Morgunblaðið - 21.10.1969, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 196»
- FJÁRLAGARÆÐA
Framhald af bls. 19
eð þróun Háskólans hefirr ekld
orðið í samræmi við þá áætlun.
Hefur raunar áætluninni nú þeg
ar verið breytt varðandi lækna
deiidina, en þar hefur ríkis-
stjórnin fallizt á nýja og að því
er virðist mjög vönd<uglega
unna áætlun læknadeildar um
endurskipulagningu læknisfræði
námsins. Mun sú endurskipu-
lagning að vísu ekki á næsta árin
hafa í för með sér nema tæplega
einnar millj. kr. kostnaðarauka,
en mun smám saman á sex árum
valda kostnaðarauka er nemur
rúmum 5 millj. kr. Þá hef-
ur þurft einnig að efla hina
nýju náttúrufræðideild vegna
auikinnar aðsóknar að þeirri
deild og í athugun hefur verið
að taka nú þegar í vetur upp
kennslu í þjóðfélagsfræðum og
stjórnsýslu við núverandi deild
ir Háskólans. Það er ljóst, að á
næstu árum verðúr stórlega að
auka bæði húsrými Háskólans
og kennslukrafta og taka upp
nýjar kennslugreinar þar eð
gert er ráð fyrir, að á næstu
fimm áruim tvöfaldist tala há-
skólastúdenta og verði 1975 um
2.500, en nái hámarki árið 1980
og verði þá orðin 4.500. Gefur
auga leið, hversu stórfelldra ráð
stafana og fjárútláta er þörf til
þess að mæta þessum vanda. Aft
ur á móti hefir sú nemendaaukn-
ingarbylgja, sem í nánustu fram
tíð gengur yfir menntaskóla og
háskóla náð hámarki nú á
skyldunámsaldrinum og nem-
endafjölgun vegna aukinnar
námsþátttöku árganga sem næst
náð hámarki eiranig. Haustið
1971 fjölgar 7—14 ára bömum
aðeins um 300, hauistið 1972 um
100 og síðan fækkar börnum á
þessum aldri frá og með 1975 og
má reikna með um það bil 600
barna fækkun árlega til 1980.
Bygging barnaskóla ætti því
ekki að vera vandámál næsta
áratuginn. Ámagarður verður
tekinn til notkunar við Háskól-
ann í haust og bætist þá við
verulegt nýtt húsrými. Endanleg
ar ákvarðanir hafa að öðm leyti
ekki verið teknar um byggingar
Hásfkólans næstu árin og verður
væntamlega sett á laggimar ráð
gefandi nefnd um timasetningu
og röðun þessara framíkvæmda.
Er ljóst, að Happdrætti Háskól-
ans megnar ekki lengur að
standa undir kostnaði við bygg-
ingar háskólans og því verða að
koma til bein ríkisframlög. Fjár
veitingar í þessu skyni hafa þó
ekki verið teknar í fjárlaga-
frumvarp fyrir árið 1970, enda
lágu tillögur háskólanefndar
ekki fyrir, þegar géngið var firá
fjárlagafrumvarpinu, en hins
vegar er gert ráð fyrir því í
drögum þeim að framkvæmdaá-
ætlun ársins 1970, sem fylgja
fjárlagafrumvarpinu, að aflað
verði 30 millj. kr. á árinu til
bygginga í þágu Háskólans.
Raftœknideild
við Tœkniskólann
Þá hefur ríkisstjórnin sam-
þykkt að stofna nýja deild við
Tækniskólann, raftæknideild, og
vafalaust má gera ráð fyrir,
bæði aukningu og endurskipu-
lagningu á ýmsum greinum
tæknináms. Framlög tii iðnskóla
og héraðsskóla hækka nokkuð
og framlag til Lánasjóðs ís-
lenzkra námsmanna hækkar um
11,7 millj. kr. og er þá miðað
við námsmannfjölgun og kostn-
aðraauka samkvæmt verðlags-
hækkunum, auk áframhalds á
þeirri aukningu lána, sem byrj-
að var á á yfirstandandi ári.
Skólakostnaðarlögin
Til framkvæmda kom á þessu
ári sú stöðlun skólahúsnæðis,
sem nýju skólakostnaðarlögin
■gera ráð fyrir og jákvæðast
verður að telja í þeim lögum.
Kom í ljós við athugun, að skóla
byggingar víðs vegar um land
hafa reynzt mjög mismunandi
dýrar. Hefur verið reynt að
meta þau mál raunhæft og hygg
ég, að eðlileg kostnaðartala á
cubic-metra hafi verið ákveð-
in, því að sannanlega hefur
reynzt auðið að byggja gott
skólahúsnæði innan þeirra
kostnaðarmarka, en hins vegar
verða sum sveitarfélög annað
hvort að greiða haerri kostnað-
arhluta sjálf eða þá að leggja
sig fram um að byggja ódýrar
skólahúsnæði. Og að því marki
var einmitt stefnt með nefndu
lagaákvæði. Aftur á móti hafa
fleiri vandkvæði komið í ljós í
sambandi við reksturskostnaðar
ákvæði skólakostnaðarlaganna.
Reynt hefur verið að fylgja
þeirri meginreglu, að þótt ýms-
um kostmaðarliðum sé nú skipt
með öðrum hætti milli ríkis og
sveitarfélaga en áður, þá verði
heildarkostnaðarhlutdeild hvors
aðila svipuð og samkvæmt hin-
um eldri lögum. Hafa þó sveitar-
félögin saimkvaamt nýju löguin-
um tvímælalaust fengið ýmis
hlunnindi og meðal annars er
það þeim mikils virði að fá nú
skólakostnaðarhlutdeild ríkis-
sjóðs greidda mun hraðar en áð-
ur var.
Löggœzla efld á
Keflavíkurflugvelli
Utanríkisráðuneytið og kostn-
aður við utanríkisþjónustu
hækkar samtals um 8,9 millj.
nettó, og er þar um eðlilegar
hækkanir að ræða. Fjölgað hef-
ur um 2 starfsmenn í ráðuneyt-
inu vegna samkomulags fjár
málaráðuneytisins og utanríkis-
ráðuneytisins um starfsmanna-
fjölda sendiráðanna. Þá hef-
ur einnig reynzt óumflýjanlegt
að fallast á að bæta við 3 lÖg-
regluþjónum á Keflavíkurflug-
velli í stað þess að þar hefur
oft verið rætt um möguleika til
spamaðar. Með þessu er ekki
sagt, að sá möguleiki sé ekki til
staðar með allvíðtækri endur-
skipulagningu löggæzlunnar á
fluigveilinum og nærliggjandi
byggðarlögum, en það mál er nú
einmitt til athugunar hjá undir-
nefnd fjárveitinganefndar og
hagsýslustofnuninni, en þessi
fjölgun löggæzlumanna nú í
sumar var óumflýjanleg vegna
óhæfilegrar ásóknar íslendinga
að vissum skemmtistöðum á flug
vallarsvæðinu, sem fullkunnugt
er af blaðaskrifum. Engin til-
laga er gerð í fjárlagafrumvarp
inu firemur en í fjárlögum yfir-
standandi árs um endurskipu-
lagningu sendiráða eða fækkun
þeirra. Er orsökin sú sama og
ég tilgreindi við framlagningu
síðustu fjárlaga, að sérstök
nefnd, skipuð fulltrúum allra
þingflokka hefur haft það mál
til athugunar, og hefir nefnd
þessi nú endanlega lokið störf-
um og skilað frumvarpi um ut-
anríkisþjónustuna, sem lagt hef-
ir verið fyrir Alþingi. Þar er að
vísu ekki að finna ákveðnar til-
lögur um tölu eða staðsetningu
sendiráða, en ég vona að ein-
hver vísbending komi fram um
það efni undir meðferð málsins.
30 milljóna hœkkun
á útflutningsbótum
landbúnaðarins
Fullnægt er á þesisu ári fyrir-
mælum laga um framlög til fram
leiðnisjóðs landbúnaðarins, 10
millj. kr., og framlag vegina sér-
stakrar aðstoðar við ræktun, 5
millj. kr, Falla því þessi framlög
n,ið*uir úr fj'áirlaigafnuimvarpiiniu nú.
Hins vegar er um að ræða veru
legar hækkanir á öðrum fram-
lögum til landbúnaðarins og veg
ur þar mest 30 millj. kr. hækkiun
é útflutrringsuppbótum, miðað við
núgildandi verðlag landbúnaðar
afurða, og jafnframt hefur ekki
þótt varlegt annað en gera ráð
fyrir 8 millj. kr. hækkuin á jarð-
ræktartr.amlögium, miðað við þær
geysimiklu jarðræfctarfram-
kvæmdir, sem urðu á næst íiðnu
ári og leitt hafa til mikilla um-
framgreiðslna á fjárveitingum í
þessu skyni í fjárlögum yfirstand
andi árs. Þá er gert ráð fyrir, að
framlengd verðd lagaókvæði um
7,5 millj. kr. skerðingu framlaga
til nýbýla, þar eð aðstaða sýnist
ekki vena breytt á þvi sviði.
Þess má geta, sem er mjög mikil-
vægt fyTÍr bændur, að ríkissjóð-
ur hefur tekið á sig að greiða.
lán, sem tekið var til bráða-
birgða í Seðlabankanum vegna
gengistaps Áburðarsölu níkisins,
sem nam um 40 millj. kr. í sam-
bandi við jarðræktarframlögin
vil ég endurtaka það, sem ég
gerði í fjárlagaræðunni s.l, haust
að ég tel óumflýjaMtegt ammað «n
taka til emdurskoðúnar með hlið
sjón af bneyttum aðstæðum og
nýrri tækni ýmsa jarðræktar-
styrki. Hefur lamdbúnaðarráð-
•herra fallizt á að taka þau mál
til heildarendurskoðunar.
Enn eitt harðindaár hefur nú
herjað á bændastétt landsins,
þótt nú sé það í öðrum lands-
hlutum en undanfarin tvö ár.
Engimn veit enn til hlítar, hversu
stórt vandamál hér er um að
ræða, og því miður er það vafa-
laust ekki leysanlegt nema að
nokkru ieyti, enda þótt nægilegt
fjármagn væri til staðar. í fjár-
fjárlagafrv. eru af eðlilegúm
ástæðum eikki gerðar neinar til-
lögur um úrbætur á þessum
vanda, þvi að í byrjun ssptember
var eiklfci vitað, hvað sá vandi
yrði miikill, en unnið hefúr verið
að könnum vandamálsins af Harð
ærisnefnd, sam landbúnaðarráð
herra skipaði, og m-un málið
koma til kasta Alþingis í ein-
hverju formi eftir að ríkisistjórn
in hefur athugað niðurstöðúr
nefndarinnar.
Mjög aukin tramlög
til hafrannsókna
Á sviði sjávarútvegsmála er
um miklar hækkanir að ræða
vegna hafrannsókna. Fyrst og
fremst 28 millj. kr. aukin útgjöld
vegna framlags til byggingar-
sjóðs hafrannsóknaskips og jafn
framt hæfckar framlag til Haf-
rannsóknastofnunarinnar um
tæpar 10 millj. kr., fyrst og
fremst vegna reikstrar þessa nýja
skips, sem vætanlegt er til lands
ins á miðju ári. Er þá jafnframt
gert ráð fyrir því, að úr nótfcun
verði tekið það skip, sem til
þessa hefur unnið að hafrann-
sóknum. Hið nýja skip mun
verða með þeim fuJJkommusbu á
því sviði. Ekki er lagt til að taika
upp að nýju neitt framlag til
Fisikv'eiðasjóðs, þó að þess væri
vitaniega nauðsyn vegna mikill-
ar fjárþarfar sjóðisins, en án nýrr
ar tekjuöflumar fyrir ríkissjóð er
þess ekki kostur.
Fiskveiðasjóði úfveg-
að aukið tjármagn
Það skal þó skýrt tekið fram,
að gerðar verða ráðistafanir til
þess að afla Fiskveiðasjóði á
næsta ári nægilegs fjármagns til
þess að standa straum af skuld-
bindingum sínum og t'il þess að
greiða með viðunandi hætti fyrir
skipasmíðum, en efling skipasmíð
anna innanlainds er nú eitt af
hin.um mikilvæigusto viðfangsefn
um til þess að tryiggja atvinnu-
öryggi í landinu. f þvi samlbandi
verður þó að hafa í huga, að
ekki er nægilegt að smíða skip,
heldur verður að vera einihver
eftirspurn eftir nýjum skipum og
nýir kaupendur að vera til stað-
ar, þótt vel komi til greina að
veita skipasmíðastöðlvunuim að-
stoð til skipasmiða, þótt kaup-
enidur séu ekki fyrir hendi strax
við upphaf smíða hvers skips,
eins og nú hetfur verið ákveðið.
10 millj. kr. framlag
til afla-
tryggingasjóðs
Gert er ráð fyrir, að óbreytt
regla gildi um framlag til afla-
tryggiinigiasjóð3 á mætsita árd og
gildir í ár og mun frumvarp
verða flutt á Alþingi um nauð-
synlega breytingu á lögum sjóðe
auðið án þess að stefna afkomu
ins í þessu efni. Er þetta talið
sjóðsins í hættu, því að vitan-
lega verður hamn að geta staðið
við hinar almennu skuldbinding
ar sínar. Hins vegar gegnir sér-
stöku máli með hin nýju útjgjöld,
sem á sjóðinn lögðust snemma
á þessu ári vegna samrúnga um
hlutdeild sjóðsins í greiðslu fæð
iskostnaðar skipverja á fiskiskip
um. Var við þá samningsgerð
gert ráð fyrir sérstakri fjáröflun
til sjóðsins til að standa straum
af þessu.m útgjöldum og talið, að
10—15 millj. kr. myndi á skorta
til þess að ná saman endum. Er
lagt til í fjárlaga'fruimvarpiniú nú
að veitt verði sérstakt aukafram
lag, 10 millj. kr. til Aflatrygg-
ingasjóðs í þessu skyni, en hins
veigar sýna áætlanir, að horfur
eru á, að halli sjóðsins vegna
þessara nýju útgjalda muni
verða allmiklu hærri og verður
þá að gera sérstakar ráðstafanir
til þess. að afla þess fjár, svo sem
í upplhafi var gert ráð fyrir, þeg-
ar samningarnir voru gerðir.
Hœkkað framlag til
sveitarafveitna
Gengisbreytingarnar leiddu til
svo mikillar hækkunar á skuld-
um . Rafm agrus'veitna ríkisins, að
ekstrarhalli þess fyrirtækis hefði
sjáanlega orðið með öllu óvið-
ráðanlegur, ef ekki hefðú komið
til sérstakar ráðstafanir. í þessu
skyni var verðjöfnunargjald á
rafmagni hækkað um helming og
verður þó að gera margvíslegar
fleiri ráðstafanir til þess að
tryggja afkomu þessa fyrirtækis.
Af þessum sökum er allur rekstr
airgruradvöllur Rafmagnsveitna
ríkisins nú í heildarendurskoð-
un og hefir rafmagnsveitunum
verið skipuð sérstök stjórnar-
nefnd. Til þess að styrkja hag
raf ma gnsve i t n an n a væri mikil
■nauðsyn að geta dregið verulega
úr rekstri diselorkustöðva, en
þær breytingar kosta mikið fé
og því miður hafa rafmagnsveit-
urnar ekkert fé aflögu úr eigisi
rekstri til framkvæmda, heldur
verður að fjármagn.a þær fram-
kvæmdir að öllu leyti með nýj-
um lántökum. í þeiim drögum að
framkvæmdaáætlun fyrir árið
1970, sem fyligj.a fjárlagafrum-
varpinu er gert ráð fyrir að afla
rafmagnsveitum rikisins 35 m.
kr. nýrra lána ú næsta ári, að
viðbættum tollalánum. Væri án
efa þörf meira fjármagns, en hér
sem á öðrum sviðum verður að
sníða sér stakk eftir vexti og
leiðir til lánsfjáröfluinar eru nú
sem fynr mjög taikimiankiaðar.
Fnaimiliag í fjárl. t l sveitanaifvæð-
imngaTÍnnar hefur síðustu árin
verið óbreytt, sem hefur leitt til
minnkandi framkvæmda. Nauð-
synlegt er að stefna að því að
ljúka sem fyrst lagningu þeirra
veitna, þar sem meðalfjarlægð
milli býla er innan við 1,50 km.
Er því lagt til að hækka fram-
lagið til sveitarraívæðingar um 5
nrillj. kr. Þá léttir og á Orku-
sjóði, að lagt er til að taka inn
sérstaka fjárveitingu, 6,3 millj.
kr., til greiðslu á framfcvæmda-
Lánum vegna sjóðsins.
Fangelsismál
Framlög til löggæzlu hækka
um 11,2 millj. kr. og til embætta
sýslum&nna og bæjarfógeta um
samtals 7,3 millj. kr. og er hér
fyrst og frernst um launaíhækk-
anir að ræða. Hafa þá þessir lið
ir verið laskkaðir um 5 millj.
kr. í trausti þess, að frá næstu
áramótam að telja geti komið til
framkvæmda þær breytingar til
sparnaðar í lögreglumálum, sem
unnið hefuT verið að og undir-
nefnd fjárveitinganefndar hefur
mælt með, að yrðu framkvæmd-
ar. Rekstorskostn.aður landhelg-
isgæzlunnar hækkar ekki, og er
því um raunverulegan sparnað
að ræða í refcstri þeirrar stofn-
unar. Nefnd hefur fyrir nokkru
skilað áliti um endurskipulagn
iingu fangelsismála. Endanleg á-
kvörðun hefur ekki verið tekim
um fjárveitingar til framkvæmd
ar þeim tillöguim, eins og þær
liggja fyrir, en þó er gert ráð
fyrir nýjum fjárveitingum til end
urbóta í fangelsismálum. í fjár-
lögum yfirstandandi árs var veitt
fé til þess að hægt væri að flytja
fangaklefa lögreglunner í lög-
reglustöðina nýju úr Síðumúla,
og nú er lagt til að veita 2,7
millj. kr. til rekstrar almenns
fangelsis í Síðumúla. Þá er einn-
ig lagt til, að hækka framlag til
Litla-Hrauns um eina millj. kr.
með það í huga, að hægt sé að
hefjast handa utn stækkun hælis
ins.
Fyrirlestur um
fœðingurhjúlp
FUNDUR verður haldinn á veg-
um Kvenréttindafélags Íslands
n.k. miðvikudag kl. 8.30 að Hall-
veigarstöðum, niðri. Þar mun
Guðmundur Jóhannesson fæðing
ar- og kvensjúkdómalækmr við
Land pítalann flytja erindi um
nýjungar og fraimfarir í fæðing-
arhjálp.
Á þessari mynd eru þrír synir Péturs Thorsteinssonar, sendiherra,
þeir Pétur, Björgólfur og Eiríkur að sýna Luther I. Repogle, hinum
nýja sendiheirra Randaríkjanna á folandi, 30 ára gamalt hnattlíkan
í sendiráðinu í Washington. En þetta hattlíkan var framleitt fyrir
30 árnm af fyrirtæki Repogles, sem nú framleiðir um 600 þúsund
linattlíkön á ári. llnattlíkanið er enn í notkun á heimilinu, en móðir
drengjanna, frú Oddný Thorsteinsson, eignaðist hnattlíkanið, þegar
/ hún var teipa.