé einstakt fórnarlamb rangtúík-
ana og misskilnings, vildi ég biðja
hann forláts, og þætti mér þá
vænt um, að fá úr því skorið,
hvaða menn Geir sé þá svo í
nöp við
Ég vildi þó að lokum þakka
Waage það að tilfæna þann góða
og gamla málshátt, að hæst bylji
í tómri tunnu. Hitt kæmi mér þó
ekki á óvart, þótt þessi sé sá.
eini vísdómur, sem lesinn verði
úr bréfi hans
Með þökk fyrir biirtingu,
Landsprófsnemandi
KAUPMAN NASAMTÖK
ÍSLANDS
beina þeim tilmælum til kaupmanna að þeir styðji viðleitni
Fegurðarnefndar Reykjavíkur til að auka snyrtimennsku og
fegrun í borginni, og þeir leyfi að límd verði auglýsingaspjöld
þar að lútandi í glugga verzlana sinna.
Heildsalar athugið
Iðnfyrirtæki með vandaða byggingavöru vill komast 1 sam-
band við heidverzlun til að annast sölu og dreifingu fram-
leiðslunnar, og ef um semst, aðstoð við innflutning efnivara.
Þeir sem áhuga hafa sendi afgr. blaðsins nafn sitt auðkennt:
„Hagkvæmt 049" fyrir 10. júní n.k.