Morgunblaðið - 25.06.1969, Síða 13

Morgunblaðið - 25.06.1969, Síða 13
, MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 19.69 13 ISLAND OG FERDAMENNIRNIR Nokkur sumarorð til opinberrar ásteytingar íslamd þarf á erlendum gjald eyri að halda, ef mér skjátlast ekki. ísland úthýsir erlendum gjaldeyri. Ekki af ráðnum hug. Ekki samkvæmt áætlun. Ómeð vitað. Stefnulaust. Þeir, sem búast við að finea fru-mleg sjónanmið í þeas- ari grein, ættu að láta staðar numið hér og opna fyrir Harð- jaxlinn. Þeir, sem þegar hafa fengið vakinn í brjósti sér feg- insamlegan grun um dýrleg veiðilönd — gruninn um að út- lendingurinn eigi eftir að rata í ógöngur með málefni, sem kemur honum ekki við þeir ættu að halda áfram að lesa. Ég get fullvissað þá um, að þeir verða ekki vonsviknir. Ég hef verið beðinn um að semja þessa grein. Ég andmæli hér með eindreg ið stefnuleysi fslendinga gagn- vart einni vænlegustu og ör- uggustu tekjulind sinni: ferða- mönnum. Ég geri það ek'ki til að skaptrauna neimum, en það mundi gleðja mig, ef skapraun- in yrði svo þung, að hún vekti löngun til að velta því fyrir sér, hvort eitthvað af því, sem ég segi, kynni að búa yfir sannleikskorni. Staðreyndin er þessi: Ég veit, að ég einn get útvegað íslandi sumargesti svo hundruðum skiptir. Ég geri það ekki. Hvers vegna? Vegna þess að ísland getur ekki tekið á móti þeim. Ég endurtek: ísland, hið gamla heimkyrini gestrisninnar (af henni gorta menn að minnsta kosti), getur ekki tekið á móti gestum, sem mundu færa því miklar tekjur, á þeim tímum árs, sem þeir vilja helzt koma. Sem sé á sumrin. Við skulum fyrst afgreiða þá, sem segja: Við viljum ekki ferðamenn á ættjörðinnd. Það er heiðarleg og fróm afstaða, þangað til maður spyr þá, hvaða tillögur þeir hafi um arðvænlegar ráðstafanir í stað þess erlenda gjaldeyris í mörg- um milljónum króna, sem menn sitja nú og horfa upp á opnum augum (eða svo er sagt) og með hendurnar í skauti sér, að íslenzka þjóðin fer á mis við. Þeir geta ekki svarað. — Peningar eru ekki allt, stynja þeir gjarnan upp um síð- ir. Það er reyndar alveg satt. Samt eru peningar harla mik- ið, einkanlega fyrir þá, sem eiga þá ekki. Þegar menn hafa búið á íslandi um skeið, fer ekki hjá því að þeir fái á til- finninguna, að hér séu pening- ar í töluverðum hávegum hafð- ir eins og allsstaðar. Og það ætti ekki að koma neinum á óvart. — Við viljum ekki spiila eðli- legri gestrisni okkar með því að hafa hana að féþúfu, segja sumir. Mín spurning er: Hvaða gest risni? Augljóslega íslenzka gestrisniin, það er eflaust hún, sem höfð er í huga, megið þið bölva ykkur upp á. En ég held því auðmjúklega fram, og skal hvenær sem er styðja þá stað- hæfingu mörgum áþreifanlegum dæmum, að í Stór-Reykjavík er ekki að fin.na meiri gest- risni nú en í Stokkhólmi, Kaup mannahöfn eða Osló, og gildir þá einu hvort rætt er um eðli- lega eða óeðlilega gestrisni. Ég held hún sé fremur minnii ein meiri. Og' hún er mjög miklh minni an. íi Bandaríiejunum, sem við aliir skömmumt Aðeins með þessui mótd og engu öðim haf- ur þéttbýlisþróunin náð svo langt sem raun ber vitni. Þær leifar af eðlilegri gestrisni, sem enn ec til í íslenzku þéttbýli, geta menn rólegir haft að fé- þúfu. Á þeim verður enginn ríkur. Gaman væri líka að fá tillög- ur frá þessum andófsmönnum ferðamála um það, hvað hin ágætu og velreknu flugfélög, Loftleiðir og Flugfélag íslands, og hótelin í Reykjavík ættu að taka sér fyrir hendur í stað- inn fyrir þá ágætu viðleitni að fá fleiri ferðamenn og útlend- inga til að koma til íslands. Á að láta þessi flugfélög og þessi hótel lognast út af? Þessir and ófsmenn ferðarhála eru ekki bara skýjaglópar, þeir eru lífs flóttamenn, sem er miklu verra. — Tunga og menning íslend- inga þola ekki hinn mikla ferða mannastraum, segja menn í fullri alvöru. Ég segi: Séu íslenzk menn- irug og íslenzk tunga svo við- kvæmar og veikburða jurtir, að þær þoli ekki ofurlitla snert ingu, þá væru íslenzk tunga og menning fyrir löragu kommar í gröfina og rekunum hefði ver- ið kastað á þær með íslenzkri floshattaviðhöfn. Hafi menn enga trú á því, sem þeir eiga, þá er það harlia lítils virði. Og vilja þessir andófsmenn ferðamála, að farið sé með ís- lenzka ferðamenn erlendis eftir sömu vafasömu reglum og fylgt er á íslandi nú? Eða á þessi farmann.aþjóð e.t.v. ekki að fá að ferðast meira? Hvernig væri nú að líta í staðinn raunsæjum augum á hlutina og sameina alla þjóð- ima um að gera áætlanir um og hafa stjórn á þróun, sem er hvort eð er óumflýjanleg? Fyrst verður að sjá útlend- ingunum fyrir þaki yfir höf- uðið. íslendingar hafa löngum sýnt að þetta geta þeir — með prýðilegum hótelum, sem til eru. Betri þjónustu fá menn yf irleitt ekki annars staðar, og þar kynnist maður eðlilegri gestrisni, sem sönn ánægja er að borga fyrir. Ef maður bara kemst inn. Hið mikla gistihúsavandamál Reykvíkiniga er nú og verður enn um sinn: Alltof lítið hótel- rými um ferðamannatímann (sem er alltof stuttur). Of mik ið hótelrými — of mikill tóma- gangur — meirihluta árs. Hvernig má bæta úr því? Fyrst verður að komast að samkomulagi — samkomulagi um að líta á sjálfan sig og sam- landa sína sem eina þjóð. Ég hef hvergi komizt í tæri við svo riiairgar „þjóðir“, svo marg- ar „eyjar“ sem á íslandi. Endr- um og eins freistast maður til að halda, að ísland sé land- svæði byggt 201.000 ríkjum, þar sem hvert einstakt ríki togar í sína átt og gætir þess vand- lega að ekkert hinna ríkjanna 200.999 togi sömu átt. Ekki er hægt að vænta þess, að á hverju ári komi upp handrita- mál eða þorskastríð, sem sam- einí íslenzku þjóðernisbrotin í eina þjóð. Nú hlýtur því þroskastigi brátt að verða náð, að menn geti sameinazt um jafn smávægilegt verkefni eins og áhugann á að kynna útlendingum ísland gegn greiðslu. Réykjavík er og verður inn- rásarhöfn ferðamannastraums- ing, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Hvers vegna þá ekki að taka afleiðimguniuim af því? Hafa ekki ferðamaniraa- bærinn Reykjavík og skóla- bærinn Reykjavík neina sam- eiginlega hágsmuni? Jú. Eitt hótelanna, sem nú eru fyrir hendi, mætti stækka - til mik- illa muna — og síðan gera við- byggingarnar að stúdentagörð- um og heimavistum fyrir hjón og einhleypinga að vetrinum, eins og t.d. Studentbyen á Sognd í Osló, sem á hverju sumri er stærsta hótel Norð- ur-Evrópu (með um 1000 rúm- um), en ódýr stúdentagarður á haustin, veturna og vorin. Einnig væri hægt að reisa nýtt hótel eftir sömu reglu: stúd- entagarður á veturna, ferða- mannahótel á sumrin. Nýtt hó- tel ég mumdi hafa þaran kost, að ekki þyrfti að eiga samvinnu við aðra aðilja um reksturinn. Þá væri smámsaman hægt að rífa þá tvo stúdentagarða sem nú eru í Reykjavik, og mundi það verða höfuðborginini mik- ill fagurfræðilegur ávinningur. Þeir minna mig á hermanna- skála Hitlers í Rendsburg, þar sem ég var á sínum tíma hýst- ur, nema hvað þar voru gerð- ar miklu meiri kröfur. Heyrzt hafa andmæli gegn slíkri áætlun, sem ég veit reyndar að hefur verið „til at- hugunar“ um nokkurt skeið — ekki er til nokkur svo snjöll hugmynd að hún veki ekki við bárur. Heyrzt hefur, þegar bent er á að ekki sé til neitt örvandi stúdentaumhverfi í Reykjavík, að það sé ekki nema gott og eigi svo að vera. f því sambandi er bent til Uppsala, þar sem reynt er að fá stúd- enta tekna inn á einkaheimili. Nújá, hér er ég á öðru máli. Sé nokkuð, sem ísland þarfn- ast nú, þá er það ósvikið stú- dentaumihverfi gagnetætt því skonsuhelvíti einmanaleikans, sem til dæmis er algengt í Upp sölum. Qg svo hefur ísland enn þá, reyndar án nokkurrar hlið- stæðu, þá yfirburði yfir önnur Norðurlönd að það á heimsimet í sumarleyfum, þar til það bæt- ir ráð sitt. Enda þótt það sé tímaspursmál, hvenær leggja verði þennan hálfvitahátt fyrir róða • til að halda í við menn- ingarþjóðfélög nútímans, þá er hér um að ræða yfirburði að því er snertir áætlanirnar um ferðamanraahótel — stúdenta- garða, meðan firran er látin óáreitt. Þangað til hafizt verður handa um að reisa ferðamanna- hótel-stúdentagarð, verður að koma á laggirnar virkri ferða- miðlunarskrifstofu, sem skrái og hafi eftirlit með öllum einka heimilum sem taka vilja við ferðamönnum yfir sumarmánuð ina. Ég geri ráð fyrir að vel- skipulagt starf á þessum vett- vangi mundi sjá nokkur hundr- uð ferðamönnum fyrir húsa- skjóli á hverri nóttu. Þar með er ekkert sagt um hið langa tómagangsskeið frá september fram í maí. Einnig þá getur ísland laðað til sín ferðamenn. Annars vegar má með skipulögðu starfi gera Reykjavíik að norrænni — já evrópskri og alþjóðlegri ráð- stefnuborg, að því tilskildu meðal annars að til sé hentugt húsnæði. Hins vegar ber að breyta ferðamannaáróðrinum með markvissum hætti í því skyni að laða hingað vaxandi fjölda efnamanna, sem vilja kyranast einhveirju sem er öðruvísi. Til Vestur-Noregs og Norð- ur-Noregs leggur nú leið sína vaxandi fjöldi haust-ferða- manna auk þeirra þúsunda sum ar- og vetraríþróttamanna, sem við tökum á móti án þess að bíða umtalsvert tjón á svo- nefndri þjóðarsál okkar. Þetta fólk vill fá storma. Storma og illvirðri. Helzt ofviðri. Á hafi úti. Fari það á mis við slík veður, fer það heim óánægt og skrifar Ijót kvörtunarbréf til Bergenska gufuskipafélagsins. Segið frá því hvað ísland er og ekki á sér hliðstæðú í nokkru öðru landi heims. Það er meira en nóg ti>l að hrífa og laða hingað þúsundir nýrra ferðamanna — með peninga (forlátið). Það er líka til önnur mann- gerð svo skiptir hundruðum þúsunda: „farfuigliran“. Hún og haran hafa þörf fyrir sæluhús Ivar Eskeland. eða farfuglaheimili með hæfi- legu dagleiðar millibili, þar sem sé sjálfsafgreiðsla eða ó- brotin þjórausta, og þau þurfa að vera um allt land. Ekki ljót ir bárujárnskofar, heldur fal- legir lágreistir skálar, sem falla inn í landslagið. Reisið líka vegakrár, hvort tveggja. í Árbæjarstíl, þar sem ekki er einungis selt kóka-kóla og priraspóló-kex. En umfram allt er þörf á vegum. f mörgum af þeim hundruð- um greina, sem ég hef skrifað um ísland í erlend blöð (ég hef sennilega skrifað meira en nokkur annar núlifandi útlend ingur, og í ákaflega hástemmd- um lofgerðartóni: ísland á vís- an geysimikinn sjóð velvildar til dæmis í heimalandi mínu, kannski helzt vegna skrifa Halldórs Laxness, sem íslend- ingar yfirleitt verðskulda ekki, vegna þess að þeir gera aldrei neitt til að næra og rækta þessa velvild), í mörgum af þessum greiraum, sem ég er löngu hætt- ur að skrifa af því þær voru ósannar, hef ég lagt áherzlu á hvílíkt afrek það sé, að íslend- ingar skuli þrátt fyrir allt eiga þá vegi, sem í landi þeirra Framhald á bls. 21 Hér kemur auglýsing frá Klœðningu Spred-málning, utanhús og innan. Fjölbreytt litaúrval. Willis Jeep 1964 *67 óskost AÐEINS GÓÐUR BlLL KEMUR TIL GREINA. STAÐGREIÐSLA. UPPLÝSINGAR I SlMA 35D47 EFTIR KL. 20.00. Vinningor í Getrounum 1 4. leikviku (leikr 14. — 19. júní) komu fram tveir seðlar með 10 réttum: nr. 9847 — vinningsupphæð kr. 127.400,00. nr. 11673 — vinningsupphæð kr. 127.400,00. Kærufrestur er til 11. júlí. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur reynast á rökum reistar en vinnngar fyrir 4. leikviku verða greiddir út 12. iúlí. GETRAUNIR, iþróttamiðstöðinni Reykjavík. Ul ÚTBOÐ f|| Tilboð óskast í byggingu dælustöðvar fyrir Hitaveitu Reykja- víkur í Breiðholtshverfi. Tilboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri frá og með föstu- deginum 27. júlí n.k , gegn 3.000.— króna skilatryggingu. filboðin verða opnuð á ssma stað, mánudaginn 7. júlí n.k., kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Reykjavík — Sími 22485.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.