Morgunblaðið - 12.10.1969, Side 12

Morgunblaðið - 12.10.1969, Side 12
12 MOBGUINiBLAÐIÐ, SUNNUDAG-UR 12. OKTÓBER H96i9 Ásgeir Jakobsson: GLEDITÍÐINDI Fámenni þjóðarinnar hefur sína kosti og ókosti svo sem flest annað. Einn af ókostunum er sá, að hér er oft lítil breidd í ýmsum efnum. Maður er ráðinn fyrir stofnun eða til starfa á sérsviði og verður þá oft allaráðandi á því sviði. Hann mótar allt verk- ið og ræður ferðinni án þess að við höfum nokkuð til samanburð ar. í bókmenntum og listum bú- um við að vísu ekki við stjóm eins manns, en afturá móti alltaf við stjóm einhverrar klíku og veldur því fámennið og smæðin. Dagblöð okkar, sem ekkieru nema fimm, ráða sér fasta ritdóm ara, og vegna smæðar sinnar hafa þau hvert um sig ekki efni á að hialda nema einn mann. Hann á síðan að dæma jöfnum höndum skáldsögur og ljóð af öllu tagi, ævisögur, ferðasögur, sögurit og allskonar leikbókmenntir. Þetta er vitaskuld hverjum einum manni ofviða og getur ekki orð- ið annað en fúsk. Erlend stór- blöð og tímarit geta aftur á móti haft sérstakan dómara fyrir hverja grein bókmennta. Þar sem hér eru ekki nema fjórir eða fimm menn, sem stunda ritdóma getur hæglega æxlast svo, að rit dómararnir verði mjög af einum bókmenntaskóla og smekkur þeirr a og skoðanir svipaðar. Þetta hefur nú gerzt hér. Við höfum um áratugaskeið búið við ritdómara með mjög svipaðan bókmennta- smekk og flestir ofstækismenn að eðlisfari. f samræmi við þá háværu kröfu tímans, að æskufólk ráði fyrir fullorðnu fólki gerist það, að ungir menn hafa valizt í rit- dómarastólana hjá blöðunum. Nú er það kunnara en frá þurfi að segja, að æskufólk er alltaf þröngsýnna og dómharðara en þeir, sem fullorðnir eru og lífið hefur kennt þau sannindi að það fari bezt á því, að menn láti sér hægt í dómum sínum yfirleitt. Ungu mennirnir, sem völdust til blaðanna voru allir vinstri sinn- aðir og allir sænsk sinnaðir enda sumir lærðir í því landi og allt voru þetta því framúrstefnu- menn í bókmenntum. Ljóð- stafi þoldu þeir ekki að sjá í kvæði, það var ónýtt kvæði og sögu með atburðarás upphafi, miðju og enda töldu þeir ekki bjóðandi siðuðu fólki. í samræmi við þetta rökkuðu þeir miskunn arlaust niður fullorðna menn, sem notuðu þessi form og gamlir og gróndr höfundar máttu þola það, að bóka þeirra væri ýmist ekki getið eða hreytt væri í þá skætimgi, en blöðin síðam lögð al farið undir kxfdóoma uim hverskon aT franiúrstefnuimenn. Það var öil um þessum ungu mönnum sameig inlegt, að þeir höfðu fengist við að skálda sjálfir en gefist upp við það og valið sér heldur það hlutskipti að dæma annarra manna verk. Að dæma allskonar ritverk, hverju nafni sem nefnast í skyndi fyrir dagblað, hlýtur að vera frámunalega losaralegt dóm arastarf. Maðurinn dæmir ekki eftir nein um lögum né staðreyndum og hefúr ekkert til að styðja dóm sinn nema smekk sinn og inn- ræti. Ritdómarar (þar með leikdóm- arar) dagblaða eru flestir að ein hverju dútli á daginn en sækja leiksýningar á síðkvöldi, þeir hlaupa þreyttir á hundavaði yfir bókina eða horfa syfjaðir hálf- luktum augum á leiksýningu. Þeir verða síðan að þrífa penn- ann, þegar þeir koma heim og skrifa í skyndi eins og eina siðu í blað sitt um hughrif sín í svefn rofunum. Maður með ábyrgðartilfinn- ingu gerir sér vitaskuld ljóst að skilyrðin til réttdæmis undir slík um kringumstæðum og á slíkum forsendum eru svo veik og hæp- in, að hann neitar sér um stór- felldar og örlagaríkar fullyrð- ingar og dóma. Það var alls ekki algerlega sök blaðanna að fullorðnir menn og gætnir viku úr þessu starfi einn af öðrum — þeir fundu hrein- lega, að þeir gátu ekki unnið verk sitt eins vandlega og æski- legt var og þeim var ami að þess um skyndidómum. Strákamir fundu ekkert fyrir þessu. Þeir voru enn á þeim árum að hafa gaman af því að brjóta rúður og gera prakkarastrik og þeir fyllt- ust fítonsanda, þegar þeir fengu síður fjöllesinna dagblaða til um ráða og máttu kasta og grýta eins og þeir orkuðu. Morgunblaðið, fjöllesnasta blað borgaranna, var lengi frjáls lynt í bókmenntagagnrýni. Rit- dómendur þess vom frjálslyndir menn, sem ræddu kurteislega um verkin og sögðu á þeim kost og löst og eins og góðum humanist- um hæfir hlífðust þeir við aftaka dómhörku. Svo var það einn dag inn fyrir allmörgum árum að inn á blaðið laumar sér ungur maður á þeiim forsendum að hann sé frjálslyndur hægri maður, og undir þesisu flaggi íélkk hanin að æða eins og stjórnlaus traktor um síður blaðsins í mörg ár og ráðast á fullorðna og hægri sinnaða höfunda að geðþótta sín um. Honum til fulltings var nokkru síðar ráðinn annar ungur maður nýsloppinn af skólabekknum og framúrstefnumaður í húð og hár og sízt víðsýnni en hinn. Hvort tveggja var ofstækismaður að allri gerð. Við hin blöðin, eink- um Alþýðublaðið gerðist sama sagan. Ritdómar Þjóðviljans eru allir póliitísikir og aldrei verið gert ráð fyrir öðru af landsiýðnum. En innan þess ramma hafa ritdómar ar Þjóðviljans verið sínu frjáls- lyndari i afstöðunni til forms en ritdómarar helztu borgarablað- anna. Þannig varð það á sjötta tug þessarair aldar að ungir vinstrt sinnaðir formbyltingar- menn með afbrigðum þröngsýnir og dómharðir höfðu hreiðrað um ig í bókmenntadómararsætum þjóðarinnar. f fyirstunini höfðu men.n lúmskt gaman að þessum dómstóli, sem nefndur var tán- ingádómstóllinn. Menn fundu að vísu að þessi dómstóll lék ein- staka höfunda óþarflega hart, en það var nýnæmi að þessu eftir logn.mollu kunnin.gj.ariitdómanna, sem mörgum voru orðnir leiðir. Framan af var hér aðeins um skæruhemað strákanna að ræða. Þeir hiittust að vísrj á feaffilhús- um og bollalögðu um aftöku þessa eða hins, en um skipulögð samtök var ekki að ræða fyrst í stað. Nú virðist aem þesisir fáu ritdiómar'ar hafi tefeið til að sam- ræma dóm.a sína og myndað með sér skipulagða aftökusveit, einskonar Kuklux-Klan. Þetta hefur þeim haldizt uppi um hríð vegna hræðslu höfunda við aftökusveitina. Þeir hafa reynt að heiðra skálkin n sivo hann skaðaði þá ekki. Klanið terrorisenaði manns(fcaipi'n.n og gætti þess líka, að ætla sér af í hryðjuverkunum og valdi fórn- ardýrin mátulega umkomulaus til þess, að almenningur lét sig mál- ið engu skipta. í einfeldni sinni ruiglaði al- þýða manna samian stráksiegum kjafbhætti og hreinskdlni og það gerðu reyndar þeir lífca sem betur áttu að sjá en hinn almeninlhi iesandi. Ritari Hæstarétt- ar bolar merfcum próflessor úr ritstjórastarfi við elzta bók- Ásgeir Jakobsson. menntatímait okkar og aflhendir það einum forhertasta klanmann inum á þeim forsendum að hann sé svo „heiðarlegur". Fáar upp- götvanir síðari ára hafa komið mönnum meir á óvart en þó er hitt máslki Ikostulegra að ritari Hæstaréttar, sérmenntað- ur maður í því að skilgreina hug tök og eigindir m'anna, skuli rugl ast á strálkssikap og hreindkilni. Aliar miafiur og öil klön fremja fyrr eða síðar eit'tlhvert ólhæfu- verk, sem rumiska við almenninigi. Það getur ekki verið til svo vit l auis m-aður í landinu að hann sjái ekki, að leikdómamir um leikrit það, sem ritstjóri Morgunblaðs- ins leyfði sér að semja og nú er sýnt í Þjóðleikhúsinu eru raka- laus þvættin.gur og níð. Orsökin til þess, að dómarnir verða svo afgerandi hlutdrægiir í þesisu tilviki að öllum er aug- ljóst, er ekki fyrst og fremst af- staða til forms, svo sem tíðkast, heldur pólitísk og persónuleg ó- vild. Nú sjá allir, að hér eru að verki ofstækismenn og dóma þeirra é.r efeki að marka og hef- ur aldrei verið að marka. Writers Workshop I ráði er að stofna til umræðufunda um smásögur þær, sem væntanlegir þátt- takendur hefðu hug á að selja á erlend- um mörkuðum. Frú Amalía Líndal, ristjóri tímaritsins 65° mun skýra þetta nánar sunnudag- inn 12. október kl. 16 í Café Höll, uppi. Atvinna Reglusamur, snyrtilegur ungur maður getur fengið atvinnu við vöruafgreiðslu og vöruútkeyrslu. Umsóknir er taki til aldur, menntun og fyrri störf sendist afgr. Mbl. merkt: „SnyrtHegur — 3796". Ódýrar úrvalsvörur -X Cólfteppi -X Cólfflísar -X Cólfdúkar Afgreitt úr tollvörugeymslunni. Víðir Firtnbogason, heildverzlun Pósthólf 1084, sími 83315. Hamilton Beach Höfum nýlega fengið þeytara, skálar, og varahluti í Hamilton Beach hrærivélar. RAFBRAUT S.F., Suðurlandsbraut 6 — Sími 81440. Fiskverzlun Til sölu er ný, glæsileg fiskverzlun, staðsett í stórri verzlunar- miðstöð á góðum stað í borginni. Tilboð merkt: „Fiskverzlun — 3798" skilist á afgreiðslu blaðsins fyrir mánudagskvöld. ÍÞeir voru vitaskuild miarigir, seim sáiu, hvað var að gterast og að þessi valdaaðstaða p>óli- tískra, þröngsýnna og ofstækis- fulkia forimstreytumainna drap bókmenntirnar í dróma, en það var öllum jafnframt ljóst, að það þýddi ekkert að skjóta málinu til almennings fyrr en þessir menn ynnu eitthvað það óhappa verk sem öllum væri ljóst, og þeim gæfist enginin kostur á að skríða að loknu næturvíginu inn í það gervi kamelljónskus, sem þeir hafa jafnan brugðið yfir sig, ef það hefur átt að festa á þeim hendur. Þeir hafa falið blóðug- ar hendur sínar að baki sér og komið framm fyrir þjóðina eins o forkláraðir eriglar heiðarleika og réttsýni og tekist svo vel að leika þetta hlutverk, að það var alveg vonlaust að segja þjóðinni, hvers konar dómarar þetta voru. Það var ekki aðeins ritari Hæstarétt ar, sem glæptist á þeimm heldur allur almenmingur. Nú hafa þau gleðitíðindi gerzt að tveir helztu klanmennirnir misstu rýtinginm fram úr erm- inni fyrir allra augum. Þjóðvilja maðurinn hefur aldred villt á sér heimildir og það datt aldrei nein um í hug, að það gilti ekki einu hverskonar verk ritstjóri Mbl. semdi — það yrði aldrei dæmt nýtilegt í Þjóðvittjainiuim. Hinsveg ar sýndu Klanimenninn.ix í röð- utm borgaranna nú sinn rétta lit og sanna eðli svo að enginn þarf nú lengur að efast am að ofstæki, þröngsýni pólitík og persónuleg afstaða ræður öllum þeirra rit- dómum. Dómararnir í Ví&i o>g Alþýðu- blaðinu bera þess grednileg merki, að þar er verið að dæma ritstjóra Morgunblaðsins, Matt- hías Johannessen persónulega, en ekki höfundinn, s.em slíkan. Nú er það kaldhæni örlag- anna að annar þessara rnanna er fyrrverandi skjólstæðingur Matt híasar, hann ber því sjálfur nöfekra ábyrgð á aðstöðu þessa manns. Það má því segja, að þetta sé honum mátulegt. Klan.mennirnir reiddu rýt- inginn svo hátt yfir þessum hat- aða andstæðingi, að þeir ráku hann í bakið á sjálfum sér, en Matthías stendur eftir óskaddað ur. Fólk fór að sækja leikinn og hver og einn sagði að sýningu lokinni: — Dómairniir í áðurnefndum blöðum ná ekki neinni átt. Sjálfsmorð þessara þröng- sýnu ofstæfcismainna í dóm- arasætiniu eru gleðdtíðdmdi ungum mönnum, sem eru að hefja sbriftir og geta nú valið sér form eftir geðþótta, haft hvaða póli- tískar skoðanir, sem þeir vilja, án þess að eiga á hættu að vera níddir í borgarablöðum þjóðar- innar og brennimerktir ævilangt. Að endingu þetta: Skyndidómar í dagblöðum hljóta alltaf að verða snöggsoðn ir og illa unnir jafnvel þótt á- gætir menn eigi í hlut, hvað þá ef um er að ræða hvatvísa stráka. Það þarf að taka dómsvaldið af dagblöðunum og færa það yfir til tímairita eins og vðíast er og það er eiinnig óhæfa að láta sama manninn dæma allar tegundir bókmennta. MYNDAMÓT hf. PRENTMYNDAGERÐ AÐALSTRÆTI 6 SÍMI17152 Bezta auglýsingablaöiö

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.