Morgunblaðið - 19.12.1969, Page 3

Morgunblaðið - 19.12.1969, Page 3
MOBGUNKLABIÐ, FÖSTUDAGUR 1'9. DESEMBER 1060 3 Útboð Kópavogskaupstaður óskar tilboða í sorphreinsun í hluta af bænum þar sem settar hafa verið sorpgrindur með pappírs- pokum. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu minni gegn þúsund króna skilatryggingu. Tilboð verða opnuð 5. janúar 1970 kl. 10 árdegis. BÆJARVERKFRÆÐINGUR. Fiskhúð Til leigu er fiskbúð að Sólheimum 29 hér í borg frá 15. janúar að telja. Lysthafendur leggi tilboð sín á afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 29. desember merkt: „Fiskbúð — 8049". I tilboði er ætlast til að viðkomandi geri grein fyrir aðstöðu sinni til reksturs búaðarinnar. Fyrirspurnum ekki svarað í síma. Skrifstofuhúsnœði Tvö skrifstofuherbergi óskast fyrir opinbera stofnun sem næst stjórnarráðinu. Leigist frá nk. áramótum til eins árs. Skriflegt tilboð, sem greini stað, stærð og verð á ferm. berist eigi siðar en 24. desember nk. Fjármálaráðuneytið, Fjárlaga- og hagsýslustofnun, Laugavegi 13, V. hæð. Hafnarfjörður - Hafnarfjörður Dömur athugið að mánudaginn 22. desem- ber er opið til kl. 22. Öll þjónusta veitt Klippingar, lagningar, permanent, litanir og lokkalýsingar. Hárgreiðslustofan LOKKUR Suðurgötu 21, Hafnarfirði, simi 51388. Filtteppin nýkomin i miklu litaurvnli — Gott verð Veggfóðrarinn hf. Hverfisgötu 34 - Sími 14484 TÖKUM UPP I DAG SVARTAR SÍÐAR KÁPUR — EINNIG STUTTAR PEYSUR NÝKOMIÐ ÚRVAL AR SAMKVÆMIS- KJÖLUM OG BUXUM TÖKUM UPP I DAG BINDI OG BINDA- SETT — EINNIG NÝJAR GERÐIR AF HERRAPEYSUM LOÐFÓÐRUÐU JAKKARNIR KOMNIR AFTUR I FJÖL- BREYTTU ÚRVALI, EINNIG STUTTJAKKAR ÚR SAMA EFNI TÖKUM UPP I DAG SKYRTUR — STAKAR BUXUR — FÖT OG STAKA JAKKA TÖKUM UPP I DAG ÚRVAL AF SÍÐUM PEYSUM M/RENNILAS OG HNEPPTAR HEILERMA <É> KARNABÆR TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS - TÝSGÖTU 1. ALDREI MEIRA ÚRVAL AF VÖRUM í BÁÐUM DEILDUM Opið til kl. 10 eh. Iongordag STASÍSTEIMR Útboð Fyrir skömmu kom út nýtt tölublað af „Vogum“, blaðl Sjálfstæðismanna í Kópavogi. 1 blaðinu birtist m.a. forustugrein þar sem á það er bent, að stjórn- endur Kópavogskaupstaðar hafa af einhverjum orsökum ekki séð ástæðu til að hagnýta útboð við framkvæmdir í sama mæli og nágrannasveitarfélögin. Hefur þó reynsla síðustu missera sýnt, að útboð eru mjög hagkvæm og stundum hefur munað milljónum á tilboðum og kostnaðaráætlun- um hins opinbera. Bendir því allt til þess að þetta ráðslag Framsóknarmanna og kommún- ista í Kópavogi hafi kostað bæj- arbúa milljónir ef ekki milljóna- tugi. I forustugr-ein „Voga“ seg- ir: „Reykjavikurborg og önnur nágrannasveitarfélög Kópavogs hafa að undanfömu í vaxandi máli boðið út framkvæmdir á vegum sveitarféiaganna og er það samdóma álit allra, sem til þekkja að það hafi orðið sveitar félögunum mjög hagkvæmt. Hin einstöku verk hafa orðið ódýrari á þennan hátt og unnizt a skemmri tíma heldur en þegar sveitarfélögin sáu sjálf um allar framkvæmdir. Sveitarfélögin þurfa þá ekki að binda svo og svo mikið af fjármagni sinu í dýrum vinnuvélum, sem oft og tíðum hafa ekki nægjanleg verk efni tímum saman á vegum sveit arfélaganna og verða því erfið í rekstri fjárhagslega. Á höfuðborgarsvæðinu er nú orðið mikið af dugmiklum veijk- tökum, sem eru vel búnir af fullkomnum vinnuvélum þann- ig að ástæðulaust er þess vegna fyrir sveitarfélögin að binda mik ið fjármagn í tækjum. Vélarnar eru til reiðu þegar í framkvæmd ir er ráðist.“ Stefnubreyt- ingar þörf Síðan segir í forustugrein „Voga“: „Forustumenn nágrannasveit- arfélaga Kópavogs hafa fullan skilning og góða reynslu af þvi að bjóða út framkvæmdir á veg um sveitarfélagana, en hér í Kópavogi er annað sjónarmið ráðandi hjá bæjarstjórnarmeiri- hlutanum. Hér er stefnan sú að bærinn vinni sem mest sjálfur. Bærinn eigi svo og svo mikinn tækjakost, sem eðlilega nýtist misjafnlega v-el þar sem stöðug verkefni eru ekki ávallt fyrir hendi. Þetta fyrirkomulag krj^st einnig miklu sterkari fram- kvæmdastjórnar en Kópavogur hefur átt við að búa undanfarin ár. Hér þarf að verða á grundvall- arbreyting, bærinn á að taka upp Sömu vinnubrögð og nágrann ar okkar hafa og bjóða sem mest út af sínum framkvæmd- um, þá fyrst er að vænta þess að framkvæmdafé Kópavogs- kaupstaðar nýtist í samræmi við það sem gerist í nágrannasveitar félögum okkar, en til þess er mikill munur á hve framkvæmd ir ganga hægar og eru dýrari hjá okkur. Stefnubreytingar er þörf, bjóðum út framkvæmdir á vegum bæjarins.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.