Morgunblaðið - 03.03.1970, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 03.03.1970, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1970 15 Hlóra — Lórelei ÁNÆGJULEGT var að sjá í sjónvarpi nokkrar landslags- myndir frá hinum góðkunnustu stöðum í Þýzkalandi, og kom þetta eins og nokkurt mótvægi gegn hinum sífelldu brenni- merkingum á Þjóðverjum og öllu þýzku, sem aldrei ætlar að verða lát á. Það sem þessar myndir kölluðu þó einkum fram í huga mér, var kvæðið Lórelei eftir Heine, en hann var af gyð- ingaættum. En hvort hann hef- ur veirið allskostar gyðingatrú- ar er mér ókunnugt um, og ekki ber kvæðið merki þess, nema ef vera skyldi upphafið: „Ich weiss nicht was soll es bedeuten . . . “ ,,Ég veit ekki hvað það á að merkja", sem ef til vill mætti líta á sem trúar- lega hugmynd um það, að hver atburður beri manni sérstakan boðskap. Ætla mætti að um svo frægt kvæði sem Lórelei er, hafi nú flest verið sagt, sem segja þarf, en svo er þó ekki. Fyrir nokkr- um árum sátum við saman tveir Þorsteinar, og af einhverju til- efni fórum við að tala um Lore- lei. Gat ég þá sagt nafna mínum frá nýrri málfræðiathugun varð- andi kvæðið, sem honum þótti stórlega auka gildi þess. Hjá okkur var einn af lærðustu mál- fræðingum í Noregi og lagði hann ekki til mála meðan þetta var rætt, en vel vissi ég að þögn hans þýddi að honum þótti sem málfræðiskýringin yrði ekki vé- fengd. En áður en ég vík að þeirri skýringu ætla ég að minn ast á annað úr efni kvæðisins. Skáldið er að tala um sögu frá umliðnum öldum, sem leitar fast á hann, og er það ætlun mín að hann segi það hreinlega satt, að einhvern undarlegan dapurleika hafi sett að honum, jafnframt því sem hann tók að yrkja kvæðið. Og það sem meira er: ég ætla að gamla þjóðsagan úr Rínardaln- um, sem vakti honum trega, hafi einnig verið sönn. Ég hugsa mér að veiðimaðurinn á bátnum og sýnin á fjallinu hafi hvort- tveggja átt sér sinn stað og tíma, og hef ég þær ástæður fyrir þessu sem síðar skal greint. Sér- staklega held ég að söngur gyðj unnar hafi verið sannur, og hafi fólkið í dalnum þekkt þennan söng og unnað honum, þótt hann væri óheillum blandinn og óleyfilegur eftir ríkjandi trúar- FYRSTA FLOKKS FRÁ FONIX Með einum hnappi veljið þér rétta þvottakerfið, og . . . . KiRK Centrif ugal -Wash þvaer, hitar, sýður, morgskolar og þeytivindur, eftir því sem við ó, ALLAN ÞVOTT — ÖLL EFNI, algerlega sjálfvirkt. brögðum. „Das hat eine wunder same, gewaltige Melodei . . . “ („Svo voldugt að viðstenzt engi, sitt vilfta sorgarlag" þýðdr Stein grímur, en í frumkvæðiniu er þó ekki talað um sorgarlag), finnst mér vera hátindur kvæðisins, því þar er skáldið í námd við hina guðlegu kynngi, sem einnig er ómur eða hljómur. — Svipuð kynngi virðist mér vera hjá Adam Rutherford í spám hans um Island, enda má vel vita að spádómsgáfa og skáldgáfa eru skyldar, þó að hvor sé með sín- um hætti nokkuð. — — Síðan ferst maðurinn á bátn um, af því hve heillaður hann er af sýninni, nema hann hafi horf- ið með öðrum hætti, og niður- lag hins áhrifamikla kvæðis er á þessa leið: Und das hat mit ihrem Singen Die Lorelei getan. Og því hefur Lórelei valið með leiðslu-töfra söng. Þarna er auðsjáanlega talað út frá sjónarmiði fólksins í daln- um: Það veit á illt, þegar söng- urinn fagri heyrist. Saga hinna fögru Rínarlanda, hefur því mið ur ekki verið slík, að þar mætti guðlegur söngur hljóma nema stundum, og þá oft , á kostnað þeinra sem heyrðu hann. En hver var Lórelei, þessi vættur úr fjarska, sem sagnir gengu um í Rínarbyggðum öld- um saman, og líklega aftan úr grárri fomeskju, eins og stund- um er um það, sem verður að hkiium beztu yrkisefnum'? Þessu má nú svara þannig: Eft ir trú forfeðra okkar var gyðj- an Frigg drottning hins æðsta guðs. Snorra-Edda segir að hún heiti öðru nafni Hlóra. Þýzkan er ekki jafngóð íslenzkunni, þó að hún sé gott mál, og á henni verður nafnið Hlóra að Lore, sem síðan tekur á sig gælunafns endinguna -lei. Lórelei er því engin önnur en himingyðjan Frigg. Það var þetta sem mál- fræðingurinn heyrði, og skildi að rétt mundi vera, — og þagði við. Þorsteinn Guðjónsson. BUNAÐARBANKINN er banki tólliNÍns nVor undir vœngjum" ÖÖ VorheUkun Til móts við vorið Vorið er að koma suður I álfu og Loftleiðir bregða ekki vana sínum en bjóða nú: frá 15. marz til 15. maí hin lækkuðu vorfargjöid til fjölmargra staða í Evrópu. Fljúgið með Loftleiðum til móts við vorið og njótið hinnar rómuðu þjónustu um borð í Loftleiðaflugvélunum. Fjöldi þeirra Islendinga, sem nota sér hin lækkuðu vorfargjöld, eykst með ári hverju. Loftleiðir fljúga til: Oslóar - Kaupmannahafnar - Gautaborgar - Glasgow - London og Luxemborgar, en selja jafnframt framhaldsferðir með flug- félögum á öllum flugleiðum heims. Og enn sem fyrr geta farþegar notið hinna hagkvæmu greiðslukjara Loftleiða: FLUGFAR STRAX — FAR GREITT SÍÐAR Skrifstofur Loftleiða, ferðaskrifstofurnar og umboðsmenri um land allt veita upplýsingar og selja farseðla. koFTLEIDIR • 3ja hólfa þvottoefnisskúffa tekur sápuskommta og skolefni strax. • Kunn fyrir afbragðs þvott og góðu, tvívirku þeytivindinguna. • Hljóður og titringslaus gangur. • Bæði tromla og vatnsker úr ryð- fríu stáli. Nylonhúðaður kassi. • Ytra lokið er til prýði og öryggis, og opið myndar það borð til þæg- inda við fyllingu og losun. • Innra lokið er til enn frekara ör- yggis, er á sjálfu vatnskerinu og hefur þykkan, varánlegan þéttihring. • Innbyggingarmöguleikar: stöðluð mál, stilingar og sápuhólf á fram- hlið. Fylgib tízkunni — veijib W Hjá okkur er mikið úrval af maxi- og minimaxi kápum úr vönduðum ullar efnum. Margir litir, allar stærðir. Buxnakjólarnir vinsælu í mörgum litum, allar stærðir. Póstsendum um allt land. Tízkuverzlunin Rauðarársfíg 1 Bílastæði við búðardyrnar. SlMI 2 44 20 — SUÐURGOTU 10

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.