Alþýðublaðið - 21.06.1930, Side 2
í
I
" AEÞ.ÝÐUBIiAÐIÐ
e
Oli finna logð niðnr hátíðisdagana
Landsstjómin hefir samkvæmt
heimild þeirri, sem gefin er í
5. gr. laga nr. 15 19. maí 1930,
sett eftirfarandi ákvæði, er gildi
í Hafnarfirði og Reykajvík:
Öll almenn útivinna skal falla
niður dagana 26., 27. og 28. júní.
ISömu daga skulu allar sölu-
búðir, skrifstofur, afgreiðslustof-
«r, þar með taldir bankar, vinnu-
I stofur og verksmiðjur, vera lok-
aðar. Þó mega mjólkurbúðir,
I brauðbúðir og kjötbúðir vera
opnar þessa daga, ef samkomu-
lag næst um þaÖ við starfsfólk
þeirra. Sama gildir um prent-
smiðjur, sem annast prentun
dagblaða.
Sunnudaginn 29. júní mega
sölubúðir vera opnar kl. 4—7 sið-
degis.
Vesfnr-íslendinpr
komn . í gœrkveldi.
í gærkveldi var von á Mont-
ealm“, ameríska farþegaskipinu,
sem Vestur-Islendingarnir, sem
enn voru ókomnir, ætluðu að
koma með. 1 tilefni af þessu fóru
varðskipið „Óðinn“ móti skipinu
með margt manna og hitti það
rétt hjá Garðsskaga. Heilsuðust
Islendingar með húrrahrópum, en
siðan lögðust skipin hlið við hlið,
og voru þar fagnaðarfundir hjá
þjóðbræðrum og systrum austan.
og vestan hafsins. Með stuttum
ræðum voru Vestur-íslendingar
boðnir velkomnir, en þeir svör-
uðu og létu ánægju sína í ljós
yfir því, að vera komnir hingað.
Flestir þeirra munu aldrei hafa
séð ísland fyr. Margt er í þessum
hópi af eldra fólki, en færra af
hinu yngra. Ferðin hingað gekk
vel og voru um 370 Vestur-ls-
lendingar með í förinni. Þessi'
hópur er á vegum Þjóðræknisfé-
lagsins. — Ráðgert er, að skip
komi hingað að sækja þá og þeir
fari um 4. ágúst.
Um dagims og veginn.
Zeppelin
flugskipiö þýzka, kemur ekki,
þar eð ekki fengust nógu margir
farþegar til fararinnar. Mun
mörgum þetta vonbrigði mikil.
Veðrið.
Lægðin, sem var vestur af
ÍReykjanesi í gær, þokast nú hægt
norður eftir Grænlandshafi og
mun valda áframhaldandi suð-
austanátt hér á landi næstu daga.
Veðurútlit í dag og nótt: Sunnan
og suðaustan kaldi og skúrir um
alt land.
Bíóaugiýsingar
eru á 4. síðu í blaðinu.
Björn Ólafsson
biður þess getið, að hann
svari engum fyrirspumum um
Þingvallaakstur né neinu þar að
lútandi í verzlunarskrifstofu sinni
né heima, hvorki símleiðis eða á
annan hátt. Menn verða að snúa
sér með alt slíkt beint til öku-
skrif^tofunnar.
Prestastefnan
var sett í gær. Sagði einn á-
hugasamur prestur utan af landi,
að sér hefði brugðið í brún, þeg-
ar hann hefði komið hér í kirkj-
una og séð þar ekki nema örfátt
manna úr Reykjavik við setningu
stefnunnar, eftir allan kristin-
dómsáhuga íhaldsins, sem svo
innilega hefir Iýst sér í Morgun-
blaðinu. Þótti honum það gegna
mestu furðu, að koma utan af
landi, þar sem enginn hældi sér
af kristindómi, en kirkjan var alt
af full, hingað til Reykjavíkur þar
sem stærsti stjórnmálaflokkurinn
hælir sér af honum seint og
snemma, en kirkjan er tóm, eða
svo til.
Ungir listamenn
opna sérstába málverkasýninga
Nokkrir listamenn, þar á meðal
langflestir hinir yngstu, hafa
stofnað með sér Félag óháðra
listamanna og efna til sýningar
nú um hátíðina. Verður hún opn-
uð næstu daga í fimleikahúsi 1-
þróttafélags Reykjavíkur við
Landakot. Meðal þessara lista-
manna eru Jón Engilberts, Gunn-
laugur Ó. Scheving, Freymóður
Jóhannesson, Ásgeir Bjarnþórs-
son, Eyjólfur Eyfells, Kristján
Magnússon, Friðrik Guðjónsson
og Snorri Arinbjamar. Hafa þeir
,um 100 listaverk á sýningunnL
Flest er þar olíumynda, nokkuð
af teikningum, en fátt vatnslita-
mynda. — Margir þeirra, sem að
framan geta, hafa sýnt hér verk
sín áður, en þó hefir fátt sést.
elftir suma þeirra ti'l dæmis Gunn-
laug ó. Scheving, sem margir
telja einna efnilegastan og frum-
legastan í hópi hinna yngri
manna. i
Menn mega búast við þvf, að
fá að sjá eitthvað nýtt, eitthvað
ungt og hressandi á þessari sýn-
ingu. — Vonandi marka þessir
ungu menn og tímamót í sögu
íslenzkrar málaralistar á þessu
ári og með þessaii sýningu.
Fáir munu telja eftir sér sporin
upp í fimleikahúsið.
Hvað er að frétta?
Messur. Landakotskirkja: Há-
messa kl. 9 f. h. og k'l. 6 e, h.
guðsþjónusta m. predikun. Spít-
B. Cohen,
15 Trinity Honse Lane,
Hnll, Engftand.
Til oiisna möron viðsMftavina á Islandi:
Mér þykir leitt, að geta ekki verið viðstaddur
Alþingishátíðina, en ég hefi íengið ráð á húsnæði
í næsta húsi við mitt, og á sama tíma og pjóð-
hátíð yðar stendiir yfir, er ég að láta gera
breytingar á pví.
í næsta skifti er pér heimsækið mig í Hull, munuð
pér sjá að húsnæði mitt er miklu stærra og vöru-
birgðirnar miklu meiri en áður, en verðið jafnvel
enn pá lægra en pað hefir verið.
Ég óska öllum viðskiftavinum mínum og íslenzku
pjóðinni hamingju og góðs gengis á hinnimikluhátið.
Yðar einlægur
B. Goheas.
Kvennaflokkur Ármanns. Þær
stúlkur, sem æft hafa fimleika
Jijá Ármanni í vor, eru beðnar að
mæta á æfingu í K.-R.-húsinu
kl. 10 á mánudagskvöldið.
Knattspyrnumót Islands hefst á
Iþróttavellinum annað kvöld.
Þátttakendur eru félögin: Fram,
Valur, K. R., Víkingur og Vest-
mannaeyingar. Verður óefað
mannmargt á vellimun meðan
mótið stendur yfir, enda má bú-
ást við vasklegum leik.
Gudmundur Kristjánsson söngv-
ári efnir til söngskemtunar í.
Gamla Bíó á mánudaginn kem-
ur. Guðmundur hefir dvalið vest-
an hafs og sungið með German
Grand Opera Company í öllum
stærstu borgum Ameríku og
fengið lofsamleg ummæli blað-
anna þar. Verður þetta að líkind-
um eina skiftið, sem Guðm. syng-
úr hér í Rvík að þessu sinni.
Ungfrú Rigmor Hanson danz-
mœr gefur bæjarbúum og gestum
þeirra kost á að sjá íslenzka
danzlist á þriðjudaginn kemur kl.
6 í Gamla Bíó. Mun skemtun
þessi verða mörgum tilhlökkunar-
efni, því danzsýningar ungfrúar-
innar hafa jafnan þótt með beztu
þ'kemtunum hér í bæ. S.
■ Áheit á Strandarkirkju 10 kr.
frá N. N.
Sigurjón tilkynnir: Beztu gest-
ir Islands á þessu ári eru Vestur-
íslendingar. íþróttamenn fagna
þeim á Álafossi á morgun kl. 3
‘alakirkjan í Hafnarfirði: Hámessa
;kl. 9 f. h. og kl. 6 e„ h. guðsþjón-
usta m. predikun. Fríkirkjan á
morgun kl. 5: Minningarguðs-
þjónusta, séra Árni Sigurðsson.
Sjómannastofan: Samkoma á
stofunni annað kvöld kl. 6.
Ríkisbankinn þýzki hefir lækk-
að forvexti niður í 4o/0.
Miklir hitar eru nú á Norður-
löndum. Hér kvartar enginn und-
an þeim.
Drengir óskast til að selja að-
göngumiða að knattspymumóti
Islands. Komi á íþróttavöllinn
milli kl. 10 og 11 á morgun.
Adgöngumidar að móttökuhátið
fyrir Vestur-íslendinga í Nýja
Bíó kl. 4 í dag fást afhentir í
Elliheimilinu fyrir þá, sem komu
jmeð Antonia, en í Landsspítalan-
um fyrir þá, sem komu með
Montcalmi til kl. 3 í dag, en eftir
það í Nýja Bíó.
Gellin og Borgström halda
hljómleika í Gamla Bió kl.
3 á morgun. Vegna mikillar
aðsóknar verða pantaðir en ósótt-
ir aðgöngumiðar seldir í dag
milli 5 og 7.
Prentvilla er í blaðjinu í gær í
augl. frá Sambandihu, er hún
leiðrétt í sömu augl. í blaðinu í
dag.
Hópsýningarmenn. Muriið að
sækja fimleikabúningana í kvöld
kl. 10 í Iþróttahúsi K. R. —
Gleymið ekki Þingvallaförinni í
fyrra málið kl. 8.