Morgunblaðið - 12.10.1969, Side 17
MORGU3SPBLAÐIÐ, SUNN-UDAGUR 12. OKTÓBER 196®
17
Skúli Guðmunds-
son látinn
Skúli Guðmundsson var skarp
greindur maður, óvtenju var-
færinn að eðli, vandvirkur og
vildi kynna sér til hlítar þau
málefni er hann fjallaði um.
Hann var vel hagmæltur, hnitt-
inin í orðum og nokkuð hæðinn
í framisetningu. Af þessum sölkium
var SkúM drjúgur málafylgju-
maður og andstæðingum sínum
oft þungur í skauti. A seinni ár-
uim vair SkúM tvímælalaust hinn
íhaldssamasti allra þingmanna.
En það viðhorf mótaðist af aug-
ljósri sannfæringu, sem menn
hlutu að virða, þótt þeir væru
hornum ósammála Skúla Guð-
mundssonar verður því saknað
úr þingsölum, ekki síður af and-
stæðingum en meðhaldsmönnum.
ísland réttarríki?
Hlutlausum mönnum blandast
ekki hugur um, að íslendingar
hafa sjaldan eða aldrei unnið
Frá þingsetningu. Aldursforseti í forsetastóli. — Ljósm. Öl.K.M.
t
REYKJAVÍKURBRÉF
meiri stjórnmálasigur en með
samningnum við Breta á árinu
1961 um lausn landhelgisdeilunn
ar. Með þessum samningi féllust
Bretar á, að mun stænri haf-
svæði kæmust undir íslenzka
fiskveiðilögsögu, en af íslands
hálfu hafði verið gerð knafa til
á árinu 1958. Þá var einnig
tryggt að hugsanlegar deilur um
nýja útfærslu fiskveiðilögsög-
unnar skyldu ekki útkljáður með
valdi hins máttarmeiri heldur af
alþjóðadómstólnum í Haag.
Margar ástæður voru til þess,
að Bretar létu svo undan síga
sem í þessari samningsgerð lýsti
sér. Þegar æðstu valdamenn
þeirra fengust til að sinna mál-
inu, öðluðust þeir á því allt ann
an og íslendingum miklu hag-
feldari skilning en áður. Þar
hafði samtal Macmillans og Ól-
afs Thors á Keflavikurflugvelli
úrslitaáhrif svo og viðræður
Guðmundar í. Guðmundssonar
við brezka utanríkisráðherrann.
Að athuguðu máli vildu Bretar
ekki eiga í útistöðum við vin-
Samlega smáþjóð, sem einungis
var að verja lífshagsmuni sína.
Ólafur Jóhannesson, núverandj
formaður Framsóknarflokksins,
lýsti því glögglega á Alþingi
haustið 1960, hvílíkur veikleiki
það væri fyrir málstað Islend-
inga, ef þeir vildu ekki unia al-
þjóðadómi. Eftir samningsgerð-
ina 1961 hvarf Ólafur raunar
frá sinni fyrri skýru afstöðu, en
það firáhvarf breytti engu um
efni málsins. Spumingin var eft
ir sem áður sú, hvort ísland ætti
að koma fram sem réttarríki í
samræmi við fyrri skuldbinding
ar, eða að treysta á mátt sinn
og megim gegn einu af stórveld-
um heirns.
Tekur út yfir
Mótmæli Framsóknar gegn
samningnum 1961 mátti skýra og
e.t.v. afsaka með gremju yfir, að
öðrum haifði tekizt að leysa
þann vanda, sem forystumönn-
um Framsóknar svo hrapalega
mistókst að gera sumarið 1958.
En út yfir tekur þegar Tíminn
nú, t.d. hinn 24. sept s.l., talar
um, að núverandi ríkisstjóm
hafi „afhent Bretum taumhald á
sjálfsákvörðunarrétti okkar í
landhelgismálinu" og segir
reynsluna hafa dæmt samnings-
gerðina 1961 „mesta ósigur, sem
þjóðin hefur beðið í málinu".
Með sUkum skrifum reyna Fram
sóknarmenn að setja íslendinga
á bekk með ofbeldisþjóðum, sem
vilja að engu bafa liög og rétt.
Þvílíkt athæfi er þeim mun for-
dæmanlegra sem engin þjóð hef
ur yfir að ráða minna afU til
að knýja fram óskir síniair. Hér
hverfa Framsóknarmenn og frá
Laugardagur 11. okt.
fyrri skoðunum sínum á því,
hvernig ísilendiingair ættu að afla
sér fiskveiðilöigsögu yfir öllu
landgrunninu. f samhljóða
ákvöirðun Alþingis frá 1959, var
einmitt lýst yfir því, að þetta
skyldi gert með öflun viðurkenn
ingar annarra á rétti íslands.
Þeirri aðferð hefur síðan verið
fylgt, og þó að hægt sækist,
eins og fyrir fram var vitað, þá
miðar samt í rétta átt. Réttar-
staða landgrunnsins er nú til
athugunar á alþjóðavettvangi og
hafa íslendingar ekkert tæki-
færi látið ónotað til að koma
sjónarmiðum sínum að. Auðvit-
að með þeim hætti, sem bezt
hentar hverju sinni til að þoka
viðuirkennimgu á sjónarmiðuim
okkar áleiðis.
Miðar áleiðis
Emil Jónsson, utanríkisráð
herra, hefur nú i haust fyrst á
þingi Sameinuðu þjóðanna og
síðar í Evirópuráðinu flutt mál
okkar af skörungsskap og hóf-
semi. Anangur þeirrar aðferðar
lýsti sér glögglega í ummælum
brezka þingmannsins, Mr. John
sons í Evrópuráðinu. Mr. John-
son er atkvæðamikill maður í
þeim málum í heimalandi sínu.
Hann er forystumaður sjómanna
í Hull og þingmaður frá þeim
bæ, en þar hefur hingað til gætt
einna mestrar andstöðu gegn
málstað okkar. Þess vegna voru
séirstaklega athyglisverð upp-
hafsorð ræðu hans: „Sem for-
maður undirnefndarinnar, sem
fjallar um fiskveiðar, vil ég
þakfca ráðherranum frá íslandi
fyrir hans vel grunduðu
(thougthful) ræðu“. Síðar í
ræðu sinni sagði Mr. Johnson:
„Ráðherrann nefndi fæðumagn-
ið í úthafinu fyrir ströndum
okkar. Ég tilheyri þjóð, sem á
stóran úthafsflota. Við eigum
150 skip, sem eru 80 metralöng.
Ráðherranm vill áskilja íslenzk
um fiskimönnum veiðirétt í haf-
inu umhverfis land hans. Ég áfell
ist hann ekki. 9ó prs. af tekjum
þjóðarinnar koma frá fiskveið-
um. Við verðum að fallast á
þetta (accept this) vegna fs-
lands og margra annarira þjóða,
sem eru minni en við sjálifir —
minni en Bretlamd, minni en
Vestur Þýzkaland og Sovétsam-
veldið, sem sinna öðrum störfum
og eiga aðrar auðlindir." Þá
lýsti Mr. Johnson að hann vildi
sækja sjávaraflann, sem stöðugt
yrði meiri þörf á til suður Atl-
antshafs og Indlandshafs. Af öðr
um orðum Mr. Johnsons kom
fram, að hanin hafði mjög í huga
hættumar af því að sækja hing-
að norður á bóginn, og taldi
brýna nauðsyn á að búa betur
að brezkum sjómönnum en hing-
að til hefur verið gert. í huga
hans velkjast auðsjáanlega
margar ólíkar ástæður. En Ijóst
er, að ef málið hefði verið tekið
upp af fslendinga hálfu með hót-
unum um ólögmæta valdbeit-
inigu og yfirlýsingu um að al-
þjóðalög yrðu að engu höfð, þá
hefðu undiirtektir þessa brezka
ráðamanns orðið allt aðrar. Nú
fer því fjarri að ummæli, jafnvel
slíks áhrifamanns eins, leysi mál-
ið. Eftir er löng og tvísýn við-
ureign. En enginn efi er á, að
rétt er stefnt og rétt hefur hing-
að til verið að farið.
Farsæll
stjórnarferill
Tage Erlander er um þessar
mundir að láta af störfum eftir
23 ára látlausa stjórnarforystu í
og roskinn stjórnmálamann,
Svíþjóð. Þegar Erlander tók við
forystu flokks síns og þar með
forsætisráðherraembættinu, var
hann lítt þekktur en valinn í
harðri samkeppni við reyndan
Gustav Möller, er getið hafði
sér gott orð fyrir forystu um
enduirbætur á félagsmálalöggjöf
Svía. Erlander var' þá að vísu
orðinn ráðherra en tiltölulega
nýlega og gengdi enn embætti
án stjórnardeildar. Hann hafði
orð á sér fyrir að hafa verið
einskonar „eilífðarstúdent“ á
æskuárum. Jafnvel löngu síðar
var honum fundið til foráttu, að
á honum væri of mikill stúden'ta
blær, sem m.a. hefði lýst sér í
því, að hann einhvern tíma í sam
kvæmi hefði stigið upp á stól og
sungið þar hástöfum. Þá varð
hann og fyrir því, að af honum
voru birtar myndir stuttklædd
um, og var í sumar einhver
þeirra tekin upp að nýju af því
tilefni, að eitthverf norskt blað
hafði birt mynd af Borten, for-
sætisráðherra Noregs, þar sem
hann virtist vera á nærbuxun-
um. Kotungshátturinn, sem lýsir
sér í því að hafa slíkar „ávirð-
ingar“ •— ef ávirðingar skyldi
kalla — á lofti, reyndist þó
hvorugum, Erlander né Borten
til tjóns. Báðir njóta viðurkenn-
ingar sem ágætir stjómendur,
Borten raunar umdeildari enn
þar sem hann stendur í miðri
baráttu, en Erlander nú viður-
kennduir af öllum. ESitt helzta
andstöðublað Erlanders gat þess
fyrir skömmu, að ekki væri um
það að villast, að hin síðustu 23
ár hefði verið einn mesti fram-
faratíimii í allri Svíþjóðarsögu, og
væri það mjög að verðleikum að
kenna það tímabil við Erlander.
„Kúnni ekki
slátrað“
Þetta viðurkenmdi blaðið, þó
að það væri ósammála Erland-
er að meginstefnu. Þá var einn-
ig vakin athygM á því, að þótt
annað kynni að virðast eftir á,
þá færi því fjarri, að Erlander
og flokkur hans hafi verið á sam
felldri sigurgöngu allt þetta
tímabil. Flokkurinn hafi þvert á
móti lengst af verið í minni-
hluta, bæði á þingi og á meðal
kjósenda. Erlander hafi oft orð-
ið að semja við andstæðinga
sína til að halda velli, og kom-
ið hafi fyrir að flokkur hans
hafi goldið afbroð í kosningum.
Svo var t.d. í sveitarstjórnar-
kosningum haustið 1966. Þá
hafði Erlander haft í huga að
draga sig í hlé frá forystunni en
hætti við það vegna þess, að
hann vildi ekki láta líta svo út
sem hanin væri að yfirgefa
sökkvandi skip. Raunin varð og
sú, að tveimur árum síðar vann
flokkur hans einn sinn frægasta
sigur, og hefur nú hreinan
meirihluta á þingi. Þannig er ei
lífur öldugangur í stjórnmálum
lýðfrjálsra landa. Eðlilegt er, að
menn um þessar mundir velti því
fyrir sér hvað það sé, sem mestu
hefur ráðið um að stefna Erland-
ers 'hefur reynzt honum sjálfum,
flokki hans og þjóðinni allri svo
heilladrjúg sem raun ber vitni.
Et.v. hefur Halldór Laxness lýst
þessu einna bezt í Skáldatíma
sínum, þegar hann segir:
„í löndum eina og til dæmis
Svíþjóð hefur „kapitalismi" um
langt skeið verið arðnýttur af
sósíalistastjórninni til eflingar
almennri velgengni í landinu:
kúnni er ekki slátrað í soðið held
ur haldið mátulega feitri svo
hún mjólki.“
Frábærlega
vel gefinn
Nú reynir á hvort eftirmaður
Erlanders hefur þennan sama
skilning. Allir viðurkenna, að
Olof Palme sé frábærlega vel
gefinn maður. En hann er sagð-
ur harður í horn að taka og
óvæginn. Þó að hann væri kos-
inn einum rómi sem formaður
flokksins, þá er vitað, að styrk
sinn sækir hann einkum til
hi'nn-a róttækari vimsitri afla, sem
krefjast mun meiri ríkisafskipta
og þjóðnýtingairbrölts en Ér-
lander hefur viljað fallast á.
Sumir segja, að róttækni Palm-
es slkýrist að ndkkru af því, að
hanin hafi viljað veiða kjósend-
ur frá kommúnistum og öðrum
á hinum yzta vinstri kanti. Frá-
leitt sé hins vegar að hann láti
það fólk ráða stefnunni, enda sé
hann mun hógværari hina síð-
ari mánuði, efltir að formanns-
kjör hans var tryggt. Þá er kom
ið á daginn, að hann vill nú síð-
ur en svo láta telja sig sérstak-
an fjandmann Bandaríkjanna,
eins og ýmsir hafa himgað til
haldið. Þvert á móti er nú
kappkostað að sýna fram á, að
Palme þekki Bandaríkiin flest-
um Svíum betur, og skoðanir
hans séu, þegar að er gáð, mjög
í samræmi við það, sem hinir
róttækari Bandaríkjamenn sjálf
ir haldi fnarn. Enda hafi Palme
ekki siður mótmælt valdbeitingu
Sovétmanna í Austur-Evrópu en
Víetnamferli Bandaríkjamanna.
Og þarf raunar býsna mikla
blindu á staðreyndir til að jafna
saman innrás Sovétmanna í
Tékkóslóvakíu og aðstoð Banda
ríkjamanna við þá, sem verjast
vilja innrás Norður-Vietnama 1
Suður-Vietnam, hvernig sem
menn meta þau mál að öðru
leyti. Reynslan ein fær úr þvi
skorið, hvað í huga Palmes raum
verulega býr, en víst er að hing-
að til hafa andstæðingar hans
í Svíþjóð sagt, að Verkamanna-
flokkurinn gæti vart kosið ann-
an, sem líklegri væri til að afla
andsflæðingunum fylgis en hann.
Hvað sem um það er, þá er Olof
Palme einn þeirra, sem menn
skiptast mjög í flokka um, eru
ýmist eindregnir með honum eða
eindregnir á móti.
Litlu verður
Vöggur feginn
Páll Líndal, borgarlögmaður,
skrifaði fyrir skemmstu snagg-
aralega grein hér í blaðið til
andmæla ummælum Reykjavík-
urbréfls um ritsmíð Björns Th.
Björnssonar í bókinni „Reykja-
vík“. Skrif Páls hefur vakið
mikinn fögnuð í herbúðum Tím-
ans, og birtir Þ.Þ. drjúgan hluta
þess í blaði sínu, hinn 7. okt. og
klikkir út með þessum orðum:
„í framhaldi af þessu, rekur
Páll Líndal svo aðfinnslur bréf-
ritarans og sýnir hversu fáránleg
flestar þeirra eru. Þiað er langt
síðan greinarhöfluindur heflur fleng
ið jafn rækilega og maldiega hiirt
ingu og bréfritari Mbl. hjá Páli
Líndal."
Greinilegt er að Páll Líndal
hefur unnið góðverk með því að
gleðja Þ.Þ., sem ekki virðist
njóta nvikillar ánægju um þess-
ar mundir. Verra er að grein
Páls virðist spretta af sárindum
þess mæta manns yfir, að bent
skuli hafa verið á veilur í bók,
sem hann hafði tekið að sér að
lesa yfir. En hroðvirkni og rang
færslur verða ekki afsakaðar né
réttlættar með því að gegn mað-
ur hafi látið þegjandi fram hjá
sér fara. Ef athugasemdir Páls
Líndals eru bornar saman við
aðfinninigar Reykjavíkurbréfs
sézt, að þær aðfinningar standa
óhaggaðar eftir sem áður. Um
sumt af því, sem að var fundið,
var berum orðum framtekið og
áherzla á það lögð, að þar væri
um álitamál að ræða. Það, sem
að var fundið, var, að óvissum
getgátum var slegið föstum sem
óhagganlegum staðreyndum.
Slíkt er ekki heimilt, jafnvel þó
að í stuttri yfirlitsgrein sé gert.
Sagnfræðingar verða að halda
sér við staðreyndir og greina á
milli þeirra og getgátna. Þar um
breytir enigu, þó að einhverjir
aðriir séu frumhöfundar þessara
getgátna, en s>á, er síðar telur
þær upp sem öruggar staðreynd
ir. Því miður er margt fleira
vaflasamt við ritsmíð Björns Th.
Björnssonar en í Reykjavíkur-
bréfi var talið. Verra er, að
sannanlega rangt er farið
með sumar þýðingarmiklar stað-
reyndir. Enn verra þó, að frá-
sögnin öll mótast af röngum
söguskilningi, annarsvegar úr-
eltum marxisma og hinsvegair
missögnum af skaðsemi Dana-
stjórnar á fslandi. Þetta eru óneit
anlega lýti á fallegri og skemmti
legri bók, svo mikil lýti, að um
þau má ekki þegja. En enginn
skyldi halda það einbera tilvilj-
un, að það fær Þ. Þ. Tímans sér-
stakrar gleði, að því skuli hald-
ið fram af mætum manni, að því-
lík bókarlýti skipti emgu máM.
Þarna er um það að ræða, hvort
þola eigi í sagnfræði samsikonar
subbusikap um meðferð stað-
reynda, sem um of er tíðkaður
í íslenákri blaðamennsíku.