Morgunblaðið - 17.10.1969, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.10.1969, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1069 23 VILJUM VID? - Ávarp til 18. Landsfundar Sjúlfstæðisflokksins fró stjórn Snmbonds ungra Sjálfstæðismnnnn UNGIR Sjálfstæðisimenn hafa margoft á síðustu mánuðum og misserum sett fram gagnrýni á starf og skipulag Sjálfstæðisflokksins, sem og stjórn- mál almennt. Sú gagnrýni hefur eflaust ekki náð til eyma fjöldans nerna að takmörkuðu leyti, og mætt tortryggni og skilningsleysi annarra. Gagn- rýni þessi er ekki sett fram sem ásökun eða vantraust á forystu Sjálf- stæðisflokksdns, heldur með því hugarfari að efla flokkinn og gera honum kleift að aðlaga sig viðhorfum þeirrar kynslóðar, sem við þessu þjóð- félagi á að taka. En að hverju beinist gagnrýnin? Hvað viljum við raunverulega? í tillögum okkar endurspeglast sú útbreidda og réttmæfa skoðun, að auka eigi þátttöku fjöldans í stjórnmálum, ábyrgð bans og áhrif, á kostn- að flokksræðis og þess valds, sem of fámennir hópar innan flokkanna hafa. Með því eflast lýðræðislegir stjómarhættir. Við viljum að vandamál og verkefni skuli meðhöndluð og afgreidd án tillits til hagsmuna einstakra flokka eða flokksmanna, hvar sem þeir standa. Við viljum endurskoða vandamálin í ljósi þekkingar og staðreynda, en ekki í skjóli pólitískrar samtryggingar núverandi stjómmálaflokka. Við viljum að ríkisbáknið verði gert einfaldara í sniðum og fljót- virkara í störfum og fjölmörg verkefni ríkisins fiengin einstaklingum og félögum. Við viljum auka svigrúm- einstaklinga og félaga á kostnað yfirþyrm- andi nefndafargans og ábyrgðarskorts hins opinbera. Og síðast en ekki sízt viljum við virkja þekkingu og tækni nútímams í þágu atvinnuvega og þjóðfélagsins í heild, í stórauknum mæli frá því sem nú er. ÞETTA VILJUM VIÐ OG MARGT FLEIRA. Og einmitt af því að við viljum Sjálfstæðisflokknum vel og teljum hann þann homistein, sem byggjandi sé á, leggjum við á það ríka áherzlu, að flokkurinn, flokksmenn og forysta hans öðlist skilning á þessum skoðunum, þessum tímans straumi. Við þeir yngri þykjumst finna hjá jafnöldrum okkar aukinn áhuga á stjórnmálum og skilning á þýðingu lýðræðisins. En á sama tíma mega flokkarnir ekki þrengjast og þeir hópar, sem innan þeirra starfa. Koma þarf í veg fyrir slíka þróun og virkja þarf þann áhuga og þamn vilja til beinnar þátttöku í uppbyggingu í landinu, sem tvímælalaust er fyrir hendi. Sjálfstæðisflokknum ber að nýta þenman áhuga, ekki eingöngu flokksins vegna, heldur þeirrar ábyrgðar, sem á honum hvílir, sem stærsta og öflugasta stjómmálaflokki hins íslenzka lýðveldis. Ungir Sjálfstæðismenn hvetja alla landisfundarfulltrúa til að kynna sér nefndar hugmyndir og tillögur með það fyrir augum, að þessar sömu skoðanir og viðhorf hafi áhrif á stefnumótum Sjálfstæðisflokksins. Stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna. - SLATURHUS Framhald af bls. 21 snjóriim ofan í iheyin og yfir kindurnar. Og nú er aðsúknin svo milkil að koma dilkunum að hér, því hagi er dkíki til heima fyrir lömbin, sem Ikomin eru af fjalli, og þau eru fil'jót að léttast þegar þannig er. Hvort þeir fella meira en venjulega? Já, ég geri ráð fyrir að hér verði slátrað fleiru en nokikru sinni síðan nið urskurðarárið. í Vílk er slátrað fé úr Skaftár- tungum, Áilftaveri, Dyrhóla- hreppi og Hvolhreppi. Sam- kvaemt áætlun yerður slátrað þar 12900 fjár, en Ólafur taldi að far ið yrði langt fram úr þeirri tölu, fyrst svona fór með síðustu hey in, sem bændur voru að keppast við að reyna að ná inn, þegar snjórinn kom ofan í. En datg- slátrun er 550 fjár. Slátrið fer daglega til Reykjavíkur og (kjöt- ið l'ílka, eftir að búið er að frysta það. Frystigeymslan getur aðeinis tekið 40—50 tonn af kjöti í einu. Nú er í fyrsta Skipti slátrað þarna fyrir erlendan mankað, þ.e. Grikkilandsmalkað, og er það heldur seinlegra, segir Ólafur, þvi þá þarf að vigta kjötið og halda því sér, kljúfa bringuna og hafa sérstakan stimpil á pok unum. Sliáturhúsið í Vílk var byggt 1956. — Það er mjög þægilegt fyr ir þenrnan fjölda, segir Ólafur, en ég býst við að það yrði kannsíki með eitthvað öðru sniði ef það væri byggt í dag. 34 Nýjar fláningsbrautir reyndar í Rangárvallasýslu er slátr- að á 'Hdllu og í Djúpadal. Er kjöt ið ifrá báðum stöðuim flutt í frysti hús, sem Sláturfélag Suðurlands á með Kaupfélagi Ranigæinga á Hvolsvelli. En Okkur var sagt, að fyrirhugað væri að byggja slát urhús á Hvolsvelli. Á Hellu er sláturhússtjóri Jón Egillsson, bóndi á Selalæk. Jón segist hafa byrjað slátrun 17. september í ár og sé slátrað á Hellu 900 fjár á dag. Samfcvæmt áætluninni verði heildarslátrun in rúm 30 þúsund. En hún var gerð snemima í september, á sú tala eftir að haökka, því að marg- ir eru illa staddir með hey þar um dlóðir. í bili eru aðeins tekin lö'mbin. Margir bændurnir töl- uðu um að láta þau öll, en hitt Jón Þorgilsson, oddvita og sláturhússtjóra á Hellu, liittum við utan við sláturhúsið þar væri ósýnt. Fallþungi er rýrari en í fyrra, segir Jón. Lömbin bæta ekfci við sig í svona tíðar- fari, gott ef þau halda holdum. í byrjun sláturtíðarinnar kom ó tíð þama sem annars staðar. — Grænfóður eyðilagðist og hag- laust var á túnum af snjó í nofclkra daga. I>á vildu menn slátra örar en hægt var á Hellu. Kveðst Jón þá hafa sent nokkra bíla með fé til Selfoss. Stærri gláturhús eru í Árnessýslu, svo hann kvaðst ‘hafa tekið þetta ráð. Eðlilega var mi'kið sótt á, segir hann. Slátur'húsið á Hellu tekur fé úr Vestur-Rangárvallasýslu og noikfc uð til að létta á Austursýslunni. Þar hefur verið slátrað síðan 1940, þegar húsið var fyrst byggt. En síðan hefur verið bætt við það. Það er þó orðið þetta gamalt og það segir sína sögu, segir Jón, þegar við spyrjum hann um að stæður. Þarna vinna 70 manns, allt fóllk úr sýslunni, og svefn- skálar og mötuneyti er til fyrir þá, sem vilja búa á staðnum. Ný fláningsbraut er 'komin frá Noregi, og ikanna á hvort hún hentar aðstæðum. Sænska braut in er reynd á Selfossi, sú norska á Hellu, og fæst þá samanburð- ur og reynsla af þessum aðferð- um. Við göngum í gegnum húsið og hittum m.a. Karl Kortsson dýralækni, sem er önnum kafinn við að stimpla slkrókka. Nú er í fyrsta Skipti verið að verka fyrir Gri'kklandsmankað og hann segir okkur að þá megi hver sfcrökkur efcfci vera þyngri en 16,5 kg. — Grikkir vilja ekki feitara kjöt, líklega vegna þess að þeir mat- reiða mikið með glóðarsteikimgu og þá vill fitan lefca niður í eld inn og koma af eldtungur, sem læsa sig upp í kjötið. Einnig þurfa nýrnakirtlarnir að fylgja skrofcfcnum, því dýralæfcnar er- lendis nota þá til rannsðknar, útskýrir Karl Kortsson fyrir oikk ur. Auk þess sem 'kaupendur vilja bringuna klofna. Elzta sláturhúsið í Djúpadal Það er stuttur spölur frá Hellu í næsta sláturhús SS, í Djúpadal, þar sem hefur farið fram slátrun í 45 ár. Húsið hef- ur þó verið endurbyggt og stælkk að, en er enn á sama grunni. Upþhaflega komu samtöfc manna í sýslumni af stað slátruin þarna undir forystu Björgvina sýslu- manns, sem hafði áður byrjað eitt haust að slátra hei/ma á Efira Hvoli. En fljótlega tðk Slátur- félag Suðurlands við, útskýrir sláturhússtjórinn, Ámi Sæmunds som, bóndi í Stóru Mörlk. Sjálfur hefur hann stjórnað þarna í 30 ár, en á undan honum var Páll Björgviru»on, sonur sýslumanns, sláturhúsistjóri í 15 ár. í Djúpadal er slátrað fé úr aust ur hluta Rangárvallasýslu, þ.e. úr báðum Eyjafjallahreppunum, Landeyjahreppi, Fljótshlíð, Hvol hreppi og hluta af Rangárvöll- um. Og er áætlun um að slátra í ár 24—25 þúsund fjár. Fleira er ekfci í þeirri áætlun. En eftir er að heyja mifcið fyrir féð, því að til eru bæði óslegin tún og engi og margir eiga flatt hey. Verði það ekfci hægt, verður áreiðan- lega Slátrað mun fleira fé. Enn er því óséð hve mikið þanf að fella, og gildir það sama um kindur og stórgripi, segir Árni. Þegar Árni byrjaði þessi störf fyrir 30 árum, var enn farið með fé í sláturhús í Reýkjavílk og var þá slátrað 1400 kindum í Djúpa- dal. En síðan farið var að taka allt til slátrunar heíma, hefur slátrun vaxið um helming. Þó efcfci sé langt síðan sláturhúsið var endurbætt síðast, þá er það of lítið og fullnægir efclki kröfum tímans. Slátrun tekur lífca of langan tírna fyrir bændur. Kjöt þarf að flytja 5 ikm leið í fryst- ingu. Þess vegna eru til komin á formin um nýtt hús í nánd við frystihúsið á Hvolsvelli Árni segir ofclkur, að í Noregi sé kjöt ið látið beint í frysti, án þess að að kæla það fyrst. En hér er sið ur að láta það kólna ýfir nótt og frysta daginn eftir. En það er verst með þessi sláturhús, segir Árni, að þau eru notuð tvo mán- uði á ári og erfitt að nýta hús- næðið til nofckurs annars. Og kröfurnar fara alltaf vaxandi. Áður var efckert hugsað um út- flutning á kjöti hér Sunnanlands. Reyfcjavíikurmarikaðurinn tók það allt. En alltaf eýkst það, sem selja þarf utanlands og þá verð ur að uppfylla þær kröfur, sem þar eru gerðar, og vanda útflutn ingisvöruna eins mifcið og hægt er, í haust var byrjað á nýrri flán ingsaðferð í húsinu í Djúpadal, svdkallaðri hringfláningu. En slík fláningaraðferð hafur áður verið notuð hér á landi. Sagði Árni að þetta gengi vel hjá hon um, sé bæði hreinlegra og betra. En fláning er alltaf miikið vanda venk. Olafur Guðmundsson í Hellna túni situr og skrifar inn í fjár- bókina, þegar við göngum um sláturhúsið. Eflðki kveðst hann þó sýnist hún í lægra lagi. Vorið kom seint og efcki var milkið uim sólslkin í sumar, svo von er að dillkarnir hafi þrifizt heldur illa. í heimahreppi Ólafs, Ásahreppi, var heyskapur langt fyrir neðan meðallag. Þar verður áreiðanlega gengið annað hvort á ær eða kýr stofninn, sagði hann. En þetta er allt óútséð. Beðið eftir að sjá hvað kemur út úr lofuðum iánum. I Djúpadal vinna 60 manns við Slátrunina, og búa flestir á staðn um í bragga. Þarna er milkið af hlæjandi kvenfólk við störf, en þær segja lítið, snúa sér margar undan, ef þær eru ávarpaðar. Svona bljúgar stúllkur eru þá enn til! Þó segir ein þeirra Oklk- ur, að þarna sé ágætt að vera, þar séu beztu „krafcfcar". — Á kvöldin sé spilað, horft á sjón- varp og hlustað á útvarp og sé þetta góð tilbreyting að búa í svona stórum hóp í ndklkrar vilk ur að haustinu. Það hlýtur lí'ka að vera. I hverri sýslu frá Kirkj ubæjar klaustri að Selfossi höfum við séð fóík úr sveitunum að störf- um við slátrun. Þar er rösklega telkið til hendi og starfað í hóp- vinnu, þar sem hver tekur við af öðrum. En þó mikið sé að gera, er þó farið í mat og kaffi, og sjálfsagt ber margt á góma í kátuim hópi. Guðlaugur Jónsson (til hægri) hætti í haust verkstjóm við slát urhús SS í Vík eftir 28 ár og við tók nýr sláturhússtjóri, Óiafur Sigursveinsson (til vinstri). — Milli þeirra situr barnabam Guð laugs, Sigfús Guðmundsson, strax byrjaður að sniglast í slátur- húsinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.