Morgunblaðið - 04.09.1969, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. SEPT. 1969
eins glaðlega nú orðið, og hún
sneri alltaf við honum baki þeg-
ar hún fór í náttsloppinn sinm,
enda þótt hún leyfði homwn ervn
að strjúka á sér brjóstin, áður
en hann sofnaði.
- Ég er alveg viss um, að
það er eitthvað að, sagði hann
og hætti að eta. — Hefur hr.
Frick gert þér nokkuð?
Nibia svaraði þessu engu, en
sneri sér að Mörtu. — Haran segir
massa Frick? Hefur Janie
ekki spurt hann? Hefur hann
ekki sagt, að hann eigi barnið
í mér?
Marta kinkaði kolli. — Jú,
það hefur hann sagt henni.
Hann segist eiga það.
— Og hún heldur, að hann sé
að ljúga því, eða hvað?
— Gerðu þér ekki rellu út af
þessu, telpa mín. Ég hef ekki
sagt annað en það, sem hún hef-
ur sagt mér.
— En trúirðu ekki, að hann
eigi það? Hver ætti að eiga það
annar? Nibia var næstum farin
að skjálfa.
Marta stóð upp. — Jú ég trúi
þér, Nibia. Hafðu engar áhyggj-
ur. Janie er heimsk, og lygin.
í>ú þarft ekki annað en segja
mér, að massa Frick eigi barn-
ið og þegar hann segir það líka,
þá hlýtur það að vera.
Og Marta fór út og nú var
hún sannfærð um, að Storm ætti
barnið.
Barnið hjá Nibiu var Hka
drengur. Hann fæddist þrett-
ánda janúar næsta ár, 1796, og
bæði Wifred og Primrose þótt-
ust alveg viss um, að geta séð
á honum svip af Friek, undir-
verkstjóranum.
— Sömu augun, sögðu þau.
— Sömu ljósbláu augun. Og ná-
kvæmlega eins limaður.
— Og augnabrúnirnar eins,
sagði Wilfred. — Þarna getur
ekki verið um að villast, skal ég
bölva mér upp á. — Hvað ætl-
arðu að láta hann heita, stúlka
mín? spurði hann Nibiu, sem sat
feimin úti fyrir kofanum sínum,
með barnið í kjöltunni.
— Marta vill láta hann heita
Jakob, massa, tautaði hún.
— Ágætt, ágætt! sagði Wil-
fred. Hann rak upp hrifningar-
óp og tinaði framan í barnið og
neri saman höndum. Tju, tju,
tju! Hann er svei mér alveg
merkilega líkur honum!
Elísabet, sem hafði líka kom-
ið til að skoða barnið, hló.
— Hvað mig snertir, pabbi, þá
get ég ekki séð, að hann líkist
Frick né Nibiu nokkurn skap-
aðan hlut!
Nibia leit snöggt upp til henn-
ar, en Elísabet róaði hana strax
með því að segja: — Hann er
alltof ungur til þess, Nibia, á
ég við. Þegar hann stækkar, fer
maður að geta séð, hverjum
hann líkist. Þú verður að gæta
hans vel. Og massa Storm bað
mig að segja þér, að barnið þitt
verði gefið frjálst og fái að læra
handverk, þegar það stækkar.
— Já, missy, þakka þér fyrir
missy. Massa góður maður, taut-
aði Nibia og leit niður fyrir sig.
Elísabet sagði henni, að næstu
dagana gæti hún verið kyrr í
kofanum sínum. Marta mundi sjá
um börnin í bili.
Næstu vikur og mánuði, skipt-
ust þær Marta og Nibia á um
að gæta ungbarnsins. Marta var
orðin mjög hrifin af krakkanum,
og gerði það alltaf með ánægju
að koma í kofa Nibiu og taka
við af henni. Eins og Elísabet
sagði, þá virtist Nibia fúsari til
að koma í húsið og líta eftir
fcrökkunum þar, heldur en gæta
síns eigin sonar. Ókunnugir
hefðu getað haldið, að Marta
væri móðir drengsins.
8
Barn Nibiu hætti nú að vera
nýjabrum, þegar stjórnmálavið-
burðir tóku að gerast nægilegt
umtalsefni við morgunverð og
miðdegisverð. Hinn tíunda apríl
komu Bretar til Demerara á tíu
herskipum og heimtuðu uppgjöf
nýlendnanna. Og þann tutt-
ugasta og annan gafst Demerara
upp.
— Þetta var það bezta sem
hefði getað orðið, sagði Elísabet
og andvarpaði. — Ég var svo
hrædd um, að Frakkarnir kæmu.
Storm hló. — Þú með alla
Frakkahræðsluna þína! En ég er
svo sem feginn sjálfur. Eftir fáa
UTAVER
LÁGT SKAL
LÆKKA
Litaver hefur jafnan stefnt að því, að kaupendur njóti hag-
stæðra magnkaupa Litavers í lágu vöruveði, — svo er enn.
I tilefni af 5 ára afmæli verzlunarinnar höfum við ákveðið að
lágt skuli lækka og seljum því vörur okkar á iækkuðu verði
í 5 daga frá og með deginum í dag.
Ath.: Lækkað verð frá hinu lága venjulega verði.
Lítið inn í LITAVER!
SYLVANIA
Ier rétti tíminn til aö kaupa
FLUORESENT-PERURNAR
allar gerðir og litir fyrirliggjandi
Munið aö SYLVANIA hefur 20% lengra líf
G. ÞORSTEINSSON & JOHNSON HF.
ÁRMÚLÁ 1 - GRJÓTAGÖTU 7
Simi 2 42 50 &
daga verðum við sjálf víst búin
að gefast upp — og mig grunar
nú einhvern veginn, að van Bat-
enburg hafi létt stórum við
þennan gang mála.
— Já, áreiðanlega, hraut út
úr Wilfred og honum svelgdist
á kaffinu sínu. — Svei því þá,
að mannfjandinn er algjörlega
Breta megin. Það hef ég sagt þér
oftar en einu sinni, ekki satt?
Alveg frá sér numinn!
White generalmajór sendi frei
gátu til Berbice, og fáum dögum
seinna heyrðist, að van Baten-
burg hefði gefizt upp. Þetta var
þriðja maí, en Wilfred til mestu
furðu, var þetta ekki sams kon-
ar uppgjöf og í Demerara Van
Batenburg, sem annars var vafa-
laust Bretasinni, hafði þjarkað
lengi og útkoman varð sú, að
enda þótt hann gæfist upp með
sömu skilyrðum og Demeirara og
Essequibo, þá setti hann það
skilyrði, að hann gæfi upp „yfir-
ráðin yfir nýlendunni einni, á-
samt herstöðvum, höfnum, virkj-
um og hergagnageymslum”.
Hann gerði það ljóst, að eignar-
hald á plantekrum, þrælum og
öðrum eignum hins ný-uppleysta
Berbicfélags, skyldi skoðast
„einkaeign“, þar eð það hefði
ékki verið afhent hershöfðingj-
anum. Brezki foringinn sam-
þykkti þessa skilmála, og van
Batenburg hélt dansleik í Lands
stjórahúsinu, til að bjóða komu-
menn velkomna.
Wilfred varð svo ofsakátur að
hann braut þá reglu sína að
sækja ekki dansleiki, og fór
þangað, ásamt Storm, Elísabet
og Primrose.
— Við svona sögulegt tæki-
færi, gæti ég ekki hugsað mér
að sitja heima, sagði hann.
Ensku jarðeigendurnir voru
ekki þeir einu, sem glöddust af
þessum gangi mála. Þeir
hollenzku voru næstum eins
hrifnir, því að margar framfarir
hafði leitt af fyrri yfirráðum
Englands í nýlendunum þremur,
árið 1781, og voru flestum enn
í fersku minni .
Og engir urðu fyrir vonbrigð-
um. Næstu árin batnaði hagur
manna. Þrælar voru fluttir inn í
ríkum mæli, og á tveimur árum
Nýkomnir
SJÚKRASOKKAR OG SOKKAR
FYRIR ÞREYTTA FÆTUR
Vesturgötu 2, sími 13155.
Póstsendum.
Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl.
Þú færS meiri ábyrgS. Gættu öryggis i hcimahúsum.
Nautið, 20. apríl — 20. maí.
Nú reynir mikið á þolinmæSi og kurteisi.
Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní.
Þér gengur samstarfið vel við fjölskylduna og vini þína, ef þú athug
ar, íavert stefnir.
Krabbinn, 21. júní — 22. júlí
Lagastapp og ferSalög gefa góðan árangur.
Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst.
Vertu mjög ákveðinn og alvarlegur, ef meS þarf.
Meyjan, 23. ágúst — 22. september.
Þú getur óvart gloprað einhverju út úr þér, ef þú gætir þín ekki.
Vogin, 23. september — 22. október.
Efnahagslegar úrbætur eru á leiðinni. Þér verður sýnd mikil virð-
ing, vegna nýunnins afreks
Sporðdrekinn, 23. október. — 21. nóvember.
Þú átt erfitt um vik í fjármálum í dag. Kauptu engar vélar.
Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember.
Bezt er að vera hreinn og bcinn. Innhcimtu það sem þú átt úti-
standandi.
Steingeitin, 22. desember — 19. janúar.
Hugarástandið ræður mestu í dag. Þú getur hagnazt á því að kynn-
ast nýju fólki
Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar.
Vinir þínir vilja endilega blanda sér í einkamál þín. Fræddu þá
ekki um of um hagi þína
Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz.
Taktu jákvæða afstöðu í dag, hvort sem þú þarft að glettast eða
grána fyrir járnum.