Morgunblaðið - 12.10.1969, Qupperneq 13
MORG'UNBLAÐIÐ, SUUNUDAGIJR 12. OKTÖBER 1060
13 .
Sigfús Haukur Andrésson, skjalavörður:
Falskenningin um fyrirhuga&an
þjóiarflutning til Jótlandsheiða
og staða íslenzkrar sagnfræði
GAMLAR MISSAGNIR
LÍFSEIGAR
í Reykjavíkurbréfi Morgun-
blaðsins, sunnudaginin 28. sept-
ember, er fjallað um hina nýju
Reykjavikurbók Hleimskringlu
og sitthvað í inngangi hennar
gagnrýnt.
Eina augljósa missögn bókar-
innar langar mig til að gera hér
að frekara umtalsefni og víkja
út frá því örlítið að stöðu ís-
lenzkrar sagnfræði, þó að þessi
bók verði að vísu ekki beinlín-
is talin til sagnfræðirita. Þetta
er gamla sagan um það, að
dömsk stjórnvöld hafi hugleitt
að flytja alla Islendinga suður
á Jótlandsheiðar eftir áföll
móðuharðindanna, en hún hefir
til skamms tíma verið talin til
fullgildra sanninda í kennslu-
bókum í íslandssögu, og enn er
sífellt klifað á henni í ræðu og
riti.
Eins og vakin er athygli á i
Reykjavíkurbréfi, afsannaði
Þorkell Jóhannesson reýndar
þessa sögu í Andvaragrein árið
1945, og sú grein hefir síðan ver
ið endurprentuð í ritgerðasafni
hans, „Lýðir og landshagir“,
auk þess sem aðalatriði hennar
eru rakin í Sögu fslendinga,
VII. bindi. Ætti því öllum þeim,
sem láta sig íslenzka sögu ein-
hverju skipta, að vera vorkunn
arlaust að vita hið rétta í þessu
efni.
HÖFUNDITR ÞJÓÐARFLUTN-
INGSSÖGUNNAR OG
TILDRÖG HENNAR
Ég skal nú leitast við að gera
í stuttu máli grein fyrir því,
hvemig þessi þjóðarflutnings
saga er til orðin. Tel ég mig
hafa allsæmilega aðstöðu til
þess, þar eð það hefir orðið hlut
skipti mifct nú um alllangt skeið
að rannsaka skjalasöfn danskra
stjómardeilda og annarra aðila,
sem fjölluðu um íslenzk málefni
á því timabili, er hér um ræðir,
auk prentaðra heimilda.
Þess er þá fyrst að geta, að
saga þessi byggist á örstuttum
frásögnum þriggja samtiðar-
manna, Hannesar Finssonar
biskups, Magnúsarr Stephensens
dómsstjóra og Jóns Espólíns
sýslumanns. Enginn þeirra virð-
ist hafa stuðzt við nein skjalleg
gögn, heldur aðallega við hvik-
sögur, eins og náinar verður
drepið á síðar. Hannes segir í
bók sinni, „Um mannfæfklkun af
hallæmm á íslandi", sem kom
út árið 1796 (bls. 177—78), að
árið 1784 hafi það komið „fyrir
alvöru í tal að sækja allt fólk
úr landinu til Danmerkur, og
gjöra þar af því nýbýlinga“.
Hann nefnir þó ekki nánar, hvar
átti að setja það niður. Magnús
Stephensen tekur siðan í sama
streng i bók sinni „Island í det
attende arhundrede" (bls. 428
—29), og sömuleiðis Jón Espó-
lín í Árbókum sínum (xl, bls.
43).
Jón Sigurðsson hefir svo að
öllum likindum stuðzt við bók
Hannesar árið 1840, er hann skrif
aði innganginn að „Fréttum frá
fulltrúaþinginu í Hróarskeldu",
en þar segir hann, að árin 1784—
85 hafi verið ráðgert að flytja
allt fólk af landinu og fá því
bústaði á „Lyngheiði á Jótlandi".
Þessi saga var í rauninni allgott
vopn í sjálfstæðisbaráttunni, og
aðrir notuðu hana þannig á eft-
ir Jóni. Vera má, að hann hafi
trúað henni um þetta leyti, en á
hinai bóginn er mjög vafasamt, að
hann hafi gert það til langframa
svo mjög sem hann helgaði sig
rannsóknum skjala, er vörðuðu
sögu fslands.
Sá raunverulegi fótur er fyrir
þjóðarflutningssögunni, að árið
1784 kom fram tillaga um það,
að flakkarar og eitthvað af bjarg
þrota fólki yrðu flutt af landi
burt til Danmerkur. Getur Þor-
kell Jóhannesson þess til, að
Þannig er þá sannleikur máls-
ins í aðalatriðum, og Jótlands-
heiða sést hvergi getið í neinu
skjali, enda hefði fæst af því
fólki, seim raunverulega var um
að ræða, verið sérlega heppileg-
ir landnemar á þeim slóðum. Þjóð
flutningssagan á því aðallega
rætur sínar að rekja til hvik-
sagna og ef til vill einnig ýmiss
konar misskilnings, sem ekki er
tóm til að velta vöngum yfir að
þessu sinni. Vera má líka, að
þeim góðu mönnum, sem upphaf
lega færðu söguna í letur, hafi
ekki þótt það verra, að bægt
var að leggja hana út dönskum
ráðamönnum til hnjóðs.
BROTTFLUTNINGURINN
ANDSTÆDUR STEFNU
DÖNSKU STJÓRNARINNAR
En það eru ekki einungis skjal
leg gögn, sem mæla á móti því,
að danskir ráðamenn hafi
nokkru sinni látið sér detta í
hug að tæma ísland að fólki.
Flest annað mælir einnig gegn
því. Við þeirra tíma tækni hefði
t.d. verið algerlega óframkvæm-
anlegt að flytja um 40 þúsund
manns héðan á tiltölulega skömm
um tíma til Danmerkur, koma
þar þegar upp einhverjum húsa-
kosti handa öllu þessu fólki og
skapa því að öðru leyti aðstöðu
til að draga þar fram lífið.
Hefðu samt sem áður verið uppi
ráðagerðir um slíka stórkostlega
mannflutninga, hlytu að finnast
einhverjar áætlanir eða drög að
áætlunum um þá í skjalasöfnum
dönsku stjórnardeildanna, og á
þetta væri þá örugglega minnzt
í ýmsum öðrum skjölum. Loks
skal á það bent, að með þvi að
tæma landið af fólki, hefðu Dan
ir i rauninni gefið það upp á
bátinn handa hverjum, sem hafa
vildi. En það var svo sannar-
lega ekki stefna dönsku stjórnar
inmiar að sleppa þannig neinu af
löndum Danaveldis, enda líka í
algertri andstöðu við ríkj-
andi skoðanir þeirra tíma. Gott
dæmi um hina raunverulegu
stefnu í þessum málum er líka
nærtækt. Vorið 1783 myndaðist
dálitil eyja af eldgosi suðvestur
af Reykjanesi. Danska stjórnin
gerði óðar ráðstafanir til að lýsa
hana eign konungs, en reyndar
hvarf eyja þessi brátt aftur.
V'STNDALEG SAGNFRÆÐI
Á ETFITT UPPDRÁTTAR
Á fSLANDI
Öll rök hníga þannig í eina
og sömu átt, nefnilega að dæma
þjóðarflutniingssöguna dauða og
ómerka. En það verður að telj-
ast sagnvísindum okkar til held
ur lítils sóma, að hálf önnur öld
skyldi líða frá því slík fjar-
stæða birtist fyrst á pnenti þar
til íslenzkur sagnfræðingur tók
sér loks fyrir hendur að afsanna-
hana. Hlýtur þetta að vekja ó-
þægilegar grunsemdir um það,
að margt fleira vafasamt hafi
slæðzt inn í íslenzk sagnfræði-
rit, sem fuH þörf væri á að færa
til betri vegar. Sannleikurinn
er líka sá, að þar er víðar pott-
ur brotinn, þótt ýmislegt hafi að
visu verið vel gert.
Missagnir, sem á annað borð
komast á prent, verða býsna líf-
seigar þaðan í frá, eins og þjóð-
arflutningssagam ber ljósastan
vott um, þar eð henni er emn
óspart hampað, þótt aldarfjórð-
ungur sé liðinn síðan hún var
afsönnuð. Ég tel mjög miður far-
ið, að hún skuli enn skjóta upp
kollinum í inngangi fyrmefndra?
Reykjavíkurbókar, sem mun að
öllum líkindum verða mjög mik-
ið lesin, bæði hér og erlendis.
Það skiptir nefnilegá miklu, að
farið sé rétt með sögulegar stað-
reyndir í slíkum bókum. Hitt er
svo auðvitað rétt, sem Páll Lín-
dal segir í grein sinni, „Reykja-
víkurbók og Reykjavíkurbréf",
í Morgunblaðinu 4. þ.m., að ekki
Framhald á bls. 8
Sigfús Hauknr Andrésson.
H-ans Levetzow, sem varð stift-
amtmaður á íslandi ári síðar
hafi verið upphafsmaður þessar-
ar tillögu, þar eð hann var eini
maðurinn, sem mælti ákveðið
með henni af þeim, sem rentu-
kammerið bar hana undir. Eng-
ar skjallegar sannanir eru þó
fyrir því, en hins vegar bera
skjöl rentukammersins það með
sér, að Jón Sveimsson, sýslumað
ur í Suður-Múlasýslu, lagði til í
bréfi til kammersins 10. júní
1784, að vinnufærir flakkar-
ar yrðu fluttir brott úr sýslu
hans, annaðlhvort til annarna
héraða landsins eða til Dan-
merkur. Virðist hann því hafa
verið upphafsmaður brottflutn-
ingstillögunnar.
VIÐBRÖGÐ RENTUKAMMERS
OG LANDSNEFNDAR
Viðbrögð rentukammersins
voru í stuttu máli þau, að 15.
janúar 1785 leitaði það álits
framkvæmdarstjómar hinnar
konunglegu oinokunarverzlunar
og flotamálaráðuneytisins um til
kostnað við að flytja 500 manns
frá íslandi til Danmerkur. Sama
dag óskaði kammerið ennfremur
tillagna Levetzows, sem þá var
enn i Kaupmannahöfn, um und-
irbúning þessara flutninga, á fs-
landi, ef af þeim yrði, en tók
um leið fram, að ekki kæmi til
mála að flytja aðra úr landi en
fólk, sem væri þar til byrði, svo
sem flakkara, gamalmenni, las-
burða fólk og munaðarlaus böm.
Það væri of langt mál og er
raunar þarflaust í þessu sam-
bandi að rekja hér svör fyrr-
niefnxíra aðdilla. NætgHegt er að
geta þess, að málið var einnig
lagt fyrir landsnefndina síðari,
sem var skipuð um þessar mundir
til að athuga hag þjóðarinnar og
gera víðtækar umbótatillögur.
Komst nefndin brátt að þeirri nið
urstöðu, að miklu ódýrara væri
að leggja þurfandi fólki til ein-
hverja hjálp frá Danmörku
heldur en flytja það þangað til
framfærslu, þar eð framfærslu-
kostnaður væri langtum hærri
þar en á íslandi. Vinnufærum
flökkurum myndi og brátt
fækka í landinu, er skánaði í
ári, einkum ef aðhald yfirvalda
yrði aukið. Þar með voru hug-
leiðingamar um brottflutning
fólks úr landinu lagðar á hill-
una.
//
"vN
1 leiniilistrvööinjj*
sem svarar
kröfum tímans
l ©
Skiimólor fyrir heimilistryggingor hofa verið
endurskoðaðir og bætt inn nokkrum nýjum
otriðum og tryggingum, jofnfromt hofa
tryggingoupphæðir fyrir óbyrgðar- og
örorkutryggingor verið hækkoðor.
Storfsmenn félagsins eru óvollt reiðubúnir til þess
oð veita yður oðstoð í tryggingamólum yðor.
Aðeins eitt símtol og þér eruð tryggður.
ALMENNAR
TRYGGINGAR"
PÓSTHÚSSTRÆTI 9 SÍMI 17700