Morgunblaðið - 25.06.1969, Page 4

Morgunblaðið - 25.06.1969, Page 4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 1939 € > > MAGIMÚSAR i<IPHPlIl 21 SIMAR 21190 rtifir loVwn »Imí 40381 22*0*22* RAUDflRARSTÍG 31 \^S>,iM' I-44-44 Uyérfisfötu 103. Simi eftir lokun 31100. LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13. Simi 14970 GUSTAF A. SVEIIMSSON hæstarétta rl ögmaður laufásvegi 8. — Simi 11171. Jón Fiiuisson hæstaréttarlögmaSur Sölvhólsgotu 4, 3. hæð (Sambandshúsið). Málflutningur - lögfræðistörf. Símar 23338 og 12343. Fjaðrir, fjaðrablöð, hljóðkútar. púströr og fleiri varahlutir í margar gerðir bifreiða. Bítavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegi 168. - Sími 24180. Vinna - læra - sumarfrí Au-Pair stúlkur óskast til Lond- on. 17 ára og eldri. Uppl. í síma 19669. AU-PAIR umboðið, Ránargötu 12. FÉLAGSLÍF Farfuglar — ferðrmenn Ferð um næstu helgi í Borgar- fjörð og Surtshelfí. Sumarleyfis- ferð (vikudvöl) í Þórsmörk hefst 12. júlí. Farmiðar setdir í skrifstofunni Laufásveg 41, kl. 3—7 daglega, sími 24950. Farfuglar. @ Ekki aðeins hvað maður fær borgað, heldur einnig hvað þarf að borga í dag svarar S, H. Haraldi GuS- bergssyni: Kæri Velvakandi! Aðeins lítið svar til Haralds Gaðbergssonar vegna kaups og verðlags í Svíþjóð og á íslandi. Fyrst vil ég þakka Haraldi lof- samleg ummæli hans um utreikn inga mína, en líklega eru ummæli hans jákvæð bæði fyrir Hagstof una og mig, þar sem ég er bara húsmóðir og hef komizt að mín- um niðurstöðum með að kaupa í mat og „halda hús“ i 25 ár (reyndar í þremur löndum), en Hagstofan byggir sínar niðurstöð ur á tölum eingöngu og samt má ekki á milli sjá. Ekki vil ég viðurkenna, að ég hafi „gleymt" neinni nákvæmni, þegar að kaupinu kom. Ástæðan fyrir bréfi minu til Velvakanda var, að ákveðið tímakaup, 15 kr. sænskar, var tilgreint í einni iðn- grein í ákveðnu landi og ég gaf aðeins upplýsingar um verð á ýms um vörum og kostnaði í sama laadi, svo hver og einn gæti dreg ið sínar eigin ályktanir. Kaup og kjör verkamanna nefndi ég í hvorugu landinu, en aftur á móti, hvað ég hefði borgað iðnaðar- mönnum í umræddri iðngrein hér heima á uppmælingartaxta og um reiknaði það í tímakaup af þess ari einstöku reiknings-ná- kvæmni minni, sem Haraldur er svo hrifinn af. Nú vil ég halda mig við iðn- greinina, sem í upphafi var til umræðu (læt Haraldi hinar eftir, ef hann vill) og aflaði mér þeirra upplýsinga, að tímakaup tré smiða væri kr. 80.-, en yfirleitt sé unnið eftir uppmælingartaxta og þá ekki fyrir minna en kr. 100.-- 150,- á tímann, svo ég ætla að fara varlega og áætla kr. 100,- á tímann. Um mjólkina, ýsuna og súpukjötið er það að segja, að heldur litið er að marka heildar útkomu, sem byggð er á svo litlu broti allra útgjalda eins heimilis, en ekki þykir mér Haraldur heppinn að nefna ýsuna, því sá, sem hefur kr. 100.- í tímakaup á tslandi fær þá fyrir það 5 kg. af ýsu, en sá, sem hefur kr. 15,- í timakaup í Sviþjóð, fær aðeihs 2 kg. af ýsu ef mér er ekki farið að förlast því meira í reiknings listinnL Auk þess er ný ýsa svo léleg vara í Svíþjóð, að hún er engan veginn sambærileg við okk- ar nýja fisk, allt annar gæðaflokk ur. Súpukjöt er því miður ekki á listanum mínum, enda sennilega 2ja herb. ibúðir óskost Höfum fjársterka kaupendur að 2ja herb. íbúðum víðsvegar um bæinn. FASTEIGNASALAN, Óðtnsgötu 4, sími 15605. Síldarskipstjórar — útgerðarmenn Snurpið með SIMFISK FRAMLEIÐANDI: ÁRNI ÓLAFSSON & CO. Suðurlandsbraut 12 — Sími 37960. ekki mikið á boðstólum í Svíþjóð en af engu kjöti þar er hægt að fá heilt kíló fyrir tímakaup- ið, en segja má, að heilt súpu- kjötskilö fáist fyrir 100.- kr. Af mjólk fengi sá íslenzki 81 en sá sænski reyndar 14 1 fyrir tíma- kaupið sitt, en mundi sennilega kaupa undanrennu, því einhvers staðar verður hann að spara til þess að geta keypt ýsuna, greitt húsaleiguna svo ég nefni nú ekki skatta, sem eru 30 prs. af laun- unum. Ajn.k. er auðséð, að þó að sá íslenzki fái 1,7 sinnum minni mjólk en sá sænski, þá fær sá sænski 2,5 sinnum minni ýsu en sá íslenzki. Þrátt fýrir þetta neyta íslendingar meiri mjólkur á mann en nokkur önnur þjóð und- ir sólinni og miklu meira en læknar telja hollt. Annars er svona sparðatíningur, sem tek- inn er út úr öllu samhengi, tóm vitleysa og ekki eyðandi orðum að sliku. Hér með læt ég útrætt. um þessi verðlags- og kaupgjaldsmál frá minni hálfu. Bréf mitt var ein- göngu ætlað fólki til fróðleiks um þá hlið málsins, hvað þyrfti að borga, en ekki bara til að vekja deilur, nóg mun vera af þeim samt i okkar þjóðfélagi, þvi miður. S. H. 0 Illt er þeirra ranglæti Borgari skrifar: Velvakandi! Greinar um islenzk flugmál sem birzt hafa í Morgunblaðinu undanfarið hafa vakið mikla at- hygli almennings. Sú gróska, sem verið hefur í íslenzkum flugmálum hefur verið einkar ánægjuleg, en nú virðist heldur harðna 1 dalnum vegna óbilgimi frænda okkar á Norð- urlöndum og Þjóðverja. Með miklum þrýstingi og svikum virð- ist SAS hafa svínbeygt Flugfé- lag íslands, og Loftleiðir hafa orð ið að sæta afarkostum. Er það ein læg von íslendinga, að stjórnmála menn og almenningur í Dan- mörku skerist í leikinn. Loftleið- ir hafa unnið merkilegt braut- ryðjendastarf á flugleiðinni Bandaríkin — Evrópa fyrir til- stilli mikillar velvildar Banda- ríkjamanna. Það má einnig furðulegt heita að Loftleiðum sé bannað að aug- lýsa i Þýzkalandi, jafn góðir við skiptamenn og við höfum verið Þjóðverjum og má þar benda á bílana og aðrar þýzkar vörur, sem við höfum flutt inn. Það má eiginlega furðulegt heita að okkur skuli vera bannað, að lenda flugvélum á öllu meg- inlandinu, nema með miklum tak mörkunum, að undanskildu litla landinu Luxemburg, og má segja að illt er þeirra ranglæti, en verra þeirra réttlæfi. Borgari. 0 Hvað átti maður að halda? Baster skrifar: Sl. föstudagsmorgun þ. 20. júní 1969 opnaði ég útvarpstæki mitt, eins og ég geri ráð fyíir að flestir íslendingar hafi gert, með talsverðri eftirvæntingu, til þess að heyra nýjustu frétt- ir. Kvöldið áður var bú- ið að segja frá stórfréttum af á- tökum um launamál flugmanna. Raunverulega rikti í landinu uppreisnarástand, sem óþarft er að greina frekar en óhætt að segja að hugaræsingur værinokk uð almennur við slíkt ástand. Sjónvarpið er ekki á fimmtudög um, svo fregnirnar voru ekki fyr- irferðamiklar. Ég varð því fyrir freklegum vonbrigðum, þegar ekkert var minnzt á þetta mál í morgunfréttum útvarpsins. Hvað átti maður að halda. Voru menn- imir múlbundnir? Sami rauð- grauturinn og sætsúpan frá Rodesiu, Vietnam og Biafra. En þetta er ekki í fyrsta skipti, sem leitað er langt yfir skammt með fréttaefnið. Höfðu útvarpsmenn fengið einhvern snert af krank- leikafaraldri flugliða, eða kannski er það einhver þrálát- ari kvilli. Baster. 0 Þjóðin var einhuga í sambandsmálinu H. G. segir m.a. á þessa leið í bréfi: Á aldarfjórðungsafmæU lýð- veldisins spurði MbL nokkra menn hvað þeim væri minnisstæð ast frá lýðveldisdeginum 1944. Ég held, að ýmsum verði minnis- stæðast svar hr. rektors EinarS Magnússonar. „Samvizkubiti þjóðarinnar létti“ svarar rektor- inn, en hefur hann rannsakað hjörtu og nýru íslendinga í lýð- veldismáiinu? Þjóðaratkvæðagreiðslan vorið 1944 sýndi, að þjóðín var ein- huga í sambandsmólinu, minnug þess „Því fátt er frá Dönum, sem gæfan oss gaf, — og glöggt er það enn, hva# þeir vilja.“ (SAS. handritamálsókn). Líklegt er, að tslendingar hafi fagnað skeyti Danakóngs hans vegna fyrst og fremst, en ekki vegna þess að þeir hafi haft nokkurt samvizkubit. Til þess var ekki ástæða. Það verður að virða við rekt- orinn, að hann er hreinskilinn maður. Þeir sem vildu afsala um sinn rétti íslendinga, hafa til þessa lítt flíkað þeirri afstöðu sínni. H. G. Vaktmaður óskast í nýbyggingu í Austurbænum. Upplýsingar í síma 13428 kl. 2—4. Hafnarfjörður — Hafnarfjörður PERMANENT litanir, lagningar, lokkalýsingar, klippingar og öll önnur þjón usta sem hárgreðslustofa getur veitt. Hárgreiðslustofan Lokkur Suðurgötu 21, sími 51388.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.