Alþýðublaðið - 21.06.1930, Side 6
6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Ný hús
HátiHaleiksýnlng.
Bygginganefnd bæjarins hefir
gefið leyfi til þessara bygginga:
Bergsveini Guðmundssyni leyft
að byggja tvílyft íbúðarhús úr
steinsteypu á lóðinni nr. 31 við
Sólvallagötu. Stærð 90 ferm.
Jóhanni Grímssyni og Ólafi
tvílyft íbúðarhús úr steinsteypu
á lóðinni nr. 17 við Seljaveg.
Stærð 81 ferm.
Benedikt Guðmundssyni leyft
að byggja einlyft íbúðarhús úr
steinsteypu á lóðinni nr. 40 við
Freyjugötu. Stærð 93 ferm.
Bimi Rögnvaldssyni leyft að
byggja einlyft íbúðarhús úr stein-
steypu á lóðinni nr. 78 við Berg-
staðastræti. Stærð 90 fernn.
Óla V. Metúsalemssyni og Vil-
hjálmi Bjamasypi leyft að byggja
tvílyft íbúðarhús úr steinsteypu
á lóðinni nr. 29 við Seljavég.
Stærð 94 ferm.
Ólafi Ásgeirssynr leyft að
hyggja tvilyft íbúðarhús úr stein-
steypu á lóðinni nr. 4 við Sjafn-
argötu. Stærð 99:5/i fernx.
Sambandi íslenzkra samvinnu-
félaga leyft að byggja prilyft
geymsluhús úr steinsteypú á lóð,
sem sambandið fær á leigu við
Grófjna og Geirsgötu. Stærð
484,4 ferm. — Enn fremur er pví
leyft að byggja bifreiðaskýli á
lóð sambandsins við Sölfhóls-
götu. Stærð 15 ferm.
Enn fremur hefir nefndin Leyft
Gísla Þorbjarnarsyni að breyta
gluggum á húsinu nr. 36 við
Bergstaðastræti; Ágústi Ólafssyni
að gera breytingar á kjallara
hússins nr. 10 við Ásvallagötu;
Boga A. J. Þórðarsyni að setja
kvist á húsið nr. 11 við Njáls-
götu og Stefáni Runólfssyni að
breyta gluggurn á húsinu nr. 16
við þingholtsstræti.
¥estar-!slendingariiir
sem komu hingað s. 1. laugar-
dagskvöld, vom 181 að tölu. Búa
flestir þeirra hjá vinum og kunn-
ingjum hér í bænum, en 40—50
pru í elliheimilinu. Hafa þeir far-
rð í ýmsar ferðir hér um Suður-
landsundirlendi. Á miðvd. fóm þeir
austur að Sogi, í Borgarnes og
upp á Kjalarnes, í Þrastarlund og
víðar. Á fimtud. fóru þeir austur að
Hliðarenda, í Fljótshlíð, enn frem-
ur fóru þeir hér um nágrennið,
til Hafnarfjarðar, að Bessastöðum
og víðar. 1 dag ætla þeir
austur að Gullfossi og að
Geysi, ef hægt verður. Skipið,
sem þeir komu með, Antonía, fer
aftur héðan 5. júlí. Þessir Vestur-
íslendingar em á vegum sjálf-
boðaliðsnefndarinnar, en hinir,
sem em á vegum Þjóðræknisfé-,
lagsins, komu hingað í gær-
kveldi.
Haraldur Björnsson.
Anna Borg.
Ágúst Kvaran.
Jóhann Sigurjónsson:
Fjalía~Eyvindiir.
Friðfinnur Guðjónsson.
í fyrradag voru 50 ár liðin xrá
fæðingu Jóhanns Sigurjónssonar,
ihöfundur leikritsins, sem náð
hefir mestri frægð allra íslenzkra
leikrita. Leikritið er samiö upp
úr sögunni af Fjalla-Eyvindi, út-
laganum, sauðaþjófnum ógæfu-
sama, sem allir þekkja. 1 höndum
Jóhanns Sigurjónssonar hefir sag-
an orðið að ódauðlegu listaverki,
sem standa mun eins og tröll-
aukinn minnisvarði yfir höfundin-
um, gáfaða listamanninum, fræg-
asta leikritaskáldi íslands. Fjalla-
Eyvindur hefir verið leikinn í
Kaupmannahöfn, Lundúnum,
Miinchen, Hamborg, Riga, Hel-
singfors, Winnipeg, Reykjavik og
miklu víðar. Leikritið er upp-
haflega samið á dönsku, en sam-
kvæmí því, er Árni Pálsson bóka-
vörður segir, hefir skáldið samið
íeikinn jöfnum höndum á dönsku.
og íslenzku. Fyrsta sýning leik-
iritsins var í Kaupmannahöfn. Það
hefir verið kvikmyndað og sýnt
um allan heim. '
Fjalla-Eyvindur var sýndur hér
í fyrsta skifti um jólaleytið 1912,
en síðan hefir hann verið leikinn
hér oft.
Það var vel til fallið áð velja
Fjalla-Eyvind til hátíðasýningar
nú. Hefir Haraldur Björnsson
undirbúið sýninguna frá því í
fyrrahaust og æft í vetur. Hefir
hann ekkert til sparað til að gera
sýninguna glæsilega ,enda varð
árangurinn eftir þvi.
Að þessu sinni leikur ungfrú
Anna Borg hlutverk Höllu, Ágúst:
Kvaran Eyvind, Haraldur Björns-
son Ames, Þorsteinn Ö. Stephen-
sen hreppstjórann, Friðfinnur Jón
bónda, Eyjólfur Jónsson Arn-
grím holdsveika o. s. frv.
Ungfrú Anna Borg leysir hlut-
verk sitt af hendi af fram úr skar-
andi snild, — og verður að efast
um, að hér hafi nokkurn tíma
fyr sést jafn góður leikur. Frá
því fyrsta ,að hún kemur inn í
baðstofuna sína með fasi hinnar
stórráðu húsfreyju, og til hins
síðasta, er hún fer út í stórhríð-
ina, er leikur hennar fullkominn
og sannur í öllum atriðum, jafnt
smáum sem stómm. — Hún' lifir
æfi Höllu. Hún skilur hana og'
þekkir hana.
Ágúst Kvaran leggur sig allan
fram til að sýna Eyvind sem
sannastan, en við og viÖ virðást
honum fatast, sérstaklega í 1. og
jafnvel lika í 2. þætti. 1 tveimur
hinum síðustu er leikur hans
góður; sérstaklega er hann með
ágætum í 4. þætti. — List Önnu
Borg er svo glæsileg, að mót-
leikari hennar verður að gæta
sín til fulls til þess að smæð hans
verði ekki áberpndi við hlið
hennar. Ef til vill verður efnid
— sálin sjálf — í leikritinu og
til þess að draga úr áhrifunum
frá Eyvindi, er hann stendur við
hlið Höllu í tveim fyrri þáttun-
um. Jafnari er leikur Haralds
Björnssonar og Höllu í 3. þætti
uppi við jöklana. Þar er full-
komið samræmi. Haraldur nær þá
fullum tökum á Arnesi. Ef nokk-
uð væri hægt að setja út á Har-
ald, þá er það málrómurinn, og
þessar smáendurtekningar í upp-
hafi setninga, sem honum eru svo
tíðar. Oft gera þær efni og leik
áhrifameiri — en þannig varð
það ekki í fyrra kvöld.
Þorsteinn Ö. Stephensen leikur
hreppstjórann ágætlega. Virðist
Þorsteinn vera glæsilegt leikara-
-efni. Friðfinnur er samur og jafn.
Hann átti 40 ára leikaraafmæli
í gær — og má í þvi sambandi
færa honum hugheilar þakkir fyr-
ir alt, sem hann hefir lagt fram
til eflingar leiklistarinnar hér.
Eyjólfur Jónsson var góður L
hlutverki Arngríms holdsveika.